Manngerð hlýnun gerði flóðin í Evrópu tvöfalt líklegri en ella Kjartan Kjartansson skrifar 25. september 2024 12:03 Svona var umhorfs í bænum Ladek-Zdroj í suðvestanverðu Póllandi í síðustu viku eftir flóð þar. Gríðarleg úrkoma féll í Mið-Evrópu á fáum dögum fyrr í þessum mánuði. Vísir/EPA Hnattræn hlýnun af völdum manna tvöfaldaði líkurnar á úrhellinu sem olli mannskæðum flóðum í Mið-Evrópu í síðustu viku. Að minnsta kosti 24 fórust í flóðunum sem eru sögð þau verstu í að minnsta kosti tuttugu ár. Hópur vísindamanna sem rannsakar áhrif loftslagsbreytinga á veðuröfgar segir að úrkoman sem féll í Mið-Evrópu á fjórum dögum í storminum Boris sé sú mesta sem hefur mælst þar. Loftslagsbreytingar hafi gert úrhellið tvöfalt líklegra en ella og sjö prósent ákafara, að því er segir í frétt Reuters. Aur og braki skolaði yfir borgir og bæi í flóðunum í löndum eins og Tékklandi, Póllandi, Rúmeníu og víðar. Skemmdir urðu á byggingum, brýr hrundu og stíflur brustu. Áætlað eignatjón hleypur á milljörðum dollara. Þó að aðstæðurnar sem skópu óveðrið, kalt loft sem kom yfir Alpana og mætti heitu og röku loftni yfir Miðjarðar- og Svartahafi, hafi verið óvenjulegar magni hnattræn hlýnun upp óveður af þessu tagi og gerir þau tíðari. Miðað við þá hlýnun sem þegar er orðin, um það bil 1,3 gráður frá upphafi iðnbyltingar, ættu óveður af þessu tagi að eiga sér stað á hundrað til þrjú hundruð ára fresti. Fari hlýnunin umfram tvær gráður verði þau helmingi tíðari og fimm prósent ákafari. Útlit er fyrir hlýnun jarðar nái tveimur gráðum fyrir miðja öldina. „Enn og aftur undirstrika þessi flóð hrikalegar afleiðingar hlýnunar af völdum jarðefnaeldsneytis,“ segir Joyce Kimutai frá Imperial College í London sem einn höfunda skýrslunnar sem World Weather Attribution gaf út. Hópurinn hvetur ríki heims til þess að draga hratt úr losun gróðurhúsalofttegunda til þess að fyrirbyggja að öfgaveður af þessu tagi verði tíðari og hættulegri samfara vaxandi hlýnun jarðar. Náttúruhamfarir Loftslagsmál Pólland Tékkland Tengdar fréttir Flóð í Evrópu og Mjanmar og gróðureldar í Portúgal Tala látinna í flóðunum í austanverðri Evrópu heldur áfram að hækka en í gær bættust fjögur dauðsföll á listann í Póllandi, þrjú í Tékklandi og eitt í Rúmeníu. Fjölda fólks er einnig saknað en staðfest tala látinna er nú komin upp í sextán manns. 17. september 2024 07:06 Íslendingur í Vín: „Ég hef aldrei kynnst svona vatnsveðri“ Minnst átta hafa látist í flóðum sem gengið hafa yfir Mið- og Austur-Evrópu eftir storminn Boris. Fjölmargra er saknað. Íslendingur í Vín segist aldrei hafa séð annað eins á þeim átta árum sem hann hefur búið á svæðinu. 15. september 2024 19:13 Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Erlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Erlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Erlent Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Erlent Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Innlent Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Sjá meira
Hópur vísindamanna sem rannsakar áhrif loftslagsbreytinga á veðuröfgar segir að úrkoman sem féll í Mið-Evrópu á fjórum dögum í storminum Boris sé sú mesta sem hefur mælst þar. Loftslagsbreytingar hafi gert úrhellið tvöfalt líklegra en ella og sjö prósent ákafara, að því er segir í frétt Reuters. Aur og braki skolaði yfir borgir og bæi í flóðunum í löndum eins og Tékklandi, Póllandi, Rúmeníu og víðar. Skemmdir urðu á byggingum, brýr hrundu og stíflur brustu. Áætlað eignatjón hleypur á milljörðum dollara. Þó að aðstæðurnar sem skópu óveðrið, kalt loft sem kom yfir Alpana og mætti heitu og röku loftni yfir Miðjarðar- og Svartahafi, hafi verið óvenjulegar magni hnattræn hlýnun upp óveður af þessu tagi og gerir þau tíðari. Miðað við þá hlýnun sem þegar er orðin, um það bil 1,3 gráður frá upphafi iðnbyltingar, ættu óveður af þessu tagi að eiga sér stað á hundrað til þrjú hundruð ára fresti. Fari hlýnunin umfram tvær gráður verði þau helmingi tíðari og fimm prósent ákafari. Útlit er fyrir hlýnun jarðar nái tveimur gráðum fyrir miðja öldina. „Enn og aftur undirstrika þessi flóð hrikalegar afleiðingar hlýnunar af völdum jarðefnaeldsneytis,“ segir Joyce Kimutai frá Imperial College í London sem einn höfunda skýrslunnar sem World Weather Attribution gaf út. Hópurinn hvetur ríki heims til þess að draga hratt úr losun gróðurhúsalofttegunda til þess að fyrirbyggja að öfgaveður af þessu tagi verði tíðari og hættulegri samfara vaxandi hlýnun jarðar.
Náttúruhamfarir Loftslagsmál Pólland Tékkland Tengdar fréttir Flóð í Evrópu og Mjanmar og gróðureldar í Portúgal Tala látinna í flóðunum í austanverðri Evrópu heldur áfram að hækka en í gær bættust fjögur dauðsföll á listann í Póllandi, þrjú í Tékklandi og eitt í Rúmeníu. Fjölda fólks er einnig saknað en staðfest tala látinna er nú komin upp í sextán manns. 17. september 2024 07:06 Íslendingur í Vín: „Ég hef aldrei kynnst svona vatnsveðri“ Minnst átta hafa látist í flóðum sem gengið hafa yfir Mið- og Austur-Evrópu eftir storminn Boris. Fjölmargra er saknað. Íslendingur í Vín segist aldrei hafa séð annað eins á þeim átta árum sem hann hefur búið á svæðinu. 15. september 2024 19:13 Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Erlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Erlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Erlent Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Erlent Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Innlent Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Sjá meira
Flóð í Evrópu og Mjanmar og gróðureldar í Portúgal Tala látinna í flóðunum í austanverðri Evrópu heldur áfram að hækka en í gær bættust fjögur dauðsföll á listann í Póllandi, þrjú í Tékklandi og eitt í Rúmeníu. Fjölda fólks er einnig saknað en staðfest tala látinna er nú komin upp í sextán manns. 17. september 2024 07:06
Íslendingur í Vín: „Ég hef aldrei kynnst svona vatnsveðri“ Minnst átta hafa látist í flóðum sem gengið hafa yfir Mið- og Austur-Evrópu eftir storminn Boris. Fjölmargra er saknað. Íslendingur í Vín segist aldrei hafa séð annað eins á þeim átta árum sem hann hefur búið á svæðinu. 15. september 2024 19:13