Innflytjendur einsleitur og vannýttur hópur á Íslandi Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 4. september 2024 11:10 Mælt er með að auka íslenskukennslu fyrir innflytjendur. Vísir/Einar Innflytjendum hefur fjölgað hlutfallslega mest á Íslandi síðastliðinn áratug af öllum ríkjum OECD. Þeir eru jafnframt með hæstu atvinnuþátttökuna og hærri atvinnuþátttöku en innfæddir á Íslandi. Þrátt fyrir hagstæðar aðstæður á vinnumarkaði þarf inngilding innflytjenda að vera ofar á stefnuskránni. Huga þarf að starfsgæðum, tungumálakennslu og stöfnun hagtalna. Þetta er meðal efnis nýrrar úttektar frá OECD, Efnahags- og framfarastofnunarinnar, sem unnin var fyrir félags- og vinnumarkaðsráðuneytið og kynnt var á blaðamannafundi nú í morgun. Úttektin er hluti af stefnumótun í málefnum innflytjenda sem nú stendur yfir. Þetta í fyrsta sinn sem íslenska ríkið mótar sér heildstæða stefnu á málefnasviðinu. OECD bendir á að innflytjendur á Íslandi séu tiltölulega einsleitur hópur í samanburði við stöðuna í öðrum löndum og um 80% innflytjenda komi frá Evrópska efnahagssvæðinu (EES). Flóttafólki hafi fjölgað umtalsvert á Íslandi síðastliðin ár og líkt og í öðrum ríkjum OECD hafi stefna stjórnvalda á málefnasviðinu hingað til aðallega beinst að fólki á flótta. Samhliða og í auknum mæli þurfi hins vegar að huga að innflytjendum frá EES-svæðinu, enda sé þar um að ræða stóran meirihluta innflytjenda á Íslandi. Margt fólk af EES-svæðinu sé tiltölulega nýkomið til Íslands og töluverðar líkur á að það verði hér til frambúðar. Um helmingur þess segist aðspurður vilja setjast hér að og þriðjungur sé óákveðinn. OECD bendir á að hlutfall fólks sem komi frá ríkjum EES og setjist að í landinu virðist hærra á Íslandi en í mörgum öðrum ríkjum Vestur-Evrópu. Nýta þarf færni innflytjenda betur Í úttektinni er undirstrikað að lítill munur sé á atvinnuþátttöku innflytjenda á Íslandi eftir því hvort þeir komi frá ríkjum EES eða utan EES. Þetta sé ólíkt því sem gerist í öðrum Evrópuríkjum. Atvinnuþátttaka innflytjendakvenna sé enn fremur há og hvort tveggja séu jákvæðar niðurstöður. Vaxandi atvinnuleysi meðal innflytjenda veki á hinn bóginn áhyggjur. Þá bendir OECD á að þrátt fyrir háa atvinnuþátttöku heilt yfir nýtist færni innflytjenda á Íslandi oft ekki vel. Meira en þriðjungur hámenntaðra innflytjenda á Íslandi vinni störf sem krefjist minni hæfni en þeir búi yfir. Samsvarandi hlutfall hjá innfæddum sé 10% og munurinn á milli þessara tveggja hópa með því mesta sem sjáist innan ríkja OECD. Helsti áhrifaþátturinn virðist vera skortur á tækifærum. Störf séu gjarnan í boði í geirum þar sem oft sé ekki þörf á sértækri menntun eða ákveðinni hæfni, svo sem í þjónustutengdum hluta ferðaþjónustunnar. Íslenska lykilatriði Í úttekt OECD er bent á að íslenska sé lykilatriði við að skapa inngildandi samfélag og geti brotið niður margar þær hindranir sem innflytjendur standa frammi fyrir. Tungumálanám geti bæði stutt við fólk félagslega og á vinnumarkaði en þrátt fyrir það læri fáir innflytjendur íslensku. Hlutfall þeirra sem segjast hafa góða kunnáttu í málinu sé raunar lægst hér á landi á meðal svarenda í OECD-ríkjum eða 18% samanborið við 60% að meðaltali innan OECD. Útgjöld til kennslu í íslensku fyrir fullorðna séu sömuleiðis talsvert lægri en í samanburðarríkjum. Þá hafi tæplega helmingur innflytjenda sem átt hafi í erfiðleikum með að fá vinnu á Íslandi nefnt skort á íslenskukunnáttu sem aðalástæðu. Mikil fylgni sé á hinn bóginn á milli góðrar færni í íslensku og starfstækifæra á vinnumarkaði sem hæfa menntun og reynslu. OECD bendir á að helsta vísbendingin um langtímaárangur aðgerða á málefnasviðinu sé hvernig afkomendum innflytjenda reiði af. Á Íslandi sé námsárangur barna sem fædd séu á Íslandi en eigi foreldra með erlendan bakgrunn áhyggjuefni. Meira en helmingi þeirra gangi illa í PISA-könnuninni sem þýði að þau eigi erfitt með verkefni á borð við að skilja og túlka einfalda texta. Börn innflytjenda þurfi meðal annars íslenskustuðning í skóla sem byggi á kerfisbundnu og samræmdu mati á tungumálakunnáttu þeirra. Slíkt mat sé ekki til staðar á Íslandi í dag en reynsla frá öðrum ríkjum OECD bendi til þess að kerfisbundið mat innan menntakerfisins geti bætt námsárangur þeirra. Ráðleggingar OECD OECD mælir með margvíslegum aðgerðum og má þar nefna eftirfarandi: Að bæta gagnasöfnun varðandi innflytjendur á Íslandi svo hægt sé að meta betur aðstæður innflytjenda, enda vanti upplýsingar í opinberum gagnasöfnum um lykilbreytur á borð við fæðingarstað fólks. Í ljósi vaxandi hlutfalls innflytjenda á Íslandi beri við gagnasöfnun að líta á fæðingarstað sem breytu með svipaða stöðu og aldur og kyn. Að auka umfang og bæta gæði íslenskukennslu, til dæmis með því að bjóða upp á hagkvæmari og sveigjanlegri tungumálaþjálfun fyrir innflytjendur frá EES sem vilja dvelja á Íslandi til lengri tíma og hafa áhuga á að læra tungumálið. Að vinna að því að nýta menntun og færni innflytjenda betur á vinnumarkaði og stuðla að því að þeim takist að fá störf sem hæfa menntun þeirra og reynslu. Að leggja aukna áherslu á að inngilda fjölskyldur fólks sem flyst til landsins vegna atvinnuþátttöku. Að taka á mismunun gagnvart innflytjendum, til dæmis á leigumarkaði. Að fjárfesta í aðgerðum sem ná til barna innflytjenda, til dæmis með því að innleiða kerfisbundið mat á tunguálakunnáttu þeirra allt frá leikskólaaldri og veita börnum sem þess þurfa markvissan málstuðning. Úttekt OECD er sem fyrr segir hluti af stefnumótun í málefnum innflytjenda á Íslandi sem nú stendur yfir. Stefnan mun ná til áranna 2025-2038. Grænbók og hvítbók hafa þegar verið gefnar út, samráðsfundir verið haldnir vítt og breitt um landið með sérstakri áherslu á að heyra raddir innflytjenda og síðar í haust mun Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags- og vinnumarkaðsráðherra, leggja fram tillögu til þingsályktunar um stefnu og framkvæmdaáætlun í málefnum innflytjenda. Framkvæmdaáætluninni er ætlað að ná fram þeim markmiðum sem sett eru fram í stefnunni. Samhliða þessari vinnu framkvæmdi OECD ofangreinda úttekt. Fulltrúar stofnunarinnar komu til Íslands til að hitta breiðan hóp fólks sem kemur að málaflokknum hér á landi. Á fjórum dögum hittu þeir yfir 80 einstaklinga og heimsóttu þrjú sveitarfélög: Reykjavík, Akureyri og Reykjanesbæ.Samstarfið við OECD hefur verið einn lykilþáttur við mótun ofangreindrar stefnu um málefni innflytjenda. „Nú þegar Ísland vinnur að fyrstu heildstæðu stefnu sinni í málefnum innflytjenda er mikilvægt og dýrmætt að fá augu OECD á málaflokkinn. Ég lagði þess vegna áherslu á að þau myndu framkvæma óháða úttekt enda stofnunin afar reynslumikil í þessum málaflokki og sömuleiðis brýnt að horfa á viðfangsefnið í alþjóðlegu samhengi. Úttekt OECD mun sannarlega nýtast vel inn í stefnumótunina hér á landi,“ segir Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags og vinnumarkaðsráðherra. Sjá nánar: Skills and Labour Market Integration of Immigrants and their Children in Iceland Þegar hafi verið gripið til margvíslegra aðgerða sem tengist innflytjendum á Íslandi og megi þar nefna þingsályktun um aðgerðaáætlun í málefnum íslenskrar tungu 2024-2026 sem samþykkt var á Alþingi í vor og inniheldur meðal annars aðgerðir sem félags- og vinnumarkaðsráðuneytið ber ábyrgð á. „Smáforritið Bara talastórbætir til að mynda aðgengi að einstaklingsmiðuðu og sveigjanlegu íslenskunámi, með sérstakri áherslu á erlent starfsfólk sem vinnur á hjúkrunar- og dvalarheimilum, og RÚV Orð er nýr vefur fyrir sjálfsnám í íslensku með notkun sjónvarpsefnis frá RÚV. Framlög í þróunarsjóð innflytjendamála hafa einnig verið hækkuð og innflytjendur hvattir til að sækja þar um. Þá var aukið fjármagn tryggt í fjármálaáætlun 2025-2029 til málefna innflytjenda og fer það meðal annars í aðgerðir sem miða að inngildandi samfélagi,“ segir í tilkynningu ráðuneytisins. Innflytjendamál Íslensk tunga Vinnumarkaður Mest lesið Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Innlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Erlent Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Innlent Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Innlent Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Innlent Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Innlent Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Fleiri fréttir Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Sjá meira
Þetta er meðal efnis nýrrar úttektar frá OECD, Efnahags- og framfarastofnunarinnar, sem unnin var fyrir félags- og vinnumarkaðsráðuneytið og kynnt var á blaðamannafundi nú í morgun. Úttektin er hluti af stefnumótun í málefnum innflytjenda sem nú stendur yfir. Þetta í fyrsta sinn sem íslenska ríkið mótar sér heildstæða stefnu á málefnasviðinu. OECD bendir á að innflytjendur á Íslandi séu tiltölulega einsleitur hópur í samanburði við stöðuna í öðrum löndum og um 80% innflytjenda komi frá Evrópska efnahagssvæðinu (EES). Flóttafólki hafi fjölgað umtalsvert á Íslandi síðastliðin ár og líkt og í öðrum ríkjum OECD hafi stefna stjórnvalda á málefnasviðinu hingað til aðallega beinst að fólki á flótta. Samhliða og í auknum mæli þurfi hins vegar að huga að innflytjendum frá EES-svæðinu, enda sé þar um að ræða stóran meirihluta innflytjenda á Íslandi. Margt fólk af EES-svæðinu sé tiltölulega nýkomið til Íslands og töluverðar líkur á að það verði hér til frambúðar. Um helmingur þess segist aðspurður vilja setjast hér að og þriðjungur sé óákveðinn. OECD bendir á að hlutfall fólks sem komi frá ríkjum EES og setjist að í landinu virðist hærra á Íslandi en í mörgum öðrum ríkjum Vestur-Evrópu. Nýta þarf færni innflytjenda betur Í úttektinni er undirstrikað að lítill munur sé á atvinnuþátttöku innflytjenda á Íslandi eftir því hvort þeir komi frá ríkjum EES eða utan EES. Þetta sé ólíkt því sem gerist í öðrum Evrópuríkjum. Atvinnuþátttaka innflytjendakvenna sé enn fremur há og hvort tveggja séu jákvæðar niðurstöður. Vaxandi atvinnuleysi meðal innflytjenda veki á hinn bóginn áhyggjur. Þá bendir OECD á að þrátt fyrir háa atvinnuþátttöku heilt yfir nýtist færni innflytjenda á Íslandi oft ekki vel. Meira en þriðjungur hámenntaðra innflytjenda á Íslandi vinni störf sem krefjist minni hæfni en þeir búi yfir. Samsvarandi hlutfall hjá innfæddum sé 10% og munurinn á milli þessara tveggja hópa með því mesta sem sjáist innan ríkja OECD. Helsti áhrifaþátturinn virðist vera skortur á tækifærum. Störf séu gjarnan í boði í geirum þar sem oft sé ekki þörf á sértækri menntun eða ákveðinni hæfni, svo sem í þjónustutengdum hluta ferðaþjónustunnar. Íslenska lykilatriði Í úttekt OECD er bent á að íslenska sé lykilatriði við að skapa inngildandi samfélag og geti brotið niður margar þær hindranir sem innflytjendur standa frammi fyrir. Tungumálanám geti bæði stutt við fólk félagslega og á vinnumarkaði en þrátt fyrir það læri fáir innflytjendur íslensku. Hlutfall þeirra sem segjast hafa góða kunnáttu í málinu sé raunar lægst hér á landi á meðal svarenda í OECD-ríkjum eða 18% samanborið við 60% að meðaltali innan OECD. Útgjöld til kennslu í íslensku fyrir fullorðna séu sömuleiðis talsvert lægri en í samanburðarríkjum. Þá hafi tæplega helmingur innflytjenda sem átt hafi í erfiðleikum með að fá vinnu á Íslandi nefnt skort á íslenskukunnáttu sem aðalástæðu. Mikil fylgni sé á hinn bóginn á milli góðrar færni í íslensku og starfstækifæra á vinnumarkaði sem hæfa menntun og reynslu. OECD bendir á að helsta vísbendingin um langtímaárangur aðgerða á málefnasviðinu sé hvernig afkomendum innflytjenda reiði af. Á Íslandi sé námsárangur barna sem fædd séu á Íslandi en eigi foreldra með erlendan bakgrunn áhyggjuefni. Meira en helmingi þeirra gangi illa í PISA-könnuninni sem þýði að þau eigi erfitt með verkefni á borð við að skilja og túlka einfalda texta. Börn innflytjenda þurfi meðal annars íslenskustuðning í skóla sem byggi á kerfisbundnu og samræmdu mati á tungumálakunnáttu þeirra. Slíkt mat sé ekki til staðar á Íslandi í dag en reynsla frá öðrum ríkjum OECD bendi til þess að kerfisbundið mat innan menntakerfisins geti bætt námsárangur þeirra. Ráðleggingar OECD OECD mælir með margvíslegum aðgerðum og má þar nefna eftirfarandi: Að bæta gagnasöfnun varðandi innflytjendur á Íslandi svo hægt sé að meta betur aðstæður innflytjenda, enda vanti upplýsingar í opinberum gagnasöfnum um lykilbreytur á borð við fæðingarstað fólks. Í ljósi vaxandi hlutfalls innflytjenda á Íslandi beri við gagnasöfnun að líta á fæðingarstað sem breytu með svipaða stöðu og aldur og kyn. Að auka umfang og bæta gæði íslenskukennslu, til dæmis með því að bjóða upp á hagkvæmari og sveigjanlegri tungumálaþjálfun fyrir innflytjendur frá EES sem vilja dvelja á Íslandi til lengri tíma og hafa áhuga á að læra tungumálið. Að vinna að því að nýta menntun og færni innflytjenda betur á vinnumarkaði og stuðla að því að þeim takist að fá störf sem hæfa menntun þeirra og reynslu. Að leggja aukna áherslu á að inngilda fjölskyldur fólks sem flyst til landsins vegna atvinnuþátttöku. Að taka á mismunun gagnvart innflytjendum, til dæmis á leigumarkaði. Að fjárfesta í aðgerðum sem ná til barna innflytjenda, til dæmis með því að innleiða kerfisbundið mat á tunguálakunnáttu þeirra allt frá leikskólaaldri og veita börnum sem þess þurfa markvissan málstuðning. Úttekt OECD er sem fyrr segir hluti af stefnumótun í málefnum innflytjenda á Íslandi sem nú stendur yfir. Stefnan mun ná til áranna 2025-2038. Grænbók og hvítbók hafa þegar verið gefnar út, samráðsfundir verið haldnir vítt og breitt um landið með sérstakri áherslu á að heyra raddir innflytjenda og síðar í haust mun Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags- og vinnumarkaðsráðherra, leggja fram tillögu til þingsályktunar um stefnu og framkvæmdaáætlun í málefnum innflytjenda. Framkvæmdaáætluninni er ætlað að ná fram þeim markmiðum sem sett eru fram í stefnunni. Samhliða þessari vinnu framkvæmdi OECD ofangreinda úttekt. Fulltrúar stofnunarinnar komu til Íslands til að hitta breiðan hóp fólks sem kemur að málaflokknum hér á landi. Á fjórum dögum hittu þeir yfir 80 einstaklinga og heimsóttu þrjú sveitarfélög: Reykjavík, Akureyri og Reykjanesbæ.Samstarfið við OECD hefur verið einn lykilþáttur við mótun ofangreindrar stefnu um málefni innflytjenda. „Nú þegar Ísland vinnur að fyrstu heildstæðu stefnu sinni í málefnum innflytjenda er mikilvægt og dýrmætt að fá augu OECD á málaflokkinn. Ég lagði þess vegna áherslu á að þau myndu framkvæma óháða úttekt enda stofnunin afar reynslumikil í þessum málaflokki og sömuleiðis brýnt að horfa á viðfangsefnið í alþjóðlegu samhengi. Úttekt OECD mun sannarlega nýtast vel inn í stefnumótunina hér á landi,“ segir Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags og vinnumarkaðsráðherra. Sjá nánar: Skills and Labour Market Integration of Immigrants and their Children in Iceland Þegar hafi verið gripið til margvíslegra aðgerða sem tengist innflytjendum á Íslandi og megi þar nefna þingsályktun um aðgerðaáætlun í málefnum íslenskrar tungu 2024-2026 sem samþykkt var á Alþingi í vor og inniheldur meðal annars aðgerðir sem félags- og vinnumarkaðsráðuneytið ber ábyrgð á. „Smáforritið Bara talastórbætir til að mynda aðgengi að einstaklingsmiðuðu og sveigjanlegu íslenskunámi, með sérstakri áherslu á erlent starfsfólk sem vinnur á hjúkrunar- og dvalarheimilum, og RÚV Orð er nýr vefur fyrir sjálfsnám í íslensku með notkun sjónvarpsefnis frá RÚV. Framlög í þróunarsjóð innflytjendamála hafa einnig verið hækkuð og innflytjendur hvattir til að sækja þar um. Þá var aukið fjármagn tryggt í fjármálaáætlun 2025-2029 til málefna innflytjenda og fer það meðal annars í aðgerðir sem miða að inngildandi samfélagi,“ segir í tilkynningu ráðuneytisins.
Innflytjendamál Íslensk tunga Vinnumarkaður Mest lesið Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Innlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Erlent Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Innlent Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Innlent Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Innlent Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Innlent Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Fleiri fréttir Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Sjá meira