Gabriel hetjan hjá vængbrotnu liði Arsenal í nágrannaslagnum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. september 2024 14:57 Gabriel fagnar hér sigurmarki sínu fyrir Arsenal í dag. Getty/Justin Setterfield Arsenal tók með sér öll þrjú stigin úr Norður-London nágrannaslagnum í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta þrátt fyrir að spila án tveggja lykilmanna. Declan Rice var í banni og Martin Ödegaard meiddur en Arsenal leikmennirnir þjöppuðu sér saman og náðu að vinna afar dýrmætan sigur. Eina mark leiksins skoraði miðvörðurinn Gabriel þegar hann skallaði inn frábæra hornspyrnu frá Bukayo Saka. Tottenham hefur skapað sér fullt af færum í sínum leikjum á leiktíðinni en aðeins unnið einn þeirra. Það var mikið af því sama í dag því Tottenham fékk vissulega hálffærin til að fá meira út úr þessum leik. Arsenal fékk líka nokkur færi til að bæta við mörkum. Liðið lét samt skynsemina ráða og vann síðan leikinn á föstu leikatriði. Það var í raun skrýtið að þetta hafi ekki verið meiri markaleikur því það vantaði hvorki fjörið né færin. Fyrri hálfleikurinn var mjög fjörugur þrátt fyrir að hann hafi verið markalaus. Bæði lið voru að skapa sér færi og létu líka finna fyrir sér því sjö gul spjöld fóru á loft. Það vantaði kannski dauðafærin en bæði lið voru í stöðu til að gera betur fyrir framan markið. Það var enn markalaust þegar Arsenal fékk hornspyrnu á 64. mínútu. Tottenham menn réðu ekki við Gabriel í markteignum og hann skallaði boltann í markið. Arsenal hefur þar með náð í tíu stig af tólf mögulegum í fyrstu fjórum umferðunum en Tottenham er aðeins með fjögur stig. Arsenal er í öðru sæti en Tottenham í því þrettánda. Enski boltinn
Arsenal tók með sér öll þrjú stigin úr Norður-London nágrannaslagnum í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta þrátt fyrir að spila án tveggja lykilmanna. Declan Rice var í banni og Martin Ödegaard meiddur en Arsenal leikmennirnir þjöppuðu sér saman og náðu að vinna afar dýrmætan sigur. Eina mark leiksins skoraði miðvörðurinn Gabriel þegar hann skallaði inn frábæra hornspyrnu frá Bukayo Saka. Tottenham hefur skapað sér fullt af færum í sínum leikjum á leiktíðinni en aðeins unnið einn þeirra. Það var mikið af því sama í dag því Tottenham fékk vissulega hálffærin til að fá meira út úr þessum leik. Arsenal fékk líka nokkur færi til að bæta við mörkum. Liðið lét samt skynsemina ráða og vann síðan leikinn á föstu leikatriði. Það var í raun skrýtið að þetta hafi ekki verið meiri markaleikur því það vantaði hvorki fjörið né færin. Fyrri hálfleikurinn var mjög fjörugur þrátt fyrir að hann hafi verið markalaus. Bæði lið voru að skapa sér færi og létu líka finna fyrir sér því sjö gul spjöld fóru á loft. Það vantaði kannski dauðafærin en bæði lið voru í stöðu til að gera betur fyrir framan markið. Það var enn markalaust þegar Arsenal fékk hornspyrnu á 64. mínútu. Tottenham menn réðu ekki við Gabriel í markteignum og hann skallaði boltann í markið. Arsenal hefur þar með náð í tíu stig af tólf mögulegum í fyrstu fjórum umferðunum en Tottenham er aðeins með fjögur stig. Arsenal er í öðru sæti en Tottenham í því þrettánda.
Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti
Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti