Kallaður hinn íslenski Forrest Gump af stóra bróður Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 27. september 2024 16:02 Eldur Ólafsson fer mikinn í Grænlandi þessa dagana. Eldur Ólafsson, forstjóri Amaroq Minerals, segir að hann hafi lagt lítið á sig í námi allt þar til að hann skráði sig í nám í jarðfræði í Háskóla Íslands. Þar hafi hann fundið fjölina sína en hann átti lengi vel þann draum að verða landsliðsmaður í körfubolta. Sá draumur rann út í sandinn en þar hafði það sín áhrif að Eldur fæddist með klumbufót. Þetta er meðal þess sem fram kemur í viðtali við Eld í hlaðvarpinu Chess after Dark, í umsjón þeirra Leifs Þorsteinssonar og Birkis Karls Sigurðssonar. Þar fer Eldur um víðan völl, ræðir menntaskólaárin og hvernig námugröftur í Grænlandi varð að atvinnu. Ekki langt að sækja körfuboltaáhugann Eldur er einn helsti sérfræðingur Íslands í námuvinnslu og hefur nú unnið að gullgreftri í Grænlandi ásamt kollegum sínum undanfarin ár. Fyrirtækið er á barmi þess að hefja framleiðslu í svokallaðri Nalunaq-námu ytra og starfa rúmlega 100 starfsmenn á vöktum allan sólarhringinn við að ljúka framkvæmdum við búnað fyrir gullvinnslu. Markmiðið er að hefja vinnsluna fyrir árslok. Fram undir lok menntaskólans var þó ekki útlit fyrir að Eldur myndi endilega feta menntaveginn. Ástæðan var ástríða hans fyrir körfubolta en þann áhuga á Eldur ekki langt að sækja, eldri bróðir hans er Fannar Ólafsson, margfaldur Íslandsmeistari og landsliðsmaður. „Hópefli fyrir alla nema einn“ „Ég æfði og æfði og æfði og ætlaði að verða landsliðsmaður í körfubolta. Ég var í Menntaskólanum í Sund og gerði ekki handtak,” segir Eldur. Körfuboltadraumurinn hafi hins vegar runnið út í sandinn. Ekki síst vegna þess að Eldur fæddist með klumbufót. Það þýðir að vinstri fótur hans sneri öfugt þegar hann fæddist og það hafði meðal annars þau áhrif að vöðvauppbyggingin á fætinum er lítil sem er eðlilega mikill galli í körfubolta. Það hafði ekki mikil áhrif í yngri flokkunum en hafði mikið að segja þegar komið var á efsta stig í meistaraflokki. „Meistaraflokkur KR kallaði mig Kálfinn og ég grenjaði mig í koddann á hverju kvöldi,” segir Eldur og hlær. „Þetta var svona hópefli fyrir alla nema einn,“ segir hann. Eldur var í spelku til sjö ára aldurs og þá hafi eldri bróðir hans gengið á lagið og kallað hann hinn íslenska Forrest Gump. „Nema ég hljóp aldrei upp úr spelkunni,” segir Eldur léttur. Moldi sáði mikilvægum fræjum Þegar farið var að vera útséð með körfubolta drauminn lagði Eldur alla áherslu á jarðfræðinámið. Kennslan í faginu í MS hafði verið góð og áhugaverð, sérstaklega þökk sé kennara sem kallaður var Moldi, og hafði mikið um að segja að Eldur fetaði þessa braut. Að náminu loknu hafði hann þó meiri áhuga á hagnýttri jarðfræði en vísindastarfi og það leiddi til þess að hann hóf störf hjá Geysi Green Energy og fór að byggja jarðhitavirkjanir um allan heim, meðal annars í Kína. Þar hafi áhugi hans á Grænlandi kviknað. „Þegar ég var í Kína þá áttaði ég mig á því hvað Grænland var mikilvægt Kínverjum,“ segir Eldur. Kínverjar stýra að hans sögn, málmgreftri í heiminum og því vakti fókus þeirra á Grænlandi athygli hans. Kínverjar eigi nokkur rannsóknarleyfi í Grænlandi og það gerði það að verkum að Eldur fór að skoða Grænland ásamt samstarfsfólki sínu. Það leiddi svo til stofnun Amaroq Minerals sem nú er á barmi þess að hefja framleiðslu. Amaroq Minerals Mest lesið Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Lífið Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Lífið „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Lífið Í þrjátíu ára gömlum fötum af mömmu Tíska og hönnun „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Lífið Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Tónlist Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Lífið Fleiri fréttir Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Sjá meira
Þetta er meðal þess sem fram kemur í viðtali við Eld í hlaðvarpinu Chess after Dark, í umsjón þeirra Leifs Þorsteinssonar og Birkis Karls Sigurðssonar. Þar fer Eldur um víðan völl, ræðir menntaskólaárin og hvernig námugröftur í Grænlandi varð að atvinnu. Ekki langt að sækja körfuboltaáhugann Eldur er einn helsti sérfræðingur Íslands í námuvinnslu og hefur nú unnið að gullgreftri í Grænlandi ásamt kollegum sínum undanfarin ár. Fyrirtækið er á barmi þess að hefja framleiðslu í svokallaðri Nalunaq-námu ytra og starfa rúmlega 100 starfsmenn á vöktum allan sólarhringinn við að ljúka framkvæmdum við búnað fyrir gullvinnslu. Markmiðið er að hefja vinnsluna fyrir árslok. Fram undir lok menntaskólans var þó ekki útlit fyrir að Eldur myndi endilega feta menntaveginn. Ástæðan var ástríða hans fyrir körfubolta en þann áhuga á Eldur ekki langt að sækja, eldri bróðir hans er Fannar Ólafsson, margfaldur Íslandsmeistari og landsliðsmaður. „Hópefli fyrir alla nema einn“ „Ég æfði og æfði og æfði og ætlaði að verða landsliðsmaður í körfubolta. Ég var í Menntaskólanum í Sund og gerði ekki handtak,” segir Eldur. Körfuboltadraumurinn hafi hins vegar runnið út í sandinn. Ekki síst vegna þess að Eldur fæddist með klumbufót. Það þýðir að vinstri fótur hans sneri öfugt þegar hann fæddist og það hafði meðal annars þau áhrif að vöðvauppbyggingin á fætinum er lítil sem er eðlilega mikill galli í körfubolta. Það hafði ekki mikil áhrif í yngri flokkunum en hafði mikið að segja þegar komið var á efsta stig í meistaraflokki. „Meistaraflokkur KR kallaði mig Kálfinn og ég grenjaði mig í koddann á hverju kvöldi,” segir Eldur og hlær. „Þetta var svona hópefli fyrir alla nema einn,“ segir hann. Eldur var í spelku til sjö ára aldurs og þá hafi eldri bróðir hans gengið á lagið og kallað hann hinn íslenska Forrest Gump. „Nema ég hljóp aldrei upp úr spelkunni,” segir Eldur léttur. Moldi sáði mikilvægum fræjum Þegar farið var að vera útséð með körfubolta drauminn lagði Eldur alla áherslu á jarðfræðinámið. Kennslan í faginu í MS hafði verið góð og áhugaverð, sérstaklega þökk sé kennara sem kallaður var Moldi, og hafði mikið um að segja að Eldur fetaði þessa braut. Að náminu loknu hafði hann þó meiri áhuga á hagnýttri jarðfræði en vísindastarfi og það leiddi til þess að hann hóf störf hjá Geysi Green Energy og fór að byggja jarðhitavirkjanir um allan heim, meðal annars í Kína. Þar hafi áhugi hans á Grænlandi kviknað. „Þegar ég var í Kína þá áttaði ég mig á því hvað Grænland var mikilvægt Kínverjum,“ segir Eldur. Kínverjar stýra að hans sögn, málmgreftri í heiminum og því vakti fókus þeirra á Grænlandi athygli hans. Kínverjar eigi nokkur rannsóknarleyfi í Grænlandi og það gerði það að verkum að Eldur fór að skoða Grænland ásamt samstarfsfólki sínu. Það leiddi svo til stofnun Amaroq Minerals sem nú er á barmi þess að hefja framleiðslu.
Amaroq Minerals Mest lesið Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Lífið Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Lífið „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Lífið Í þrjátíu ára gömlum fötum af mömmu Tíska og hönnun „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Lífið Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Tónlist Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Lífið Fleiri fréttir Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Sjá meira
Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning
Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning