Slær Haaland við en trúði ekki símtalinu: „Mamma og pabbi fóru að hlæja“ Sindri Sverrisson skrifar 4. september 2024 08:32 Sindre Walle Egeli í leik gegn Íslandi í lokakeppni EM U19-landsliða í fyrrasumar. Getty/Seb Daly Hinn 18 ára gamli Sindre Walle Egeli, sem líkt hefur verið við landa sinn Erling Haaland, er mættur í norska A-landsliðið í fótbolta þó að hann hafi átt erfitt með að trúa því til að byrja með. Walle Egeli, sem leikur með Nordsjælland í Danmörku, hefur vakið athygli með yngri landsliðum Noregs því þar hefur hann skorað samtals 32 mörk í 35 leikjum, eða 0,91 mark að meðaltali í leik. Það er enn meira en Haaland gerði en hann var með 0,65 mörk í leik, eða 30 mörk í 46 U-landsleikjum. Það að fá sæti í norska A-landsliðshópnum var samt ekki eitthvað sem Walle Egeli bjóst við strax: „Við sátum og borðuðum hjá afa og ömmu þegar ég fékk símtal frá Are [Hokstad] hjá norska sambandinu. Það var eiginlega algjört sjokk. Ég hélt fyrst að hann væri að grínast. Svo hringdi Ståle [Solbakken, landsliðsþjálfari] seinna og þá vissi ég að þetta væri raunverulegt,“ sagði Walle Egeli við NRK. „Það var alveg geggjað að vera valinn. Mamma og pabbi fóru að hlæja. Þetta var góð stund,“ bætti hann við. Erfitt að ná Haaland í A-landsliðinu Leikmaðurinn ungi gefur lítið fyrir samanburð við Haaland, sennilega mesta markaskorara heims í dag, en Haaland hefur til að mynda skorað 31 mark í 33 A-landsleikjum. En það er ekki slæmt að hafa slegið Haaland við í yngri landsliðunum, eða hvað? „Það er það ekki en þetta voru yngri landsliðin. Hann hefur nú staðið sig ágætlega með A-landsliðinu. Það verður erfitt fyrir mig að endurtaka það sem hann hefur gert með A-landsliðinu.“ View this post on Instagram A post shared by Herrelandslaget (@herrelandslaget) Góður stuðningur frá Ödegaard og Solbakken Walle Egeli segir að sér hafi verið afar vel tekið þegar hann hitti nýju félaga sína í A-landsliðinu í fyrsta sinn, og að fyrirliðinn Martin Ödegaard hafi til að mynda stutt vel við hann, sem og þjálfarinn Ståle Solbakken. „Ég hitti Ståle í móttökunni á hótelinu og hann sá að ég var svolítið stressaður. Þá vildi hann bara tryggja að ég gæti sofið vel. Hann tók gott spjall með mér áður en ég fór á koddann. Það hjálpaði mikið,“ sagði Walle Egeli. Noregur mætir Kasakstan á föstudaginn þegar Þjóðadeildin hefst, og svo Austurríki þremur dögum síðar. Þjóðadeild karla í fótbolta Mest lesið Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Íslenski boltinn Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Formúla 1 Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Íslenski boltinn United tilbúið að tapa miklu á Højlund Enski boltinn Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son Enski boltinn Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Körfubolti „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ Íslenski boltinn Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Sport Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu Handbolti Fleiri fréttir Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Bröndby mætir í Víkina með tap í farteskinu Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Viðar var ekki lengi að stanga boltann í netið Tók Ara ekki nema tvær mínútur að skora Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Marta mætti og bjargaði Brasilíu Messi meiddur af velli en Miami barðist til baka án hans Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Ramsdale mættur til Newcastle Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Arnór og Ísak skoruðu í stórfurðulegum tíu marka leik Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Newcastle býður í Sesko Sjá meira
Walle Egeli, sem leikur með Nordsjælland í Danmörku, hefur vakið athygli með yngri landsliðum Noregs því þar hefur hann skorað samtals 32 mörk í 35 leikjum, eða 0,91 mark að meðaltali í leik. Það er enn meira en Haaland gerði en hann var með 0,65 mörk í leik, eða 30 mörk í 46 U-landsleikjum. Það að fá sæti í norska A-landsliðshópnum var samt ekki eitthvað sem Walle Egeli bjóst við strax: „Við sátum og borðuðum hjá afa og ömmu þegar ég fékk símtal frá Are [Hokstad] hjá norska sambandinu. Það var eiginlega algjört sjokk. Ég hélt fyrst að hann væri að grínast. Svo hringdi Ståle [Solbakken, landsliðsþjálfari] seinna og þá vissi ég að þetta væri raunverulegt,“ sagði Walle Egeli við NRK. „Það var alveg geggjað að vera valinn. Mamma og pabbi fóru að hlæja. Þetta var góð stund,“ bætti hann við. Erfitt að ná Haaland í A-landsliðinu Leikmaðurinn ungi gefur lítið fyrir samanburð við Haaland, sennilega mesta markaskorara heims í dag, en Haaland hefur til að mynda skorað 31 mark í 33 A-landsleikjum. En það er ekki slæmt að hafa slegið Haaland við í yngri landsliðunum, eða hvað? „Það er það ekki en þetta voru yngri landsliðin. Hann hefur nú staðið sig ágætlega með A-landsliðinu. Það verður erfitt fyrir mig að endurtaka það sem hann hefur gert með A-landsliðinu.“ View this post on Instagram A post shared by Herrelandslaget (@herrelandslaget) Góður stuðningur frá Ödegaard og Solbakken Walle Egeli segir að sér hafi verið afar vel tekið þegar hann hitti nýju félaga sína í A-landsliðinu í fyrsta sinn, og að fyrirliðinn Martin Ödegaard hafi til að mynda stutt vel við hann, sem og þjálfarinn Ståle Solbakken. „Ég hitti Ståle í móttökunni á hótelinu og hann sá að ég var svolítið stressaður. Þá vildi hann bara tryggja að ég gæti sofið vel. Hann tók gott spjall með mér áður en ég fór á koddann. Það hjálpaði mikið,“ sagði Walle Egeli. Noregur mætir Kasakstan á föstudaginn þegar Þjóðadeildin hefst, og svo Austurríki þremur dögum síðar.
Þjóðadeild karla í fótbolta Mest lesið Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Íslenski boltinn Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Formúla 1 Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Íslenski boltinn United tilbúið að tapa miklu á Højlund Enski boltinn Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son Enski boltinn Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Körfubolti „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ Íslenski boltinn Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Sport Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu Handbolti Fleiri fréttir Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Bröndby mætir í Víkina með tap í farteskinu Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Viðar var ekki lengi að stanga boltann í netið Tók Ara ekki nema tvær mínútur að skora Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Marta mætti og bjargaði Brasilíu Messi meiddur af velli en Miami barðist til baka án hans Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Ramsdale mættur til Newcastle Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Arnór og Ísak skoruðu í stórfurðulegum tíu marka leik Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Newcastle býður í Sesko Sjá meira
Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Íslenski boltinn
Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Íslenski boltinn