Mundi ekki neitt en fékk samt að spila áfram Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. ágúst 2024 12:31 Hampus Skoglund í viðtalinu i hálfleik þar sem hann myndi ekkert hvað gerðist í fyrri hálfleiknum. Skjámynd/Discovery Leikmaður í sænsku úrvalsdeildinni í fótbolta spilaði áfram þrátt fyrir hafa fengið þungt höfuðhögg. Eftir á þá mundi hann ekki neitt hvað hafði gerst í leiknum sem hann spilaði. Mikil vitundarvakning hefur verið undanfarin ár um alvarleika höfuðhögga og þá sérstaklega að fá annað höfuðhögg þegar þú hefur fengið heilahristing áður í sama leik. Svíar þurfa greinilega að passa betur upp á sín mál ef marka má atvik gærkvöldsins. Hampus Skoglund, leikmaður Hammarby, fékk höfuðhögg í leik á móti Gais. Sænskir fjölmiðlar, þar á meðal Aftonbladet, setja spurningarmerki við þá ákvörðun að leyfa honum að halda áfram inn á vellinum. Skoglund lenti í samstuði og skall í jörðina. Hann þurfti aðhlynningu í langan tíma en fékk samt grænt ljós frá sjúkraþjálfara liðsins. Þegar liðin gengu til hálfleiks þá greip sjónvarpsmaður Discovery leikmanninn í viðtal. Sjónvarpsmaðurinn spurði hann út í fyrri hálfleikinn en Skoglund mundi hreinlega ekki neitt. „Sko ef ég á að vera hreinskilinn þá man ég ekki neitt. Við áttum ágætan fyrri hálfleik, held ég. Ég man það ekki,“ sagði Skoglund. Eftir leikinn fékk það síðan staðfest að Skoglund hafði fengið heilahristing. Hann mun vonandi sleppa betur en sumir sem hafa tekið áhættuna á því að spila áfram eftir slæmt höfuðhögg. Margir þeirra hafa þurft að leggja skóna hreinlega á hilluna og þá eru ekki upptalin vandmál þeirra í hinu daglega lífi. Sænski boltinn Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Russell á ráspól í fyrramálið Formúla 1 Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Fótbolti Andy Murray þjálfar erkióvininn Sport Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Fótbolti Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Sjá meira
Mikil vitundarvakning hefur verið undanfarin ár um alvarleika höfuðhögga og þá sérstaklega að fá annað höfuðhögg þegar þú hefur fengið heilahristing áður í sama leik. Svíar þurfa greinilega að passa betur upp á sín mál ef marka má atvik gærkvöldsins. Hampus Skoglund, leikmaður Hammarby, fékk höfuðhögg í leik á móti Gais. Sænskir fjölmiðlar, þar á meðal Aftonbladet, setja spurningarmerki við þá ákvörðun að leyfa honum að halda áfram inn á vellinum. Skoglund lenti í samstuði og skall í jörðina. Hann þurfti aðhlynningu í langan tíma en fékk samt grænt ljós frá sjúkraþjálfara liðsins. Þegar liðin gengu til hálfleiks þá greip sjónvarpsmaður Discovery leikmanninn í viðtal. Sjónvarpsmaðurinn spurði hann út í fyrri hálfleikinn en Skoglund mundi hreinlega ekki neitt. „Sko ef ég á að vera hreinskilinn þá man ég ekki neitt. Við áttum ágætan fyrri hálfleik, held ég. Ég man það ekki,“ sagði Skoglund. Eftir leikinn fékk það síðan staðfest að Skoglund hafði fengið heilahristing. Hann mun vonandi sleppa betur en sumir sem hafa tekið áhættuna á því að spila áfram eftir slæmt höfuðhögg. Margir þeirra hafa þurft að leggja skóna hreinlega á hilluna og þá eru ekki upptalin vandmál þeirra í hinu daglega lífi.
Sænski boltinn Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Russell á ráspól í fyrramálið Formúla 1 Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Fótbolti Andy Murray þjálfar erkióvininn Sport Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Fótbolti Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Sjá meira