Jafnt hjá PSG og Galatasaray vann stórleikinn í Tyrklandi Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 21. september 2024 21:32 Mörk sem skipta miklu máli. EPA-EFE/ERDEM SAHIN Frakklandsmeistarar París Saint-Germain gerðu nokkuð óvænt 1-1 jafntefli við Reims í efstu deild karla þar í landi. Þá vann Galatasaray 3-1 sigur á Fenerbahçe í uppgjöri toppliða Tyrklands. Keito Nakamura kom Reims yfir strax á 9. mínútu og tók það PSG sinn tíma að ranka við sér eftir það högg. Var sem það væri Meistaradeildar-þynnka í PSG liðinu sem var langt frá sínu besta. Á 68. mínútu jafnaði Ousmane Dembélé metin og þar við sat, lokatölur 1-1. PSG vissulega mun meira með boltann og skapaði sér mun fleiri færi en það dugði ekki til í kvöld. Merci aux supporters présents à Reims ❤️💙 #SDRPSG I #Ligue1 pic.twitter.com/IQNXfRt5Fh— Paris Saint-Germain (@PSG_inside) September 21, 2024 Parísarliðið er eitt á toppi deildarinnar með 13 stig en bæði Marseille og Monaco geta jafnað það að stigum. Stórleikurinn í Tyrklandi stóð undir væntingum hvað varðar læti og skemmtanagildi en lærisveinar José Mourinho í Fenerbahçe voru á heimavelli. Það voru hins vegar gestirnir sem fóru með nokkuð öruggan sigur af hólmi. José ekki sáttur.EPA-EFE/ERDEM SAHIN Fyrsta mark leiksins reyndist sjálfsmark en Lucas Torreira, miðjumaður Galatasaray, átti þá þrumuskot í stöngina. Þaðan fór boltinn í bakið á Dominik Livaković og í netið. Sjálfsmark hjá markverðinum og gestirnir komnir yfir. Á 28. mínútu skoruðu gestirnir aftur og að þessu sinni var ekki um neitt sjálfsmark að ræða. Victor Osimhen notaði þá brjóstkassann til að leggja boltann svona líka snyrtilega á Dries Mertens sem vippaði boltanum snyrtilega yfir Livaković. Frábært mark í alla staði og staðan orðin 0-2. Leikmenn Galatasaray fagna.EPA-EFE/ERDEM SAHIN Gabriel Sara gerði svo í raun út um leikinn þegar tæp klukkustund var liðin með þriðja marki gestanna. Edin Džeko minnkaði muninn með marki úr vítaspyrnu en nær komust heimamenn ekki og lokatölur 1-3. Galatasaray er áfram með fullt hús stiga á toppi deildarinnar að loknum sex umferðum á meðan lærisveinar Mourinho eru í 2. sæti með 13 stig, fimm minna en toppliðið. Fótbolti Franski boltinn Tyrkneski boltinn Mest lesið Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Fótbolti Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter Fótbolti Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Fótbolti Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans Fótbolti Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fótbolti „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Fótbolti NFL-leikmaður skotinn á Manhattan Sport Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti „Þetta er svekkjandi og mun svíða í langan tíma“ Sport Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Fleiri fréttir Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans HM-hátíð á Ráðhústorginu í Osló í dag Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Dagskráin í dag: Þjóðverjar og Bónus extra Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Reynslumiklar Valskonur kveðja „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fanneyju skipt út til heiðurs, Elísa lagði upp og Rosengård reddaði sér Hafrún Rakel hetja Bröndby Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Erfið byrjun hjá Cecilíu og Karólínu Leiðin á HM: Arnar fer ekki að ljúga núna Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Haaland þakklátur mömmu sinni Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag 200 gegn 18 þúsund „Það verða breytingar“ Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rebrov: Karakterinn lykilatriði Sjá meira
Keito Nakamura kom Reims yfir strax á 9. mínútu og tók það PSG sinn tíma að ranka við sér eftir það högg. Var sem það væri Meistaradeildar-þynnka í PSG liðinu sem var langt frá sínu besta. Á 68. mínútu jafnaði Ousmane Dembélé metin og þar við sat, lokatölur 1-1. PSG vissulega mun meira með boltann og skapaði sér mun fleiri færi en það dugði ekki til í kvöld. Merci aux supporters présents à Reims ❤️💙 #SDRPSG I #Ligue1 pic.twitter.com/IQNXfRt5Fh— Paris Saint-Germain (@PSG_inside) September 21, 2024 Parísarliðið er eitt á toppi deildarinnar með 13 stig en bæði Marseille og Monaco geta jafnað það að stigum. Stórleikurinn í Tyrklandi stóð undir væntingum hvað varðar læti og skemmtanagildi en lærisveinar José Mourinho í Fenerbahçe voru á heimavelli. Það voru hins vegar gestirnir sem fóru með nokkuð öruggan sigur af hólmi. José ekki sáttur.EPA-EFE/ERDEM SAHIN Fyrsta mark leiksins reyndist sjálfsmark en Lucas Torreira, miðjumaður Galatasaray, átti þá þrumuskot í stöngina. Þaðan fór boltinn í bakið á Dominik Livaković og í netið. Sjálfsmark hjá markverðinum og gestirnir komnir yfir. Á 28. mínútu skoruðu gestirnir aftur og að þessu sinni var ekki um neitt sjálfsmark að ræða. Victor Osimhen notaði þá brjóstkassann til að leggja boltann svona líka snyrtilega á Dries Mertens sem vippaði boltanum snyrtilega yfir Livaković. Frábært mark í alla staði og staðan orðin 0-2. Leikmenn Galatasaray fagna.EPA-EFE/ERDEM SAHIN Gabriel Sara gerði svo í raun út um leikinn þegar tæp klukkustund var liðin með þriðja marki gestanna. Edin Džeko minnkaði muninn með marki úr vítaspyrnu en nær komust heimamenn ekki og lokatölur 1-3. Galatasaray er áfram með fullt hús stiga á toppi deildarinnar að loknum sex umferðum á meðan lærisveinar Mourinho eru í 2. sæti með 13 stig, fimm minna en toppliðið.
Fótbolti Franski boltinn Tyrkneski boltinn Mest lesið Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Fótbolti Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter Fótbolti Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Fótbolti Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans Fótbolti Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fótbolti „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Fótbolti NFL-leikmaður skotinn á Manhattan Sport Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti „Þetta er svekkjandi og mun svíða í langan tíma“ Sport Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Fleiri fréttir Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans HM-hátíð á Ráðhústorginu í Osló í dag Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Dagskráin í dag: Þjóðverjar og Bónus extra Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Reynslumiklar Valskonur kveðja „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fanneyju skipt út til heiðurs, Elísa lagði upp og Rosengård reddaði sér Hafrún Rakel hetja Bröndby Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Erfið byrjun hjá Cecilíu og Karólínu Leiðin á HM: Arnar fer ekki að ljúga núna Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Haaland þakklátur mömmu sinni Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag 200 gegn 18 þúsund „Það verða breytingar“ Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rebrov: Karakterinn lykilatriði Sjá meira