Treystir sér til formennsku ef Bjarni hættir Vésteinn Örn Pétursson skrifar 31. ágúst 2024 20:45 Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir er varaformaður Sjálfstæðisflokksins. Vísir/Einar Formaður Sjálfstæðisflokksins er ekki búinn að ákveða hvort hann sækist eftir áframhaldandi setu á formannsstól, en varaformaðurinn kveðst tilbúinn að taka við keflinu ef svo ber undir. Ungliðahreyfingin sendi forystu flokksins væna pillu vegna sögulega lítils fylgis í könnunum. Flokksráðsfundur Sjálfstæðisflokksins fór fram á Hilton í dag. Þrátt fyrir að vel hafi verið mætt þá var fundurinn haldinn í skugga þeirrar staðreyndar að flokkurinn hefur aldrei mælst með minna fylgi en akkúrat nú. Í könnun Maskínu í liðinni viku mældist flokkurinn með 13,9 prósenta fylgi, og hefur aldrei mælst lægri. Í Þjóðarpúlsi Gallúp sem birtist í gær mældist fylgið skör meira, eða 17,1 prósent. Í báðum könnunum mælist Sjálfstæðisflokkurinn á sömu slóðum og Miðflokkurinn. Formaður flokksins telur fylgið óviðunandi. „En mín skilaboð hér í dag eru að slíkar mælingar eru engin ávísun á niðurstöður í kosningum, það sýnir nú sagan síðast í forsetakosningunum í vor. Verkefni okkar er að taka höndum saman og sækja fram,“ sagði Bjarni Benediktsson formaður í samtali við fréttastofu í dag, en ræðuna sem hann flutti á flokksráðsfundinum í dag er að finna hér að neðan. Ungir hnýta í forystuna Í tilefni af fylgismælingunni sendi Samband ungra Sjálfstæðismanna skilaboð til forystunnar og annarra fundarmanna: „13,9 prósent, hvað er planið?“ Auglýsingin var birt sem heilsíða í Morgunblaðinu, á skiltum við fundarstað og einnig dreift til fundargesta. Formaður sambandsins segir marga hafa tekið vel í uppátækið. „Forystan veit að það þarf eitthvað að gera. Við erum að líka að senda skilaboð til þjóðarinnar um að það eru ekki allir sáttir með stöðuna eins og hún er. Við þurfum að fara að hugsa okkar gang og fara í naflaskoðun, hvaða skilaboð það eru sem við erum að senda út í þjóðfélagið,“ sagði Viktor Pétur Finnsson, formaður Sambands ungra Sjálfstæðismanna. Viktor Pétur Finnsson, formaður SUS. Bjarni sagði unga Sjálfstæðismenn fara óhefðbundnar leiðir og þeir hafi alltaf viljað veita forystunni aðhald. „En þeir verða auðvitað líka að halda í það kjarnahlutverk sitt að teikna upp framtíðarsýn fyrir bæði ungt fólk og aðra í landinu. Framtíðar Ísland sem þau sjá fyrir sér, tala um það og færa inn í umræðuna. Ekki bara kasta höndum upp í loft og segja: Hvað eigum við að gera?“ Ákveður sig nær landsfundi Í ræðu sinni á fundinum sagðist Bjarni ekki hafa gert upp hug sinn um hvort hann myndi gefa kost á sér til áframhaldandi formennsku á landsfundi í febrúar. „Og þegar nær dregur landsfundi þá þarf ég að taka ákvörðun um framtíðina með mínu fólki, og með hliðsjón af því sem ég tel vera best fyrir flokkinn okkar,“ sagði Bjarni í ræðunni. Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, varaformaður flokksins, hefur verið afdráttarlaus um að ætla að gefa kost á sér til áframhaldandi starfa í forystu flokksins, ólíkt Bjarna. Ef svo færi að hann gæfi ekki kost á sér, myndir þú þá sækjast eftir formennsku? „Ég hef alveg verið mjög heiðarleg og opin með að ef það er eftirspurn eftir því, ef flokksmenn treysta mér í það verkefni, þá treysti ég mér í það verkefni,“ sagði Þórdís Kolbrún. Ræðu Þórdísar á flokksráðsfundinum má finna í heild sinni í spilaranum hér að neðan. Sjálfstæðisflokkurinn Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Skoðanakannanir Tengdar fréttir Sósíalistar næðu manni inn Sósíalistaflokkurinn mælist með tæplega sex prósent fylgi í þjóðarpúsli Gallúp, nóg til að ná manni inn á þing. Lítill munur er á fylgi Sjálfstæðisflokksins og Miðflokksins. 31. ágúst 2024 15:41 Skynsamlegast fyrir stjórnarflokkana að segja satt um samstarfið Fyrrverandi forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins telur skynsamlegast að ríkisstjórnarflokkarnir myndu viðurkenna að ekki verði lengra komist í núverandi stjórnarsamstarfi, og gengið yrði til kosninga. Uppstokkun í forystu Sjálfstæðisflokksins ein og sér myndi líklega ekki nægja til að auka við fylgi hans, að mati stjórnmálafræðiprófessors. 31. ágúst 2024 12:25 Svarar engu um framboð til formanns Bjarni Benediktsson forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins segist ekki geta tekið afstöðu til þess í dag hvort hann bjóði sig aftur fram til formanns í flokknum. Hann meti stöðuna þegar nær dregur landsfundi í febrúar. 30. ágúst 2024 13:05 Mest lesið Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Innlent Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Sama rúta olli skemmdum á bannsvæði í hádeginu Innlent Fleiri fréttir Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Sjá meira
Flokksráðsfundur Sjálfstæðisflokksins fór fram á Hilton í dag. Þrátt fyrir að vel hafi verið mætt þá var fundurinn haldinn í skugga þeirrar staðreyndar að flokkurinn hefur aldrei mælst með minna fylgi en akkúrat nú. Í könnun Maskínu í liðinni viku mældist flokkurinn með 13,9 prósenta fylgi, og hefur aldrei mælst lægri. Í Þjóðarpúlsi Gallúp sem birtist í gær mældist fylgið skör meira, eða 17,1 prósent. Í báðum könnunum mælist Sjálfstæðisflokkurinn á sömu slóðum og Miðflokkurinn. Formaður flokksins telur fylgið óviðunandi. „En mín skilaboð hér í dag eru að slíkar mælingar eru engin ávísun á niðurstöður í kosningum, það sýnir nú sagan síðast í forsetakosningunum í vor. Verkefni okkar er að taka höndum saman og sækja fram,“ sagði Bjarni Benediktsson formaður í samtali við fréttastofu í dag, en ræðuna sem hann flutti á flokksráðsfundinum í dag er að finna hér að neðan. Ungir hnýta í forystuna Í tilefni af fylgismælingunni sendi Samband ungra Sjálfstæðismanna skilaboð til forystunnar og annarra fundarmanna: „13,9 prósent, hvað er planið?“ Auglýsingin var birt sem heilsíða í Morgunblaðinu, á skiltum við fundarstað og einnig dreift til fundargesta. Formaður sambandsins segir marga hafa tekið vel í uppátækið. „Forystan veit að það þarf eitthvað að gera. Við erum að líka að senda skilaboð til þjóðarinnar um að það eru ekki allir sáttir með stöðuna eins og hún er. Við þurfum að fara að hugsa okkar gang og fara í naflaskoðun, hvaða skilaboð það eru sem við erum að senda út í þjóðfélagið,“ sagði Viktor Pétur Finnsson, formaður Sambands ungra Sjálfstæðismanna. Viktor Pétur Finnsson, formaður SUS. Bjarni sagði unga Sjálfstæðismenn fara óhefðbundnar leiðir og þeir hafi alltaf viljað veita forystunni aðhald. „En þeir verða auðvitað líka að halda í það kjarnahlutverk sitt að teikna upp framtíðarsýn fyrir bæði ungt fólk og aðra í landinu. Framtíðar Ísland sem þau sjá fyrir sér, tala um það og færa inn í umræðuna. Ekki bara kasta höndum upp í loft og segja: Hvað eigum við að gera?“ Ákveður sig nær landsfundi Í ræðu sinni á fundinum sagðist Bjarni ekki hafa gert upp hug sinn um hvort hann myndi gefa kost á sér til áframhaldandi formennsku á landsfundi í febrúar. „Og þegar nær dregur landsfundi þá þarf ég að taka ákvörðun um framtíðina með mínu fólki, og með hliðsjón af því sem ég tel vera best fyrir flokkinn okkar,“ sagði Bjarni í ræðunni. Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, varaformaður flokksins, hefur verið afdráttarlaus um að ætla að gefa kost á sér til áframhaldandi starfa í forystu flokksins, ólíkt Bjarna. Ef svo færi að hann gæfi ekki kost á sér, myndir þú þá sækjast eftir formennsku? „Ég hef alveg verið mjög heiðarleg og opin með að ef það er eftirspurn eftir því, ef flokksmenn treysta mér í það verkefni, þá treysti ég mér í það verkefni,“ sagði Þórdís Kolbrún. Ræðu Þórdísar á flokksráðsfundinum má finna í heild sinni í spilaranum hér að neðan.
Sjálfstæðisflokkurinn Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Skoðanakannanir Tengdar fréttir Sósíalistar næðu manni inn Sósíalistaflokkurinn mælist með tæplega sex prósent fylgi í þjóðarpúsli Gallúp, nóg til að ná manni inn á þing. Lítill munur er á fylgi Sjálfstæðisflokksins og Miðflokksins. 31. ágúst 2024 15:41 Skynsamlegast fyrir stjórnarflokkana að segja satt um samstarfið Fyrrverandi forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins telur skynsamlegast að ríkisstjórnarflokkarnir myndu viðurkenna að ekki verði lengra komist í núverandi stjórnarsamstarfi, og gengið yrði til kosninga. Uppstokkun í forystu Sjálfstæðisflokksins ein og sér myndi líklega ekki nægja til að auka við fylgi hans, að mati stjórnmálafræðiprófessors. 31. ágúst 2024 12:25 Svarar engu um framboð til formanns Bjarni Benediktsson forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins segist ekki geta tekið afstöðu til þess í dag hvort hann bjóði sig aftur fram til formanns í flokknum. Hann meti stöðuna þegar nær dregur landsfundi í febrúar. 30. ágúst 2024 13:05 Mest lesið Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Innlent Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Sama rúta olli skemmdum á bannsvæði í hádeginu Innlent Fleiri fréttir Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Sjá meira
Sósíalistar næðu manni inn Sósíalistaflokkurinn mælist með tæplega sex prósent fylgi í þjóðarpúsli Gallúp, nóg til að ná manni inn á þing. Lítill munur er á fylgi Sjálfstæðisflokksins og Miðflokksins. 31. ágúst 2024 15:41
Skynsamlegast fyrir stjórnarflokkana að segja satt um samstarfið Fyrrverandi forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins telur skynsamlegast að ríkisstjórnarflokkarnir myndu viðurkenna að ekki verði lengra komist í núverandi stjórnarsamstarfi, og gengið yrði til kosninga. Uppstokkun í forystu Sjálfstæðisflokksins ein og sér myndi líklega ekki nægja til að auka við fylgi hans, að mati stjórnmálafræðiprófessors. 31. ágúst 2024 12:25
Svarar engu um framboð til formanns Bjarni Benediktsson forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins segist ekki geta tekið afstöðu til þess í dag hvort hann bjóði sig aftur fram til formanns í flokknum. Hann meti stöðuna þegar nær dregur landsfundi í febrúar. 30. ágúst 2024 13:05