Hnífstungumaður talinn sakhæfur og fer fyrir dóm Kjartan Kjartansson skrifar 5. september 2024 21:12 Samkvæmt heimildum fréttastofu átti árásin sér stað á gatnamótum Hofsvallagötu og Hringbrautar. Vísir/Vilhelm Aðalmeðferð í máli karlmanns á fimmtugsaldri sem er ákærður fyrir tilraun til manndráps í Vesturbæ Reykjavíkur í vetur á að hefjast á mánudag. Maðurinn hefur setið í gæsluvarðhaldi frá því í janúar. Hann er talinn sakhæfur. Árásarmaðurinn réðst á karlmann á þrítugsaldri úti á götu og veitti honum lífshættuleg stungusár í síðu og öxl við gatnamót Hringbrautar og Hofsvallagötu aðfararnótt 20. janúar. Saksóknari segir rannsóknargögn bera með sér að árásin hafi verið algjörlega að ástæðulausu og tilviljun ein hafi ráðið því á hvern maðurinn réðst. Maðurinn hefur sætt gæsluvarðhaldi allt frá því hann var handtekinn í ljósi alvarleika brotsins sem hann er ákærður fyrir en við því getur legið allt að lífstíðarfangelsi. Landsréttur staðfesti'á föstudag úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur um framlengingu gæsluvarðhaldsins til 23. september. Í honum var það talið geta valdið almennum samfélagslegum óróa yrði maðurinn látinn laus á þessu stigi. Aðalmeðferð í málinu á að hefjast mánudaginn 9. september. Í gæsluvarðhaldsúrskurðinum kemur fram að matsmenn telji manninn sakhæfan. Lagði til manns sem reyndi að hjálpa Fórnarlamb árásarinnar hefur lýst atvikum þannig að hann og vinkona hans hafi verið á gangi úr miðborginni þegar þau veittu manninum athygli þar sem hann hafi gengið úti á miðri götu. Þeim hafi fundist maðurinn stefna sjálfum sér í hættu. Þegar brotaþoli reyndi að ná sambandi við manninn hafi hann slegið til hans, fyrst í öxl og svo í síðuna. Þá hafi brotaþoli og vinkonan hlaupið burt. Það hafi ekki verið fyrr en þau stoppuðu að þau tóku eftir því að brotaþoli væri með stunguáverka bæði á öxlinni og síðunni. Sá sem varð fyrir árásinni var fluttur á bráðamóttöku. Samkvæmt vottorði læknis voru áverkar hans lífshættulegir. Hann hefði jafnvel getað látist hefði hann ekki notið læknisaðstoðar beint í kjölfarið. Árásarmaðurinn kannaðist óljóst við að hafa hitt einhvern og hafa lent í útistöðum við hann. Hann sagði lögreglu aftur á móti að hann teldi að ráðist hefði verið á hann og honum veitt stungusár á hendi. Hann kannaðist við að hafa hitt parið en sagði það hafa „atast“ í sér. Hann myndi ekki eftir að hafa verið þar sem árásin átti sér stað. Á heimili mannsins fannst engu að síður blóðugur hnífur sem hann kannaðist við að hafa haft á sér um nóttuna. Þá fannst blóð úr árásarmanninum, skófar sem passaði við skóna sem hann var handtekinn í og sími hans á staðnum þar sem vitni lýstu því að árásin hefði farið fram. Á fatnaði brotaþola fannst jafnframt blóð úr árásarmanninum auk hans eigins. Dómsmál Reykjavík Hnífaárás við Hofsvallagötu Mest lesið Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Innlent Fljótagöng sett í forgang Innlent Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Innlent Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Innlent Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Innlent Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Ný könnun sýnir meirihlutann fallinn í borginni Innlent Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Erlent Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Innlent Fleiri fréttir Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Gera ráð fyrir 3,4 milljarða rekstrarafgangi A-hluta Handteknir við að sýsla með þýfi Vilja koma á óhollustuskatti Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Lengsta goshléið frá upphafi hrinunnar „Vona að við sjáum eitthvað á þessum nótum í kosningunum“ Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Ný könnun sýnir meirihlutann fallinn í borginni Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollustuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Sjá meira
Árásarmaðurinn réðst á karlmann á þrítugsaldri úti á götu og veitti honum lífshættuleg stungusár í síðu og öxl við gatnamót Hringbrautar og Hofsvallagötu aðfararnótt 20. janúar. Saksóknari segir rannsóknargögn bera með sér að árásin hafi verið algjörlega að ástæðulausu og tilviljun ein hafi ráðið því á hvern maðurinn réðst. Maðurinn hefur sætt gæsluvarðhaldi allt frá því hann var handtekinn í ljósi alvarleika brotsins sem hann er ákærður fyrir en við því getur legið allt að lífstíðarfangelsi. Landsréttur staðfesti'á föstudag úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur um framlengingu gæsluvarðhaldsins til 23. september. Í honum var það talið geta valdið almennum samfélagslegum óróa yrði maðurinn látinn laus á þessu stigi. Aðalmeðferð í málinu á að hefjast mánudaginn 9. september. Í gæsluvarðhaldsúrskurðinum kemur fram að matsmenn telji manninn sakhæfan. Lagði til manns sem reyndi að hjálpa Fórnarlamb árásarinnar hefur lýst atvikum þannig að hann og vinkona hans hafi verið á gangi úr miðborginni þegar þau veittu manninum athygli þar sem hann hafi gengið úti á miðri götu. Þeim hafi fundist maðurinn stefna sjálfum sér í hættu. Þegar brotaþoli reyndi að ná sambandi við manninn hafi hann slegið til hans, fyrst í öxl og svo í síðuna. Þá hafi brotaþoli og vinkonan hlaupið burt. Það hafi ekki verið fyrr en þau stoppuðu að þau tóku eftir því að brotaþoli væri með stunguáverka bæði á öxlinni og síðunni. Sá sem varð fyrir árásinni var fluttur á bráðamóttöku. Samkvæmt vottorði læknis voru áverkar hans lífshættulegir. Hann hefði jafnvel getað látist hefði hann ekki notið læknisaðstoðar beint í kjölfarið. Árásarmaðurinn kannaðist óljóst við að hafa hitt einhvern og hafa lent í útistöðum við hann. Hann sagði lögreglu aftur á móti að hann teldi að ráðist hefði verið á hann og honum veitt stungusár á hendi. Hann kannaðist við að hafa hitt parið en sagði það hafa „atast“ í sér. Hann myndi ekki eftir að hafa verið þar sem árásin átti sér stað. Á heimili mannsins fannst engu að síður blóðugur hnífur sem hann kannaðist við að hafa haft á sér um nóttuna. Þá fannst blóð úr árásarmanninum, skófar sem passaði við skóna sem hann var handtekinn í og sími hans á staðnum þar sem vitni lýstu því að árásin hefði farið fram. Á fatnaði brotaþola fannst jafnframt blóð úr árásarmanninum auk hans eigins.
Dómsmál Reykjavík Hnífaárás við Hofsvallagötu Mest lesið Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Innlent Fljótagöng sett í forgang Innlent Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Innlent Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Innlent Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Innlent Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Ný könnun sýnir meirihlutann fallinn í borginni Innlent Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Erlent Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Innlent Fleiri fréttir Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Gera ráð fyrir 3,4 milljarða rekstrarafgangi A-hluta Handteknir við að sýsla með þýfi Vilja koma á óhollustuskatti Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Lengsta goshléið frá upphafi hrinunnar „Vona að við sjáum eitthvað á þessum nótum í kosningunum“ Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Ný könnun sýnir meirihlutann fallinn í borginni Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollustuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Sjá meira