Aukinn viðbúnaður á Ljósanótt og Októberfest Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 4. september 2024 19:02 Aukin gæsla verður á Ljósanótt og Októberfest SHÍ sem fara fram á næstu dögum. Arent Torfi Jónsson Claessen forseti Stúdentaráðs vonar að allir leggist á eitt með að sporna við auknu ofbeldi meðal ungmenna. Vísir/Arnar Skipuleggjendur Ljósanætur og Októberfest SHÍ ætla að auka viðbúnað í kringum hátíðirnar vegna alvarlegra atvika undanfarið í samfélaginu. Þá hefur verið ákveðið að nota málmleitartæki á öllum framhaldsskólaböllum á höfðuborgarsvæðinu. Forseti Stúdentaráðs segir mikilvægt að fólk upplifi sig öruggt. Mikil viðbrögð hafa verið í samfélaginu undanfarna daga eftir ákall víða að um aðgerðir gegn ofbeldi ungmenna. Dómsmálaráðherra kynnti í gær nýjan aðgerðarhóp sem tók til starfa í dag og á að sporna við ofbeldi og auka forvarnarstarf meðal barna og ungmenna. Fjölskyldu-og tónlistarhátíðinni Stíflunni sem átti að vera í Árbænum í þriðja skipti um helgina var blásin af vegna álags hjá lögreglu. Þá kom fram í hádegisfréttum Bylgjunnar að fyrirtæki sem sér um öryggi á framhaldsskólaböllum muni framvegis nota málmleitartæki í gæslu. Aukinn viðbúnaður verður á Ljósanótt þar mun meðal annars vera á ferðinni svokölluð „flakkandi félagsmiðstöð“ þar sem sýnilegur hópur félagsstarfsmanna verður ungmennum innan handar skyldi eitthvað koma upp á. Auk þess sem lögreglumaður og fulltrúar félagsmiðstöðva og bæjarins munu fara í heimsóknir í alla grunnskóla Reykjanesbæjar til að ræða við nemendur um þá stöðu sem upp er komin. Trúi að við getum leyst úr þessu Loks ætla háskólanemar sem halda Októberfest sem hefst á morgun ætla að auka gæslu í kringum hátíðina. Arent Torfi Jónsson Claessen er forseti Stúdentaráðs. „Í ljósi þeirrar vitundarvakningar í samfélaginu er ákveðinn uggur í manni. Maður vill ekki standa fyrir hátíð þar sem fólk upplifir sig ekki algjörlega öruggt,“ segir Arent. Öryggisgæsla hafi alltaf verið mikil en nú hafi ýmsu verið bætt inn. „Gæslan er hugsuð þannig að það kemur engin inn á svæðið án þess að það sé kyrfilega leitað. Síðan er sýnileiki gæslu yfir öll hátíðarhöld. Við erum með málmleitartæki sem öryggisverðir munu nota til að skanna alla sem koma,“ segir hann. Arent er vongóður um að með þjóðarátaki verði hægt að sporna við þeirri óheillaþróun sem hefur átt sér stað. Ég trúi því innilega að ef við stöndum öll saman sem samfélag og leggjumst gegn þessu ofbeldi munum við geta leyst úr þessu. Ofbeldi gegn börnum Lögreglan Ljósanótt Háskólar Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Reykjavík Reykjanesbær Mest lesið Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Innlent Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Innlent Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Innlent Fleiri fréttir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Aflýsa óvissustigi vegna Bárðarbungu Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt „Þarna náum við að svæla allt upp á yfirborðið“ Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Þing verður sett eftir rúman hálfan mánuð Rannsaka ólöglegt fiskeldi veiðifélags í Borgarfirði Tveir handteknir í fíkniefnamáli fyrir austan Fimm tóku fyrstu skóflustunguna að Borgarlínu Hótaði að kveikja í sambýliskonu og stjúpsyni Skóflustunga tekin að Fossvogsbrú og bandarísk börn sem fundust á Íslandi Kannast ekki við að vera látinn Mikil hálka þegar banaslysið varð Aktivistahópurinn Öfgar er hættur Segir ríkið verða að standa við gerða samninga um borgarlínu Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Sjá meira
Mikil viðbrögð hafa verið í samfélaginu undanfarna daga eftir ákall víða að um aðgerðir gegn ofbeldi ungmenna. Dómsmálaráðherra kynnti í gær nýjan aðgerðarhóp sem tók til starfa í dag og á að sporna við ofbeldi og auka forvarnarstarf meðal barna og ungmenna. Fjölskyldu-og tónlistarhátíðinni Stíflunni sem átti að vera í Árbænum í þriðja skipti um helgina var blásin af vegna álags hjá lögreglu. Þá kom fram í hádegisfréttum Bylgjunnar að fyrirtæki sem sér um öryggi á framhaldsskólaböllum muni framvegis nota málmleitartæki í gæslu. Aukinn viðbúnaður verður á Ljósanótt þar mun meðal annars vera á ferðinni svokölluð „flakkandi félagsmiðstöð“ þar sem sýnilegur hópur félagsstarfsmanna verður ungmennum innan handar skyldi eitthvað koma upp á. Auk þess sem lögreglumaður og fulltrúar félagsmiðstöðva og bæjarins munu fara í heimsóknir í alla grunnskóla Reykjanesbæjar til að ræða við nemendur um þá stöðu sem upp er komin. Trúi að við getum leyst úr þessu Loks ætla háskólanemar sem halda Októberfest sem hefst á morgun ætla að auka gæslu í kringum hátíðina. Arent Torfi Jónsson Claessen er forseti Stúdentaráðs. „Í ljósi þeirrar vitundarvakningar í samfélaginu er ákveðinn uggur í manni. Maður vill ekki standa fyrir hátíð þar sem fólk upplifir sig ekki algjörlega öruggt,“ segir Arent. Öryggisgæsla hafi alltaf verið mikil en nú hafi ýmsu verið bætt inn. „Gæslan er hugsuð þannig að það kemur engin inn á svæðið án þess að það sé kyrfilega leitað. Síðan er sýnileiki gæslu yfir öll hátíðarhöld. Við erum með málmleitartæki sem öryggisverðir munu nota til að skanna alla sem koma,“ segir hann. Arent er vongóður um að með þjóðarátaki verði hægt að sporna við þeirri óheillaþróun sem hefur átt sér stað. Ég trúi því innilega að ef við stöndum öll saman sem samfélag og leggjumst gegn þessu ofbeldi munum við geta leyst úr þessu.
Ofbeldi gegn börnum Lögreglan Ljósanótt Háskólar Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Reykjavík Reykjanesbær Mest lesið Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Innlent Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Innlent Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Innlent Fleiri fréttir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Aflýsa óvissustigi vegna Bárðarbungu Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt „Þarna náum við að svæla allt upp á yfirborðið“ Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Þing verður sett eftir rúman hálfan mánuð Rannsaka ólöglegt fiskeldi veiðifélags í Borgarfirði Tveir handteknir í fíkniefnamáli fyrir austan Fimm tóku fyrstu skóflustunguna að Borgarlínu Hótaði að kveikja í sambýliskonu og stjúpsyni Skóflustunga tekin að Fossvogsbrú og bandarísk börn sem fundust á Íslandi Kannast ekki við að vera látinn Mikil hálka þegar banaslysið varð Aktivistahópurinn Öfgar er hættur Segir ríkið verða að standa við gerða samninga um borgarlínu Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Sjá meira