Aldrei séð annað eins: IceGuys seldi nítján þúsund miða Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 3. september 2024 11:31 Máni var með báða fætur á jörðinni og kom honum því vel á óvart að það rokseldist á jólatónleika IceGuys. Um nítján þúsund miðar hafa selst á jólatónleika IceGuys í Laugardalshöll. Skipuleggjandi segist aldrei hafa séð annað eins, unnið er að því að bæta við aukatónleikum en einungis örfáir miðar eru enn eftir. „IceGuys jólatónleikarnir eru orðnir þeir stærstu í lýðveldissögunni,“ segir Máni Pétursson eigandi Paxal og skipuleggjandi tónleikanna í samtali við Vísi. Hann segir einhverja örfáa miða eftir hér og þar, sem ljóst sé að seljist upp í dag. Máni segir ljóst að um Íslandsmet sé að ræða. Þetta er annað árið í röð sem þeir félagar Frikki Dór, Aron Can, Herra Hnetusmjör, Jón Jónsson og Rúrik Gíslason halda jólatónleika sína. Þeir luku fyrir stuttu tökum á annarri seríu af samnefndum þáttum. Frikki Dór sá eini sem náði miða á Oasis Athygli vakti blaðamanns Vísis að röð í vefsölu á jólatónleikana á Tix.is í gær rétt eftir klukkan tíu þegar miðasalan hófst var rétt tæplega klukkutímalöng. Svo löng að það minnti helst á sölu á endurkomutónleika Oasis í Írlandi og Bretlandi. „Þetta var hreinlega svakalegt,“ segir Máni. „Maður átti ekki alveg von á þessu. Það voru farnir einhverjir átján þúsund miðar á einhverjum einum og hálfum klukkutíma. Þetta var kannski ekki alveg eins gott og hjá Oasis því miður, ekki náði ég miða á þá tónleika. Friðrik Dór er eini Íslendingurinn sem ég þekki sem náði miða á þá.“ Hafði enga trú á þessu Máni segir að hann rói nú öllum árum að því að bæta við einum aukatónleikum. Tónleikar tónlistarmannanna þeirra Arons Can, Friðrik Dórs, Jóns Jónssonar, Herra Hnetusmjörs og Rúriks Gíslasonar fara fram 13. og 14. desember. „Það er bara enn það mikil eftirspurn. Þjóðin vill IceGuys, það er bara svoleiðis,“ segir Máni, sem rifjar upp að hann hafi ekki haft neina trú á hugmyndinni að strákabandinu þegar Jón Jónsson heyrði í honum. „Ég var ekki alveg að kaupa það að þetta væri góð hugmynd, eða að allir yrðu til í þetta. Svo eru bara allir til í þetta. Ég held það sé bara hvað þessir gæjar eru skemmtilegir, fólk elskar að þeir taka sig ekki of alvarlega. Svo ertu með stærstu poppara landsins að hita upp fyrir þá: Aron Can, Friðrik Dór, Jón Jónsson og Herra Hnetusmjör. Að ógleymdum Rúrik,“ segir Máni hlæjandi. Tónlist Jól Tónleikar á Íslandi Mest lesið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Lífið Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Lífið Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum Lífið Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Lífið Enn ástfangnari að sjá maka sinn í foreldrahlutverkinu Lífið Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Tónlist Fleiri fréttir Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Sjá meira
„IceGuys jólatónleikarnir eru orðnir þeir stærstu í lýðveldissögunni,“ segir Máni Pétursson eigandi Paxal og skipuleggjandi tónleikanna í samtali við Vísi. Hann segir einhverja örfáa miða eftir hér og þar, sem ljóst sé að seljist upp í dag. Máni segir ljóst að um Íslandsmet sé að ræða. Þetta er annað árið í röð sem þeir félagar Frikki Dór, Aron Can, Herra Hnetusmjör, Jón Jónsson og Rúrik Gíslason halda jólatónleika sína. Þeir luku fyrir stuttu tökum á annarri seríu af samnefndum þáttum. Frikki Dór sá eini sem náði miða á Oasis Athygli vakti blaðamanns Vísis að röð í vefsölu á jólatónleikana á Tix.is í gær rétt eftir klukkan tíu þegar miðasalan hófst var rétt tæplega klukkutímalöng. Svo löng að það minnti helst á sölu á endurkomutónleika Oasis í Írlandi og Bretlandi. „Þetta var hreinlega svakalegt,“ segir Máni. „Maður átti ekki alveg von á þessu. Það voru farnir einhverjir átján þúsund miðar á einhverjum einum og hálfum klukkutíma. Þetta var kannski ekki alveg eins gott og hjá Oasis því miður, ekki náði ég miða á þá tónleika. Friðrik Dór er eini Íslendingurinn sem ég þekki sem náði miða á þá.“ Hafði enga trú á þessu Máni segir að hann rói nú öllum árum að því að bæta við einum aukatónleikum. Tónleikar tónlistarmannanna þeirra Arons Can, Friðrik Dórs, Jóns Jónssonar, Herra Hnetusmjörs og Rúriks Gíslasonar fara fram 13. og 14. desember. „Það er bara enn það mikil eftirspurn. Þjóðin vill IceGuys, það er bara svoleiðis,“ segir Máni, sem rifjar upp að hann hafi ekki haft neina trú á hugmyndinni að strákabandinu þegar Jón Jónsson heyrði í honum. „Ég var ekki alveg að kaupa það að þetta væri góð hugmynd, eða að allir yrðu til í þetta. Svo eru bara allir til í þetta. Ég held það sé bara hvað þessir gæjar eru skemmtilegir, fólk elskar að þeir taka sig ekki of alvarlega. Svo ertu með stærstu poppara landsins að hita upp fyrir þá: Aron Can, Friðrik Dór, Jón Jónsson og Herra Hnetusmjör. Að ógleymdum Rúrik,“ segir Máni hlæjandi.
Tónlist Jól Tónleikar á Íslandi Mest lesið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Lífið Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Lífið Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum Lífið Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Lífið Enn ástfangnari að sjá maka sinn í foreldrahlutverkinu Lífið Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Tónlist Fleiri fréttir Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Sjá meira
Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“