Tvö glæsimörk skoruð í endurkomusigri Newcastle Ágúst Orri Arnarson skrifar 15. september 2024 17:28 Markaskorararnir Harvey Barnes og Fabian Schar fagna sigurmarkinu. Bruno Guimares skellti sér á bak. Alex Livesey - Danehouse/Getty Images Newcastle skoraði tvö glæsimörk og sótti 1-2 útivallarsigur eftir að hafa lent undir gegn Wolverhampton Wanderers í fjórðu umferð ensku úrvalsdeildarinnar. Boðið var upp á mikla skemmtun frá fyrstu mínútu, hraður leikur og bæði lið fengu færi til að taka forystuna snemma. Færin voru fleiri fyrir Newcastle, sem átti meðal annars skot í stöng, en það var Wolves sem braut ísinn. Markið kom upp úr skyndisókn, Jörgen Larsen fékk bolta og mikið pláss á hægri kantinum og flengdi fyrir markið. Matheus Cunha var klókur og lét boltann fara, yfir á fjærstöngina þar sem Mario Lemina mætti og slúttaði. Mario Lemina kom í klóku hlaupi á fjærstöngina og fékk boltann.Alex Livesey - Danehouse/Getty Images Eftir markið var mikill andi í Wolves liðinu, sem fékk tvö úrvalsfæri til að bæta við en tókst það ekki. Leikurinn opnaðist aftur í seinni hálfleik og bæði lið voru líkleg til að skora. Eftir fjölda marktækifæra tókst Newcastle svo að jafna leikinn á 75. mínútu. Boltinn var hreinsaður burt úr teignum, á Bruno Guimares sem lagði hann létt til hliðar á Fabian Schar, sem tók sér lítinn tíma og þrumaði í markið af um þrjátíu metra færi. Fabian Schar lét vaða af löngu færi.Naomi Baker/Getty Images Aðeins fimm mínútum síðar komst Newcastle svo yfir. Markið var engu síðra en það fyrra, Joseph Willock og Harvey Barnes á vinstri vængnum tengdu saman þríhyrninga áður en sá síðarnefndi skipti yfir á hægri fótinn og smurði boltann í fjærhornið. Wolves átti enga endurkomu í erminni á lokamínútum leiksins, sem lauk með 1-2 sigri Newcastle eftir átta mínútna uppbótartíma. Wolves er því enn án sigurs og aðeins með eitt stig. Newcastle situr í 3. sæti deildarinnar með 10 stig eftir fjórar umferðir. Enski boltinn Mest lesið Magnað heimsmet í hálfu maraþoni Sport Pat Vellner valdi að fara sömu leið og Anníe Mist Sport Armstrong til Man United frá PSG Enski boltinn Leeds mun banna stuðningsfólk sem syngur and-palestínska söngva Enski boltinn Nistelrooy og Keown grófu stríðsöxina og slógu á létta strengi Enski boltinn Dagskráin í dag: Fótbolti, körfubolti og keila Sport KR lánar Óðinn til ÍR Íslenski boltinn Amad líklega frá út tímabilið Enski boltinn Óðinn Þór markahæstur að venju Handbolti Sjáðu dóminn sára á Víkinga: VAR hafi reddað málum með vafasömum hætti Fótbolti Fleiri fréttir Armstrong til Man United frá PSG Leeds mun banna stuðningsfólk sem syngur and-palestínska söngva Nistelrooy og Keown grófu stríðsöxina og slógu á létta strengi „Mundum hverjir við erum“ Gott gengi Everton undir stjórn Moyes heldur áfram Amad líklega frá út tímabilið Marmoush með þrennu í sigri Man City Merino sá um að setja pressu á Liverpool Brighton skellti Chelsea nýbúnir að slá þá út úr bikarnum David Moyes finnur til með Arne Slot Orðinn mjög þreyttur á flakkinu Ekki í sömu sporum og Ange: „Ég er hjá stærra félagi með meiri pressu“ Slot fullur eftirsjár og gæti sloppið við bann Nýja tæknin notuð alls staðar nema hjá liði Stefáns Teits Sjáðu síðasta borgarslaginn á Goodison með augum stuðningsmannanna Ruglingur í gangi með rauða spjaldið hjá Slot Arsenal staðfestir slæm tíðindi Slot má vera í símanum en fengi það ekki á Íslandi Styrktaraðili Everton missir leyfið vegna klámauglýsingar Skildi Arnór eftir í „skítastöðu“ og tók við liði sem er sextán sætum neðar David Moyes: „Það var við hæfi að þetta endaði svona“ Van Dijk: Þetta var bikarúrslitaleikur fyrir Everton Guðlaugur Victor lagði upp mark Rautt á Slot í hádramatísku jafntefli Með sigri verði Liverpool með aðra hönd á enska meistaratitlinum Havertz frá út leiktíðina og framlínan fámenn Síðasti leikur Liverpool á Goodison Park Nottingham Forest slapp með skrekkinn í vítakeppni Scholes óttast það að Man. United verði fallbaráttu á næsta ári Þúsund manns tóku á móti líkfylgd Denis Law við Old Trafford Sjá meira
Boðið var upp á mikla skemmtun frá fyrstu mínútu, hraður leikur og bæði lið fengu færi til að taka forystuna snemma. Færin voru fleiri fyrir Newcastle, sem átti meðal annars skot í stöng, en það var Wolves sem braut ísinn. Markið kom upp úr skyndisókn, Jörgen Larsen fékk bolta og mikið pláss á hægri kantinum og flengdi fyrir markið. Matheus Cunha var klókur og lét boltann fara, yfir á fjærstöngina þar sem Mario Lemina mætti og slúttaði. Mario Lemina kom í klóku hlaupi á fjærstöngina og fékk boltann.Alex Livesey - Danehouse/Getty Images Eftir markið var mikill andi í Wolves liðinu, sem fékk tvö úrvalsfæri til að bæta við en tókst það ekki. Leikurinn opnaðist aftur í seinni hálfleik og bæði lið voru líkleg til að skora. Eftir fjölda marktækifæra tókst Newcastle svo að jafna leikinn á 75. mínútu. Boltinn var hreinsaður burt úr teignum, á Bruno Guimares sem lagði hann létt til hliðar á Fabian Schar, sem tók sér lítinn tíma og þrumaði í markið af um þrjátíu metra færi. Fabian Schar lét vaða af löngu færi.Naomi Baker/Getty Images Aðeins fimm mínútum síðar komst Newcastle svo yfir. Markið var engu síðra en það fyrra, Joseph Willock og Harvey Barnes á vinstri vængnum tengdu saman þríhyrninga áður en sá síðarnefndi skipti yfir á hægri fótinn og smurði boltann í fjærhornið. Wolves átti enga endurkomu í erminni á lokamínútum leiksins, sem lauk með 1-2 sigri Newcastle eftir átta mínútna uppbótartíma. Wolves er því enn án sigurs og aðeins með eitt stig. Newcastle situr í 3. sæti deildarinnar með 10 stig eftir fjórar umferðir.
Enski boltinn Mest lesið Magnað heimsmet í hálfu maraþoni Sport Pat Vellner valdi að fara sömu leið og Anníe Mist Sport Armstrong til Man United frá PSG Enski boltinn Leeds mun banna stuðningsfólk sem syngur and-palestínska söngva Enski boltinn Nistelrooy og Keown grófu stríðsöxina og slógu á létta strengi Enski boltinn Dagskráin í dag: Fótbolti, körfubolti og keila Sport KR lánar Óðinn til ÍR Íslenski boltinn Amad líklega frá út tímabilið Enski boltinn Óðinn Þór markahæstur að venju Handbolti Sjáðu dóminn sára á Víkinga: VAR hafi reddað málum með vafasömum hætti Fótbolti Fleiri fréttir Armstrong til Man United frá PSG Leeds mun banna stuðningsfólk sem syngur and-palestínska söngva Nistelrooy og Keown grófu stríðsöxina og slógu á létta strengi „Mundum hverjir við erum“ Gott gengi Everton undir stjórn Moyes heldur áfram Amad líklega frá út tímabilið Marmoush með þrennu í sigri Man City Merino sá um að setja pressu á Liverpool Brighton skellti Chelsea nýbúnir að slá þá út úr bikarnum David Moyes finnur til með Arne Slot Orðinn mjög þreyttur á flakkinu Ekki í sömu sporum og Ange: „Ég er hjá stærra félagi með meiri pressu“ Slot fullur eftirsjár og gæti sloppið við bann Nýja tæknin notuð alls staðar nema hjá liði Stefáns Teits Sjáðu síðasta borgarslaginn á Goodison með augum stuðningsmannanna Ruglingur í gangi með rauða spjaldið hjá Slot Arsenal staðfestir slæm tíðindi Slot má vera í símanum en fengi það ekki á Íslandi Styrktaraðili Everton missir leyfið vegna klámauglýsingar Skildi Arnór eftir í „skítastöðu“ og tók við liði sem er sextán sætum neðar David Moyes: „Það var við hæfi að þetta endaði svona“ Van Dijk: Þetta var bikarúrslitaleikur fyrir Everton Guðlaugur Victor lagði upp mark Rautt á Slot í hádramatísku jafntefli Með sigri verði Liverpool með aðra hönd á enska meistaratitlinum Havertz frá út leiktíðina og framlínan fámenn Síðasti leikur Liverpool á Goodison Park Nottingham Forest slapp með skrekkinn í vítakeppni Scholes óttast það að Man. United verði fallbaráttu á næsta ári Þúsund manns tóku á móti líkfylgd Denis Law við Old Trafford Sjá meira