Víkingar sluppu við stórliðin en mæta Gumma Tóta Sindri Sverrisson skrifar 30. ágúst 2024 12:02 Víkingar eiga fyrir höndum sex leiki í Sambandsdeildinni og spila fram til jóla. vísir/Diego Víkingar fengu í dag að vita hvaða sex liðum þeir mæta í nýrri Sambandsdeild Evrópu. Dregið var í beinni útsendingu á Vísi. Nýtt fyrirkomulag er í Sambandsdeildinni í ár og munu 36 lið spila saman í einni deild. Þeim var skipt í sex styrkleikaflokka og mætir Víkingur einu liði úr hverjum flokki, ýmist á heima- eða útivelli. Víkingar fengu ekkert af stærstu liðunum, líkt og Chelsea eða Fiorentina, en munu ferðast til Austurríkis, Kýpur og Armeníu. Andstæðingar Víkinga eru: LASK frá Austurríki (ú), Djurgården frá Svíþjóð (h), Omonoia frá Kýpur (ú), Cercle Brugge frá Belgíu (h), Borac frá Bosníu (h) og Noah frá Armeníu (ú). Það ræðst á morgun nákvæmlega hvenær hver leikur verður spilaður, en leikið verður fram til jóla. Þess má til gamans geta að Sölvi Geir Ottesen, aðstoðarþjálfari Víkings, og Kári Árnason, yfirmaður fótboltamála félagsins, urðu Svíþjóðarmeistarar á sínum tíma með Djurgården. Þá lék Kári með kýpverska liðinu Omonoia. Armenska liðið Noah er svo með Selfyssinginn Guðmund Þórarinsson, eða Gumma Tóta, í sínum herbúðum. Albert, Sverrir og fleiri með í keppninni Af leikjum annarra liða má nefna Chelsea, FC Kaupmannahöfn sem enn er með Rúnar Alex Rúnarsson og Orra Óskarsson innanborðs, og Fiorentina, nýja liðið hans Alberts Guðmundssonar, en þessi þrjú lið voru í efsta styrkleikaflokki. Þá er Íslendingaliðið Panathinaikos, með Sverri Inga Ingason og Hörð Björgvin Magnússon innanborðs, einnig með í keppninni. Chelsea: Gent (h), Heidenheim (ú), Astana (ú), Shamrock Rovers (h), Panathinaikos (ú), Noah (h). FC Kaupmannahöfn: Real Betis (ú), Basaksehir (h), Rapid (ú), Hearts (h), Jagiellonia (h), Dinamo Minsk (ú). Fiorentina: LASK (h), APOEL (ú), Vitoria (ú), The New Saints (h), St. Gallen (ú), Pafos (h). Panathinaikos: Chelsea (h), Djurgården (ú), HJK Helsinki (h), The New Saints (ú), Borac (ú), Dinamo Minsk (h). FC Noah: Chelsea (ú), APOEL (h), SK Rapid (ú), Mladá Boleslav (h), TSC (ú), Víkingur (h). Leikjadagskrá hvers einasta liðs má finna með því að smella hér. Styrkleikaflokkarnir: Flokkur 1 1. Chelsea FC (ENG)2. F.C. Copenhagen (DEN)3. KAA Gent (BEL)4. ACF Fiorentina (ITA)5. LASK (AUT)6. Real Betis Balompié (ESP) Flokkur 2 7. İstanbul Başakşehir FK (TUR)8. Molde FK (NOR)9. Legia Warszawa (POL)10. 1. FC Heidenheim 1846 (GER)11. Djurgården (SWE)12. APOEL FC (CYP) Flokkur 3 13. SK Rapid (AUT)14. Omonoia FC (CYP)15. HJK Helsinki (FIN)16. Vitória SC (POR)17. FC Astana (KAZ)18. NK Olimpija Ljubljana (SVN) Flokkur 4 19. Cercle Brugge KSV (BEL)20. Shamrock Rovers FC (IRL)21. The New Saints FC (WAL)22. FC Lugano (SUI)23. Heart of Midlothian FC (SCO)24. FK Mladá Boleslav (CZE) Flokkur 5 25. FC Petrocub (MDA)26. FC St. Gallen 1879 (SUI)27. Panathinaikos FC (GRE)28. FK TSC (SRB)29. FK Borac (BIH)30. Jagiellonia Białystok (POL) Flokkur 6 31. NK Celje (SVN)32. Larne FC (NIR)33. FC Dinamo-Minsk (BLR)34. Pafos FC (CYP)35. Víkingur Reykjavík (ISL)36. FC Noah (ARM) Leikdagarnir í Sambandsdeildinni eru þessir: 3. október, 24. október, 7. nóvember, 28. nóvember, 12. desember og 19. desember. Sambandsdeild Evrópu Víkingur Reykjavík Mest lesið Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Fótbolti Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Fótbolti Skrautlegur ferðadagur Fótbolti „Mamma vill bara að ég sé í ballett“ Sport Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af Fótbolti Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Fótbolti FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Fótbolti Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Körfubolti Veðbankar telja mun líklegra að Ísland falli úr leik Fótbolti Fleiri fréttir Tólfan boðar til partýs í Varsjá Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Lofar að fara sparlega með Isak Skrautlegur ferðadagur Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Veðbankar telja mun líklegra að Ísland falli úr leik Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Hvernig umspil færi Ísland í? Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Holland getur fagnað HM-sæti en Þýskaland þarf stig Króatar á HM en draumur Færeyja úti Afar óvænt tap þegar Finnar hylltu goðsögn Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum“ Rosenörn yfirgefur FH Taylor dæmir úrslitaleikinn í Varsjá Mikil spenna í Færeyjum enda HM-sætið enn möguleiki Montiel til KA Marta getur aftur unnið verðlaunin sem voru nefnd eftir henni Kominn í hóp þeirra fáu sem hafa verið heilan bílprófsaldur í landsliðinu Jafnaði við Arnór og Ríkharð á markalistanum Ronaldo gæti endað í leikbanni á HM næsta sumar Frændinn mætti með egg og gerði allt vitlaust „Kom fyrstur út úr leikmannagöngunum með augnaráð sem hefði getað drepið“ Gaman í íslenska klefanum eftir leik Flutt á sjúkrahús eftir höfuðhögg í Meistaradeildinni Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Eggert Aron mætir fyrir úrslitaleikinn í Póllandi Skytturnar héldu fullkomnu flugi Englands áfram Frakkar á HM og Íslandi dugar jafntefli Sjá meira
Nýtt fyrirkomulag er í Sambandsdeildinni í ár og munu 36 lið spila saman í einni deild. Þeim var skipt í sex styrkleikaflokka og mætir Víkingur einu liði úr hverjum flokki, ýmist á heima- eða útivelli. Víkingar fengu ekkert af stærstu liðunum, líkt og Chelsea eða Fiorentina, en munu ferðast til Austurríkis, Kýpur og Armeníu. Andstæðingar Víkinga eru: LASK frá Austurríki (ú), Djurgården frá Svíþjóð (h), Omonoia frá Kýpur (ú), Cercle Brugge frá Belgíu (h), Borac frá Bosníu (h) og Noah frá Armeníu (ú). Það ræðst á morgun nákvæmlega hvenær hver leikur verður spilaður, en leikið verður fram til jóla. Þess má til gamans geta að Sölvi Geir Ottesen, aðstoðarþjálfari Víkings, og Kári Árnason, yfirmaður fótboltamála félagsins, urðu Svíþjóðarmeistarar á sínum tíma með Djurgården. Þá lék Kári með kýpverska liðinu Omonoia. Armenska liðið Noah er svo með Selfyssinginn Guðmund Þórarinsson, eða Gumma Tóta, í sínum herbúðum. Albert, Sverrir og fleiri með í keppninni Af leikjum annarra liða má nefna Chelsea, FC Kaupmannahöfn sem enn er með Rúnar Alex Rúnarsson og Orra Óskarsson innanborðs, og Fiorentina, nýja liðið hans Alberts Guðmundssonar, en þessi þrjú lið voru í efsta styrkleikaflokki. Þá er Íslendingaliðið Panathinaikos, með Sverri Inga Ingason og Hörð Björgvin Magnússon innanborðs, einnig með í keppninni. Chelsea: Gent (h), Heidenheim (ú), Astana (ú), Shamrock Rovers (h), Panathinaikos (ú), Noah (h). FC Kaupmannahöfn: Real Betis (ú), Basaksehir (h), Rapid (ú), Hearts (h), Jagiellonia (h), Dinamo Minsk (ú). Fiorentina: LASK (h), APOEL (ú), Vitoria (ú), The New Saints (h), St. Gallen (ú), Pafos (h). Panathinaikos: Chelsea (h), Djurgården (ú), HJK Helsinki (h), The New Saints (ú), Borac (ú), Dinamo Minsk (h). FC Noah: Chelsea (ú), APOEL (h), SK Rapid (ú), Mladá Boleslav (h), TSC (ú), Víkingur (h). Leikjadagskrá hvers einasta liðs má finna með því að smella hér. Styrkleikaflokkarnir: Flokkur 1 1. Chelsea FC (ENG)2. F.C. Copenhagen (DEN)3. KAA Gent (BEL)4. ACF Fiorentina (ITA)5. LASK (AUT)6. Real Betis Balompié (ESP) Flokkur 2 7. İstanbul Başakşehir FK (TUR)8. Molde FK (NOR)9. Legia Warszawa (POL)10. 1. FC Heidenheim 1846 (GER)11. Djurgården (SWE)12. APOEL FC (CYP) Flokkur 3 13. SK Rapid (AUT)14. Omonoia FC (CYP)15. HJK Helsinki (FIN)16. Vitória SC (POR)17. FC Astana (KAZ)18. NK Olimpija Ljubljana (SVN) Flokkur 4 19. Cercle Brugge KSV (BEL)20. Shamrock Rovers FC (IRL)21. The New Saints FC (WAL)22. FC Lugano (SUI)23. Heart of Midlothian FC (SCO)24. FK Mladá Boleslav (CZE) Flokkur 5 25. FC Petrocub (MDA)26. FC St. Gallen 1879 (SUI)27. Panathinaikos FC (GRE)28. FK TSC (SRB)29. FK Borac (BIH)30. Jagiellonia Białystok (POL) Flokkur 6 31. NK Celje (SVN)32. Larne FC (NIR)33. FC Dinamo-Minsk (BLR)34. Pafos FC (CYP)35. Víkingur Reykjavík (ISL)36. FC Noah (ARM) Leikdagarnir í Sambandsdeildinni eru þessir: 3. október, 24. október, 7. nóvember, 28. nóvember, 12. desember og 19. desember.
Styrkleikaflokkarnir: Flokkur 1 1. Chelsea FC (ENG)2. F.C. Copenhagen (DEN)3. KAA Gent (BEL)4. ACF Fiorentina (ITA)5. LASK (AUT)6. Real Betis Balompié (ESP) Flokkur 2 7. İstanbul Başakşehir FK (TUR)8. Molde FK (NOR)9. Legia Warszawa (POL)10. 1. FC Heidenheim 1846 (GER)11. Djurgården (SWE)12. APOEL FC (CYP) Flokkur 3 13. SK Rapid (AUT)14. Omonoia FC (CYP)15. HJK Helsinki (FIN)16. Vitória SC (POR)17. FC Astana (KAZ)18. NK Olimpija Ljubljana (SVN) Flokkur 4 19. Cercle Brugge KSV (BEL)20. Shamrock Rovers FC (IRL)21. The New Saints FC (WAL)22. FC Lugano (SUI)23. Heart of Midlothian FC (SCO)24. FK Mladá Boleslav (CZE) Flokkur 5 25. FC Petrocub (MDA)26. FC St. Gallen 1879 (SUI)27. Panathinaikos FC (GRE)28. FK TSC (SRB)29. FK Borac (BIH)30. Jagiellonia Białystok (POL) Flokkur 6 31. NK Celje (SVN)32. Larne FC (NIR)33. FC Dinamo-Minsk (BLR)34. Pafos FC (CYP)35. Víkingur Reykjavík (ISL)36. FC Noah (ARM)
Sambandsdeild Evrópu Víkingur Reykjavík Mest lesið Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Fótbolti Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Fótbolti Skrautlegur ferðadagur Fótbolti „Mamma vill bara að ég sé í ballett“ Sport Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af Fótbolti Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Fótbolti FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Fótbolti Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Körfubolti Veðbankar telja mun líklegra að Ísland falli úr leik Fótbolti Fleiri fréttir Tólfan boðar til partýs í Varsjá Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Lofar að fara sparlega með Isak Skrautlegur ferðadagur Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Veðbankar telja mun líklegra að Ísland falli úr leik Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Hvernig umspil færi Ísland í? Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Holland getur fagnað HM-sæti en Þýskaland þarf stig Króatar á HM en draumur Færeyja úti Afar óvænt tap þegar Finnar hylltu goðsögn Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum“ Rosenörn yfirgefur FH Taylor dæmir úrslitaleikinn í Varsjá Mikil spenna í Færeyjum enda HM-sætið enn möguleiki Montiel til KA Marta getur aftur unnið verðlaunin sem voru nefnd eftir henni Kominn í hóp þeirra fáu sem hafa verið heilan bílprófsaldur í landsliðinu Jafnaði við Arnór og Ríkharð á markalistanum Ronaldo gæti endað í leikbanni á HM næsta sumar Frændinn mætti með egg og gerði allt vitlaust „Kom fyrstur út úr leikmannagöngunum með augnaráð sem hefði getað drepið“ Gaman í íslenska klefanum eftir leik Flutt á sjúkrahús eftir höfuðhögg í Meistaradeildinni Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Eggert Aron mætir fyrir úrslitaleikinn í Póllandi Skytturnar héldu fullkomnu flugi Englands áfram Frakkar á HM og Íslandi dugar jafntefli Sjá meira