Orðið vör við fjölgun útkalla vegna þjófnaðar Tómas Arnar Þorláksson skrifar 25. september 2024 21:49 Hafþór Theódórsson, sölustjóri hjá Securitas. „Viðskiptavinir eiga fyrst og fremst að hringja í lögreglu, það er númer eitt tvö og þrjú. Þeir eiga aldrei að reyna að fara og hafa afskipti af aðilanum. Til dæmis ef þetta er inn í verslun, þá á að hafa samband við verslunarstjóra sem mun þá fara með annan starfsmann með sér og tala við viðkomandi. Þá er um að gera að vera kurteis og halda ró sinni og aldrei ásaka neinn um stuld.“ Þetta segir Hafþór Theódórsson, sölustjóri hjá Securitas, spurður hvað viðskiptavinir eigi að gera ef þeir verða var við þjófnað í verslunum eða þjófa á ferð fyrir utan fyrirtæki. Öryggismenning skipti miklu máli Erlend þjófagengi herja á búðir hér á landi og á síðasta ári nam andvirði þýfisins í matvöruverslunum um fjórum milljörðum króna. Sjö erlendir ríkisborgarar voru handteknir á dögunum eftir að verðmætum að virði tugi milljóna króna var rænt úr tveimur verslunum Elko aðfaranótt mánudags. Þá hefur verið töluvert um þjófnað í hjólabúðum. Hafþór segir þau hjá Securitas hafa orðið vör við aukningu í útköllum vegna innbrota og þjófnaðar undanfarið en hann nefnir að auki nokkur góð ráð til að hafa í huga til að koma í veg fyrir að brotist sé inn í verslanir. Hann segir öryggismenningu innan fyrirtækis skipta sköpum. Vonast til þess að hrinan gangi yfir „Það er alltaf hægt að skoða betur hvað þarf. Þá er oft gott að fá fagaðila til að koma og greina þá áhættuþætti sem eru í búðinni eða verslunum og sjá hvar má gera betur. Það er alltaf gott að huga að því. Til dæmis í lok dags að það sé einhver ábyrgur fyrir því að loka gluggum og sjá hvort hurðin sé læst. Hafa góða lýsingu fyrir utan og inn í búðinni, vera með áberandi skilti um að það sé öryggiskerfi í búðinni og annan slíkan fælingarmátt sem er alltaf gott að hafa.“ Hafþór segist vonast til þess að aukin tíðni þjófnaðar muni ganga yfir en hann minnir á að slíkt komi alltaf í bylgjum. Lögreglumál Verslun Þjófnaður í Elko Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Vextir og kosningar í Sprengisandi Innlent Fleiri fréttir Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Sjá meira
Þetta segir Hafþór Theódórsson, sölustjóri hjá Securitas, spurður hvað viðskiptavinir eigi að gera ef þeir verða var við þjófnað í verslunum eða þjófa á ferð fyrir utan fyrirtæki. Öryggismenning skipti miklu máli Erlend þjófagengi herja á búðir hér á landi og á síðasta ári nam andvirði þýfisins í matvöruverslunum um fjórum milljörðum króna. Sjö erlendir ríkisborgarar voru handteknir á dögunum eftir að verðmætum að virði tugi milljóna króna var rænt úr tveimur verslunum Elko aðfaranótt mánudags. Þá hefur verið töluvert um þjófnað í hjólabúðum. Hafþór segir þau hjá Securitas hafa orðið vör við aukningu í útköllum vegna innbrota og þjófnaðar undanfarið en hann nefnir að auki nokkur góð ráð til að hafa í huga til að koma í veg fyrir að brotist sé inn í verslanir. Hann segir öryggismenningu innan fyrirtækis skipta sköpum. Vonast til þess að hrinan gangi yfir „Það er alltaf hægt að skoða betur hvað þarf. Þá er oft gott að fá fagaðila til að koma og greina þá áhættuþætti sem eru í búðinni eða verslunum og sjá hvar má gera betur. Það er alltaf gott að huga að því. Til dæmis í lok dags að það sé einhver ábyrgur fyrir því að loka gluggum og sjá hvort hurðin sé læst. Hafa góða lýsingu fyrir utan og inn í búðinni, vera með áberandi skilti um að það sé öryggiskerfi í búðinni og annan slíkan fælingarmátt sem er alltaf gott að hafa.“ Hafþór segist vonast til þess að aukin tíðni þjófnaðar muni ganga yfir en hann minnir á að slíkt komi alltaf í bylgjum.
Lögreglumál Verslun Þjófnaður í Elko Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Vextir og kosningar í Sprengisandi Innlent Fleiri fréttir Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Sjá meira