Hætt saman en halda áfram samstarfi á OnlyFans Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 8. september 2024 07:02 Ingólfur Valur er viðmælandi í Einkalífinu. Vísir/Vilhelm „Ég held að aðal málið sé að utanaðkomandi fólk vill að við upplifum skömm. Fólk vill að ég skammist mín fyrir það sem ég geri. Ég held að það sé meira þvingað yfir á fólk út frá þeirra ímynd af þessu. Þegar ég tala við aðra sem eru í sama bransa og ég þá ég hef aldrei upplifað það að þau finni fyrir skömm,“ segir OnlyFans stjarnan Ingólfur Valur. Hann er viðmælandi í Einkalífinu. Hér má sjá viðtalið við Ingólf Val í heild sinni: „Þá er ég að verða pabbi“ Ingólfur eignaðist sitt fyrsta barn í fyrra með Ósk Tryggvadóttur. Hann segir að föðurhlutverkið hafi breytt lífi hans til muna. „Ég hafði engan grun um það að mig langaði einhvern tíma að verða pabbi. Ég hafði aldrei hugsað um það fyrr en Ósk varð ólétt.“ Hann segir að þegar Ósk hafi komst að þessu hafi hann alveg leyft henni að ráða förinni. „Ég spurði hana bara hvað viltu gera og leyfði henni algjörlega að stjórna því. Hún sagðist vilja halda barninu og þá sagði ég bara ók þá er ég að verða pabbi.“ Ingólfur og Ósk kynntust upphaflega í gegnum OnlyFans. Ingólfur byrjaði að leika í myndböndum þar í upphafi Covid faraldursins. „Áður var ég að vinna hjá Joe and The Juice. Mætingin mín var ekkert alltof góð þannig mér var sagt upp. Ég hugsaði hvað á ég að gera núna, ég hef ekkert að gera, ég get ekki bara setið heima og gert ekki neitt og það var ekki verið að ráða inn neins staðar.“ Fjölskyldan um áramótin.Aðsend „Mér finnst ég ekki spennandi“ Hann segist í kjölfarið hafa átt samtöl um OnlyFans og fengið spurningu um hvort hann gæti haft áhuga á því. „Ég sagði bara já, ef það væri einhver til þess að vinna með mér þá myndi ég gera þetta. Því ég sjálfur gæti ekki tekið upp. Ég ætla bara að vera 100% hreinskilinn, mér finnst ég ekki spennandi. Það getur vel verið að einhverjum finnist það en mér finnst það ekki. Þannig ég hugsaði alltaf ef ég myndi vinna með einhverjum þá væri ég öruggur með það. Það þróaðist út í það að ég fór að gera myndbönd, tala við fólk sem var í sama iðnaði og fór að vinna með þeim líka.“ Aðspurður hvort hann hafi alltaf verið opinn með starf sitt segist Ingólfur strax hafa sagt sínu nánasta fólki og fjölskyldu frá. „Þegar ég byrjaði þá var ég ekki að sýna á mér andlitið eða neitt,“ segir Ingólfur og bætir við að það hafi á endanum breyst. OnlyFans umræðan fór svo sem eldur um sinu á samfélagsmiðlum árið 2021 þar sem fólk hafði ólíkar skoðanir á þessu. Ingólfur segir að sumt hafi farið fyrir brjóstið á sér en annað ekki. „Mér fannst ákveðinn aðili setja mig rosalega illa upp. Því ég er karlmaður þá lét hún hljóma eins og ég væri að notfæra mér fólk. En allir sem ég vinn með nota mig, ég er propp. Ef það væri ekki fyrir stelpurnar þá væri ég ekki að gera þetta.“ Vill taka sínar eigin ákvarðanir Sjálur segist hann una sér vel í starfinu og er duglegur að eiga samskipti við aðra sem eru í sama bransa. „Sjálfstraustið mitt hefur bara hækkað ef eitthvað er, að því leyti að ég er að gera hluti sem mig langar til þess að gera án þess að það sé einhver annar sem segir mér þetta er betra fyrir þig, þú átt að gera þetta, svona er lífið og þú fylgir þessu. Ég held ég finni sjálfstraust við að gera það sem mig langar og taka mínar eigin ákvarðanir og það gangi vel.“ Aðspurður hvort honum finnist fólk í OnlyFans bransanum finna fyrir skömm segir Ingólfur: „Ég veit það ekki. Ég held að aðal málið sé að utanaðkomandi fólk vill að við upplifum skömm. Fólk vill að ég skammist mín fyrir það sem ég geri. Ég held að það sé meira þvingað yfir á fólk út frá þeirra ímynd af þessu. Þegar ég tala við aðra sem eru í sama bransa og ég þá ég hef aldrei upplifað það að þau finni fyrir skömm.“ Ingólfur Valur segir utanaðkomandi fólk frekar vilja að þau sem starfi við OnlyFans upplifi skömm. Vísir/Vilhelm Samtal um mörk aðal málið Hann segist þó hafa orðið vitni að markaleysi og áreiti gagnvart stelpum í kringum hann. Hjá honum skipti samtöl um mörk og samþykki öllu máli. „Þú átt aldrei að upplifa neina pressu að þú þurfir að gera eitthvað. Ég tala rosa mikið þannig að fólk átti sig á því að það má alltaf segja nei og hafa skoðun á hlutum. Ég vil aldrei að einhver manneskja sem vinnur í svona sé óviss. Ef ég spyr út í eitthvað og fólk hikar með svarið en segja samt já þá held ég áfram að spyrja og skipti um hugmynd. Það er rosalega mikilvægt að allt sé samþykkt og við eigum rosalega mörg samtöl um það og það sé aldrei nein pressa. Þannig að fólk upplifi aldrei þrýsting og að það sé að gefa eftir. Ég og Ósk höfum verið mjög dugleg að spyrja fólk og ég sé aðra gera það sömuleiðis. Það er rosalega mikilvægt að virða sín eigin mörk og fara aldrei yfir þau, sama hvað. Óháð pening. Ég myndi aldrei hvetja fólk til að gera eitthvað sem því finnst óþægilegt og ég myndi aldrei samþykkja það.“ Hann segir mikilvægt að allir sem vinni á OnlyFans leggi upp úr þessu. „Ef þú tekur alla sem vinna við þetta á Íslandi og segjum að það gerist eitthvað. Þá bitnar það á öllum. Þá er brotið öryggið á milli allra hinna líka. Því er rosa mikilvægt að fólk setjist niður og ræði allt. Maður hittir alltaf fólk einhvers staðar utan vinnu, til dæmis á kaffihúsi og kynnist þeim.“ Vináttan varð að ást Ingólfur hafði ekki verið lengi á OnlyFans þegar hann sendi Ósk skilaboð til að spyrja hana aðeins út í bransann. „Ég sendi henni svo að ef hana langi að vinna saman væri ég til í það. Ég bjóst aldrei við að fá eitthvað svar annað en okei kúl.“ Ósk sló til en var pínu óviss í byrjun vegna tengingar við fyrrverandi kærustu Ingólfs. „Svo var gefið grænt ljós á það þegar Ósk spurði. Við hittumst í fyrsta skipti heima hjá mér í þeim tilgangi að taka eitthvað upp. En eftir þetta kvöld fór hún bara ekki frá mér. Mig minnir að hún hafi gist hjá mér fyrstu nóttina. Við vorum vinir í mjög langan tíma, örugglega meira en hálft ár. Við fórum í viðtöl og fólk var alltaf að spyrja hvort við værum saman og við vorum alltaf bara nei, við erum bara vinir.“ Ingólfur Valur Þrastarson og Ósk Tryggvadóttir fóru í mörg viðtöl um OnlyFans á sínum tíma.Vísir/Vilhelm Á endanum voru svo tilfinningarnar komnar inn í vinasambandið. „Þá enduðum við á því að byrja saman eða reyndar byrjaði hún með mér. Ég var að vinna í bílskúrnum hjá mömmu og hún hringir í mig grátandi til að spyrja hvar ég sé.“ Ingólfur segist hafa haft áhyggjur af því að eitthvað slæmt hefði gerst. „Svo kemur hún til mín með stóran blómvönd, réttir mér hann og segir bara lestu kortið. Þá skrifaði hún viltu byrja með mér. Síðan byrjuðum við saman. Þetta var mjög fyndið.“ Eru fjölskylda Þau hættu nýverið saman en halda góðu sambandi. „Við erum rosalega góðir vinir ennþá, tölum enn saman um allt saman. Við erum ekki búin að slíta business samstarfi heldur. Þetta var bara ekki að ganga upp og við ákváðum bara að það væri betra að fara í sundur en að vera saman. Þetta var ekki dramatískara en það.“ Sömuleiðis eru þau dugleg að eyða tíma með stráknum þeirra. Feðgarnir Ingólfur og Úlfur á góðri stundu.Aðsend „Við förum saman í húsdýragarðinn með stráknum og gerum svo mikið saman. Alltaf þegar það er eitthvað í gangi sem mig langar að gera með Úlfi syni okkar þá býð ég henni með og öfugt. Mér finnst svo mikilvægt að bjóða upp á það og mikilvægt fyrir hann að upplifa okkur sem fjölskyldu, að sjá foreldrana saman og sjá þá ná vel saman. Við setjum hann alltaf í fyrsta sæti.“ Einkalífið OnlyFans Mest lesið Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Tíska og hönnun Dularfull tíst Dylans vekja furðu Lífið Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum Lífið Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Tónlist Átta ár án áfengis og fíkniefna Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Lífið „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Lífið Fer að sofa klukkan fjögur og getur sveiflast um þrjátíu kíló Lífið Fleiri fréttir Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Ása Steinars og Leo keyptu einbýli í Garðabæ Elín Metta og Sigurður eignuðust stúlku Liam Payne lagður til hinstu hvílu „Finnst þér þetta litlir kjúklingavængir í höndunum á mér?“ Ótrúlegur kvöldmatur Bergs Ebba: „Þetta er gott fyrir heilann“ Hvernig hætti ég að feika það? Fer að sofa klukkan fjögur og getur sveiflast um þrjátíu kíló Sér eftir því að hafa látið stækka á sér rassinn Heiðdís Rós fann ástina í örmum bílasala í New York Erna Mist og Þorleifur keyptu útsýnishæð í Vesturbænum Aron Can fagnaði 25 ára afmælinu á hótel Geysi Jónsi í Sigur Rós skein skært í Seattle Ilmaðu eins og frambjóðendur Vildi milljón pund, bauðst hálf og afþakkaði boðið „Er þetta kannski eitthvað sem þú vilt senda okkur í tölvupósti“ Búa í einstakri þakíbúð í miðborginni en Halli keypti líka æskuheimilið sitt á móti Ungfrú Danmörk fegurst allra Lára og Jens verða mamma og pabbi Sjá meira
Hér má sjá viðtalið við Ingólf Val í heild sinni: „Þá er ég að verða pabbi“ Ingólfur eignaðist sitt fyrsta barn í fyrra með Ósk Tryggvadóttur. Hann segir að föðurhlutverkið hafi breytt lífi hans til muna. „Ég hafði engan grun um það að mig langaði einhvern tíma að verða pabbi. Ég hafði aldrei hugsað um það fyrr en Ósk varð ólétt.“ Hann segir að þegar Ósk hafi komst að þessu hafi hann alveg leyft henni að ráða förinni. „Ég spurði hana bara hvað viltu gera og leyfði henni algjörlega að stjórna því. Hún sagðist vilja halda barninu og þá sagði ég bara ók þá er ég að verða pabbi.“ Ingólfur og Ósk kynntust upphaflega í gegnum OnlyFans. Ingólfur byrjaði að leika í myndböndum þar í upphafi Covid faraldursins. „Áður var ég að vinna hjá Joe and The Juice. Mætingin mín var ekkert alltof góð þannig mér var sagt upp. Ég hugsaði hvað á ég að gera núna, ég hef ekkert að gera, ég get ekki bara setið heima og gert ekki neitt og það var ekki verið að ráða inn neins staðar.“ Fjölskyldan um áramótin.Aðsend „Mér finnst ég ekki spennandi“ Hann segist í kjölfarið hafa átt samtöl um OnlyFans og fengið spurningu um hvort hann gæti haft áhuga á því. „Ég sagði bara já, ef það væri einhver til þess að vinna með mér þá myndi ég gera þetta. Því ég sjálfur gæti ekki tekið upp. Ég ætla bara að vera 100% hreinskilinn, mér finnst ég ekki spennandi. Það getur vel verið að einhverjum finnist það en mér finnst það ekki. Þannig ég hugsaði alltaf ef ég myndi vinna með einhverjum þá væri ég öruggur með það. Það þróaðist út í það að ég fór að gera myndbönd, tala við fólk sem var í sama iðnaði og fór að vinna með þeim líka.“ Aðspurður hvort hann hafi alltaf verið opinn með starf sitt segist Ingólfur strax hafa sagt sínu nánasta fólki og fjölskyldu frá. „Þegar ég byrjaði þá var ég ekki að sýna á mér andlitið eða neitt,“ segir Ingólfur og bætir við að það hafi á endanum breyst. OnlyFans umræðan fór svo sem eldur um sinu á samfélagsmiðlum árið 2021 þar sem fólk hafði ólíkar skoðanir á þessu. Ingólfur segir að sumt hafi farið fyrir brjóstið á sér en annað ekki. „Mér fannst ákveðinn aðili setja mig rosalega illa upp. Því ég er karlmaður þá lét hún hljóma eins og ég væri að notfæra mér fólk. En allir sem ég vinn með nota mig, ég er propp. Ef það væri ekki fyrir stelpurnar þá væri ég ekki að gera þetta.“ Vill taka sínar eigin ákvarðanir Sjálur segist hann una sér vel í starfinu og er duglegur að eiga samskipti við aðra sem eru í sama bransa. „Sjálfstraustið mitt hefur bara hækkað ef eitthvað er, að því leyti að ég er að gera hluti sem mig langar til þess að gera án þess að það sé einhver annar sem segir mér þetta er betra fyrir þig, þú átt að gera þetta, svona er lífið og þú fylgir þessu. Ég held ég finni sjálfstraust við að gera það sem mig langar og taka mínar eigin ákvarðanir og það gangi vel.“ Aðspurður hvort honum finnist fólk í OnlyFans bransanum finna fyrir skömm segir Ingólfur: „Ég veit það ekki. Ég held að aðal málið sé að utanaðkomandi fólk vill að við upplifum skömm. Fólk vill að ég skammist mín fyrir það sem ég geri. Ég held að það sé meira þvingað yfir á fólk út frá þeirra ímynd af þessu. Þegar ég tala við aðra sem eru í sama bransa og ég þá ég hef aldrei upplifað það að þau finni fyrir skömm.“ Ingólfur Valur segir utanaðkomandi fólk frekar vilja að þau sem starfi við OnlyFans upplifi skömm. Vísir/Vilhelm Samtal um mörk aðal málið Hann segist þó hafa orðið vitni að markaleysi og áreiti gagnvart stelpum í kringum hann. Hjá honum skipti samtöl um mörk og samþykki öllu máli. „Þú átt aldrei að upplifa neina pressu að þú þurfir að gera eitthvað. Ég tala rosa mikið þannig að fólk átti sig á því að það má alltaf segja nei og hafa skoðun á hlutum. Ég vil aldrei að einhver manneskja sem vinnur í svona sé óviss. Ef ég spyr út í eitthvað og fólk hikar með svarið en segja samt já þá held ég áfram að spyrja og skipti um hugmynd. Það er rosalega mikilvægt að allt sé samþykkt og við eigum rosalega mörg samtöl um það og það sé aldrei nein pressa. Þannig að fólk upplifi aldrei þrýsting og að það sé að gefa eftir. Ég og Ósk höfum verið mjög dugleg að spyrja fólk og ég sé aðra gera það sömuleiðis. Það er rosalega mikilvægt að virða sín eigin mörk og fara aldrei yfir þau, sama hvað. Óháð pening. Ég myndi aldrei hvetja fólk til að gera eitthvað sem því finnst óþægilegt og ég myndi aldrei samþykkja það.“ Hann segir mikilvægt að allir sem vinni á OnlyFans leggi upp úr þessu. „Ef þú tekur alla sem vinna við þetta á Íslandi og segjum að það gerist eitthvað. Þá bitnar það á öllum. Þá er brotið öryggið á milli allra hinna líka. Því er rosa mikilvægt að fólk setjist niður og ræði allt. Maður hittir alltaf fólk einhvers staðar utan vinnu, til dæmis á kaffihúsi og kynnist þeim.“ Vináttan varð að ást Ingólfur hafði ekki verið lengi á OnlyFans þegar hann sendi Ósk skilaboð til að spyrja hana aðeins út í bransann. „Ég sendi henni svo að ef hana langi að vinna saman væri ég til í það. Ég bjóst aldrei við að fá eitthvað svar annað en okei kúl.“ Ósk sló til en var pínu óviss í byrjun vegna tengingar við fyrrverandi kærustu Ingólfs. „Svo var gefið grænt ljós á það þegar Ósk spurði. Við hittumst í fyrsta skipti heima hjá mér í þeim tilgangi að taka eitthvað upp. En eftir þetta kvöld fór hún bara ekki frá mér. Mig minnir að hún hafi gist hjá mér fyrstu nóttina. Við vorum vinir í mjög langan tíma, örugglega meira en hálft ár. Við fórum í viðtöl og fólk var alltaf að spyrja hvort við værum saman og við vorum alltaf bara nei, við erum bara vinir.“ Ingólfur Valur Þrastarson og Ósk Tryggvadóttir fóru í mörg viðtöl um OnlyFans á sínum tíma.Vísir/Vilhelm Á endanum voru svo tilfinningarnar komnar inn í vinasambandið. „Þá enduðum við á því að byrja saman eða reyndar byrjaði hún með mér. Ég var að vinna í bílskúrnum hjá mömmu og hún hringir í mig grátandi til að spyrja hvar ég sé.“ Ingólfur segist hafa haft áhyggjur af því að eitthvað slæmt hefði gerst. „Svo kemur hún til mín með stóran blómvönd, réttir mér hann og segir bara lestu kortið. Þá skrifaði hún viltu byrja með mér. Síðan byrjuðum við saman. Þetta var mjög fyndið.“ Eru fjölskylda Þau hættu nýverið saman en halda góðu sambandi. „Við erum rosalega góðir vinir ennþá, tölum enn saman um allt saman. Við erum ekki búin að slíta business samstarfi heldur. Þetta var bara ekki að ganga upp og við ákváðum bara að það væri betra að fara í sundur en að vera saman. Þetta var ekki dramatískara en það.“ Sömuleiðis eru þau dugleg að eyða tíma með stráknum þeirra. Feðgarnir Ingólfur og Úlfur á góðri stundu.Aðsend „Við förum saman í húsdýragarðinn með stráknum og gerum svo mikið saman. Alltaf þegar það er eitthvað í gangi sem mig langar að gera með Úlfi syni okkar þá býð ég henni með og öfugt. Mér finnst svo mikilvægt að bjóða upp á það og mikilvægt fyrir hann að upplifa okkur sem fjölskyldu, að sjá foreldrana saman og sjá þá ná vel saman. Við setjum hann alltaf í fyrsta sæti.“
Einkalífið OnlyFans Mest lesið Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Tíska og hönnun Dularfull tíst Dylans vekja furðu Lífið Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum Lífið Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Tónlist Átta ár án áfengis og fíkniefna Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Lífið „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Lífið Fer að sofa klukkan fjögur og getur sveiflast um þrjátíu kíló Lífið Fleiri fréttir Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Ása Steinars og Leo keyptu einbýli í Garðabæ Elín Metta og Sigurður eignuðust stúlku Liam Payne lagður til hinstu hvílu „Finnst þér þetta litlir kjúklingavængir í höndunum á mér?“ Ótrúlegur kvöldmatur Bergs Ebba: „Þetta er gott fyrir heilann“ Hvernig hætti ég að feika það? Fer að sofa klukkan fjögur og getur sveiflast um þrjátíu kíló Sér eftir því að hafa látið stækka á sér rassinn Heiðdís Rós fann ástina í örmum bílasala í New York Erna Mist og Þorleifur keyptu útsýnishæð í Vesturbænum Aron Can fagnaði 25 ára afmælinu á hótel Geysi Jónsi í Sigur Rós skein skært í Seattle Ilmaðu eins og frambjóðendur Vildi milljón pund, bauðst hálf og afþakkaði boðið „Er þetta kannski eitthvað sem þú vilt senda okkur í tölvupósti“ Búa í einstakri þakíbúð í miðborginni en Halli keypti líka æskuheimilið sitt á móti Ungfrú Danmörk fegurst allra Lára og Jens verða mamma og pabbi Sjá meira