Forvarnir í 20 ár fyrir unga ökumenn í Reykjanesbæ Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 14. september 2024 20:05 Kolbrún og Kristján Geir voru mjög ánægð með hvað forvarnardagurinn heppnaðist vel en fjölmargir samstarfsaðilar Fjölbrautaskóla Suðurnesja tóku þátt í deginum með skólanum. Magnús Hlynur Hreiðarsson Það gekk mikið á hjá nemendum Fjölbrautaskóla Suðurnesja í Reykjanesbær þegar þeir fengu að verða vitni að sviðsettu bílslysi. Einn lést í slysinu og nokkrir slösuðust. Um var að ræða forvarnardag, sem var nú haldin í tuttugasta sinn í skólanum. Forvarnardagur ungra ökumanna á vegum skólans fór fram í vikunni en um 200 nemendur tóku þátt í deginum, langflestir nýnemar fæddir 2008, sem er í lýðheilsuáfanga í skólanum en alls eru um þrettán hundruð nemendur í Fjölbrautaskóla Suðurnesja. Umferðarslys var sviðsett fyrir nemendur. „Það eru þrír nemendur, sem leika og taka þátt í því. Það er sem sagt ölvaður ökumaður og farþegi sem deyr og svo er náttúrulega bílstjóri í hinum bílnum og þetta er allt sviðsett. Og þegar við byrjuðum þetta verkefni þá var það þannig að þá kom líkbíll og sótti þann sem dó,”segir Kolbrún Marelsdóttir, kennari við Fjölbrautaskóla Suðurnesja. Starfsmenn Brunavarna Suðurnesja sáu um að klippuvinnuna til að ná farþegunum og hinum látna út úr bílnum.Magnús Hlynur Hreiðarsson En hverju á forvarnardagurinn að skila? „Þetta skilar okkur betri ökumönnum út í samfélagið og hefur gert það hingað til. Þetta verkefni okkar er myndi ég segja algjörlega til fyrirmyndar og ég veit að krakkarnir, sem hafa verið að koma af Suðurnesjum hafa verið betur undirbúin heldur en, þegar þau koma í ökuskólann og væntanlega betri ökumenn, ég er eiginlega alveg viss um það,” segir Kolbrún hlæjandi. Og Lögreglan er ánægð með forvarnardaginn og að hann hafi nú verið haldin tuttugasta árið í röð. Við hljótum að vera að gera að gera eitthvað rétt, við erum allavega að reyna að hafa áhrif,” segir Kristján Freyr Geirsson,lögreglumaður á Suðurnesjum. En hvað segja nemendur, voru þeir ánægðir með daginn? „Já ég held að fólk læri alveg eitthvað á þessu”, segir Svandís Huld Bjarnadóttir og Ágúst Dagur Garðarsson bætir við. „Já, þetta hjálpar rosalega mörgum.” Svandís Huld og Ágúst Dagur, nemendur við skólann voru mjög ánægð.Magnús Hlynur Hreiðarsson Boðið var upp á köku í tilefni af 20 ára afmælisins.Magnús Hlynur Hreiðarsson Reykjanesbær Framhaldsskólar Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Forvarnardagur ungra ökumanna á vegum skólans fór fram í vikunni en um 200 nemendur tóku þátt í deginum, langflestir nýnemar fæddir 2008, sem er í lýðheilsuáfanga í skólanum en alls eru um þrettán hundruð nemendur í Fjölbrautaskóla Suðurnesja. Umferðarslys var sviðsett fyrir nemendur. „Það eru þrír nemendur, sem leika og taka þátt í því. Það er sem sagt ölvaður ökumaður og farþegi sem deyr og svo er náttúrulega bílstjóri í hinum bílnum og þetta er allt sviðsett. Og þegar við byrjuðum þetta verkefni þá var það þannig að þá kom líkbíll og sótti þann sem dó,”segir Kolbrún Marelsdóttir, kennari við Fjölbrautaskóla Suðurnesja. Starfsmenn Brunavarna Suðurnesja sáu um að klippuvinnuna til að ná farþegunum og hinum látna út úr bílnum.Magnús Hlynur Hreiðarsson En hverju á forvarnardagurinn að skila? „Þetta skilar okkur betri ökumönnum út í samfélagið og hefur gert það hingað til. Þetta verkefni okkar er myndi ég segja algjörlega til fyrirmyndar og ég veit að krakkarnir, sem hafa verið að koma af Suðurnesjum hafa verið betur undirbúin heldur en, þegar þau koma í ökuskólann og væntanlega betri ökumenn, ég er eiginlega alveg viss um það,” segir Kolbrún hlæjandi. Og Lögreglan er ánægð með forvarnardaginn og að hann hafi nú verið haldin tuttugasta árið í röð. Við hljótum að vera að gera að gera eitthvað rétt, við erum allavega að reyna að hafa áhrif,” segir Kristján Freyr Geirsson,lögreglumaður á Suðurnesjum. En hvað segja nemendur, voru þeir ánægðir með daginn? „Já ég held að fólk læri alveg eitthvað á þessu”, segir Svandís Huld Bjarnadóttir og Ágúst Dagur Garðarsson bætir við. „Já, þetta hjálpar rosalega mörgum.” Svandís Huld og Ágúst Dagur, nemendur við skólann voru mjög ánægð.Magnús Hlynur Hreiðarsson Boðið var upp á köku í tilefni af 20 ára afmælisins.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Reykjanesbær Framhaldsskólar Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira