Linda beindi Sammy Smith til Íslands: „Hugsaði mig ekki tvisvar um“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 26. september 2024 10:02 Sammy Smith hefur skorað 29 mörk í 28 leikjum með íslenskum félagsliðum. vísir/sigurjón Árið 2024 hefur verið draumi líkast fyrir Sammy Rose Smith, 23 ára bandaríska fótboltakonu, sem hefur leikið með FHL og Breiðabliki í sumar. Hún er hæstánægð með tímabilið enda gæti hún unnið bæði Bestu deildina og Lengjudeildina. Sammy hóf sumarið með FHL í Lengjudeildinni og skoraði fimmtán mörk í fjórtán leikjum fyrir liðið sem vann deildina. Í síðasta mánuði gekk hún svo í raðir Breiðabliks og hefur þar skorað sjö mörk í fimm deildarleikjum. Þrjú þeirra komu á sjö mínútna kafla gegn Þór/KA á sunnudaginn. Blikar eru með eins stigs forskot á Valskonur á toppi deildarinnar. „Þetta hefur verið súrrealískt. Þetta hefur verið mjög gaman. Ég er mjög glöð að ég sé hérna og þetta hafi farið eins og þetta hefur farið. Þetta byrjaði fyrir austan og núna er ég hérna í bænum. Þetta hefði held ég ekki getað farið betur,“ sagði Sammy í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær. Sem fyrr sagði gæti Sammy náð þeim einstaka áfanga að vinna bæði Bestu deildina og Lengjudeildina. „Það væri mjög svalt. Það er klárlega markmið hjá mér. En ég tek bara einn leik fyrir í einu. Vonandi get ég hjálpað þessu liði að vinna þessa deild,“ sagði Sammy. Sló bara til Hún er frá Boston og lék með Lindu Líf Boama, leikmanni Víkings, í Boston háskólanum. Linda mælti með því að Sammy kæmi til Íslands ef tækifæri byðist og hún tók hana á orðinu. „Hún sagði alltaf að ef ég vildi spila sem atvinnumaður gæti ég gert það á Íslandi. Þegar umboðsmaðurinn minn sagði að íslenskt lið vildi fá mig hugsaði ég mig ekki tvisvar um og sló bara til. Ég endaði fyrir austan og núna er ég hérna,“ sagði Sammy. Sammy og stöllur hennar í Breiðabliki taka á móti FH á laugardaginn.vísir/sigurjón Hún hefur smellpassað inn í lið Breiðabliks og segist raunar aldrei hafa spilað í jafn góðu liði. „Þetta lið er svo gott og við spilum svona vel saman. Ég veit ekki hvort ég hef verið í liði sem hefur spilað svona vel saman. Það vantar ekkert í liðið okkar. Þetta virkar inni á vellinum og við erum að gera vel,“ sagði Sammy. Hefndarleikur Breiðablik og Valur mætast á Hlíðarenda í lokaumferð Bestu deildarinnar. Yfirgnæfandi líkur er á að það verði hreinn úrslitaleikur um Íslandsmeistaratitilinn. „Það væri hefndarleikur fyrir mig því fyrsti leikurinn sem ég spilaði með Breiðabliki var nokkrum dögum eftir að ég kom hingað gegn Val. Þetta er klárlega hefndarleikur fyrir mig,“ sagði Sammy og vísaði til tapsins fyrir Val í úrslitaleik Mjólkurbikarsins. En hvað ber framtíðin í skauti sér fyrir Sammy? „Það er frábær spurning. Ég er að skoða kostina í stöðunni. Ég hefði ekkert á móti því að vera áfram hjá Breiðabliki. Þetta er frábær félag og ég dýrka stelpurnar. Ég hefði ekkert á móti því að vera áfram en ég hef ekki ákveðið mig,“ sagði Sammy að lokum. Fréttina má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Besta deild kvenna Breiðablik Mest lesið Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Enski boltinn „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Enski boltinn Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ Enski boltinn Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Enski boltinn „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Íslenski boltinn Sjáðu mörkin úr mettapi KR Íslenski boltinn Þurftu að aflýsa síðasta leggnum vegna mótmæla Sport Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Fótbolti Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum Fótbolti „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Enski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu mörkin úr mettapi KR Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Fullnaðarsigur Arnars „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Sjá meira
Sammy hóf sumarið með FHL í Lengjudeildinni og skoraði fimmtán mörk í fjórtán leikjum fyrir liðið sem vann deildina. Í síðasta mánuði gekk hún svo í raðir Breiðabliks og hefur þar skorað sjö mörk í fimm deildarleikjum. Þrjú þeirra komu á sjö mínútna kafla gegn Þór/KA á sunnudaginn. Blikar eru með eins stigs forskot á Valskonur á toppi deildarinnar. „Þetta hefur verið súrrealískt. Þetta hefur verið mjög gaman. Ég er mjög glöð að ég sé hérna og þetta hafi farið eins og þetta hefur farið. Þetta byrjaði fyrir austan og núna er ég hérna í bænum. Þetta hefði held ég ekki getað farið betur,“ sagði Sammy í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær. Sem fyrr sagði gæti Sammy náð þeim einstaka áfanga að vinna bæði Bestu deildina og Lengjudeildina. „Það væri mjög svalt. Það er klárlega markmið hjá mér. En ég tek bara einn leik fyrir í einu. Vonandi get ég hjálpað þessu liði að vinna þessa deild,“ sagði Sammy. Sló bara til Hún er frá Boston og lék með Lindu Líf Boama, leikmanni Víkings, í Boston háskólanum. Linda mælti með því að Sammy kæmi til Íslands ef tækifæri byðist og hún tók hana á orðinu. „Hún sagði alltaf að ef ég vildi spila sem atvinnumaður gæti ég gert það á Íslandi. Þegar umboðsmaðurinn minn sagði að íslenskt lið vildi fá mig hugsaði ég mig ekki tvisvar um og sló bara til. Ég endaði fyrir austan og núna er ég hérna,“ sagði Sammy. Sammy og stöllur hennar í Breiðabliki taka á móti FH á laugardaginn.vísir/sigurjón Hún hefur smellpassað inn í lið Breiðabliks og segist raunar aldrei hafa spilað í jafn góðu liði. „Þetta lið er svo gott og við spilum svona vel saman. Ég veit ekki hvort ég hef verið í liði sem hefur spilað svona vel saman. Það vantar ekkert í liðið okkar. Þetta virkar inni á vellinum og við erum að gera vel,“ sagði Sammy. Hefndarleikur Breiðablik og Valur mætast á Hlíðarenda í lokaumferð Bestu deildarinnar. Yfirgnæfandi líkur er á að það verði hreinn úrslitaleikur um Íslandsmeistaratitilinn. „Það væri hefndarleikur fyrir mig því fyrsti leikurinn sem ég spilaði með Breiðabliki var nokkrum dögum eftir að ég kom hingað gegn Val. Þetta er klárlega hefndarleikur fyrir mig,“ sagði Sammy og vísaði til tapsins fyrir Val í úrslitaleik Mjólkurbikarsins. En hvað ber framtíðin í skauti sér fyrir Sammy? „Það er frábær spurning. Ég er að skoða kostina í stöðunni. Ég hefði ekkert á móti því að vera áfram hjá Breiðabliki. Þetta er frábær félag og ég dýrka stelpurnar. Ég hefði ekkert á móti því að vera áfram en ég hef ekki ákveðið mig,“ sagði Sammy að lokum. Fréttina má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.
Besta deild kvenna Breiðablik Mest lesið Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Enski boltinn „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Enski boltinn Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ Enski boltinn Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Enski boltinn „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Íslenski boltinn Sjáðu mörkin úr mettapi KR Íslenski boltinn Þurftu að aflýsa síðasta leggnum vegna mótmæla Sport Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Fótbolti Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum Fótbolti „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Enski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu mörkin úr mettapi KR Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Fullnaðarsigur Arnars „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Sjá meira