Boða til kyrrðarstundar því íslenskt samfélag standi á krossgötum Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 19. september 2024 12:04 Kyrrðarstundin hefst klukkan sex. Vísir/Vilhelm Íslenskt samfélag stendur á krossgötum og það er óhjákvæmilegt að leita inn á við. Þetta segir séra Elínborg Sturludóttir. Starfsfólk dómkirkjunnar hefur boðað til kyrrðar- og bænastundar vegna allra þeirra áfalla sem hafa dunið yfir samfélagið að síðustu. Klukkan sex síðdegis mun bænastundin fara fram en hún stendur öllum til boða. Séra Elínborg Sturludóttir mun flytja ávarp, Séra Sveinn Valgarðsson leiðir bæn og Guðmundur Sigurðsson dómorganisti leiðir sálmasöng. Séra Elínborg segir að starfsfólk kirkjunnar hefði fundið það hjá sér að til slíkrar kyrrðarstundar yrði að boða til vegna allra þeirra áfalla sem hafa dunið yfir. „Við gerum okkur grein fyrir því að það er alveg ótrúlegur fjöldi manna hér á landi sem á um sárt að binda og ég held að í okkar litla samfélagi þá látum við þessi áföll okkur ekki ósnert og af þeim sökum er bara allt samfélagið harmi slegið og þess vegna fannst okkur ástæða til þess að koma saman því það er svo mikill styrkur í því að koma saman og dómkirkjan hefur verið Reykvíkingum skjól í gleði og sorg í meira en 200 ár.“ Séra Elínborg bendir á að það skipti ekki öllu máli hvað við segjum við fólk sem eigi um sárt að binda, heldur að við sýnum umhyggju okkar í verki. „Að hafa hugrekki til að sýna þeim sem eiga um sárt að binda samúð, forðast það ekki og bara það að fara og votta samúð, gráta með fólki. Það er ekki endilega það sem við segjum sem skiptir mestu máli heldur hvernig við sýnum samkennd og umhyggju.“ Nú sé tíminn til að leita inn á við. „Það er óhjákvæmilegt og mér finnst öll samfélagsumræðan vera þannig núna að við erum tilbúin til þess. Við stöndum bara á ákveðnum krossgötum. Við getum ekki áfram haldið eins og ekkert hafi í skorist, við verðum að staldra við og við þurfum að gera það öll saman, bæði kirkjan og við höfum aldrei þarfnast þess held ég eins og nú að taka höndum saman um það að fegra og bæta mannlífið í okkar samfélagi,“ segir Séra Elínborg Sturludóttir. Grunaður um að hafa myrt dóttur sína Þjóðkirkjan Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Sjá meira
Klukkan sex síðdegis mun bænastundin fara fram en hún stendur öllum til boða. Séra Elínborg Sturludóttir mun flytja ávarp, Séra Sveinn Valgarðsson leiðir bæn og Guðmundur Sigurðsson dómorganisti leiðir sálmasöng. Séra Elínborg segir að starfsfólk kirkjunnar hefði fundið það hjá sér að til slíkrar kyrrðarstundar yrði að boða til vegna allra þeirra áfalla sem hafa dunið yfir. „Við gerum okkur grein fyrir því að það er alveg ótrúlegur fjöldi manna hér á landi sem á um sárt að binda og ég held að í okkar litla samfélagi þá látum við þessi áföll okkur ekki ósnert og af þeim sökum er bara allt samfélagið harmi slegið og þess vegna fannst okkur ástæða til þess að koma saman því það er svo mikill styrkur í því að koma saman og dómkirkjan hefur verið Reykvíkingum skjól í gleði og sorg í meira en 200 ár.“ Séra Elínborg bendir á að það skipti ekki öllu máli hvað við segjum við fólk sem eigi um sárt að binda, heldur að við sýnum umhyggju okkar í verki. „Að hafa hugrekki til að sýna þeim sem eiga um sárt að binda samúð, forðast það ekki og bara það að fara og votta samúð, gráta með fólki. Það er ekki endilega það sem við segjum sem skiptir mestu máli heldur hvernig við sýnum samkennd og umhyggju.“ Nú sé tíminn til að leita inn á við. „Það er óhjákvæmilegt og mér finnst öll samfélagsumræðan vera þannig núna að við erum tilbúin til þess. Við stöndum bara á ákveðnum krossgötum. Við getum ekki áfram haldið eins og ekkert hafi í skorist, við verðum að staldra við og við þurfum að gera það öll saman, bæði kirkjan og við höfum aldrei þarfnast þess held ég eins og nú að taka höndum saman um það að fegra og bæta mannlífið í okkar samfélagi,“ segir Séra Elínborg Sturludóttir.
Grunaður um að hafa myrt dóttur sína Þjóðkirkjan Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Sjá meira