Svindlið verður að útvarpsleikriti með Sölva Tryggva Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 12. september 2024 20:02 Tvíhöfði snýr aftur í útvarpið á morgun og hefur aldrei verið betri. Vísir Tvíhöfði snýr aftur í útvarpið á X-977 á morgun. Jón Gnarr segir þá Sigurjón Kjartansson aldrei hafa verið spenntari fyrir því að snúa aftur til leiks en í bígerð er meðal annars útvarpsleikrit með Sölva Tryggvasyni sem byggt er á Facebook auglýsingu óprúttinna svikahrappa. „Við erum báðir með fráhvarfseinkenni yfir því að hafa ekki verið saman í útvarpi svona lengi,“ segir Jón Gnarr í samtali við Vísi. Vart þarf að kynna Tvíhöfða sem um árabil hefur verið einn vinsælasti skemmtiþáttur þjóðarinnar og er nú í hlaðvarpsformi á veitum Tal þar sem nálgast má áskriftarþætti, sem og í útvarpi í beinni útsendingu á X-977 á föstudögum í hverri viku frá 14:00 til 16:00. Líkt og alþjóð veit var Jón í forsetaframboði í sumar og á sama tíma að leika í sjónvarpsþáttum. Jón segist hafa tekið sér gott sumarfrí, náð að hlaða batteríin þar sem hann hafi gert fátt annað en að fara út að labba með hundinn sinn í „alvöru“ íslenskri sumarblíðu. Jón segir að þrátt fyrir að þeir félagar hafi verið saman í útvarpi í þó nokkur ár séu þeir alls ekki uppiskroppa með umræðuefni. Skiptast í tvær fylkingar fyrir kosningar „Við getum bara talað um hvað sem er! Tengslin á milli heimilislækna og heimilisbrauðs til dæmis. Af hverju er til heimilislæknir og líka heimilisbrauð?“ spyr Jón og skellir upp á sinn landsþekkta hátt. Hann bætir því við að síðan séu bandarískar forsetakosningar á næsta leyti. „Þar erum við svolítið að skiptast í tvær fylkingar. Sigurjón er svona Kamala maður en ég er meiri Trump maður! Við skulum ekki afskrifa Donald Trump bara þó hann sé gamall. Sigurjón er duglegur við að rífa hann niður og ég reyni að bera í bætifláka fyrir hann,“ segir Jón enn hlæjandi. „Vissi ekki að það væri kveikt á míkrafóninum“ Hann bætir því við að í bígerð fyrir seríu haustsins sé jafnframt útvarpsleikrit. Það byggi á Facebook auglýsingu á lélegri íslensku sem búin var til af óprúttnum aðilum þar sem látið var líta út fyrir að Jón hefði hlaupið á sig í einhverskonar viðtali við Sölva Tryggvason. Jón Gnarr var ekki sá eini sem lenti í þessu en fjöldi íslenskra fyrirmenna líkt og Ari Eldjárn, Bjarni Ben og Þóra Arnórsdóttir lentu í hinu sama. „Hann vissi ekki að það væri kveikt á míkrafóninum!“ stóð þarna stórum stöfum. Þetta gerðist auðvitað aldrei og ég fékk fjölda fyrirspurna frá fólki, hvort þetta væri plat eða í alvörunni? Og hvort ég vissi að það væri verið að svíkja fólk í mínu nafni!?“ Þeir félagar hafa meira að segja fengið Sölva Tryggvason með sér í lið í leikritið. „Þar sem ég var í viðtali hjá Sölva og hafði grætt rosa mikinn pening en mátti það ekki og Seðlabanki Íslands hringdi í útsendinguna! Gervigreindin er öflug þarna og býr þetta til.“ Þá segir Jón að fastir liðir verði á sínum stað sem aðdáendur þáttanna þekkja og nefnir Smásálina sem dæmi. Auk þess verði fullt af nýjum liðum. „Það mun hringja í okkur maður sem var svo virkur hér áður fyrr í Satanisma sem hefur miklar áhyggjur af því að það sé eins og enginn sé að tala um Satan lengur?! Það eru engar Satanískar messur í boði og bara allt búið. Er fólk bara búið að missa trú á Satan?“ X977 Mest lesið Dóttir Annýjar og Heiðars nefnd í dag Lífið „Þetta er meiri háttar draumur að rætast” Lífið „Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Áskorun Hundur í hjólastól í Sandgerði Lífið „Hvað er Gísli Marteinn gamall?“ Lífið Stuð og stemning á opnun Einars Fals í Þjóðminjasafninu Lífið „Það getur enginn sært þig án þíns samþykkis“ Lífið „Ég var kominn á þann stað að ég þorði ekki að vera með barnið mitt“ Lífið Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Menning Slasaðist við tökur í Bretlandi Lífið Fleiri fréttir „Þetta er meiri háttar draumur að rætast” Dóttir Annýjar og Heiðars nefnd í dag Hundur í hjólastól í Sandgerði Stuð og stemning á opnun Einars Fals í Þjóðminjasafninu Slasaðist við tökur í Bretlandi „Ég var kominn á þann stað að ég þorði ekki að vera með barnið mitt“ „Það getur enginn sært þig án þíns samþykkis“ „Munnvatnskirtlarnir hættu að starfa, ég var svo hræddur“ Krakkatían: VÆB, páskaegg og vorið Svíar senda gríngrúppu í stað Måns í Eurovision Byrjaði að baka fjögurra ára og vann fyrstu kokkakeppnina í dag Fullt hús og mikið fjör á frumsýningu Þetta er Laddi „Hvað er Gísli Marteinn gamall?“ Hélt í sér að ræða indverska drauminn í meira en ár Fréttatía vikunnar: Öskudagur, þingfundarhlé og píla Öðruvísi pítsur sem kitla bragðlaukana Gleði þegar Unnur og Una frumsýndu loksins Storm Aníta og Hafþór tóku gamla íbúð í Vesturbænum í gegn Hæðst að þrútnum og afskræmdum varaforsetanum Lýsir hjartáfallinu: „Hringdu á sjúkrabíl, bara strax“ Sögð vera æf vegna myndanna af Ben Affleck Í beinni með Tom Holland í nokkrar góðar sekúndur Svona losnar þú við baugana Pamela Bach-Hasselhof látin Svona er umhorfs hjá Höllu á Bessastöðum Fimm heillandi heimili í höfuðborginni Háleit markmið Katrínar: Sparar í mat og greiðir 10 milljónir inn á húsnæðislánið „Fyrir mér snýst þetta ekki bara um að sækjast eftir kórónu“ Sex ára þegar hann var fyrst frelsissviptur Eldheitt hjá Þorvaldi Þórðar, Magneu og Jónsa í Hörpu Sjá meira
„Við erum báðir með fráhvarfseinkenni yfir því að hafa ekki verið saman í útvarpi svona lengi,“ segir Jón Gnarr í samtali við Vísi. Vart þarf að kynna Tvíhöfða sem um árabil hefur verið einn vinsælasti skemmtiþáttur þjóðarinnar og er nú í hlaðvarpsformi á veitum Tal þar sem nálgast má áskriftarþætti, sem og í útvarpi í beinni útsendingu á X-977 á föstudögum í hverri viku frá 14:00 til 16:00. Líkt og alþjóð veit var Jón í forsetaframboði í sumar og á sama tíma að leika í sjónvarpsþáttum. Jón segist hafa tekið sér gott sumarfrí, náð að hlaða batteríin þar sem hann hafi gert fátt annað en að fara út að labba með hundinn sinn í „alvöru“ íslenskri sumarblíðu. Jón segir að þrátt fyrir að þeir félagar hafi verið saman í útvarpi í þó nokkur ár séu þeir alls ekki uppiskroppa með umræðuefni. Skiptast í tvær fylkingar fyrir kosningar „Við getum bara talað um hvað sem er! Tengslin á milli heimilislækna og heimilisbrauðs til dæmis. Af hverju er til heimilislæknir og líka heimilisbrauð?“ spyr Jón og skellir upp á sinn landsþekkta hátt. Hann bætir því við að síðan séu bandarískar forsetakosningar á næsta leyti. „Þar erum við svolítið að skiptast í tvær fylkingar. Sigurjón er svona Kamala maður en ég er meiri Trump maður! Við skulum ekki afskrifa Donald Trump bara þó hann sé gamall. Sigurjón er duglegur við að rífa hann niður og ég reyni að bera í bætifláka fyrir hann,“ segir Jón enn hlæjandi. „Vissi ekki að það væri kveikt á míkrafóninum“ Hann bætir því við að í bígerð fyrir seríu haustsins sé jafnframt útvarpsleikrit. Það byggi á Facebook auglýsingu á lélegri íslensku sem búin var til af óprúttnum aðilum þar sem látið var líta út fyrir að Jón hefði hlaupið á sig í einhverskonar viðtali við Sölva Tryggvason. Jón Gnarr var ekki sá eini sem lenti í þessu en fjöldi íslenskra fyrirmenna líkt og Ari Eldjárn, Bjarni Ben og Þóra Arnórsdóttir lentu í hinu sama. „Hann vissi ekki að það væri kveikt á míkrafóninum!“ stóð þarna stórum stöfum. Þetta gerðist auðvitað aldrei og ég fékk fjölda fyrirspurna frá fólki, hvort þetta væri plat eða í alvörunni? Og hvort ég vissi að það væri verið að svíkja fólk í mínu nafni!?“ Þeir félagar hafa meira að segja fengið Sölva Tryggvason með sér í lið í leikritið. „Þar sem ég var í viðtali hjá Sölva og hafði grætt rosa mikinn pening en mátti það ekki og Seðlabanki Íslands hringdi í útsendinguna! Gervigreindin er öflug þarna og býr þetta til.“ Þá segir Jón að fastir liðir verði á sínum stað sem aðdáendur þáttanna þekkja og nefnir Smásálina sem dæmi. Auk þess verði fullt af nýjum liðum. „Það mun hringja í okkur maður sem var svo virkur hér áður fyrr í Satanisma sem hefur miklar áhyggjur af því að það sé eins og enginn sé að tala um Satan lengur?! Það eru engar Satanískar messur í boði og bara allt búið. Er fólk bara búið að missa trú á Satan?“
X977 Mest lesið Dóttir Annýjar og Heiðars nefnd í dag Lífið „Þetta er meiri háttar draumur að rætast” Lífið „Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Áskorun Hundur í hjólastól í Sandgerði Lífið „Hvað er Gísli Marteinn gamall?“ Lífið Stuð og stemning á opnun Einars Fals í Þjóðminjasafninu Lífið „Það getur enginn sært þig án þíns samþykkis“ Lífið „Ég var kominn á þann stað að ég þorði ekki að vera með barnið mitt“ Lífið Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Menning Slasaðist við tökur í Bretlandi Lífið Fleiri fréttir „Þetta er meiri háttar draumur að rætast” Dóttir Annýjar og Heiðars nefnd í dag Hundur í hjólastól í Sandgerði Stuð og stemning á opnun Einars Fals í Þjóðminjasafninu Slasaðist við tökur í Bretlandi „Ég var kominn á þann stað að ég þorði ekki að vera með barnið mitt“ „Það getur enginn sært þig án þíns samþykkis“ „Munnvatnskirtlarnir hættu að starfa, ég var svo hræddur“ Krakkatían: VÆB, páskaegg og vorið Svíar senda gríngrúppu í stað Måns í Eurovision Byrjaði að baka fjögurra ára og vann fyrstu kokkakeppnina í dag Fullt hús og mikið fjör á frumsýningu Þetta er Laddi „Hvað er Gísli Marteinn gamall?“ Hélt í sér að ræða indverska drauminn í meira en ár Fréttatía vikunnar: Öskudagur, þingfundarhlé og píla Öðruvísi pítsur sem kitla bragðlaukana Gleði þegar Unnur og Una frumsýndu loksins Storm Aníta og Hafþór tóku gamla íbúð í Vesturbænum í gegn Hæðst að þrútnum og afskræmdum varaforsetanum Lýsir hjartáfallinu: „Hringdu á sjúkrabíl, bara strax“ Sögð vera æf vegna myndanna af Ben Affleck Í beinni með Tom Holland í nokkrar góðar sekúndur Svona losnar þú við baugana Pamela Bach-Hasselhof látin Svona er umhorfs hjá Höllu á Bessastöðum Fimm heillandi heimili í höfuðborginni Háleit markmið Katrínar: Sparar í mat og greiðir 10 milljónir inn á húsnæðislánið „Fyrir mér snýst þetta ekki bara um að sækjast eftir kórónu“ Sex ára þegar hann var fyrst frelsissviptur Eldheitt hjá Þorvaldi Þórðar, Magneu og Jónsa í Hörpu Sjá meira