Ronaldo skoraði landsliðsmark númer 131 Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. september 2024 20:47 Cristiano Ronaldo fagnar hér marki sínu á móti Króatíu í Lissabon í kvöld. Getty/Carlos Rodrigues Cristiano Ronaldo var á skotskónum í kvöld þegar Portúgal vann sigur á Króatíu í A-deild Þjóðadeildarinnar. Fjórir leikir fóru annars fram í A-deildinni í kvöld en auk Portúgala þá fögnuðu Pólverjar og Danir einnig sigri. Pólverjar misstu reyndar niður tveggja marka forustu en tókst að tryggja sér sigur í uppbótatíma en Evrópumeistarar Spánverja gerðu aftur á móti markalaust jafntefli. Portúgal vann 2-1 sigur á heimavelli á móti Króatíu. Diogo Dalot kom portúgalska liðinu í 1-0 á 7. mínútu eftir stoðsendingu frá Bruno Fernandes og á 34. mínútu var staðan orðin 2-0 eftir mark frá Ronaldo. Ronaldo skoraði markið sitt, það 131. fyrir landsliðið, eftir stoðsendingu frá Nuno Mendes. Króatar minnkuðu muninn rétt fyrir hálfleik þegar Diogo Dalot skoraði í sitt eigið mark. Ekkert mark var skorað í seinni hálfleik.Skotar komu til baka en urðu að sætta sig við 3-2 tap fyrir Póllandi á Hampden Park. Sigurmarkið skoraði Nicola Zalewski úr vítaspyrnu langt inn í uppbótatíma. Pólverjar komst í 2-0 í fyrri hálfleik á móti Skotum i Glasgow. Robert Lewandowski lagði upp fyrsta markið fyrir Sebastian Szymanski á 8. mínútu og Lewandowski skoraði sjálfur á 44. mínútu úr víti. Skotarnir minnkuðu muninn á fyrstu mínútu í síðari hálfleiknum þegar Billy Gilmour skoraði. Skotarnir hætta aldrei og Scott McTominay jafnaði metin á 76. mínútu. Á sjöundu mínútu í uppbótatíma var hins vegar dæmt víti sem Nicola Zalewski tók því Lewandowski var farinn af velli. Evrópumeistarar Spánverja voru mættir til Serbíu en náðu ekki að koma boltanum í markið ekki frekar en heimamenn. Leikurinn endaði því með markalausu jafntefli. Danir unnu 2-0 sigur á níu Svisslendingum á Parken í Kaupmannahöfn í kvöld. Danir voru manni fleiri í fjörutíu mínútur eftir að Nico Elvedi fékk rautt spjald á 50. mínútu. Jonas Wind hélt að hann hefði komið Dönum yfir á 72. mínútu en markið var dæmt af vegna rangstöðu. Markið kom loksins átta mínútum fyrir leikslok og það skoraði Patrick Dorgu mínútu eftir að hafa komið inn á sem varamaður. Svisslendinga enduðu níu á móti ellefu eftir að Granit Xhaka fékk sitt annað gula spjald á 87. mínútu. Danir bættu við öðru marki eftir það sem Pierre-Emile Højbjerg skoraði. Þjóðadeild karla í fótbolta Mest lesið Þessir þurfa að heilla Amorim Enski boltinn „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Fótbolti Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Enski boltinn Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Körfubolti Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Körfubolti Stórt tap á Ítalíu Körfubolti Ísland mátti þola stórt tap Körfubolti Ramsdale mættur til Newcastle Enski boltinn „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Ramsdale mættur til Newcastle Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Arnór og Ísak skoruðu í stórfurðulegum tíu marka leik Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Dönsk þrenna á Akureyri, dramatík í Víkinni og óheppni á Hlíðarenda Newcastle hafnar tilboði Liverpool Niko markahæstur og Gylfi stoðsendingahæstur í Sambandsdeildinni Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Sjá meira
Fjórir leikir fóru annars fram í A-deildinni í kvöld en auk Portúgala þá fögnuðu Pólverjar og Danir einnig sigri. Pólverjar misstu reyndar niður tveggja marka forustu en tókst að tryggja sér sigur í uppbótatíma en Evrópumeistarar Spánverja gerðu aftur á móti markalaust jafntefli. Portúgal vann 2-1 sigur á heimavelli á móti Króatíu. Diogo Dalot kom portúgalska liðinu í 1-0 á 7. mínútu eftir stoðsendingu frá Bruno Fernandes og á 34. mínútu var staðan orðin 2-0 eftir mark frá Ronaldo. Ronaldo skoraði markið sitt, það 131. fyrir landsliðið, eftir stoðsendingu frá Nuno Mendes. Króatar minnkuðu muninn rétt fyrir hálfleik þegar Diogo Dalot skoraði í sitt eigið mark. Ekkert mark var skorað í seinni hálfleik.Skotar komu til baka en urðu að sætta sig við 3-2 tap fyrir Póllandi á Hampden Park. Sigurmarkið skoraði Nicola Zalewski úr vítaspyrnu langt inn í uppbótatíma. Pólverjar komst í 2-0 í fyrri hálfleik á móti Skotum i Glasgow. Robert Lewandowski lagði upp fyrsta markið fyrir Sebastian Szymanski á 8. mínútu og Lewandowski skoraði sjálfur á 44. mínútu úr víti. Skotarnir minnkuðu muninn á fyrstu mínútu í síðari hálfleiknum þegar Billy Gilmour skoraði. Skotarnir hætta aldrei og Scott McTominay jafnaði metin á 76. mínútu. Á sjöundu mínútu í uppbótatíma var hins vegar dæmt víti sem Nicola Zalewski tók því Lewandowski var farinn af velli. Evrópumeistarar Spánverja voru mættir til Serbíu en náðu ekki að koma boltanum í markið ekki frekar en heimamenn. Leikurinn endaði því með markalausu jafntefli. Danir unnu 2-0 sigur á níu Svisslendingum á Parken í Kaupmannahöfn í kvöld. Danir voru manni fleiri í fjörutíu mínútur eftir að Nico Elvedi fékk rautt spjald á 50. mínútu. Jonas Wind hélt að hann hefði komið Dönum yfir á 72. mínútu en markið var dæmt af vegna rangstöðu. Markið kom loksins átta mínútum fyrir leikslok og það skoraði Patrick Dorgu mínútu eftir að hafa komið inn á sem varamaður. Svisslendinga enduðu níu á móti ellefu eftir að Granit Xhaka fékk sitt annað gula spjald á 87. mínútu. Danir bættu við öðru marki eftir það sem Pierre-Emile Højbjerg skoraði.
Þjóðadeild karla í fótbolta Mest lesið Þessir þurfa að heilla Amorim Enski boltinn „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Fótbolti Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Enski boltinn Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Körfubolti Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Körfubolti Stórt tap á Ítalíu Körfubolti Ísland mátti þola stórt tap Körfubolti Ramsdale mættur til Newcastle Enski boltinn „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Ramsdale mættur til Newcastle Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Arnór og Ísak skoruðu í stórfurðulegum tíu marka leik Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Dönsk þrenna á Akureyri, dramatík í Víkinni og óheppni á Hlíðarenda Newcastle hafnar tilboði Liverpool Niko markahæstur og Gylfi stoðsendingahæstur í Sambandsdeildinni Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Sjá meira