Biðin óásættanleg og vill skýr svör frá ríkinu Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 20. september 2024 12:03 Heiða Björg Hilmisdóttir er formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga. Vísir/Arnar Allt of margir bíða eftir lögbundinni NPA þjónustu frá sveitarfélögunum og er staðan algjörlega óásættanleg. Þetta segir formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga. Sveitarfélögin fari fram á skýr svör frá ríkinu um hvort fjármagna eigi málaflokkinn eða ekki. Í kvöldfréttum í gær sagði Haraldur Þorleifsson, maður sem bíður eftir lögbundinni NPA þjónustu hjá borginni, að dæmi væru um að aðstandendur hafi endað á örorku og fatlaðir einstaklingar fallið frá á meðan beðið er eftir NPA þjónustu. Heiða Björg Hilmisdóttir, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga segir að síðustu tvö ár hafi náðst góðir samningar við ríkið um tekjur til að standa straum af kostnaði við málaflokkinn. „En núna á næstu dögum vonandi kemur fram skýrsla sem á að liggja til grundvallar þannig við getum ákveðið framtíðina. Það er í rauninni það sem við bíðum eftir og verður að gerast því það eru allt of margir sem bíða og í raun er staðan algjörlega óásættanleg eins og hún er núna.“ Heilmikið vanti upp á og segir Heiða að sveitarfélögin hafi farið fram á að fá skýr svör frá ríkinu varðandi hvort það eigi að fjármagna málaflokkinn eða ekki. „Því annars koma lögin svolítið út eins og loforð um þjónustu sem síðan mörg hver sveitarfélög og nánast engin sveitarfélög geta uppfyllt miðað við stöðuna í dag.“ Þá sagði Haraldur að forsvarsmenn sveitarfélaganna eyðileggi málsókn fólks sem bíður eftir þjónustu með því að færa það framar í röðina. Heiða segist hafa mikinn skilning á því vilji fólk sækja rétt sinn vegna skorts á þjónustu en segist ekki kannast við að málsókn hafi áhrif á umsókn þeirra um þjónustu. „En auðvitað eru kannski þeir sem fara í mál í mestri þörf og eru þá kannski næstir inn því ég veit að starfsfólk borgarinnar reynir að forgangsraða þannig að þeir fái þjónustu sem eru í mestri þörf, sem hefur þá kannski oft gert það að verkum að NPA samningarnir verða nokkuð dýrir ef maður horfir akkúrat á þann lið því þá er um að ræða fólk sem er í gríðarlega mikilli þörf fyrir þjónustu.“ Málefni fatlaðs fólks Heilbrigðismál Sveitarstjórnarmál Stjórnsýsla Félagsmál Mest lesið Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Innlent FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Innlent Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Innlent Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Innlent Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið Innlent Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Fleiri fréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Sjá meira
Í kvöldfréttum í gær sagði Haraldur Þorleifsson, maður sem bíður eftir lögbundinni NPA þjónustu hjá borginni, að dæmi væru um að aðstandendur hafi endað á örorku og fatlaðir einstaklingar fallið frá á meðan beðið er eftir NPA þjónustu. Heiða Björg Hilmisdóttir, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga segir að síðustu tvö ár hafi náðst góðir samningar við ríkið um tekjur til að standa straum af kostnaði við málaflokkinn. „En núna á næstu dögum vonandi kemur fram skýrsla sem á að liggja til grundvallar þannig við getum ákveðið framtíðina. Það er í rauninni það sem við bíðum eftir og verður að gerast því það eru allt of margir sem bíða og í raun er staðan algjörlega óásættanleg eins og hún er núna.“ Heilmikið vanti upp á og segir Heiða að sveitarfélögin hafi farið fram á að fá skýr svör frá ríkinu varðandi hvort það eigi að fjármagna málaflokkinn eða ekki. „Því annars koma lögin svolítið út eins og loforð um þjónustu sem síðan mörg hver sveitarfélög og nánast engin sveitarfélög geta uppfyllt miðað við stöðuna í dag.“ Þá sagði Haraldur að forsvarsmenn sveitarfélaganna eyðileggi málsókn fólks sem bíður eftir þjónustu með því að færa það framar í röðina. Heiða segist hafa mikinn skilning á því vilji fólk sækja rétt sinn vegna skorts á þjónustu en segist ekki kannast við að málsókn hafi áhrif á umsókn þeirra um þjónustu. „En auðvitað eru kannski þeir sem fara í mál í mestri þörf og eru þá kannski næstir inn því ég veit að starfsfólk borgarinnar reynir að forgangsraða þannig að þeir fái þjónustu sem eru í mestri þörf, sem hefur þá kannski oft gert það að verkum að NPA samningarnir verða nokkuð dýrir ef maður horfir akkúrat á þann lið því þá er um að ræða fólk sem er í gríðarlega mikilli þörf fyrir þjónustu.“
Málefni fatlaðs fólks Heilbrigðismál Sveitarstjórnarmál Stjórnsýsla Félagsmál Mest lesið Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Innlent FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Innlent Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Innlent Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Innlent Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið Innlent Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Fleiri fréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Sjá meira