Fleiri fresta læknisferðum vegna langra biðlista Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 12. september 2024 12:02 Biðlistar lengjast og fólk frestar læknisferðum. Vísir/Vilhelm Fólki sem frestar læknisferðum vegna langra biðlista hefur fjölgað á síðustu mánuðum og sum heimili bera óhóflegan kostnað af heilbrigðisþjónustu. Þetta eru niðurstöður rannsóknar, sem kynntar eru að hluta á málþingi ASÍ um félagslegt heilbrigðiskerfi í dag. ASÍ, BSRB og ÖBÍ standa að málþingi um jafnrétti í heilbrigðisþjónustu. Málþingið hefst klukkan tvö og er í tilefni útgáfu bókarinnar Jafnrétti í heilbrigðisþjónustu, sem er þýðing á riti Göran Dahlgren um málaflokkinn og hvernig reynslan hefur verið í Svíþjóð undanfarna áratugi. Rúnar Vilhjálmsson, prófessor í félagsfræði á heilbrigðisvísindasviði Háskóla Íslands, hefur verið að rannsaka þróun þessara mála hér á landi. Hann segir að undanfarin ár hafi tekist að lækka hlutfallslega kostnað sjúklinga en hann skiptist misjafnlega milli einstakra hópa. „Sum heimili hafa óhóflega kostnaðarbirgði af heilbrigðisþjónustunni og okkur hefur ekki tekist að jafna þessa stöðu nógu vel milli heimila,“ segir Rúnar. „Mesta kostnaðarbirgði bera heimili ungs fólks, einhleypra og einstæðra foreldra og fólks með minni menntun en þó sérstaklega fólks með lægri tekjur, langveikra og öryrkja.“ Aukin frestun og lengri biðlistar Þá hafi okkur miðað af leið þegar kemur að aðgengi að heilbrigðisþjónustu. „Við sjáum til dæmis að því hefur heldur fjölgað fólki sem frestar að leita til læknis undanfarna mánuði. Meginástæðan, sérstaklega á Reykjavíkursvæðinu er löng bið eftir að fá tíma.“ Á sama tíma hafi rekstrarformi heilsugæslustöðvanna á höfuðborgarsvæðinu verið breytt, til dæmis hafi einkareknum stofum fjölgað. „Ein hugmyndin var sú að þetta myndi bæta nýliðun og auka aðgengi að þjónustunni en við sjáum ekki dæmi um að það hafi tekist. Það er heldur aukning í frestun og lengingu biðlista,“ segir Rúnar. „Niðurstaðana er raunverulega sú að hið opinbera þarf að koma með virkari hætti og skipulegar að bæði fjármögnun og rekstri heilbrigðisþjónustunnar til að tryggja okkar meginmarkmið í félagslegu heilbrigðiskerfi, sem er sem jafnast aðgengi allra að þeirri þjónustu sem þörf er á.“ Heilbrigðismál Heilsugæsla Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Innlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Mæðgur látnar eftir árásina í München Erlent Ólíklegt að Katrín verði borgarstjóri Innlent Evrópa, meirihlutaviðræður og innviðaskuld á Sprengisandi Innlent Sögðu upp í hrönnum í stað þess að fylgja skipun ráðuneytis Erlent Fleiri fréttir Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Evrópa, meirihlutaviðræður og innviðaskuld á Sprengisandi Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst „Ríkisstjórn Íslands stendur með sjálfstæðri Palestínu“ Vegaskemmdir skaði fyrirtæki og bankasamruni Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Vill kanna hvort dýraníð verði tilkynnt til Neyðarlínunnar Ólíklegt að Katrín verði borgarstjóri Skotveiðifélag Íslands lýsir yfir áhyggjum af hreindýrastofninum Ekki byrjað að ræða borgastjórastólinn Verkföll liðki ekki fyrir samningsvilja sveitarfélaga „Það er verra að vera sakaður um að beita ofbeldi en að verða fyrir því sjálfur“ Farþegi stúts brást reiður við afskiptum lögreglu Færri en markvissari aðgerðir svo Ísland nái loftslagsskuldbindingum Sér samninginn endurtekið í hyllingum Orðið samstaða sé á allra vörum Maður í haldi vegna skotvopnsins „Það er miður að einhverjir hafi enn þá verið fyrir utan“ Tíðindi úr heimi bankanna, verkföll og hitafundur í Valhöll Átta mánaða kettlingur greinist með fuglaflensu Blöskraði fundarstjórn dyggra stuðningsmanna Guðrúnar Ótímabundin verkföll í öllum leikskólum Kópavogs „Kemur ekki til greina að niðurgreiða hreindýraveiðar“ Þurfi ekki að spyrja að leikslokum ef gámurinn fellur Dómarinn kveður Facebook með tárum Hefur áhyggjur af börnum í strætó Börnin líði fyrir „á meðan stjórnvöld fljóta sofandi að feigðarósi“ Bændasamtökin fordæma illa meðferð á hrossum Bregst við gagnrýni Brakkasamtakanna á gjaldtöku Sjá meira
ASÍ, BSRB og ÖBÍ standa að málþingi um jafnrétti í heilbrigðisþjónustu. Málþingið hefst klukkan tvö og er í tilefni útgáfu bókarinnar Jafnrétti í heilbrigðisþjónustu, sem er þýðing á riti Göran Dahlgren um málaflokkinn og hvernig reynslan hefur verið í Svíþjóð undanfarna áratugi. Rúnar Vilhjálmsson, prófessor í félagsfræði á heilbrigðisvísindasviði Háskóla Íslands, hefur verið að rannsaka þróun þessara mála hér á landi. Hann segir að undanfarin ár hafi tekist að lækka hlutfallslega kostnað sjúklinga en hann skiptist misjafnlega milli einstakra hópa. „Sum heimili hafa óhóflega kostnaðarbirgði af heilbrigðisþjónustunni og okkur hefur ekki tekist að jafna þessa stöðu nógu vel milli heimila,“ segir Rúnar. „Mesta kostnaðarbirgði bera heimili ungs fólks, einhleypra og einstæðra foreldra og fólks með minni menntun en þó sérstaklega fólks með lægri tekjur, langveikra og öryrkja.“ Aukin frestun og lengri biðlistar Þá hafi okkur miðað af leið þegar kemur að aðgengi að heilbrigðisþjónustu. „Við sjáum til dæmis að því hefur heldur fjölgað fólki sem frestar að leita til læknis undanfarna mánuði. Meginástæðan, sérstaklega á Reykjavíkursvæðinu er löng bið eftir að fá tíma.“ Á sama tíma hafi rekstrarformi heilsugæslustöðvanna á höfuðborgarsvæðinu verið breytt, til dæmis hafi einkareknum stofum fjölgað. „Ein hugmyndin var sú að þetta myndi bæta nýliðun og auka aðgengi að þjónustunni en við sjáum ekki dæmi um að það hafi tekist. Það er heldur aukning í frestun og lengingu biðlista,“ segir Rúnar. „Niðurstaðana er raunverulega sú að hið opinbera þarf að koma með virkari hætti og skipulegar að bæði fjármögnun og rekstri heilbrigðisþjónustunnar til að tryggja okkar meginmarkmið í félagslegu heilbrigðiskerfi, sem er sem jafnast aðgengi allra að þeirri þjónustu sem þörf er á.“
Heilbrigðismál Heilsugæsla Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Innlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Mæðgur látnar eftir árásina í München Erlent Ólíklegt að Katrín verði borgarstjóri Innlent Evrópa, meirihlutaviðræður og innviðaskuld á Sprengisandi Innlent Sögðu upp í hrönnum í stað þess að fylgja skipun ráðuneytis Erlent Fleiri fréttir Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Evrópa, meirihlutaviðræður og innviðaskuld á Sprengisandi Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst „Ríkisstjórn Íslands stendur með sjálfstæðri Palestínu“ Vegaskemmdir skaði fyrirtæki og bankasamruni Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Vill kanna hvort dýraníð verði tilkynnt til Neyðarlínunnar Ólíklegt að Katrín verði borgarstjóri Skotveiðifélag Íslands lýsir yfir áhyggjum af hreindýrastofninum Ekki byrjað að ræða borgastjórastólinn Verkföll liðki ekki fyrir samningsvilja sveitarfélaga „Það er verra að vera sakaður um að beita ofbeldi en að verða fyrir því sjálfur“ Farþegi stúts brást reiður við afskiptum lögreglu Færri en markvissari aðgerðir svo Ísland nái loftslagsskuldbindingum Sér samninginn endurtekið í hyllingum Orðið samstaða sé á allra vörum Maður í haldi vegna skotvopnsins „Það er miður að einhverjir hafi enn þá verið fyrir utan“ Tíðindi úr heimi bankanna, verkföll og hitafundur í Valhöll Átta mánaða kettlingur greinist með fuglaflensu Blöskraði fundarstjórn dyggra stuðningsmanna Guðrúnar Ótímabundin verkföll í öllum leikskólum Kópavogs „Kemur ekki til greina að niðurgreiða hreindýraveiðar“ Þurfi ekki að spyrja að leikslokum ef gámurinn fellur Dómarinn kveður Facebook með tárum Hefur áhyggjur af börnum í strætó Börnin líði fyrir „á meðan stjórnvöld fljóta sofandi að feigðarósi“ Bændasamtökin fordæma illa meðferð á hrossum Bregst við gagnrýni Brakkasamtakanna á gjaldtöku Sjá meira