„Meiðsli alltaf áhyggjuefni fyrir minni þjóðir“ Sindri Sverrisson skrifar 6. september 2024 14:32 Åge Hareide er spenntur fyrir nýrri leiktíð í Þjóðadeildinni. Getty/Alex Nicodim Åge Hareide, landsliðsþjálfari í fótbolta, segir að mögulega hafi leikjaálag hjá Lille valdið meiðslum Hákonar Arnar Haraldssonar sem ekki verður til taks í Þjóðadeildinni nú í haust. Ísland byrjar nýja leiktíð í Þjóðadeildinni á Laugardalsvelli í kvöld, með leik við Svartfjallaland klukkan 18:45, í opinni dagskrá á Stöð 2 Sport. „Undirbúningurinn hefur verið hefðbundinn og gengið vel. Við reynum að byggja ofan á því sem við gerðum í júní [í leikjunum við England og Holland]. Þjóðadeildin er mikilvæg og getur komið okkur í góða stöðu til að eiga varaleið ef við komumst ekki í gegnum undankeppni HM, líkt og í mars. Við verðum að nýta okkur það,“ sagði Hareide. Viðtalið við hann má sjá hér að neðan. Klippa: Åge Hareide ræddi um leik kvöldsins Hann þarf hins vegar að finna lausnir við því að tvo lykilmenn skuli vanta í íslenska liðið. Hákon er meiddur og Sverrir Ingi Ingason einnig. „Meiðsli eru alltaf áhyggjuefni fyrir minni þjóðir, því við höfum ekki sömu breidd og stóru þjóðirnar. En við erum með góðan hóp, góða leikmenn, og á meðan að við vinnum áfram með það sama og áður þá er þetta ekkert nýtt fyrir þeim. Hópurinn býr að því að leikmenn þekkja hvern annan mjög vel og það er mikill styrkleiki fyrir Ísland,“ sagði Hareide. Leikjaálag hjá Lille kannski ein ástæðan fyrir þessum meiðslum Þó að maður komi í manns stað þá er Hákon eini Íslendingurinn hjá félagsliði í Meistaradeild Evrópu í vetur og meiðsli hans mikil vonbrigði: „Það er leitt fyrir Hákon, íslenska landsliðið og Lille, því hann er mjög góður leikmaður og hefur verið að spila alla leiki fyrir Lille. Það er kannski ein ástæðan fyrir þessum meiðslum. Það er alltaf sorglegt að missa góða leikmenn en við vonum að þeir sem koma í staðinn láti ljós sitt skína. Við komumst vonandi í gegnum þetta og náum góðum úrslitum,“ sagði Hareide en viðtalið við hann má sjá hér að ofan. Landslið karla í fótbolta Þjóðadeild karla í fótbolta Mest lesið Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Atli og Eiður í KR Fótbolti Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Fleiri fréttir Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Sjá meira
Ísland byrjar nýja leiktíð í Þjóðadeildinni á Laugardalsvelli í kvöld, með leik við Svartfjallaland klukkan 18:45, í opinni dagskrá á Stöð 2 Sport. „Undirbúningurinn hefur verið hefðbundinn og gengið vel. Við reynum að byggja ofan á því sem við gerðum í júní [í leikjunum við England og Holland]. Þjóðadeildin er mikilvæg og getur komið okkur í góða stöðu til að eiga varaleið ef við komumst ekki í gegnum undankeppni HM, líkt og í mars. Við verðum að nýta okkur það,“ sagði Hareide. Viðtalið við hann má sjá hér að neðan. Klippa: Åge Hareide ræddi um leik kvöldsins Hann þarf hins vegar að finna lausnir við því að tvo lykilmenn skuli vanta í íslenska liðið. Hákon er meiddur og Sverrir Ingi Ingason einnig. „Meiðsli eru alltaf áhyggjuefni fyrir minni þjóðir, því við höfum ekki sömu breidd og stóru þjóðirnar. En við erum með góðan hóp, góða leikmenn, og á meðan að við vinnum áfram með það sama og áður þá er þetta ekkert nýtt fyrir þeim. Hópurinn býr að því að leikmenn þekkja hvern annan mjög vel og það er mikill styrkleiki fyrir Ísland,“ sagði Hareide. Leikjaálag hjá Lille kannski ein ástæðan fyrir þessum meiðslum Þó að maður komi í manns stað þá er Hákon eini Íslendingurinn hjá félagsliði í Meistaradeild Evrópu í vetur og meiðsli hans mikil vonbrigði: „Það er leitt fyrir Hákon, íslenska landsliðið og Lille, því hann er mjög góður leikmaður og hefur verið að spila alla leiki fyrir Lille. Það er kannski ein ástæðan fyrir þessum meiðslum. Það er alltaf sorglegt að missa góða leikmenn en við vonum að þeir sem koma í staðinn láti ljós sitt skína. Við komumst vonandi í gegnum þetta og náum góðum úrslitum,“ sagði Hareide en viðtalið við hann má sjá hér að ofan.
Landslið karla í fótbolta Þjóðadeild karla í fótbolta Mest lesið Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Atli og Eiður í KR Fótbolti Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Fleiri fréttir Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Sjá meira