Bestu hakkavélarnar byrja mótið sem þjálfarar Þórarinn Þórarinsson skrifar 10. september 2024 12:08 Mótastjórinn segir stemninguna fyrir Kraftvéladeildinni í Dota 2 vera með allra besta móti enda hafa keppnisliðin aldrei verið jafn mörg og í ár. Viktor Birgisson Litla-Kraftvéladeildin hófst á ný með liðakeppni í Dota2 sunnudaginn 8. september og rétt eins og í öðrum deildum Rafíþróttasambandsins er hugur í mannskapnum við upphaf keppnistímabilsins. „Stemningin í samfélaginu er góð. Við erum með fjórtán lið núna en þau voru tólf síðast og þau hafa aldrei verið fleiri þannig að við erum mjög ánægðir með þetta,“ segir mótastjórinn Bergur Árnason. Bergur rekur metfjölda liða núna meðal annars til ákveðinna breytinga sem gerðar hafa verið á fyrirkomulagi keppninnar. Hingað til hafi mótin verið mjög lituð af sterkustu spilurunum en nú verði í raun byrjað með neðri deild og efri mörkum þannig að allra bestu spilararnir keppa ekki strax. „Það er mikill spenningur í fólki núna en við ákváðum að prufa þetta til þess að reyna að fá fleiri til leiks og efla senuna þannig,“ segir Bergur og ekki er annað að sjá en breytingin hafi nú þegar skilað tilætluðum árangri með metfjölda liða og eftirvæntingunni í aðdraganda mótsins í hámarki. Hann bendir til dæmis á að hann muni eftir að hafa fyrir tíu árum spilað gegn liðinu Kiddi Karrí en liðið er að koma inn aftur núna með nákvæmlega sömu liðsskipan. „Við erum rosalega ánægðir með svona árangur,“ segir Bergur og bætir við að ekki síst hafi verið horft til allra síðustu ára þegar ákveðið var að hvíla úrvalsliðin í upphafi móts. „Aðallega vegna þess að við vorum komin með ágætan fjölda leikmanna sem voru byrjaðir að taka þátt og duglegir að spila á senunni en náðu af einhverjum ástæðum ekki að setja saman heilt lið. Við vildum ná þessum spilurum inn,“ segir Bergur og bendir á að þessum spilurum gæti hafa þótt svolítið yfirþyrmandi að hefja keppnisferilinn á því að lenda í hakkavélum þeirra reyndustu og bestu. Þeir bestu þjálfa Bestu spilararnir þurfa hins vegar ekki að bíða aðgerðalausir á hliðarlínunni þar sem þeim var boðið að koma inn sem þjálfarar. „Við sjáum þetta líka sem ákveðna leið til að efla senuna enn frekar með því að miðla áfram þekkingu og reynslu og fá fólk til að keppa án þess að þurfa strax að spila gegn þeim bestu.“ Bergur segir aðspurður að langflestir reynsluboltanna hafi verið til í að þjálfa og í raun hafi ekkert nema tímaskortur komið í veg fyrir að þeir kæmu allir inn sem þjálfarar. Búinn að spila hálfa ævina „Við erum rosa ánægðir með þessa ævafornu Dota senu,“ heldur hann áfram og bætir við að hár meðalaldur spilara gefi senunni ákveðna sérstöðu. „Við erum örugglega með hæsta meðalaldurinn, nema kannski í skákinni. Hann gæti verið hærri þar,“ segir Bergur sem sjálfur getur státað af af því að hafa spilað Dota2 hálfa ævi sína. „Maður er búinn að vera helvíti lengi í þessu. Ég er að verða 30 ára í desember og held ég sé búinn að spila Dota2 í fimmtán ár. Það er hálf ævin,“ segir hann og giskar á að meðalaldurinn í Dota2 samfélaginu sé einmitt eitthvað í kringum 30 ár. Hann bætir við að það hljóti að teljast meðmæli með leikunum að fólk eldist með leiknum en ekki upp úr honum. „Það er helst að spilarar detti út í smá tíma í kringum barneignir en svo finnst sumum bara helvíti fínt að detta í smá Dota í fæðingarorlofi. Fjölskyldufeður eru því í meirihluta þannig að við skipulagningu móta þarf að taka tillit til þátta eins og klukkan hvað er verið að svæfa börnin.“ Rafíþróttir Mest lesið Segir Þóri hafa verndað sig: „Verður ótrúlega sorglegt“ Handbolti Aðstoðardómarinn grét eftir leik Fótbolti Sveindís með fernu í Meistaradeildinni Fótbolti Sker niður jólagjöfina til starfsfólks United Enski boltinn Fjöldi umsókna borist og áhugaverð nöfn á borðinu Fótbolti Körfuboltakonan gnæfir yfir aðra leikmenn Körfubolti Annar Norðmaður gæti tekið við Íslandi Fótbolti Fékk morðhótanir daglega eftir að samherjarnir höfnuðu henni Sport „Erfitt að vinna með einhverjum betri en Heimi“ Fótbolti Benóný Breki orðinn leikmaður Stockport Fótbolti
„Stemningin í samfélaginu er góð. Við erum með fjórtán lið núna en þau voru tólf síðast og þau hafa aldrei verið fleiri þannig að við erum mjög ánægðir með þetta,“ segir mótastjórinn Bergur Árnason. Bergur rekur metfjölda liða núna meðal annars til ákveðinna breytinga sem gerðar hafa verið á fyrirkomulagi keppninnar. Hingað til hafi mótin verið mjög lituð af sterkustu spilurunum en nú verði í raun byrjað með neðri deild og efri mörkum þannig að allra bestu spilararnir keppa ekki strax. „Það er mikill spenningur í fólki núna en við ákváðum að prufa þetta til þess að reyna að fá fleiri til leiks og efla senuna þannig,“ segir Bergur og ekki er annað að sjá en breytingin hafi nú þegar skilað tilætluðum árangri með metfjölda liða og eftirvæntingunni í aðdraganda mótsins í hámarki. Hann bendir til dæmis á að hann muni eftir að hafa fyrir tíu árum spilað gegn liðinu Kiddi Karrí en liðið er að koma inn aftur núna með nákvæmlega sömu liðsskipan. „Við erum rosalega ánægðir með svona árangur,“ segir Bergur og bætir við að ekki síst hafi verið horft til allra síðustu ára þegar ákveðið var að hvíla úrvalsliðin í upphafi móts. „Aðallega vegna þess að við vorum komin með ágætan fjölda leikmanna sem voru byrjaðir að taka þátt og duglegir að spila á senunni en náðu af einhverjum ástæðum ekki að setja saman heilt lið. Við vildum ná þessum spilurum inn,“ segir Bergur og bendir á að þessum spilurum gæti hafa þótt svolítið yfirþyrmandi að hefja keppnisferilinn á því að lenda í hakkavélum þeirra reyndustu og bestu. Þeir bestu þjálfa Bestu spilararnir þurfa hins vegar ekki að bíða aðgerðalausir á hliðarlínunni þar sem þeim var boðið að koma inn sem þjálfarar. „Við sjáum þetta líka sem ákveðna leið til að efla senuna enn frekar með því að miðla áfram þekkingu og reynslu og fá fólk til að keppa án þess að þurfa strax að spila gegn þeim bestu.“ Bergur segir aðspurður að langflestir reynsluboltanna hafi verið til í að þjálfa og í raun hafi ekkert nema tímaskortur komið í veg fyrir að þeir kæmu allir inn sem þjálfarar. Búinn að spila hálfa ævina „Við erum rosa ánægðir með þessa ævafornu Dota senu,“ heldur hann áfram og bætir við að hár meðalaldur spilara gefi senunni ákveðna sérstöðu. „Við erum örugglega með hæsta meðalaldurinn, nema kannski í skákinni. Hann gæti verið hærri þar,“ segir Bergur sem sjálfur getur státað af af því að hafa spilað Dota2 hálfa ævi sína. „Maður er búinn að vera helvíti lengi í þessu. Ég er að verða 30 ára í desember og held ég sé búinn að spila Dota2 í fimmtán ár. Það er hálf ævin,“ segir hann og giskar á að meðalaldurinn í Dota2 samfélaginu sé einmitt eitthvað í kringum 30 ár. Hann bætir við að það hljóti að teljast meðmæli með leikunum að fólk eldist með leiknum en ekki upp úr honum. „Það er helst að spilarar detti út í smá tíma í kringum barneignir en svo finnst sumum bara helvíti fínt að detta í smá Dota í fæðingarorlofi. Fjölskyldufeður eru því í meirihluta þannig að við skipulagningu móta þarf að taka tillit til þátta eins og klukkan hvað er verið að svæfa börnin.“
Rafíþróttir Mest lesið Segir Þóri hafa verndað sig: „Verður ótrúlega sorglegt“ Handbolti Aðstoðardómarinn grét eftir leik Fótbolti Sveindís með fernu í Meistaradeildinni Fótbolti Sker niður jólagjöfina til starfsfólks United Enski boltinn Fjöldi umsókna borist og áhugaverð nöfn á borðinu Fótbolti Körfuboltakonan gnæfir yfir aðra leikmenn Körfubolti Annar Norðmaður gæti tekið við Íslandi Fótbolti Fékk morðhótanir daglega eftir að samherjarnir höfnuðu henni Sport „Erfitt að vinna með einhverjum betri en Heimi“ Fótbolti Benóný Breki orðinn leikmaður Stockport Fótbolti