Íslendingar eiga met í fjölgun innflytjenda Heimir Már Pétursson skrifar 4. september 2024 19:20 Thomas Liebig aðalhagfræðingur OECD í málefnum innflytjenda segir Íslands skera sig úr öðrum OECD ríkjum með ýmsum hætti. Stöð 2/Sigurjón Íslendingar hafa einstakt tækifæri til að koma að koma í veg fyrir menningarárekstra í framtíðinni með því að efla íslenskukennslu fyrir innflytjendur. Hvergi innan ríkja OECD hefur innflytjendum fjölgað jafn hratt og mikið og á Íslandi. Ný úttekt Efnahags- og framfarastofnunarinnar, OECD, á stöðu innflytjenda á Íslandi er fyrsta úttekt sinnar tegundar hér á landi og dregur upp mjög forvitnilega mynd af þróun og stöðu mála. Thomas Liebig aðalhagfræðingur OECD í málefnum innflytjenda segir Ísland skera sig úr á mörgum sviðum. „Innflytjendum hefur hvergi fjölgað meira hlutfallslega miðað við íbúafjölda en á Íslandi meðal allra ríkja OECD. Þá er hlutfall innflytjenda frá Evrópska efnahagssvæðinu hvergi hærra en á Íslandi,“ segir Liebig. Úttekt OECD á stöðu innflytjenda er sú fyrsta sinnar tegundar á Íslandi. Úttekting var gerð að beiðni félags- og vinnumarkaðasráðherra.Stöð 2/Sigurjón Þannig tvöfaldaðist fjöldi innflytjenda á tíu ára tímabili frá 2011 til 2021 þegar innflytjendum fjölgaði úr tíu prósentum af mannfjöldanum í 20 prósent. Yfirgnæfandi meirihluti innflytjenda eða 80 prósent komi frá ríkjum Evrópusambandsins, í austur- og mið-Evrópu og komi hingað beinlínis til að vinna. „Í þriðja lagi kemur síðan á óvart er atvinnuþátttaka innflytjenda er mest á Íslandi innan OECD. Það á ekki aðeins við um karlmenn heldur einnig um konur. Þannig að kynjabilið hér er einnig mjög lítið,“ segir Liebig. Fæstir fái hins vegar störf sem hæfi menntun þeirra á Íslandi í samanburði við önnur lönd. Íslendingar standi sig líka verst í að kenna innflytjendum tungumál heimaríkisins af öllum OECD ríkjunum. Aðeins 18 prósent innflytjenda segist hafa góða kunnáttu í tungumálinu en 60 prósent að meðaltali í OECD ríkjunum. Hlöðver Skúli Hákonarson höfundur skýrslunnar og sérfræðingur hjá OECD, segir kunnáttu í tungumáli heimalandsins ráða miklu um velferð innflytjenda og inngildingu þeirra í samfélagið.Stöð 2/Sigurjón Hlöðver Skúli Hákonarson höfundur skýrslunnar og ráðgjafi hjá OECD segir þetta skipta máli því um helmingur innflytjenda segist vilja setjast að á Íslandi til frambúðar. Einn þriðji væri óákveðin. „Tungumálafærni hefur mjög góð áhrif á möguleika innflytjenda til að finna starf sem er í samræmi við menntun þeirra. Sömuleiðis er ólíklegra fyrir þá sem eru góð í tungumálinu að upplifa mismunun. Þannig að það fylgja því alls konar áþreifanlegir kostir að læra tungumálið,“ segir Hlöðver Skúli. Guðmundur Ingi Guðbrandsson félags- og vinnumarkaðsráðherra boðar frumvarp í innflytjendamálum í haust. Guðmundur Ingi Guðbrandsson félags- og vinnumarkaðsráðherra boðar frumvarp um heildarstefnu í innflytjendamálum á haustþingi. Gera þurfi mun betur í íslenskukennslu fyrir börn og fullorðna innflytjendur. „Það er svo margt fólk sem hingað kemur sem ákveður síðan að setjast hér að. Þá erum við komin inn í allt annað samhengi,“ segir Guðmundur Ingi Guðbrandsson. Innflytjendamál Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Efnahagsmál Atvinnurekendur Tengdar fréttir Innflytjendur einsleitur og vannýttur hópur á Íslandi Innflytjendum hefur fjölgað hlutfallslega mest á Íslandi síðastliðinn áratug af öllum ríkjum OECD. Þeir eru jafnframt með hæstu atvinnuþátttökuna og hærri atvinnuþátttöku en innfæddir á Íslandi. Þrátt fyrir hagstæðar aðstæður á vinnumarkaði þarf inngilding innflytjenda að vera ofar á stefnuskránni. Huga þarf að starfsgæðum, tungumálakennslu og stöfnun hagtalna. 4. september 2024 11:10 Kynntu tíðindi af málefnum innflytjenda á Íslandi Ný úttekt OECD, Efnahags- og framfarastofnun Evrópu, um málefni innflytjenda á Íslandi verður kynnt á blaðamannafundi á Kjarvalsstöðum í dag. Fundurinn verður í beinni á Vísi. 4. september 2024 09:51 Ráðherrar tala út og suður um útlendingamál Dómsmálaráðherra boðar frumvarp í haust um breytingar á útlendingalögum sem meðal annars feli í sér lokað búsetuúrræði fyrir hælisleitendur við komuna til landsins og þá sem hafa fengið synjun um alþjóðlega vernd. Félagsmálaráðherra telur hins vegar enga þörf á þessum breytingum. 19. ágúst 2024 19:21 Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Erlent Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Innlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Innlent Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Innlent Fleiri fréttir Fyrsta skóflustunga tekin í skugga meirihlutaviðræðna Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Skagamenn undirbúa viðbragð við verkfalli Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Evrópa, meirihlutaviðræður og innviðaskuld á Sprengisandi Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst „Ríkisstjórn Íslands stendur með sjálfstæðri Palestínu“ Vegaskemmdir skaði fyrirtæki og bankasamruni Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Vill kanna hvort dýraníð verði tilkynnt til Neyðarlínunnar Ólíklegt að Katrín verði borgarstjóri Skotveiðifélag Íslands lýsir yfir áhyggjum af hreindýrastofninum Ekki byrjað að ræða borgastjórastólinn Verkföll liðki ekki fyrir samningsvilja sveitarfélaga „Það er verra að vera sakaður um að beita ofbeldi en að verða fyrir því sjálfur“ Farþegi stúts brást reiður við afskiptum lögreglu Færri en markvissari aðgerðir svo Ísland nái loftslagsskuldbindingum Sér samninginn endurtekið í hyllingum Orðið samstaða sé á allra vörum Maður í haldi vegna skotvopnsins „Það er miður að einhverjir hafi enn þá verið fyrir utan“ Tíðindi úr heimi bankanna, verkföll og hitafundur í Valhöll Átta mánaða kettlingur greinist með fuglaflensu Blöskraði fundarstjórn dyggra stuðningsmanna Guðrúnar Ótímabundin verkföll í öllum leikskólum Kópavogs „Kemur ekki til greina að niðurgreiða hreindýraveiðar“ Þurfi ekki að spyrja að leikslokum ef gámurinn fellur Dómarinn kveður Facebook með tárum Sjá meira
Ný úttekt Efnahags- og framfarastofnunarinnar, OECD, á stöðu innflytjenda á Íslandi er fyrsta úttekt sinnar tegundar hér á landi og dregur upp mjög forvitnilega mynd af þróun og stöðu mála. Thomas Liebig aðalhagfræðingur OECD í málefnum innflytjenda segir Ísland skera sig úr á mörgum sviðum. „Innflytjendum hefur hvergi fjölgað meira hlutfallslega miðað við íbúafjölda en á Íslandi meðal allra ríkja OECD. Þá er hlutfall innflytjenda frá Evrópska efnahagssvæðinu hvergi hærra en á Íslandi,“ segir Liebig. Úttekt OECD á stöðu innflytjenda er sú fyrsta sinnar tegundar á Íslandi. Úttekting var gerð að beiðni félags- og vinnumarkaðasráðherra.Stöð 2/Sigurjón Þannig tvöfaldaðist fjöldi innflytjenda á tíu ára tímabili frá 2011 til 2021 þegar innflytjendum fjölgaði úr tíu prósentum af mannfjöldanum í 20 prósent. Yfirgnæfandi meirihluti innflytjenda eða 80 prósent komi frá ríkjum Evrópusambandsins, í austur- og mið-Evrópu og komi hingað beinlínis til að vinna. „Í þriðja lagi kemur síðan á óvart er atvinnuþátttaka innflytjenda er mest á Íslandi innan OECD. Það á ekki aðeins við um karlmenn heldur einnig um konur. Þannig að kynjabilið hér er einnig mjög lítið,“ segir Liebig. Fæstir fái hins vegar störf sem hæfi menntun þeirra á Íslandi í samanburði við önnur lönd. Íslendingar standi sig líka verst í að kenna innflytjendum tungumál heimaríkisins af öllum OECD ríkjunum. Aðeins 18 prósent innflytjenda segist hafa góða kunnáttu í tungumálinu en 60 prósent að meðaltali í OECD ríkjunum. Hlöðver Skúli Hákonarson höfundur skýrslunnar og sérfræðingur hjá OECD, segir kunnáttu í tungumáli heimalandsins ráða miklu um velferð innflytjenda og inngildingu þeirra í samfélagið.Stöð 2/Sigurjón Hlöðver Skúli Hákonarson höfundur skýrslunnar og ráðgjafi hjá OECD segir þetta skipta máli því um helmingur innflytjenda segist vilja setjast að á Íslandi til frambúðar. Einn þriðji væri óákveðin. „Tungumálafærni hefur mjög góð áhrif á möguleika innflytjenda til að finna starf sem er í samræmi við menntun þeirra. Sömuleiðis er ólíklegra fyrir þá sem eru góð í tungumálinu að upplifa mismunun. Þannig að það fylgja því alls konar áþreifanlegir kostir að læra tungumálið,“ segir Hlöðver Skúli. Guðmundur Ingi Guðbrandsson félags- og vinnumarkaðsráðherra boðar frumvarp í innflytjendamálum í haust. Guðmundur Ingi Guðbrandsson félags- og vinnumarkaðsráðherra boðar frumvarp um heildarstefnu í innflytjendamálum á haustþingi. Gera þurfi mun betur í íslenskukennslu fyrir börn og fullorðna innflytjendur. „Það er svo margt fólk sem hingað kemur sem ákveður síðan að setjast hér að. Þá erum við komin inn í allt annað samhengi,“ segir Guðmundur Ingi Guðbrandsson.
Innflytjendamál Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Efnahagsmál Atvinnurekendur Tengdar fréttir Innflytjendur einsleitur og vannýttur hópur á Íslandi Innflytjendum hefur fjölgað hlutfallslega mest á Íslandi síðastliðinn áratug af öllum ríkjum OECD. Þeir eru jafnframt með hæstu atvinnuþátttökuna og hærri atvinnuþátttöku en innfæddir á Íslandi. Þrátt fyrir hagstæðar aðstæður á vinnumarkaði þarf inngilding innflytjenda að vera ofar á stefnuskránni. Huga þarf að starfsgæðum, tungumálakennslu og stöfnun hagtalna. 4. september 2024 11:10 Kynntu tíðindi af málefnum innflytjenda á Íslandi Ný úttekt OECD, Efnahags- og framfarastofnun Evrópu, um málefni innflytjenda á Íslandi verður kynnt á blaðamannafundi á Kjarvalsstöðum í dag. Fundurinn verður í beinni á Vísi. 4. september 2024 09:51 Ráðherrar tala út og suður um útlendingamál Dómsmálaráðherra boðar frumvarp í haust um breytingar á útlendingalögum sem meðal annars feli í sér lokað búsetuúrræði fyrir hælisleitendur við komuna til landsins og þá sem hafa fengið synjun um alþjóðlega vernd. Félagsmálaráðherra telur hins vegar enga þörf á þessum breytingum. 19. ágúst 2024 19:21 Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Erlent Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Innlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Innlent Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Innlent Fleiri fréttir Fyrsta skóflustunga tekin í skugga meirihlutaviðræðna Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Skagamenn undirbúa viðbragð við verkfalli Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Evrópa, meirihlutaviðræður og innviðaskuld á Sprengisandi Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst „Ríkisstjórn Íslands stendur með sjálfstæðri Palestínu“ Vegaskemmdir skaði fyrirtæki og bankasamruni Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Vill kanna hvort dýraníð verði tilkynnt til Neyðarlínunnar Ólíklegt að Katrín verði borgarstjóri Skotveiðifélag Íslands lýsir yfir áhyggjum af hreindýrastofninum Ekki byrjað að ræða borgastjórastólinn Verkföll liðki ekki fyrir samningsvilja sveitarfélaga „Það er verra að vera sakaður um að beita ofbeldi en að verða fyrir því sjálfur“ Farþegi stúts brást reiður við afskiptum lögreglu Færri en markvissari aðgerðir svo Ísland nái loftslagsskuldbindingum Sér samninginn endurtekið í hyllingum Orðið samstaða sé á allra vörum Maður í haldi vegna skotvopnsins „Það er miður að einhverjir hafi enn þá verið fyrir utan“ Tíðindi úr heimi bankanna, verkföll og hitafundur í Valhöll Átta mánaða kettlingur greinist með fuglaflensu Blöskraði fundarstjórn dyggra stuðningsmanna Guðrúnar Ótímabundin verkföll í öllum leikskólum Kópavogs „Kemur ekki til greina að niðurgreiða hreindýraveiðar“ Þurfi ekki að spyrja að leikslokum ef gámurinn fellur Dómarinn kveður Facebook með tárum Sjá meira
Innflytjendur einsleitur og vannýttur hópur á Íslandi Innflytjendum hefur fjölgað hlutfallslega mest á Íslandi síðastliðinn áratug af öllum ríkjum OECD. Þeir eru jafnframt með hæstu atvinnuþátttökuna og hærri atvinnuþátttöku en innfæddir á Íslandi. Þrátt fyrir hagstæðar aðstæður á vinnumarkaði þarf inngilding innflytjenda að vera ofar á stefnuskránni. Huga þarf að starfsgæðum, tungumálakennslu og stöfnun hagtalna. 4. september 2024 11:10
Kynntu tíðindi af málefnum innflytjenda á Íslandi Ný úttekt OECD, Efnahags- og framfarastofnun Evrópu, um málefni innflytjenda á Íslandi verður kynnt á blaðamannafundi á Kjarvalsstöðum í dag. Fundurinn verður í beinni á Vísi. 4. september 2024 09:51
Ráðherrar tala út og suður um útlendingamál Dómsmálaráðherra boðar frumvarp í haust um breytingar á útlendingalögum sem meðal annars feli í sér lokað búsetuúrræði fyrir hælisleitendur við komuna til landsins og þá sem hafa fengið synjun um alþjóðlega vernd. Félagsmálaráðherra telur hins vegar enga þörf á þessum breytingum. 19. ágúst 2024 19:21