Setti soninn sinn ofan í bikarinn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. september 2024 22:46 Scottie Scheffler leikur hér við soninn sinn eftir að sigurinn í FedEx bikarnum var í höfn. Getty/Kevin C. Cox Bandaríski kylfingurinn Scottie Scheffler hefur átt stórkostlegt ár í golfinu en hann fylgdi eftir Ólympíugullinu í París með því að vinna úrslitakeppni bandarísku mótaraðarinnar um helgina. Scheffler vann einnig Mastersmótið, Players meistaramótið og Arnold Palmer Invitational. Alls vann hann sjö mót á PGA mótaröðinni á árinu. Það þýðir líka rosalega innkomu á reikninginn þegar kemur að verðlaunafé frá öllum mótum ársins. Scheffler hefur alls unnið sér rúmlega 62,2 milljónir Bandaríkjadala á árinu eða meira en 8,6 milljarða íslenskra króna. Scheffler vann líka gullverðlaun í golfkeppni Ólympíuleikanna í síðasta mánuði og er því Ólympíumeistari auk þess að vera besti kylfingur í heimi samkvæmt heimslistanum. Scheffler fagnaði titlinum í úrslitakeppni PGA mótaraðarinnar um helgina með eiginkonu sinni Meredith og syninum Bennett Ezra sem kom í heiminn 8. maí síðastliðinn. Jú ofan á þetta magnaða gengi inn á golfvellinum þá eignaðist Scheffler einnig sitt fyrsta barn á þessu ári svona til að gera þetta ár enn betra. Scheffler setti soninn sinn ofan í bikarinn eins og sjá má hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by @tourchampionship View this post on Instagram A post shared by Evan Hand (@ev_handd) Golf Mest lesið „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Íslenski boltinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Körfubolti Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Enski boltinn Í beinni: Tottenham - Manchester United | Rauðu djöflarnir eiga harma að hefna Enski boltinn Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool Enski boltinn „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Enski boltinn Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Fótbolti Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Enski boltinn Fleiri fréttir Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira
Scheffler vann einnig Mastersmótið, Players meistaramótið og Arnold Palmer Invitational. Alls vann hann sjö mót á PGA mótaröðinni á árinu. Það þýðir líka rosalega innkomu á reikninginn þegar kemur að verðlaunafé frá öllum mótum ársins. Scheffler hefur alls unnið sér rúmlega 62,2 milljónir Bandaríkjadala á árinu eða meira en 8,6 milljarða íslenskra króna. Scheffler vann líka gullverðlaun í golfkeppni Ólympíuleikanna í síðasta mánuði og er því Ólympíumeistari auk þess að vera besti kylfingur í heimi samkvæmt heimslistanum. Scheffler fagnaði titlinum í úrslitakeppni PGA mótaraðarinnar um helgina með eiginkonu sinni Meredith og syninum Bennett Ezra sem kom í heiminn 8. maí síðastliðinn. Jú ofan á þetta magnaða gengi inn á golfvellinum þá eignaðist Scheffler einnig sitt fyrsta barn á þessu ári svona til að gera þetta ár enn betra. Scheffler setti soninn sinn ofan í bikarinn eins og sjá má hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by @tourchampionship View this post on Instagram A post shared by Evan Hand (@ev_handd)
Golf Mest lesið „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Íslenski boltinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Körfubolti Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Enski boltinn Í beinni: Tottenham - Manchester United | Rauðu djöflarnir eiga harma að hefna Enski boltinn Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool Enski boltinn „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Enski boltinn Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Fótbolti Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Enski boltinn Fleiri fréttir Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira