Hefur aldrei sungið þjóðsönginn og byrjar ekki á því í dag Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 7. september 2024 15:02 Lee Carsley stýrir A-landsliði Englands í fyrsta sinn síðar í dag. EPA-EFE/YURI KOCHETKOV Hinn írski Lee Carsley, tímabundinn þjálfari enska A-landsliðsins, söng hvorki þjóðsönginn þegar hann spilaði fyrir Írland né þegar hann þjálfaði U-21 árs landslið Englands. Hann mun ekki byrja á því í dag þegar hann mætir þjóð sinni undir stjórn Heimis Hallgrímssonar. Hinn fimmtugi Carsley lék allan sinn feril á Englandi með liðum á borð við Blackburn Rovers, Everton, Birmingham City, Coventry City og Derby County ásamt því að spila 40 A-landsleiki. Eftir að hafa verið í þjálfun félagsliða frá 2012 til 2020 gerðist Carsley þjálfari U-20 ára liðs Englands. Ári síðar tók hann við U-21 árs landsliðinu og náði eftirtektarverðum árangri þar. Því var hann ráðinn tímabundið sem þjálfari A-landsliðs Englands þegar Gareth Southgate steig til hliðar. „Það er eitthvað sem ég átti alltaf erfitt með þegar ég spilaði fyrir England,“ sagði Carsley, sem er fæddur í Birmingham, þegar kom að því að syngja írska þjóðsönginn. „Ég var ávallt með alla mína einbeitingu á leiknum og hvað væri það fyrsta sem ég myndi gera í leiknum. Ég var ávallt mjög einbeittur á komandi leik og hef tekið það með mér inn í þjálfun,“ sagði Carsley um ástæðu þess að hann söng og syngur ekki þegar þjóðsöngurinn er spilaður. „Ég virði báða þjóðsöngva og skil hversu mikið þeir þýða fyrir báðar þjóðir. Ég ber mikla virðingu fyrir því,“ sagði Carsley að endingu í viðtali fyrir leik Írlands og Englands sem fer fram síðar í dag. I don’t care if Lee Carsley sings the National Anthem or not as long as he gets a tune out of the England players. Carsley, checks notes, a former 🇮🇪international, didn’t sing GSTK with #ENG U21s and he certainly got a tune out of them. Great to watch - and European champions.— Henry Winter (@henrywinter) September 6, 2024 Leikur Írlands og Englands í Þjóðadeild UEFA hefst klukkan 16.00 og er sýndur beint á Vodafone Sport. Fótbolti Þjóðadeild karla í fótbolta Mest lesið Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Atli og Eiður í KR Fótbolti Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn Fleiri fréttir Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Sjá meira
Hinn fimmtugi Carsley lék allan sinn feril á Englandi með liðum á borð við Blackburn Rovers, Everton, Birmingham City, Coventry City og Derby County ásamt því að spila 40 A-landsleiki. Eftir að hafa verið í þjálfun félagsliða frá 2012 til 2020 gerðist Carsley þjálfari U-20 ára liðs Englands. Ári síðar tók hann við U-21 árs landsliðinu og náði eftirtektarverðum árangri þar. Því var hann ráðinn tímabundið sem þjálfari A-landsliðs Englands þegar Gareth Southgate steig til hliðar. „Það er eitthvað sem ég átti alltaf erfitt með þegar ég spilaði fyrir England,“ sagði Carsley, sem er fæddur í Birmingham, þegar kom að því að syngja írska þjóðsönginn. „Ég var ávallt með alla mína einbeitingu á leiknum og hvað væri það fyrsta sem ég myndi gera í leiknum. Ég var ávallt mjög einbeittur á komandi leik og hef tekið það með mér inn í þjálfun,“ sagði Carsley um ástæðu þess að hann söng og syngur ekki þegar þjóðsöngurinn er spilaður. „Ég virði báða þjóðsöngva og skil hversu mikið þeir þýða fyrir báðar þjóðir. Ég ber mikla virðingu fyrir því,“ sagði Carsley að endingu í viðtali fyrir leik Írlands og Englands sem fer fram síðar í dag. I don’t care if Lee Carsley sings the National Anthem or not as long as he gets a tune out of the England players. Carsley, checks notes, a former 🇮🇪international, didn’t sing GSTK with #ENG U21s and he certainly got a tune out of them. Great to watch - and European champions.— Henry Winter (@henrywinter) September 6, 2024 Leikur Írlands og Englands í Þjóðadeild UEFA hefst klukkan 16.00 og er sýndur beint á Vodafone Sport.
Fótbolti Þjóðadeild karla í fótbolta Mest lesið Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Atli og Eiður í KR Fótbolti Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn Fleiri fréttir Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Sjá meira