Sparkar Bergwijn úr landsliðinu fyrir að velja Sádi-Arabíu Sindri Sverrisson skrifar 3. september 2024 11:30 Steven Bergwijn og Memphis Depay á Evrópumótinu í sumar. Hvorugur þeirra er í hollenska hópnum sem mætir Bosníu og Þýskalandi í Þjóðadeildinni 7. og 10. september. Getty/Rene Nijhuis Þjálfarinn Ronald Koeman hefur enga þolinmæði fyrir því að leikmenn á besta aldri, eins og hinn 26 ára Steven Bergwijn, velji að spila fótbolta í Sádi-Arabíu. Koeman, sem er landsliðsþjálfari Hollands, segir að nú sé útilokað að Bergwijn fái sæti í hollenska landsliðinu því hann hafi einfaldlega sýnt að honum þyki peningar mikilvægari en fótbolti. Viðmótið er því talsvert annað hjá Koeman en hjá Åge Hareide, landsliðsþjálfara Íslands, sem heldur tryggð við Jóhann Berg Guðmundsson sem fyrirliða Íslands eftir að hann fór frá Burnley til Al-Orobah í Sádi-Arabíu. Metnaðurinn eigi að snúa að íþróttum á þessum aldri Bergwijn var keyptur til Al Ittihad fyrir 25 milljónir evra, frá Ajax í Hollandi. Koeman segir að hans tilvik sé ólíkt því þegar annar Hollendingur, Georginio Wijnaldum, fór frá PSG til Al-Ettifaq í september í fyrra. Ronald Koeman vill að leikmenn sýni meiri metnað en Steven Bergwijn gerði með því að fara til Sádi-Arabíu.Getty „Wijnaldum fór einu sinni þessa leið því hann átti í vandræðum hjá PSG. Þetta var eina landið sem hann gat farið til, til þess að spila fótbolta fram í janúar. Í tilviki Bergwijn þá er hann að fara 26 ára gamall, og íþróttametnaðurinn lagður til hliðar. Sem betur fer hugsa ekki allir eins. En mér finnst að þegar þú sért 26 ára þá eigi aðalmetnaðurinn að snúa að íþróttunum en ekki peningum, en leikmenn verða að taka sínar ákvarðanir,“ sagði Koeman. 🚨🇳🇱 Koeman: “Steven Bergwijn goes to Saudi Arabia at age 26. It's clear that this has nothing to do with sportive ambition. His book with the Dutch National Team is closed." “He probably knows what I would have said this”. pic.twitter.com/0piWULcsFK— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) September 3, 2024 Lokar dyrunum að landsliðinu Bergwijn mun leika undir stjórn Laurent Blanc og með liðsfélögum á borð við N'Golo Kanté, Karim Benzema, Fabinho, Houssem Aouar, Predrag Rajkovic og Moussa Diaby. En Koeman segir Bergwijn hafa haft aðra kosti. „Hann hefði getað verið áfram hjá Ajax, ekki satt? Og þeir borga nú ágætlega hjá Ajax líka. En jú, þetta er hans ákvörðun,“ sagði Koeman. „Ég hef ekki verið í svona aðstæðum sjálfur. Ég gat farið til Barcelona. Ég held að ef að Bergwijn hefði getað valið Barcelona þá hefði hann ekki farið til Sádi-Arabíu,“ sagði Koeman sem virðist hafa lokað dyrunum algjörlega fyrir Bergwijn. „Það er bara í raun búið að loka bókinni varðandi hann. Hann hefur ekki haft samband við mig varðandi þetta. Ég held að hann viti hvað mér finnst.“ Þjóðadeild karla í fótbolta Sádiarabíski boltinn Mest lesið Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti „Sem betur fer fór ég enn á ný í rétt horn“ Fótbolti Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Fótbolti Aþena lagði Grindavík Körfubolti Hákon Arnar kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Fótbolti Íslendingarnir allt í öllu í Meistaradeildinni Handbolti Haukar voru betri í dag Körfubolti Guardiola allur útklóraður eftir leik Fótbolti Dramatík á Villa Park Fótbolti „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Handbolti Fleiri fréttir „Sem betur fer fór ég enn á ný í rétt horn“ Hákon Arnar kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Yamal Gulldrengur ársins og López Gullstúlka ársins Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Dramatík á Villa Park Mascherano þjálfar Messi á Miami Elfar Árni heim í Völsung „Gefur enga mynd af því sem við erum að fara að ganga í gegnum“ Amma Bellinghams fór ekki út úr húsi á meðan EM stóð Svarar Gabriel eftir að hann stal fagninu hans Guardiola allur útklóraður eftir leik Coote gaf gult spjald eins og hann talaði um fyrir leik Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Jóhann semur og heldur Jóhanni í teyminu Dagný gleymd eða afskrifuð?: Hefur ekkert heyrt í landsliðsþjálfaranum „Gætu gert hrikalega góða hluti með íslenska landsliðið“ Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Laumaði hauskúpu afa síns inn á úrslitaleikinn „Við erum brothættir“ „Höfum sýnt að þetta er getustigið sem við getum spilað á“ Lewandowski sá þriðji til að skora hundrað Meistaradeildarmörk Atlético skoraði sex Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Skytturnar léku á als oddi Eiður Aron áfram á Ísafirði Hareide þarf að leggjast undir hnífinn Liverpool væri bara í þrettánda sæti án markanna hans Mo Salah Andri Rúnar í Stjörnuna Hvorki Arnar né Freyr heyrt frá KSÍ Kæra framleiðendur Lionel Messi drykkjarins fyrir stuld Sjá meira
Koeman, sem er landsliðsþjálfari Hollands, segir að nú sé útilokað að Bergwijn fái sæti í hollenska landsliðinu því hann hafi einfaldlega sýnt að honum þyki peningar mikilvægari en fótbolti. Viðmótið er því talsvert annað hjá Koeman en hjá Åge Hareide, landsliðsþjálfara Íslands, sem heldur tryggð við Jóhann Berg Guðmundsson sem fyrirliða Íslands eftir að hann fór frá Burnley til Al-Orobah í Sádi-Arabíu. Metnaðurinn eigi að snúa að íþróttum á þessum aldri Bergwijn var keyptur til Al Ittihad fyrir 25 milljónir evra, frá Ajax í Hollandi. Koeman segir að hans tilvik sé ólíkt því þegar annar Hollendingur, Georginio Wijnaldum, fór frá PSG til Al-Ettifaq í september í fyrra. Ronald Koeman vill að leikmenn sýni meiri metnað en Steven Bergwijn gerði með því að fara til Sádi-Arabíu.Getty „Wijnaldum fór einu sinni þessa leið því hann átti í vandræðum hjá PSG. Þetta var eina landið sem hann gat farið til, til þess að spila fótbolta fram í janúar. Í tilviki Bergwijn þá er hann að fara 26 ára gamall, og íþróttametnaðurinn lagður til hliðar. Sem betur fer hugsa ekki allir eins. En mér finnst að þegar þú sért 26 ára þá eigi aðalmetnaðurinn að snúa að íþróttunum en ekki peningum, en leikmenn verða að taka sínar ákvarðanir,“ sagði Koeman. 🚨🇳🇱 Koeman: “Steven Bergwijn goes to Saudi Arabia at age 26. It's clear that this has nothing to do with sportive ambition. His book with the Dutch National Team is closed." “He probably knows what I would have said this”. pic.twitter.com/0piWULcsFK— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) September 3, 2024 Lokar dyrunum að landsliðinu Bergwijn mun leika undir stjórn Laurent Blanc og með liðsfélögum á borð við N'Golo Kanté, Karim Benzema, Fabinho, Houssem Aouar, Predrag Rajkovic og Moussa Diaby. En Koeman segir Bergwijn hafa haft aðra kosti. „Hann hefði getað verið áfram hjá Ajax, ekki satt? Og þeir borga nú ágætlega hjá Ajax líka. En jú, þetta er hans ákvörðun,“ sagði Koeman. „Ég hef ekki verið í svona aðstæðum sjálfur. Ég gat farið til Barcelona. Ég held að ef að Bergwijn hefði getað valið Barcelona þá hefði hann ekki farið til Sádi-Arabíu,“ sagði Koeman sem virðist hafa lokað dyrunum algjörlega fyrir Bergwijn. „Það er bara í raun búið að loka bókinni varðandi hann. Hann hefur ekki haft samband við mig varðandi þetta. Ég held að hann viti hvað mér finnst.“
Þjóðadeild karla í fótbolta Sádiarabíski boltinn Mest lesið Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti „Sem betur fer fór ég enn á ný í rétt horn“ Fótbolti Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Fótbolti Aþena lagði Grindavík Körfubolti Hákon Arnar kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Fótbolti Íslendingarnir allt í öllu í Meistaradeildinni Handbolti Haukar voru betri í dag Körfubolti Guardiola allur útklóraður eftir leik Fótbolti Dramatík á Villa Park Fótbolti „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Handbolti Fleiri fréttir „Sem betur fer fór ég enn á ný í rétt horn“ Hákon Arnar kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Yamal Gulldrengur ársins og López Gullstúlka ársins Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Dramatík á Villa Park Mascherano þjálfar Messi á Miami Elfar Árni heim í Völsung „Gefur enga mynd af því sem við erum að fara að ganga í gegnum“ Amma Bellinghams fór ekki út úr húsi á meðan EM stóð Svarar Gabriel eftir að hann stal fagninu hans Guardiola allur útklóraður eftir leik Coote gaf gult spjald eins og hann talaði um fyrir leik Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Jóhann semur og heldur Jóhanni í teyminu Dagný gleymd eða afskrifuð?: Hefur ekkert heyrt í landsliðsþjálfaranum „Gætu gert hrikalega góða hluti með íslenska landsliðið“ Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Laumaði hauskúpu afa síns inn á úrslitaleikinn „Við erum brothættir“ „Höfum sýnt að þetta er getustigið sem við getum spilað á“ Lewandowski sá þriðji til að skora hundrað Meistaradeildarmörk Atlético skoraði sex Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Skytturnar léku á als oddi Eiður Aron áfram á Ísafirði Hareide þarf að leggjast undir hnífinn Liverpool væri bara í þrettánda sæti án markanna hans Mo Salah Andri Rúnar í Stjörnuna Hvorki Arnar né Freyr heyrt frá KSÍ Kæra framleiðendur Lionel Messi drykkjarins fyrir stuld Sjá meira