Hetjan Hákon Rafn: „Líður virkilega vel í þessu liði“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 29. ágúst 2024 09:32 Varði vítaspyrnu þegar mest á reyndi. Brentford „Virkilega góð tilfinning,“ sagði Hákon Rafn Valdimarsson aðspurður hvernig það var að verja vítaspyrnu í sínum fyrsta keppnisleik fyrir enska úrvalsdeildarfélagið Brentford. Hákon Rafn fékk loks tækifæri í keppnisleik með Brentford þegar liðið sótti Colchester United heim í enska deildarbikarnum. Leikurinn var jafnari en hinn 22 ára gamli Hákon Rafn hefði viljað en Brentford vann nauman 1-0 sigur þökk sé íslenska landsliðsmarkverðinum. Hákon Rafn Valdimarsson pic.twitter.com/1LLiIkhXnF— Brentford FC (@BrentfordFC) August 29, 2024 „Ég hafði skoðað síðustu vítaspyrnur þeirra svo mér leið eins og ég vissi aðeins hvað væri að fara gerast,“ sagði markvörðurinn sem varði spyrnuna með fætinum. Hann var einnig spurður út í leikinn í heild sinni. „Við áttum erfitt uppdráttar með löngu innköstin þeirra, erfitt að meðhöndla það. Eftir stundarfjórðung fannst mér við ná tökum á föstu leikatriðunum þeirra. Þetta var ekki okkar besti leikur en við komumst í gegnum þetta og unnum leikinn, það er mikilvægast.“ As debuts go, Hákon 👏Superb backing for the boys tonight ❤🐝 pic.twitter.com/lNH2bgiMpH— Brentford FC (@BrentfordFC) August 28, 2024 „Eftir fyrstu tvö eða þrjú föstu leikatriðin fannst mér við ná tökum á þessu og það er mjög mikilvægt í þessum leikjum,“ bætti hann við áður en hann var spurður út í lífið hjá Brentford. „Það er virkilega gott. Er að læra og bæta mig á hverjum degi. Frábært að spila fyrsta leikinn í kvöld og mér líður virkilega vel í þessu liði, virkilega ánægður.“ Hákon Rafn var einnig spurður út í hvaða þætti markvörslu hann hefði verið að vinna hvað mest í síðan hann gekk í raðir félagsins. „Örugglega öllu. Mér finnst ég hafa bætt mig mikið síðan ég kom. Ég þarf að halda áfram, halda fókus og vera klár þegar kallið kemur.“ Markvörðurinn var einnig spurður út í landsleik Íslands og Englands á Wembley í aðdraganda EM. „Frábær reynsla. Að vinna England á Wembley var virkilega gott, og að halda hreinu. Nú eigum við í Brentford mikilvægan leik gegn Southampton og svo koma tveir landsleikir með Íslandi,“ sagði markvörðurinn að lokum. Viðtalið má finna í heild sinni á vefsíðu Brentford. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Handbolti Hvað gera flokkarnir fyrir afreksfólk í íþróttum? Sport Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Enski boltinn Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Fótbolti Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Körfubolti Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Enski boltinn „Tími til kominn að taka afstöðu gegn Ísrael“ Sport Fleiri fréttir Í beinni: Arsenal - Nottingham Forest | Skytturnar mæta spútnikliðinu Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Guardiola samdi til ársins 2027 Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Fær ekki að eyða í leikmenn í janúar Liverpool og Newcastle berjast um Mbeumo Fengu ljót skilaboð eftir óléttumynd: „Fyrirmunað að skilja þessi viðbrögð“ Guardiola framlengir við Man. City Klopp vildi fá Antony í stað Salah Tengdasonur Keane skoraði fyrir enska landsliðið Heimildaþáttaröð um lið Rooney og Guðlaugs Victors Landsliðskonurnar eiga von á barni saman Amorim fékk loksins að stýra æfingu hjá Man. United Liverpool fær Van Dijk fyrr til baka Fékk sjö leikja bann fyrir það sem hann sagði um eigin fyrirliða Man. Utd reynir við rándýra ungstirnið sem Amorim leyfði að blómstra Van Nistelrooy sækir um stjórastarfið hjá Coventry Scott McTominay sér ekki eftir neinu Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Sjá meira
Hákon Rafn fékk loks tækifæri í keppnisleik með Brentford þegar liðið sótti Colchester United heim í enska deildarbikarnum. Leikurinn var jafnari en hinn 22 ára gamli Hákon Rafn hefði viljað en Brentford vann nauman 1-0 sigur þökk sé íslenska landsliðsmarkverðinum. Hákon Rafn Valdimarsson pic.twitter.com/1LLiIkhXnF— Brentford FC (@BrentfordFC) August 29, 2024 „Ég hafði skoðað síðustu vítaspyrnur þeirra svo mér leið eins og ég vissi aðeins hvað væri að fara gerast,“ sagði markvörðurinn sem varði spyrnuna með fætinum. Hann var einnig spurður út í leikinn í heild sinni. „Við áttum erfitt uppdráttar með löngu innköstin þeirra, erfitt að meðhöndla það. Eftir stundarfjórðung fannst mér við ná tökum á föstu leikatriðunum þeirra. Þetta var ekki okkar besti leikur en við komumst í gegnum þetta og unnum leikinn, það er mikilvægast.“ As debuts go, Hákon 👏Superb backing for the boys tonight ❤🐝 pic.twitter.com/lNH2bgiMpH— Brentford FC (@BrentfordFC) August 28, 2024 „Eftir fyrstu tvö eða þrjú föstu leikatriðin fannst mér við ná tökum á þessu og það er mjög mikilvægt í þessum leikjum,“ bætti hann við áður en hann var spurður út í lífið hjá Brentford. „Það er virkilega gott. Er að læra og bæta mig á hverjum degi. Frábært að spila fyrsta leikinn í kvöld og mér líður virkilega vel í þessu liði, virkilega ánægður.“ Hákon Rafn var einnig spurður út í hvaða þætti markvörslu hann hefði verið að vinna hvað mest í síðan hann gekk í raðir félagsins. „Örugglega öllu. Mér finnst ég hafa bætt mig mikið síðan ég kom. Ég þarf að halda áfram, halda fókus og vera klár þegar kallið kemur.“ Markvörðurinn var einnig spurður út í landsleik Íslands og Englands á Wembley í aðdraganda EM. „Frábær reynsla. Að vinna England á Wembley var virkilega gott, og að halda hreinu. Nú eigum við í Brentford mikilvægan leik gegn Southampton og svo koma tveir landsleikir með Íslandi,“ sagði markvörðurinn að lokum. Viðtalið má finna í heild sinni á vefsíðu Brentford.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Handbolti Hvað gera flokkarnir fyrir afreksfólk í íþróttum? Sport Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Enski boltinn Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Fótbolti Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Körfubolti Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Enski boltinn „Tími til kominn að taka afstöðu gegn Ísrael“ Sport Fleiri fréttir Í beinni: Arsenal - Nottingham Forest | Skytturnar mæta spútnikliðinu Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Guardiola samdi til ársins 2027 Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Fær ekki að eyða í leikmenn í janúar Liverpool og Newcastle berjast um Mbeumo Fengu ljót skilaboð eftir óléttumynd: „Fyrirmunað að skilja þessi viðbrögð“ Guardiola framlengir við Man. City Klopp vildi fá Antony í stað Salah Tengdasonur Keane skoraði fyrir enska landsliðið Heimildaþáttaröð um lið Rooney og Guðlaugs Victors Landsliðskonurnar eiga von á barni saman Amorim fékk loksins að stýra æfingu hjá Man. United Liverpool fær Van Dijk fyrr til baka Fékk sjö leikja bann fyrir það sem hann sagði um eigin fyrirliða Man. Utd reynir við rándýra ungstirnið sem Amorim leyfði að blómstra Van Nistelrooy sækir um stjórastarfið hjá Coventry Scott McTominay sér ekki eftir neinu Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Sjá meira