Heimagerð „Twix“ stykki
Kexbotn:
4 bollar möndlumjöl
1/4 bolli kókosolía, brædd
2 msk kollagen duft (valfrjálst)
1/2-3/4 bolli hlynsíróp eða önnur sæta
Smá salt
Aðferð:
Blandið öllum hráefnunum saman í skál eða matvinnsluvél.
Setjið bökunarpappír í form sem passar í frysti og þjappið deiginu vel ofan í formið.
Frystið á meðan karamellan er útbúin.

Karamella:
⅓ bolli hlynsíróp eða önnur sæta
2 msk kókosolía, brædd
½ bolli möndlusmjör
1 tsk vanilla
Smá salt
Aðferð:
Blandið hráefnunum saman í skál eða matvinnsluvél.
Takið formið með kexlaginu úr frysti og dreifið karamellunni yfir.
Súkkulaði:
120 g dökkt gæða súkkulaði
1 msk kókosolía, brædd
Aðferð:
Bræðið súkkulaðið yfir vatnsbaði og hellið yfir karamellulagið. Frystið í nokkra klukkutíma.
Takið út úr frysti og skerið í hæfilega bita.

Þessi hollu Twix stykki geymast vel í frysti í lokuðu íláti og eru fullkomin til að grípa í þegar manni langar í eitthvað sætt með kaffinu.
Fleiri uppskriftir eftir Jönu má nálgast á vefsíðu hennar jana.is