Mikið fjör á fjölmennu ungmennamóti Þórarinn Þórarinsson skrifar 25. september 2024 09:20 Það var heilmikill handagangur á músum og lyklaborðum í troðfullum keppnissal Arena um helgina þegar um 130 krakkar á grunnskólaaldri kepptu á Ungmennamóti Rafíþróttasambands Íslands. „Þetta var mikið fjör og rosalega skemmtilegt,“ segir Atli Már Guðfinnsson, verkefnastjóri hjá Rafíþróttasambandi Íslands, um KIA Ungmennamótið sem fór fram í Arena, þjóðarleikvangi rafíþrótta á Íslandi, um helgina. „Það var líf og fjör báða dagana. Mætingin var frábær og allt gekk þetta vonum framar þótt fjöldinn hérna hafi verið gríðarlegur þegar mest var,“ segir Atli en ríflega 130 börn á grunnskólaaldri mættu til að etja kappi í tölvuleikjunum vinsælu Fortnite, Valorant, Minecraft og Roblox. Atli Már segir það hafa verið virkilega gaman að sjá hversu vel börn, foreldrar og ekki síst keppendur skemmtu sér og hversu virkan og mikin þátt þau fullorðnu tóku í rafsporti krakkanna. Hann bendir síðan á að mörg þúsund krakkar víða um land taki virkan þátt í ungmennastarfi Rafíþróttasambandsins og aðildarfélaga þess. Atli Már Guðfinnson, verkefnastjóri hjá Rafíþróttasambandi Íslands, hélt utan um fjölmennt ungmennamótið sem fór fram um helgina.Jóhann Páll Kristbjörnsson „Við leggjum líka mikið upp úr því að vel sé haldið utan um þessa krakka og starf okkar miðar að því að hjálpa þeim að þróast í rétta átt og hvetja til dáða, bæði í rafíþróttum og ekki síður í lífinu almennt. Þannig að ég mæli eindregið með því að krakkar sem eru að spila tölvuleiki taki þátt í ungmennastarfinu hjá einhverju af aðildarfélagum Rafíþróttasambandsins sem eru orðin 26.“ Keppni í hinum vinsæla Fortnite var býsna fjörug en þegar upp var staðið voru Blikar sigursælastir í yngri flokknum en í eldri flokki voru vaskir Suðurnesjakrakkar úr Rafíþróttadeild Keflavíkur (Rafik) svo gott sem óstöðvandi. Á annað hundrað grunnskólakrakka, ásamt foreldrum og öðrumgestum, áttu hressilega og spennandi samverustund á Ungmennmótinu sem stóð yfir frá laugardagsmorgni til sunnudagseftirmiðdegis. Einliðaleikur í Fortnite - Yngri flokkur: 1 Filip Kosta - Breiðablik 2 Þorlákur Gottskálk Guðfinnsson - FH/Fylkir 3 Brimir Leó Bjarnason - FH/Fylkir Tvíliðaleikur í Fortnite - Yngri flokkur 1 Filip Kosta og Tómas Hrafn Gunnarsson - Breiðablik 2 Brimir Leó Bjarnason og Þorlákur Gottskálk Guðfinnsson - FH/Fylkir 3 Adrian Breki Hlynsson og Arnar Smári Sigurgeirsson - RAFIK Blikarnir Filip Kosta og Tómas Hrafn Gunnarsson spiluðu sig til sigurs í tvíliðaleik í Fortnite í flokki 8-12 ára og eru hér með þjálfarann sinn, Daníel Sigurvinsson, á milli sín. Einliðaleikur í Fortnite - Eldri flokkur: 1 Bragi Sigurður - RAFÍK 2 Alexander Liljar Brynjarsson - RAFÍK 3 Sigurður Breki Ólason - RAFÍK Tvíliðaleikur í Fortnite - Eldri flokkur 1 Bragi Sigurður og Alexander Liljar Brynjarsson - RAFÍK 2 Gunnar Bjarki Valdimarsson og Rúnar Karl Bjarkason - FH/Fylkir 3 Hrafnkell Ingi Adamsson og Jóakim Jarl Hannesson - RAFÍK/FH Allir salir og hliðarherbergi í Arena voru þétt setin á meðan Ungmennamótið stóð yfir. Önnur sem komust á verðlaunapall um helgina voru Róbert úr Ármanni sem sigraði Minecraft byggingakeppni í flokki 8-12 ára og Jóakim Jarl Hannesson, frá Rafík, sem vann Minecraft bingó í flokki 13-16 ára. Tryggvi Freyr Jónsson frá Breiðabliki sigraði síðan í Roblox Dress to Impress og Sigurður Matthías FH/Fylkir vann í Roblox PVP í flokki 13-16 ára. Einbeitingin skein af hverju andliti alla helgina enda gáfu keppendur sig af lífi og sál í rafíþróttirnar sínar. Vilhjálmur Máni Blöndal, Ríkarður Leó Ólafsson, Rúnar Lamz, Einar Már Karlsson og Kristján Guðni Vilhjálmsson skipuðu síðan lið Breiðabliks sem sigraði Valorant í opnum flokki 8 til 16 ára. Rafíþróttir Tengdar fréttir Tölvuleikir auðvelda krökkum að kynnast og upplifa sögur Mun fleiri strákar (98%) en stelpur (71%) í grunnskóla spila tölvuleiki og munurinn eykst eftir aldri en í framhaldsskóla er hlutfall stráka 91% og stelpna 55%. Stelpum sem spila tölvuleiki fækkar verulega með hækkandi aldri en hlutfall strákanna er stöðugra þegar í framhaldsskóla er komið. 2. september 2024 10:34 Mest lesið „Ég er langbesti körfubolta þjálfari á landinu og það vita það allir” Körfubolti Manchester United reynir að skrúfa fyrir lekann Enski boltinn Lettneskur landsliðsmaður fannst látinn í Moskvu Körfubolti Sveindís Jane fékk að byrja í Meistaradeildinni Fótbolti Liðsfélagi Alberts gefur út rappplötu Fótbolti Freyr rekinn frá Kortrijk í kvöld Fótbolti Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Handbolti Conor McGregor ætlar að berjast við YouTube stjörnu Sport Juventus enn taplaust og áfram í bikarnum Fótbolti Bleikur Lamine Yamal kynnti nýju skóna sína Fótbolti
„Það var líf og fjör báða dagana. Mætingin var frábær og allt gekk þetta vonum framar þótt fjöldinn hérna hafi verið gríðarlegur þegar mest var,“ segir Atli en ríflega 130 börn á grunnskólaaldri mættu til að etja kappi í tölvuleikjunum vinsælu Fortnite, Valorant, Minecraft og Roblox. Atli Már segir það hafa verið virkilega gaman að sjá hversu vel börn, foreldrar og ekki síst keppendur skemmtu sér og hversu virkan og mikin þátt þau fullorðnu tóku í rafsporti krakkanna. Hann bendir síðan á að mörg þúsund krakkar víða um land taki virkan þátt í ungmennastarfi Rafíþróttasambandsins og aðildarfélaga þess. Atli Már Guðfinnson, verkefnastjóri hjá Rafíþróttasambandi Íslands, hélt utan um fjölmennt ungmennamótið sem fór fram um helgina.Jóhann Páll Kristbjörnsson „Við leggjum líka mikið upp úr því að vel sé haldið utan um þessa krakka og starf okkar miðar að því að hjálpa þeim að þróast í rétta átt og hvetja til dáða, bæði í rafíþróttum og ekki síður í lífinu almennt. Þannig að ég mæli eindregið með því að krakkar sem eru að spila tölvuleiki taki þátt í ungmennastarfinu hjá einhverju af aðildarfélagum Rafíþróttasambandsins sem eru orðin 26.“ Keppni í hinum vinsæla Fortnite var býsna fjörug en þegar upp var staðið voru Blikar sigursælastir í yngri flokknum en í eldri flokki voru vaskir Suðurnesjakrakkar úr Rafíþróttadeild Keflavíkur (Rafik) svo gott sem óstöðvandi. Á annað hundrað grunnskólakrakka, ásamt foreldrum og öðrumgestum, áttu hressilega og spennandi samverustund á Ungmennmótinu sem stóð yfir frá laugardagsmorgni til sunnudagseftirmiðdegis. Einliðaleikur í Fortnite - Yngri flokkur: 1 Filip Kosta - Breiðablik 2 Þorlákur Gottskálk Guðfinnsson - FH/Fylkir 3 Brimir Leó Bjarnason - FH/Fylkir Tvíliðaleikur í Fortnite - Yngri flokkur 1 Filip Kosta og Tómas Hrafn Gunnarsson - Breiðablik 2 Brimir Leó Bjarnason og Þorlákur Gottskálk Guðfinnsson - FH/Fylkir 3 Adrian Breki Hlynsson og Arnar Smári Sigurgeirsson - RAFIK Blikarnir Filip Kosta og Tómas Hrafn Gunnarsson spiluðu sig til sigurs í tvíliðaleik í Fortnite í flokki 8-12 ára og eru hér með þjálfarann sinn, Daníel Sigurvinsson, á milli sín. Einliðaleikur í Fortnite - Eldri flokkur: 1 Bragi Sigurður - RAFÍK 2 Alexander Liljar Brynjarsson - RAFÍK 3 Sigurður Breki Ólason - RAFÍK Tvíliðaleikur í Fortnite - Eldri flokkur 1 Bragi Sigurður og Alexander Liljar Brynjarsson - RAFÍK 2 Gunnar Bjarki Valdimarsson og Rúnar Karl Bjarkason - FH/Fylkir 3 Hrafnkell Ingi Adamsson og Jóakim Jarl Hannesson - RAFÍK/FH Allir salir og hliðarherbergi í Arena voru þétt setin á meðan Ungmennamótið stóð yfir. Önnur sem komust á verðlaunapall um helgina voru Róbert úr Ármanni sem sigraði Minecraft byggingakeppni í flokki 8-12 ára og Jóakim Jarl Hannesson, frá Rafík, sem vann Minecraft bingó í flokki 13-16 ára. Tryggvi Freyr Jónsson frá Breiðabliki sigraði síðan í Roblox Dress to Impress og Sigurður Matthías FH/Fylkir vann í Roblox PVP í flokki 13-16 ára. Einbeitingin skein af hverju andliti alla helgina enda gáfu keppendur sig af lífi og sál í rafíþróttirnar sínar. Vilhjálmur Máni Blöndal, Ríkarður Leó Ólafsson, Rúnar Lamz, Einar Már Karlsson og Kristján Guðni Vilhjálmsson skipuðu síðan lið Breiðabliks sem sigraði Valorant í opnum flokki 8 til 16 ára.
Rafíþróttir Tengdar fréttir Tölvuleikir auðvelda krökkum að kynnast og upplifa sögur Mun fleiri strákar (98%) en stelpur (71%) í grunnskóla spila tölvuleiki og munurinn eykst eftir aldri en í framhaldsskóla er hlutfall stráka 91% og stelpna 55%. Stelpum sem spila tölvuleiki fækkar verulega með hækkandi aldri en hlutfall strákanna er stöðugra þegar í framhaldsskóla er komið. 2. september 2024 10:34 Mest lesið „Ég er langbesti körfubolta þjálfari á landinu og það vita það allir” Körfubolti Manchester United reynir að skrúfa fyrir lekann Enski boltinn Lettneskur landsliðsmaður fannst látinn í Moskvu Körfubolti Sveindís Jane fékk að byrja í Meistaradeildinni Fótbolti Liðsfélagi Alberts gefur út rappplötu Fótbolti Freyr rekinn frá Kortrijk í kvöld Fótbolti Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Handbolti Conor McGregor ætlar að berjast við YouTube stjörnu Sport Juventus enn taplaust og áfram í bikarnum Fótbolti Bleikur Lamine Yamal kynnti nýju skóna sína Fótbolti
Tölvuleikir auðvelda krökkum að kynnast og upplifa sögur Mun fleiri strákar (98%) en stelpur (71%) í grunnskóla spila tölvuleiki og munurinn eykst eftir aldri en í framhaldsskóla er hlutfall stráka 91% og stelpna 55%. Stelpum sem spila tölvuleiki fækkar verulega með hækkandi aldri en hlutfall strákanna er stöðugra þegar í framhaldsskóla er komið. 2. september 2024 10:34