Fjarðarheiði lokuð og bílar fastir Vésteinn Örn Pétursson skrifar 24. september 2024 11:32 Vetrarfærð er á Fjarðarheiði. Vegagerðin Fjarðarheiði hefur verið lokað vegna umferðarteppu, en þar eru hálkublettir, éljagangur og nokkur vetrarfærð. Verkstjóri hjá Vegagerðinni segir þó að ekki ætti að taka langan tíma að opna heiðina aftur. „Þetta kemur svolítið hratt þegar þetta byrjar. Svo er bara erfitt fyrir mokstursmenn að athafna sig þegar það eru margir bílar stopp út af hálku og slabbi,“ segir Andri Hrafn Backman Karlsson, verkstjóri hjá Vegagerðinni í Fellabæ. Hann er ekki með nákvæma tölu á þeim bílum sem eru nú fastir uppi á heiði, en segist hafa frá ökumanni mokstursbíls að þeir séu þó nokkrir. Hann segir vetrarveðrið aðallega bundið við hæsta stað heiðinnar. „Það er aðallega þegar þú ert kominn aðeins upp, núna stend ég hér í Fellabæ og það er bara fínt hér. Um leið og þú ert kominn upp á fjallvegina þá er éljagangur, en ég er ekki viss um að það sé mikið rok. Það eru bílar þarna á sumardekkjum og ferjudagur, þannig að það spilar ekki margt með okkur í þessu.“ Mjakast allt Andri segist ekki eiga von á því að langan tíma taki að opna heiðina að nýju. „Það þarf bara að mjakast í þessu, þessir bílar þurfa eflaust að komast frá eða mokstursmaðurinn fram hjá þeim,“ segir hann. „Hann er bara að vinna í þessu og ég hef ekki trú á því að hann verði mjög lengi ef það eru ekki allt of margir fyrir honum. Þetta blessast allt hjá okkur, ég er ekkert allt of svartsýnn. Þetta hlýtur að koma.“ Múlaþing Færð á vegum Samgöngur Mest lesið „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Minni tekjur góðar fréttir Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Næringarfræðingur segir próteinbita dulbúið sælgæti Innlent Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Innlent Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Lífið Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Innlent „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Fleiri fréttir Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Sjá meira
„Þetta kemur svolítið hratt þegar þetta byrjar. Svo er bara erfitt fyrir mokstursmenn að athafna sig þegar það eru margir bílar stopp út af hálku og slabbi,“ segir Andri Hrafn Backman Karlsson, verkstjóri hjá Vegagerðinni í Fellabæ. Hann er ekki með nákvæma tölu á þeim bílum sem eru nú fastir uppi á heiði, en segist hafa frá ökumanni mokstursbíls að þeir séu þó nokkrir. Hann segir vetrarveðrið aðallega bundið við hæsta stað heiðinnar. „Það er aðallega þegar þú ert kominn aðeins upp, núna stend ég hér í Fellabæ og það er bara fínt hér. Um leið og þú ert kominn upp á fjallvegina þá er éljagangur, en ég er ekki viss um að það sé mikið rok. Það eru bílar þarna á sumardekkjum og ferjudagur, þannig að það spilar ekki margt með okkur í þessu.“ Mjakast allt Andri segist ekki eiga von á því að langan tíma taki að opna heiðina að nýju. „Það þarf bara að mjakast í þessu, þessir bílar þurfa eflaust að komast frá eða mokstursmaðurinn fram hjá þeim,“ segir hann. „Hann er bara að vinna í þessu og ég hef ekki trú á því að hann verði mjög lengi ef það eru ekki allt of margir fyrir honum. Þetta blessast allt hjá okkur, ég er ekkert allt of svartsýnn. Þetta hlýtur að koma.“
Múlaþing Færð á vegum Samgöngur Mest lesið „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Minni tekjur góðar fréttir Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Næringarfræðingur segir próteinbita dulbúið sælgæti Innlent Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Innlent Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Lífið Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Innlent „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Fleiri fréttir Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Sjá meira