Tvöfalda viðbúnað á Ljósanótt í kvöld Kristín Ólafsdóttir skrifar 7. september 2024 12:37 Bjarney Annelsdóttir, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Suðurnesjum. Vísir/Egill Tilkynnt var um þrjár líkamsárásir á Ljósanótt tónlistar- og bæjarhátíð í Reykjanesbæ í gærkvöldi. Búist er við talsvert fleiri gestum á hátíðinni í kvöld og viðbúnaður lögreglu verður meira en tvöfaldaður miðað við það sem var í gær. Líkamsárásirnar sem tilkynntar voru eru allar minniháttar. Bjarney Annelsdóttir yfirlögregluþjónn á Suðurnesjum segir að í einu tilvikinu hafi ungur drengur tilkynnt um að annar hafi lamið sig. Gerandi sé óþekktur. Tilkynnt hafi verið um hinar árásirnar við skemmtistaðinn Rána í Reykjanesbæ. Í annarri hafi þolandi verið með skurð á höfði en gerandi óþekktur. Í þeirri þriðju var kona með áverka á andliti og lögregla telur sig vita hver hafi verið að verki. Enginn hefur verið handtekinn vegna tilkynninganna. „Við erum nokkuð sátt með síðustu nótt en það var talsverð ölvun, og miðað við veðrið í gær kom það okkur á óvart. En aðalkvöldið er í kvöld og við hvetjum fólk til að ganga hægt um gleðinnar dyr,“ segir Bjarney. Verðið þið með sama viðbúnað í kvöld en í gær, eða ætliði að auka við hann? „Það er meira en tvöfalt frá því í gær.“ Þannig að þið eruð við öllu búin? „Við erum við öllu búin,“ segir Bjarney. Með ólöglega gasskammbyssu Þá virðist allt hafa farið vel fram á Októberfest á háskólasvæðinu í Vatnsmýrinni í gærkvöldi. Hvorki var tilkynnt um ofbeldisbrot né kvartað undan hávaða, að sögn lögreglu. Þá var ökumaður sem stöðvaður var við hefðbundið umferðareftirlit í miðborginni handtekinn eftir að lögreglumenn komu auga á skaft af skotvopni í bílnum. Vopnið reyndist svokölluð gassskammbyssa, airsoft-byssa þar sem kúlum er skotið með gashylki. Slíkar byssur eru ólöglegar hér á landi. Einnig fannst stór hnífur og meint fíkniefni í bílnum, auk þess sem ökumaðurinn reyndist ölvaður. Hann var því handtekinn og vistaður í fangageymslu. Reykjanesbær Lögreglumál Ljósanótt Tengdar fréttir Sáu skefti sem reyndist vera af gasskammbyssu Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu var í gærkvöld eða nótt tilkynnt um einstakling sem hafði valdið eignaspjöllum á hóteli í miðbæ Reykjavíkur. Í dagbók lögreglu segir að þegar laganna verðir hafi komið á vettvang hafi hópur verið í kringum einstaklinginn, og þá hafi verið nokkur æsingur. 7. september 2024 07:33 Þrjár líkamsárásir á Ljósanótt Lögreglu var tilkynnt var um þrjár líkamsárásir á Ljósanótt í gærkvöldi. Þá var einn tekinn fyrir ölvunarakstur og þá hafði lögregla afskipti af tveimur ungmennum sem voru ölvuð og undir aldri. 7. september 2024 10:13 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Fleiri fréttir Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Sjá meira
Líkamsárásirnar sem tilkynntar voru eru allar minniháttar. Bjarney Annelsdóttir yfirlögregluþjónn á Suðurnesjum segir að í einu tilvikinu hafi ungur drengur tilkynnt um að annar hafi lamið sig. Gerandi sé óþekktur. Tilkynnt hafi verið um hinar árásirnar við skemmtistaðinn Rána í Reykjanesbæ. Í annarri hafi þolandi verið með skurð á höfði en gerandi óþekktur. Í þeirri þriðju var kona með áverka á andliti og lögregla telur sig vita hver hafi verið að verki. Enginn hefur verið handtekinn vegna tilkynninganna. „Við erum nokkuð sátt með síðustu nótt en það var talsverð ölvun, og miðað við veðrið í gær kom það okkur á óvart. En aðalkvöldið er í kvöld og við hvetjum fólk til að ganga hægt um gleðinnar dyr,“ segir Bjarney. Verðið þið með sama viðbúnað í kvöld en í gær, eða ætliði að auka við hann? „Það er meira en tvöfalt frá því í gær.“ Þannig að þið eruð við öllu búin? „Við erum við öllu búin,“ segir Bjarney. Með ólöglega gasskammbyssu Þá virðist allt hafa farið vel fram á Októberfest á háskólasvæðinu í Vatnsmýrinni í gærkvöldi. Hvorki var tilkynnt um ofbeldisbrot né kvartað undan hávaða, að sögn lögreglu. Þá var ökumaður sem stöðvaður var við hefðbundið umferðareftirlit í miðborginni handtekinn eftir að lögreglumenn komu auga á skaft af skotvopni í bílnum. Vopnið reyndist svokölluð gassskammbyssa, airsoft-byssa þar sem kúlum er skotið með gashylki. Slíkar byssur eru ólöglegar hér á landi. Einnig fannst stór hnífur og meint fíkniefni í bílnum, auk þess sem ökumaðurinn reyndist ölvaður. Hann var því handtekinn og vistaður í fangageymslu.
Reykjanesbær Lögreglumál Ljósanótt Tengdar fréttir Sáu skefti sem reyndist vera af gasskammbyssu Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu var í gærkvöld eða nótt tilkynnt um einstakling sem hafði valdið eignaspjöllum á hóteli í miðbæ Reykjavíkur. Í dagbók lögreglu segir að þegar laganna verðir hafi komið á vettvang hafi hópur verið í kringum einstaklinginn, og þá hafi verið nokkur æsingur. 7. september 2024 07:33 Þrjár líkamsárásir á Ljósanótt Lögreglu var tilkynnt var um þrjár líkamsárásir á Ljósanótt í gærkvöldi. Þá var einn tekinn fyrir ölvunarakstur og þá hafði lögregla afskipti af tveimur ungmennum sem voru ölvuð og undir aldri. 7. september 2024 10:13 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Fleiri fréttir Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Sjá meira
Sáu skefti sem reyndist vera af gasskammbyssu Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu var í gærkvöld eða nótt tilkynnt um einstakling sem hafði valdið eignaspjöllum á hóteli í miðbæ Reykjavíkur. Í dagbók lögreglu segir að þegar laganna verðir hafi komið á vettvang hafi hópur verið í kringum einstaklinginn, og þá hafi verið nokkur æsingur. 7. september 2024 07:33
Þrjár líkamsárásir á Ljósanótt Lögreglu var tilkynnt var um þrjár líkamsárásir á Ljósanótt í gærkvöldi. Þá var einn tekinn fyrir ölvunarakstur og þá hafði lögregla afskipti af tveimur ungmennum sem voru ölvuð og undir aldri. 7. september 2024 10:13