Mega nú setja svalir á hús í Norðurmýri og Rauðarárholti Lovísa Arnardóttir skrifar 12. september 2024 09:56 Leyfa á lausagöngu hunda á litlum hluta Klambratúns samkvæmt nýju hverfisskipulagi. Vísir/Vilhelm Hluti Hlíða er nú með hverfisvernd. Heimildir til breytinga og viðbygginga á núverandi húsum hafa nú verið samræmdar og á að vera skýrara fyrir íbúa að sjá hvaða breytingar á húsnæði þeirra eru heimilar. Auk þess er auðveldara að sækja um leyfi.Þá á að leyfa lausagöngu hunda á hluta Klambratúns. Nýtt hverfisskipulag Hlíða-, Háteigs- og Öskjuhlíðarhverfis tók gildi síðasta föstudag, 6. september 2024. Hverfisskipulagið markar stefnu fyrir hverfið til framtíðar. Frá þessu er greint í tilkynningu á vef Reykjavíkurborgar. Eftir þessar breytingar hefur hluti byggðarinnar í Norðurmýri og Rauðarárholti og fjölbýlishúsaröð við Stigahlíð fengið hverfisvernd í gulum flokki. Þá er núna heimilt að setja svalir á hús í Norðurmýri og Rauðarárholti sem ekki hafa svalir í dag. Þó er tekið fram í tilkynningu að fylgja þurfi samþykktum teikningum sem megi finna í leiðbeiningum hverfisskipulagsins. Þá er einnig víða heimilt núna að hækka lágreist þök og útbúa kvisti. Hverfisskipulag gefur einnig heimildir fyrir ýmiss konar smáhýsum og skýlum á lóð sem á að auðvelda íbúum að aðlaga húsnæði sitt að nútímaþörfum. Þá er einnig gert ráð fyrir því í hverfisskipulaginu að útbúið verði lausagöngusvæði fyrir hunda á hluta þess svæðis á Klambratúni sem nú er umhverfis verkbækistöðina sem senn víkur. Þá eru einnig í skipulaginu skilgreindar sérstakar borgargötur í hverfunum sem njóta munu forgangs við endurhönnun og fegrun. Lögð er áhersla á fjölbreytta ferðamáta og góð almenningsrými í tengslum við borgargöturnar. Í tilkynningu frá Reykjavíkurborg um málið segir að skipulagstillagan hafi verið í auglýsingu í þrjá mánuði, eða tólf vikur í kringum áramótin. Á kynningartíma bárust um 60 athugasemdir og voru í kjölfarið gerðar breytingar á skipulagstillögunni er varða umhverfisvernd en fram kom í athugasemdum að þær hafi verið íþyngjandi. Þar segir einnig að hverfisskipulag sé skipulagsáætlun fyrir gróin hverfi og komi í stað eldri deiliskipulagsáætlana sem felldar hafa verið úr gildi með samþykkt hverfisskipulagsins. Skipulagið er samkvæmt tilkynningu afrakstur umfangsmikils samráðs við fagaðila, íbúa, stofnanir og aðra sem koma við sögu. Áður hefur hverfisskipulag fyrir Árbæ og Breiðholt verið samþykkt og stefnt er að því að ljúka við gerð hverfisskipulags fyrir öll hverfi borgarinnar árið 2027. Á sérstakri síðu hverfisskipulags fyrir Hlíðar (reykjavik.is/hverfisskipulag/hlidar) má finna nánari umfjöllun um helstu áhersluatriði skipulagsins og nálgast öll skipulagsgögn. Skipulag Reykjavík Byggingariðnaður Mest lesið Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Innlent Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Innlent Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag Innlent Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Fleiri fréttir Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Sjá meira
Nýtt hverfisskipulag Hlíða-, Háteigs- og Öskjuhlíðarhverfis tók gildi síðasta föstudag, 6. september 2024. Hverfisskipulagið markar stefnu fyrir hverfið til framtíðar. Frá þessu er greint í tilkynningu á vef Reykjavíkurborgar. Eftir þessar breytingar hefur hluti byggðarinnar í Norðurmýri og Rauðarárholti og fjölbýlishúsaröð við Stigahlíð fengið hverfisvernd í gulum flokki. Þá er núna heimilt að setja svalir á hús í Norðurmýri og Rauðarárholti sem ekki hafa svalir í dag. Þó er tekið fram í tilkynningu að fylgja þurfi samþykktum teikningum sem megi finna í leiðbeiningum hverfisskipulagsins. Þá er einnig víða heimilt núna að hækka lágreist þök og útbúa kvisti. Hverfisskipulag gefur einnig heimildir fyrir ýmiss konar smáhýsum og skýlum á lóð sem á að auðvelda íbúum að aðlaga húsnæði sitt að nútímaþörfum. Þá er einnig gert ráð fyrir því í hverfisskipulaginu að útbúið verði lausagöngusvæði fyrir hunda á hluta þess svæðis á Klambratúni sem nú er umhverfis verkbækistöðina sem senn víkur. Þá eru einnig í skipulaginu skilgreindar sérstakar borgargötur í hverfunum sem njóta munu forgangs við endurhönnun og fegrun. Lögð er áhersla á fjölbreytta ferðamáta og góð almenningsrými í tengslum við borgargöturnar. Í tilkynningu frá Reykjavíkurborg um málið segir að skipulagstillagan hafi verið í auglýsingu í þrjá mánuði, eða tólf vikur í kringum áramótin. Á kynningartíma bárust um 60 athugasemdir og voru í kjölfarið gerðar breytingar á skipulagstillögunni er varða umhverfisvernd en fram kom í athugasemdum að þær hafi verið íþyngjandi. Þar segir einnig að hverfisskipulag sé skipulagsáætlun fyrir gróin hverfi og komi í stað eldri deiliskipulagsáætlana sem felldar hafa verið úr gildi með samþykkt hverfisskipulagsins. Skipulagið er samkvæmt tilkynningu afrakstur umfangsmikils samráðs við fagaðila, íbúa, stofnanir og aðra sem koma við sögu. Áður hefur hverfisskipulag fyrir Árbæ og Breiðholt verið samþykkt og stefnt er að því að ljúka við gerð hverfisskipulags fyrir öll hverfi borgarinnar árið 2027. Á sérstakri síðu hverfisskipulags fyrir Hlíðar (reykjavik.is/hverfisskipulag/hlidar) má finna nánari umfjöllun um helstu áhersluatriði skipulagsins og nálgast öll skipulagsgögn.
Skipulag Reykjavík Byggingariðnaður Mest lesið Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Innlent Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Innlent Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag Innlent Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Fleiri fréttir Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Sjá meira