„Gaman að geta hjálpað liðinu loksins“ Sverrir Mar Smárason skrifar 15. september 2024 17:05 Rúnar Már Sigurjónsson, leikmaður ÍA. Vísir/Arnar Halldórsson Rúnar Már gerði sigurmark ÍA í 1-0 heimasigri liðsins gegn KA í dag. Leikurinn í dag var fyrsti leikur Rúnars í mjög langan tíma sem hann spilar frá byrjun til enda og markið hans fyrsta fyrir ÍA. „Mér líður bara mjög vel. Sigur og við klárum þessa 22 leiki í fjórða sæti sem er bara geggjað hjá okkur. Gaman að geta hjálpað liðinu loksins, eiginlega í fyrsta skipti á þessu ári,“ sagði Rúnar eftir leikinn. Leikurinn var lokaður og mikil stöðubarátta á köflum. Leikurinn gerðist mikið á miðjunni en Rúnar lætur vel af sér eftir þessar fyrstu 90 mínútur. „Þetta var bara bæði og (erfitt og ekki). Ég held þetta hafi ekkert verið neitt rosalega fallegt, völlurinn var mjög þurr og það var erfitt að láta boltann flæða eitthvað. Gaman í svona baráttu en auðvitað var ég orðinn þreyttur í lokinn. Ég hef lítið æft á þessu ári með liðinu. Gott að geta siglt þessu með þremur punktum,“ sagði Rúnar og hélt svo áfram, „skrokkurinn er bara fínn. Ég held að núna síðustu tvær vikur náði ég að æfa allar æfingar, án þess að vera nánast bara á hækjum á milli. Þess vegna náði ég að spila í dag. Við vorum ekkert vissir hvort ég næði hálfleik, 60mín, 70mín, við ætluðum bara að sjá til. Þetta gekk fínt og ég er mjög sáttur.“ Framundan er barátta Skagamanna við hin fimm liðin í efri hlutanum. ÍA á möguleika á Evrópusæti og Rúnar segir liðið stefna á það. „Ég er bara spenntur. Ég hef ekki verið í þessu úrslitaformi hérna heima áður. Við erum jákvæðir. Það eru allir í góðu standi og það er hugur í hópnum. Við stefnum bara ofar ef eitthvað er og ætlum að vera í þessari Evrópubaráttu til loka, það er klárt,“ sagði Rúnar að lokum. Besta deild karla ÍA KA Tengdar fréttir Uppgjör: Fyrsta mark Rúnars Más tryggði Skagamönnum sigur Rúnar Már Sigurjónsson opnaði markareikning sinn hjá ÍA og markið færði liðinu 1-0 sigur á KA í Bestu deild karla í fótbolta. Rúnar skoraði með skalla eftir hornspyrnu og þessi sigur skilar Skagaliðnu upp í fjórða sæti. 15. september 2024 15:55 Mest lesið „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Handbolti „Ég taldi þetta vera einu leiðina“ Fótbolti Vildi mölva kylfurnar eftir sturlað högg Schefflers Golf Skjálfandi í keppni eftir of stóran skammt af kreatíni Golf Sjáðu sigurmark Arsenal og negluna frá Eze sem dæmd var af Enski boltinn Ekki ógnað eins lítið í tvö og hálft ár Enski boltinn „Enskir úrvalsdeildardómarar eru ekki að fara að dæma á þetta“ Enski boltinn Segir vandamálin enn til staðar og spáir Man. Utd tíunda sæti Enski boltinn Saliba við Hjörvar: „Ekki víti og ég hafði engar áhyggjur“ Enski boltinn „Dómararnir misstu af höggi í maga Ómars Björns“ Fótbolti Fleiri fréttir Fram spilar og selur treyjur til styrkar minningarsjóðs Bryndísar Klöru „Getur sungið í sturtunni heima en ekki víst að þú getir gert það á La Scala í Mílanó“ Neymar hágrét eftir skell gegn Coutinho og félögum María mætt til frönsku nýliðanna Sjáðu veisluna í Kópavogi, magnaðan klobba og perluna í Eyjum „Búið að vanrækja ákveðið innra starf í Garðabænum“ „Enskir úrvalsdeildardómarar eru ekki að fara að dæma á þetta“ Sjóðheitur Sigurður Bjartur með sjö mörk í síðustu fimm leikjum Skjálfandi í keppni eftir of stóran skammt af kreatíni Fyrsti sigurinn á gervigrasi í 357 daga Forest fær nýjan markahrók Ekki ógnað eins lítið í tvö og hálft ár Segir vandamálin enn til staðar og spáir Man. Utd tíunda sæti „Ekki trúa öllu sem þið lesið, sérstaklega á netinu“ „Ég taldi þetta vera einu leiðina“ Vildi mölva kylfurnar eftir sturlað högg Schefflers „Tók góðan tíma fyrir mig að geta litið á myndirnar“ Sjáðu sigurmark Arsenal og negluna frá Eze sem dæmd var af Dagskráin í dag: Reykjavíkurslagur og Leeds snýr aftur Skaut guðföður sinn í augað og gæti misst leyfið „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ „Dómararnir misstu af höggi í maga Ómars Björns“ „Kærkominn sigur eftir þunga daga“ Saliba við Hjörvar: „Ekki víti og ég hafði engar áhyggjur“ Óvænt tap Atlético í fyrsta leik „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Axel Óskar: „Fáir leiðinlegir leikir hér fyrir áhorfendur“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Vitinha tryggði meisturunum góða byrjun Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Sjá meira
„Mér líður bara mjög vel. Sigur og við klárum þessa 22 leiki í fjórða sæti sem er bara geggjað hjá okkur. Gaman að geta hjálpað liðinu loksins, eiginlega í fyrsta skipti á þessu ári,“ sagði Rúnar eftir leikinn. Leikurinn var lokaður og mikil stöðubarátta á köflum. Leikurinn gerðist mikið á miðjunni en Rúnar lætur vel af sér eftir þessar fyrstu 90 mínútur. „Þetta var bara bæði og (erfitt og ekki). Ég held þetta hafi ekkert verið neitt rosalega fallegt, völlurinn var mjög þurr og það var erfitt að láta boltann flæða eitthvað. Gaman í svona baráttu en auðvitað var ég orðinn þreyttur í lokinn. Ég hef lítið æft á þessu ári með liðinu. Gott að geta siglt þessu með þremur punktum,“ sagði Rúnar og hélt svo áfram, „skrokkurinn er bara fínn. Ég held að núna síðustu tvær vikur náði ég að æfa allar æfingar, án þess að vera nánast bara á hækjum á milli. Þess vegna náði ég að spila í dag. Við vorum ekkert vissir hvort ég næði hálfleik, 60mín, 70mín, við ætluðum bara að sjá til. Þetta gekk fínt og ég er mjög sáttur.“ Framundan er barátta Skagamanna við hin fimm liðin í efri hlutanum. ÍA á möguleika á Evrópusæti og Rúnar segir liðið stefna á það. „Ég er bara spenntur. Ég hef ekki verið í þessu úrslitaformi hérna heima áður. Við erum jákvæðir. Það eru allir í góðu standi og það er hugur í hópnum. Við stefnum bara ofar ef eitthvað er og ætlum að vera í þessari Evrópubaráttu til loka, það er klárt,“ sagði Rúnar að lokum.
Besta deild karla ÍA KA Tengdar fréttir Uppgjör: Fyrsta mark Rúnars Más tryggði Skagamönnum sigur Rúnar Már Sigurjónsson opnaði markareikning sinn hjá ÍA og markið færði liðinu 1-0 sigur á KA í Bestu deild karla í fótbolta. Rúnar skoraði með skalla eftir hornspyrnu og þessi sigur skilar Skagaliðnu upp í fjórða sæti. 15. september 2024 15:55 Mest lesið „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Handbolti „Ég taldi þetta vera einu leiðina“ Fótbolti Vildi mölva kylfurnar eftir sturlað högg Schefflers Golf Skjálfandi í keppni eftir of stóran skammt af kreatíni Golf Sjáðu sigurmark Arsenal og negluna frá Eze sem dæmd var af Enski boltinn Ekki ógnað eins lítið í tvö og hálft ár Enski boltinn „Enskir úrvalsdeildardómarar eru ekki að fara að dæma á þetta“ Enski boltinn Segir vandamálin enn til staðar og spáir Man. Utd tíunda sæti Enski boltinn Saliba við Hjörvar: „Ekki víti og ég hafði engar áhyggjur“ Enski boltinn „Dómararnir misstu af höggi í maga Ómars Björns“ Fótbolti Fleiri fréttir Fram spilar og selur treyjur til styrkar minningarsjóðs Bryndísar Klöru „Getur sungið í sturtunni heima en ekki víst að þú getir gert það á La Scala í Mílanó“ Neymar hágrét eftir skell gegn Coutinho og félögum María mætt til frönsku nýliðanna Sjáðu veisluna í Kópavogi, magnaðan klobba og perluna í Eyjum „Búið að vanrækja ákveðið innra starf í Garðabænum“ „Enskir úrvalsdeildardómarar eru ekki að fara að dæma á þetta“ Sjóðheitur Sigurður Bjartur með sjö mörk í síðustu fimm leikjum Skjálfandi í keppni eftir of stóran skammt af kreatíni Fyrsti sigurinn á gervigrasi í 357 daga Forest fær nýjan markahrók Ekki ógnað eins lítið í tvö og hálft ár Segir vandamálin enn til staðar og spáir Man. Utd tíunda sæti „Ekki trúa öllu sem þið lesið, sérstaklega á netinu“ „Ég taldi þetta vera einu leiðina“ Vildi mölva kylfurnar eftir sturlað högg Schefflers „Tók góðan tíma fyrir mig að geta litið á myndirnar“ Sjáðu sigurmark Arsenal og negluna frá Eze sem dæmd var af Dagskráin í dag: Reykjavíkurslagur og Leeds snýr aftur Skaut guðföður sinn í augað og gæti misst leyfið „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ „Dómararnir misstu af höggi í maga Ómars Björns“ „Kærkominn sigur eftir þunga daga“ Saliba við Hjörvar: „Ekki víti og ég hafði engar áhyggjur“ Óvænt tap Atlético í fyrsta leik „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Axel Óskar: „Fáir leiðinlegir leikir hér fyrir áhorfendur“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Vitinha tryggði meisturunum góða byrjun Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Sjá meira
Uppgjör: Fyrsta mark Rúnars Más tryggði Skagamönnum sigur Rúnar Már Sigurjónsson opnaði markareikning sinn hjá ÍA og markið færði liðinu 1-0 sigur á KA í Bestu deild karla í fótbolta. Rúnar skoraði með skalla eftir hornspyrnu og þessi sigur skilar Skagaliðnu upp í fjórða sæti. 15. september 2024 15:55