Helga Mogensen látin Lovísa Arnardóttir skrifar 30. september 2024 09:13 Helga lætur eftir sig tvær dætur, Ylfu Edith Fenger og Hönnu Eiríksdóttur Mogensen og fimm barnabörn. Aðsend Helga Mogensen matarfrömuður og frumkvöðull lést sunnudaginn 29. september á líknardeild Landspítalans í Kópavogi, sjötíu ára að aldri. Helga Mogensen fæddist á Selfossi 12. apríl 1954 en flutti til Reykjavíkur á unglingsaldri. Foreldrar hennar voru Helge Mogensen mjólkurbúfræðingur og Þórunn Málfríður Jónsdóttir kaupmaður. Helga lætur eftir sig tvær dætur, Ylfu Edith Fenger og Hönnu Eiríksdóttur Mogensen og fimm barnabörn. Í tilkynningu um andlát hennar kemur fram að hún hafi um árabil búið í Danmörku þar sem hún kynntist og tileinkaði sér grænmetisfæði sem og jógaiðkun sem hún stundaði reglulega og kenndi. Auk þess lærði hún þar óhefðbundnar lækningar. Á níunda áratugnum fór Helga til frekara náms í jógafræðum og iðkun á Kripalu-jógastöðinni í Massachusetts í Bandaríkjunum og opnaði seinna jógastöðina Heimsljós ásamt vinum hér heima á Íslandi, og kenndi síðar víða jóga, þar á meðal í Kramhúsinu. „Helga var í hópi helstu brautryðjanda á sviði uppbyggingar og reksturs grænmetisveitingastaða í Reykjavík og má í því samhengi nefna veitingastaðinn Á næstu grösum sem hún ásamt vinum opnaði árið 1978 og rak um árabil, og síðar heilsuveitingastaðina Krúsku og Maður lifandi,“ segir í tilkynningunni. Þá kemur þar einnig fram að mataruppskriftir hennar hafi notið mikilla vinsælda. Þær hafi birst í matreiðslubókum og á matseðlum veitingahúsa og mötuneyta. „Helga hefur hannað margvíslegar uppskriftir úr íslensku hráefni fyrir garðyrkjubændur og samtök þeirra. Þá rak Helga rak um tíma hádegisverðarþjónustu fyrir vinnustaði og hóf árið 2013 framleiðslu á hollusturéttum undir merkjunum Kræsingar frú Mogensen sem naut mikilla vinsælda um land allt.“ Síðustu árin starfaði Helga á veitingastofu Hringsins á barnaspítalanum við Hringbraut og hlúði þar bæði að starfsfólki og gestum og gangandi með hollustufæði í fyrirrúmi. „Helga ferðaðist um víða veröld, ávallt í leit að aukinni þekkingu og skilningi sem hún margnýtti í starfi sínu og lífi,“ segir að lokum í tilkynningunni. Andlát Veitingastaðir Mest lesið Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Selenskí mun funda með Trump Erlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fleiri fréttir Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði Sjá meira
Helga Mogensen fæddist á Selfossi 12. apríl 1954 en flutti til Reykjavíkur á unglingsaldri. Foreldrar hennar voru Helge Mogensen mjólkurbúfræðingur og Þórunn Málfríður Jónsdóttir kaupmaður. Helga lætur eftir sig tvær dætur, Ylfu Edith Fenger og Hönnu Eiríksdóttur Mogensen og fimm barnabörn. Í tilkynningu um andlát hennar kemur fram að hún hafi um árabil búið í Danmörku þar sem hún kynntist og tileinkaði sér grænmetisfæði sem og jógaiðkun sem hún stundaði reglulega og kenndi. Auk þess lærði hún þar óhefðbundnar lækningar. Á níunda áratugnum fór Helga til frekara náms í jógafræðum og iðkun á Kripalu-jógastöðinni í Massachusetts í Bandaríkjunum og opnaði seinna jógastöðina Heimsljós ásamt vinum hér heima á Íslandi, og kenndi síðar víða jóga, þar á meðal í Kramhúsinu. „Helga var í hópi helstu brautryðjanda á sviði uppbyggingar og reksturs grænmetisveitingastaða í Reykjavík og má í því samhengi nefna veitingastaðinn Á næstu grösum sem hún ásamt vinum opnaði árið 1978 og rak um árabil, og síðar heilsuveitingastaðina Krúsku og Maður lifandi,“ segir í tilkynningunni. Þá kemur þar einnig fram að mataruppskriftir hennar hafi notið mikilla vinsælda. Þær hafi birst í matreiðslubókum og á matseðlum veitingahúsa og mötuneyta. „Helga hefur hannað margvíslegar uppskriftir úr íslensku hráefni fyrir garðyrkjubændur og samtök þeirra. Þá rak Helga rak um tíma hádegisverðarþjónustu fyrir vinnustaði og hóf árið 2013 framleiðslu á hollusturéttum undir merkjunum Kræsingar frú Mogensen sem naut mikilla vinsælda um land allt.“ Síðustu árin starfaði Helga á veitingastofu Hringsins á barnaspítalanum við Hringbraut og hlúði þar bæði að starfsfólki og gestum og gangandi með hollustufæði í fyrirrúmi. „Helga ferðaðist um víða veröld, ávallt í leit að aukinni þekkingu og skilningi sem hún margnýtti í starfi sínu og lífi,“ segir að lokum í tilkynningunni.
Andlát Veitingastaðir Mest lesið Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Selenskí mun funda með Trump Erlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fleiri fréttir Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði Sjá meira