„Létum bara vaða og það datt inn í dag“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 1. september 2024 19:40 Óli Valur mundar skotfótinn fyrr í sumar. Vísir/Diego Óli Valur Ómarsson kom Stjörnumönnum á bragðið með glæsilegu marki eftir tæplega klukkutíma leik í 3-0 sigri Stjörnunnar gegn FH í kvöld. Lengi vel virtist fátt benda til þess að Stjarnan myndi taka stigin þrjú á Kaplakrikavelli í kvöld, en mark Óla Vals gaf Stjörnumönnum byr undir báða vængi. „Þeir byrjuðu mjög þétt og við vorum í erfiðleikum með að brjóta þá. Við komumst í ágætar stöður inn á milli, en náðum ekki að nýta það,“ sagði Óli Valur í viðtali við Vísi í leikslok. „Síðan þegar þeir urðu þreyttir og við héldum meira í boltann þá náðum við að opna meira svæði og þá lak þetta inn.“ Óli Valur kom Stjörnunni yfir með góðu skoti af löngu færi og liðsfélagi hans, Guðmundur Baldvin Nökkvason, skoraði svo keimlíkt mark rúmum tíu mínútum fyrir leikslok. Óli segir að mögulega hafi liðinu einmitt bara vantað gott langskot til að brjóta ísinn. „Við vorum búnir að keyra mikið á þá og áttum bara eftir að klára sóknirnar okkar. Við létum bara vaða og það datt inn í dag.“ Þá segir hann Stjörnuliðið einnig hafa unnið góða varnarvinnu í leik kvöldsins. „Við vorum helvíti þéttir í dag. Þeir komust kannski í eitthvað svona klafs inni í teignum, en fyrir utan það voru engin færi sem ég man eftir þar sem maður var eitthvað skelkaður. Varnarlega gerðum við virkilega vel í dag.“ Að lokum vildi hann svo ekkert gefa fyrir hitann sem færðist í leikinn eftir því sem á leið og vildi frekar einbeita sér að því að Stjarnan á enn nokkuð góðan möguleika á Evrópusæti. „Þetta er bara hluti af leiknum. Það er alltaf gaman að spila þegar eitthvað er undir og þá verður hiti í mönnum. Það var klárlega þannig í dag.“ „Það er allavega möguleiki á Evrópusæti og við erum allavga í topp sex. Það er bara markmiðið eins og staðan er núna að bara vinna þá leiki sem eftir eru,“ sagði Óli að lokum. Besta deild karla Stjarnan FH Mest lesið Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Snævar setti heimsmet Sport Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Enski boltinn „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Körfubolti Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Fótbolti Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikur í enska og NFL á fullt Sport Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Fótbolti „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Rayo Vallecano - Real Madrid | Geta styrkt stöðuna á toppnum Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Inter missti niður tveggja marka forskot Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Kristian fiskaði rautt og fékk svo rautt Glódís leiðir Bayern áfram í hárrétta átt Sjá meira
Lengi vel virtist fátt benda til þess að Stjarnan myndi taka stigin þrjú á Kaplakrikavelli í kvöld, en mark Óla Vals gaf Stjörnumönnum byr undir báða vængi. „Þeir byrjuðu mjög þétt og við vorum í erfiðleikum með að brjóta þá. Við komumst í ágætar stöður inn á milli, en náðum ekki að nýta það,“ sagði Óli Valur í viðtali við Vísi í leikslok. „Síðan þegar þeir urðu þreyttir og við héldum meira í boltann þá náðum við að opna meira svæði og þá lak þetta inn.“ Óli Valur kom Stjörnunni yfir með góðu skoti af löngu færi og liðsfélagi hans, Guðmundur Baldvin Nökkvason, skoraði svo keimlíkt mark rúmum tíu mínútum fyrir leikslok. Óli segir að mögulega hafi liðinu einmitt bara vantað gott langskot til að brjóta ísinn. „Við vorum búnir að keyra mikið á þá og áttum bara eftir að klára sóknirnar okkar. Við létum bara vaða og það datt inn í dag.“ Þá segir hann Stjörnuliðið einnig hafa unnið góða varnarvinnu í leik kvöldsins. „Við vorum helvíti þéttir í dag. Þeir komust kannski í eitthvað svona klafs inni í teignum, en fyrir utan það voru engin færi sem ég man eftir þar sem maður var eitthvað skelkaður. Varnarlega gerðum við virkilega vel í dag.“ Að lokum vildi hann svo ekkert gefa fyrir hitann sem færðist í leikinn eftir því sem á leið og vildi frekar einbeita sér að því að Stjarnan á enn nokkuð góðan möguleika á Evrópusæti. „Þetta er bara hluti af leiknum. Það er alltaf gaman að spila þegar eitthvað er undir og þá verður hiti í mönnum. Það var klárlega þannig í dag.“ „Það er allavega möguleiki á Evrópusæti og við erum allavga í topp sex. Það er bara markmiðið eins og staðan er núna að bara vinna þá leiki sem eftir eru,“ sagði Óli að lokum.
Besta deild karla Stjarnan FH Mest lesið Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Snævar setti heimsmet Sport Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Enski boltinn „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Körfubolti Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Fótbolti Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikur í enska og NFL á fullt Sport Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Fótbolti „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Rayo Vallecano - Real Madrid | Geta styrkt stöðuna á toppnum Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Inter missti niður tveggja marka forskot Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Kristian fiskaði rautt og fékk svo rautt Glódís leiðir Bayern áfram í hárrétta átt Sjá meira