Íslenskum kylfingum fjölgaði um tvö þúsund Sindri Sverrisson skrifar 4. september 2024 10:31 Kylfingum fjölgar á öllum aldursbilum. seth@golf.is Kylfingar á Íslandi hafa aldrei verið fleiri en nú og fjölgaði þeim um 2.000 frá síðasta ári, samkvæmt nýjustu tölum golfklúbbanna. Þetta kemur fram á golf.is þar sem segir að um 9% fjölgun kylfinga sé að ræða. Golfsambandið hefur spáð fyrir um 2% fjölgun og því ljóst að fjölgunin er framar björtustu vonum. Þann 1. júlí síðastliðinn voru alls 26.349 félagsmenn skráðir í golfklúbba á Íslandi. Árið 2019 voru skráðir kylfingar um 17.900 talsins, og hefur þeim því fjölgað um 47% á aðeins fimm árum. Árið 2000 voru um 8.500 skráðir félagsmenn í golfklúbbum landsins. Ungum kylfingum er sömuleiðis að fjölga því 11% fleiri kylfingar á aldrinum 15 ára og yngri eru nú skráðir í golfklúbba, miðað við í fyrra, 16% fleiri í hópi 16-19 ára og 20% fleiri í hópi 20-29 ára. Kylfingum fjölgaði minnst á aldursbilinu 40-49 ára en þó um 4%, og í hópi 80 ára og eldri fjölgaði kylfingum um 14%. Yfir sex þúsund kylfingar undir þrítugu Fjölmennasti aldursflokkur kylfinga er á aldrinum 60-69 ára eða 5.339 manns, og næstfjölmennasti hópurinn er á aldrinum 50-59 ára eða 5.182 manns. Alls 6.061 kylfingur er yngri en 30 ára en voru 5.249 í fyrra. Golfsamband Íslands er næstfjölmennasta íþróttasambandið innan ÍSÍ en Knattspyrnusambandið er fjölmennast með um 29.000 iðkendur. Golf Mest lesið Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Enski boltinn Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Fótbolti Blikar áfram með fullt hús stiga Körfubolti „Bara feginn að við fundum þó leið“ Körfubolti Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Körfubolti ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum Körfubolti Dagskráin í dag: Doc Zone, frábærir leikir í enska og Bónus-deild kvenna Sport Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Enski boltinn Sandra hélt áfram að fagna eftir landsleikina Fótbolti Fleiri fréttir Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira
Þetta kemur fram á golf.is þar sem segir að um 9% fjölgun kylfinga sé að ræða. Golfsambandið hefur spáð fyrir um 2% fjölgun og því ljóst að fjölgunin er framar björtustu vonum. Þann 1. júlí síðastliðinn voru alls 26.349 félagsmenn skráðir í golfklúbba á Íslandi. Árið 2019 voru skráðir kylfingar um 17.900 talsins, og hefur þeim því fjölgað um 47% á aðeins fimm árum. Árið 2000 voru um 8.500 skráðir félagsmenn í golfklúbbum landsins. Ungum kylfingum er sömuleiðis að fjölga því 11% fleiri kylfingar á aldrinum 15 ára og yngri eru nú skráðir í golfklúbba, miðað við í fyrra, 16% fleiri í hópi 16-19 ára og 20% fleiri í hópi 20-29 ára. Kylfingum fjölgaði minnst á aldursbilinu 40-49 ára en þó um 4%, og í hópi 80 ára og eldri fjölgaði kylfingum um 14%. Yfir sex þúsund kylfingar undir þrítugu Fjölmennasti aldursflokkur kylfinga er á aldrinum 60-69 ára eða 5.339 manns, og næstfjölmennasti hópurinn er á aldrinum 50-59 ára eða 5.182 manns. Alls 6.061 kylfingur er yngri en 30 ára en voru 5.249 í fyrra. Golfsamband Íslands er næstfjölmennasta íþróttasambandið innan ÍSÍ en Knattspyrnusambandið er fjölmennast með um 29.000 iðkendur.
Golf Mest lesið Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Enski boltinn Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Fótbolti Blikar áfram með fullt hús stiga Körfubolti „Bara feginn að við fundum þó leið“ Körfubolti Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Körfubolti ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum Körfubolti Dagskráin í dag: Doc Zone, frábærir leikir í enska og Bónus-deild kvenna Sport Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Enski boltinn Sandra hélt áfram að fagna eftir landsleikina Fótbolti Fleiri fréttir Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira