„Kerfið er algjörlega að bregðast fólkinu“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 19. september 2024 20:03 Haraldur Þorleifsson er einn þeirra sem bíður eftir lögbundinni NPA-þjónustu hjá borginni. Vísir/Bjarni Dæmi eru um að aðstandendur hafi endað á örorku og fatlaðir einstaklingar fallið frá á meðan beðið er eftir NPA-þjónustu. Maður sem bíður eftir þjónustu segir of lítið fjármagn til sveitarfélaga valda því að þau nái ekki að standa undir lögbundinni þjónustu. Haraldur Þorleifsson er einn þeirra sem bíður eftir lögbundinni NPA-þjónustu hjá borginni. Hann segist hafa lent víða á vegg þegar hann reyndi að afla upplýsinga um ferlið í sumar, og íhugaði meðal annars að höfða mál. „Þegar sveitarfélögin hafa hins vegar fengið á sig mál þá hafa þau oft sett fólkið fram fyrir röð og þannig eyðilagt málið. Það sem við vorum að skoða var hvort að það væri hægt að fara í hópmálsókn og þannig fara fram hjá því að þau geti svindlað á kerfinu með því að úthluta eitt og sér,“ segir Haraldur. Eftir nánari skoðun varð þó ekki af málsókn. „Ég skoðaði þetta mál og þau benda á hvort annað, sveitarfélögin og ríkið. Ég held að það hljóti að vera þannig að ríkið beri ábyrgð á málinu. Þannig að það er svolítið snúið finnst mér að fara í mál við sveitarfélögin af því að þau eru ekki með full fjármagnaðan málaflokk,“ segir Haraldur. Hann beinir spjótum sínum sérstaklega að Guðmundi Ingi Guðbrandssyni, félags- og vinnumarkaðsráðherra. „Ráðherrann sem ber ábyrgð á málinu verður að byrja á því að kynna sér málið. Ef að hann spilar sig stikkfrían, þá mun þetta aldrei leysast,“ segir Haraldur. Fjórðungs framlag frá ríkinu dugi ekki til Félagsmálaráðherra er staddur erlendis og gat ekki veitt viðtal í dag. Samkvæmt upplýsingum frá ráðuneytinu kemur hins vegar fram, að ríkið fjármagni 25% kostnaðar á móti 75% sveitarfélaga vegna allt að 172 NPA-samninga á þessu ári. Allar umsóknir um viðbótarframlag frá ríkinu sem borist hafi frá sveitarfélögum hafi verið samþykktar. Nú séu 128 slíkir samningar í gildi, og má þannig gera ráð fyrir að ríkið gæti tekið þátt í að fjármagna 44 samninga til viðbótar. Ekki hafa þó borist fleiri umsóknir það sem af er ári samkvæmt upplýsingum ráðuneytisins. Meðalupphæð vegna hvers samnings nemur alls 42,6 milljónum króna. Haraldur vill þó meina að 25% fjármagn frá ríkinu sé langt frá því að vera nóg til þess að unnt sé fjármagna þessa þjónustu með fullnægjandi hætti. „Ríkið er búið að setja sveitarfélögin í rosalega erfiða stöðu. Ekki að ég sé að klippa sveitarfélögin úr snúrunni alveg, 25% fjármögnun frá ríkinu er bara alls ekki nóg,“ segir Haraldur. Kerfið sé að bregðast og skapi stærri vandamál Þá geti biðin eftir NPA-þjónustu haft í för með sér alvarlegar afleiðingar. „Biðin hefur verið svona fjögur til fimm ár. Og fólk eins og gefur að skilja, fólk sem er mjög veikt, er að deyja á biðlistum,“ segir Haraldur. Þá séu dæmi um að aðstandendur sem sinnt hafa sjálfir fötluðum ástvinum hafi sjálfir lent á örorku. „Aðstandendur fólks sem þarf á aðstoð að halda hefur verið sett í þá stöðu að þurfa að fórna sínu lífi algjörlega í að sinna kannski sjúklingum mjög mikið. Og það hefur síðan aftur orðið til þess að aðstandendur hafa orðið öryrkjar sjálfir. Þannig að þetta kerfi er að búa til stærri og stærri vandamál, og er algjörlega bregðast fólkinu. Ekki bara þeim sem þurfa á því að halda heldur líka öllum sem eru í kringum þau.“ Málefni fatlaðs fólks Heilbrigðismál Sveitarstjórnarmál Stjórnsýsla Félagsmál Mest lesið Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Innlent Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Erlent Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Innlent Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Innlent Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Erlent Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Erlent Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Innlent Fleiri fréttir Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Bein útsending: Öryggis- og varnarmál á ráðstefnu almannavarna Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Slökkvistarf stóð yfir í þrettán klukkutíma Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Réðst með hnífi á fanga á Litla-Hrauni Norrænir bankar skoði hvort breyta þurfi skilmálum vegna dómsins Fimmtíu ný störf í Bláskógabyggð vegna nýs baðlóns Lífeyrissjóðs-, bíla- og neytendalán gætu líka reynst ólögleg Segir óvirðingu að kalla Ljósið „samtök úti í bæ“ Áhrif vaxtamálsins, útlit Sundabrautar og þingmenn á hlaupum Vill að Þórunn tilnefni Trump til friðarverðlauna Nóbels Sóttur sex sinnum á sjúkrabíl og slökkviliðið stefnir vegna skuldar Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Biðtíminn sé dauðans alvara sem auki álag ofan í áfallið Álag á bráðamóttöku og fólk beðið um að leita annað Sigríður Andersen nýr þingflokksformaður Miðflokksins Sjá meira
Haraldur Þorleifsson er einn þeirra sem bíður eftir lögbundinni NPA-þjónustu hjá borginni. Hann segist hafa lent víða á vegg þegar hann reyndi að afla upplýsinga um ferlið í sumar, og íhugaði meðal annars að höfða mál. „Þegar sveitarfélögin hafa hins vegar fengið á sig mál þá hafa þau oft sett fólkið fram fyrir röð og þannig eyðilagt málið. Það sem við vorum að skoða var hvort að það væri hægt að fara í hópmálsókn og þannig fara fram hjá því að þau geti svindlað á kerfinu með því að úthluta eitt og sér,“ segir Haraldur. Eftir nánari skoðun varð þó ekki af málsókn. „Ég skoðaði þetta mál og þau benda á hvort annað, sveitarfélögin og ríkið. Ég held að það hljóti að vera þannig að ríkið beri ábyrgð á málinu. Þannig að það er svolítið snúið finnst mér að fara í mál við sveitarfélögin af því að þau eru ekki með full fjármagnaðan málaflokk,“ segir Haraldur. Hann beinir spjótum sínum sérstaklega að Guðmundi Ingi Guðbrandssyni, félags- og vinnumarkaðsráðherra. „Ráðherrann sem ber ábyrgð á málinu verður að byrja á því að kynna sér málið. Ef að hann spilar sig stikkfrían, þá mun þetta aldrei leysast,“ segir Haraldur. Fjórðungs framlag frá ríkinu dugi ekki til Félagsmálaráðherra er staddur erlendis og gat ekki veitt viðtal í dag. Samkvæmt upplýsingum frá ráðuneytinu kemur hins vegar fram, að ríkið fjármagni 25% kostnaðar á móti 75% sveitarfélaga vegna allt að 172 NPA-samninga á þessu ári. Allar umsóknir um viðbótarframlag frá ríkinu sem borist hafi frá sveitarfélögum hafi verið samþykktar. Nú séu 128 slíkir samningar í gildi, og má þannig gera ráð fyrir að ríkið gæti tekið þátt í að fjármagna 44 samninga til viðbótar. Ekki hafa þó borist fleiri umsóknir það sem af er ári samkvæmt upplýsingum ráðuneytisins. Meðalupphæð vegna hvers samnings nemur alls 42,6 milljónum króna. Haraldur vill þó meina að 25% fjármagn frá ríkinu sé langt frá því að vera nóg til þess að unnt sé fjármagna þessa þjónustu með fullnægjandi hætti. „Ríkið er búið að setja sveitarfélögin í rosalega erfiða stöðu. Ekki að ég sé að klippa sveitarfélögin úr snúrunni alveg, 25% fjármögnun frá ríkinu er bara alls ekki nóg,“ segir Haraldur. Kerfið sé að bregðast og skapi stærri vandamál Þá geti biðin eftir NPA-þjónustu haft í för með sér alvarlegar afleiðingar. „Biðin hefur verið svona fjögur til fimm ár. Og fólk eins og gefur að skilja, fólk sem er mjög veikt, er að deyja á biðlistum,“ segir Haraldur. Þá séu dæmi um að aðstandendur sem sinnt hafa sjálfir fötluðum ástvinum hafi sjálfir lent á örorku. „Aðstandendur fólks sem þarf á aðstoð að halda hefur verið sett í þá stöðu að þurfa að fórna sínu lífi algjörlega í að sinna kannski sjúklingum mjög mikið. Og það hefur síðan aftur orðið til þess að aðstandendur hafa orðið öryrkjar sjálfir. Þannig að þetta kerfi er að búa til stærri og stærri vandamál, og er algjörlega bregðast fólkinu. Ekki bara þeim sem þurfa á því að halda heldur líka öllum sem eru í kringum þau.“
Málefni fatlaðs fólks Heilbrigðismál Sveitarstjórnarmál Stjórnsýsla Félagsmál Mest lesið Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Innlent Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Erlent Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Innlent Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Innlent Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Erlent Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Erlent Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Innlent Fleiri fréttir Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Bein útsending: Öryggis- og varnarmál á ráðstefnu almannavarna Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Slökkvistarf stóð yfir í þrettán klukkutíma Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Réðst með hnífi á fanga á Litla-Hrauni Norrænir bankar skoði hvort breyta þurfi skilmálum vegna dómsins Fimmtíu ný störf í Bláskógabyggð vegna nýs baðlóns Lífeyrissjóðs-, bíla- og neytendalán gætu líka reynst ólögleg Segir óvirðingu að kalla Ljósið „samtök úti í bæ“ Áhrif vaxtamálsins, útlit Sundabrautar og þingmenn á hlaupum Vill að Þórunn tilnefni Trump til friðarverðlauna Nóbels Sóttur sex sinnum á sjúkrabíl og slökkviliðið stefnir vegna skuldar Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Biðtíminn sé dauðans alvara sem auki álag ofan í áfallið Álag á bráðamóttöku og fólk beðið um að leita annað Sigríður Andersen nýr þingflokksformaður Miðflokksins Sjá meira