Það er töff að vera sauðfjárbóndi Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 3. október 2024 20:05 Bikar og glæsileg verðlaun voru veitt í einstökum flokkum. Hér eru það gimbrarnar með eigendum sínum. Magnús Hlynur Hreiðarsson Íslenska sauðkindin er í mikilli sókn um þessar mundir ef marka má áhuga fólks á viðburðum þar sem hún er til sýnis eins og fjárlitasýningu í Rangárþingi ytra. Það er greinilega mikil stemming fyrir sauðfé og öllu í kringum sauðfjárbúskap ef marka má aðsókn gesta um síðustu helgi á opið hús á fjárlitasýningu á bænum Árbæjarhjáleigu í Rangárþingi ytra á vegum fjárræktarfélagsins Lits. Sérstakir dómarar sáu um að þukla féð og dæma það og voru að sjálfsögðu veitt verðlaun fyrir fallegustu lömbin og þau litfegurstu. „Þetta gefur lífinu gildi. Það er mikill áhugi fyrir íslensku sauðkindinni og gaman að vera í kringum skepnurnar með barnabörnum og öllu fólkinu, þetta er bara mjög gaman,” segir Magnea Bjarnadóttir sauðfjárbóndi í Ásamýri. „Þetta er alltaf jafn gaman og að halda í kindurnar og horfa á dómarana dæma,” segir Sumarliði Erlendsson frá Skarði í Landsveit. En er eitthvað töff við að vera sauðfjárbóndi? „Ég myndi segja það, það er töff, Já, mjög töff,” bætir Sumarliði við. Dómararnir og ritarinn að störfum á fjárlitasýningunni í Árbæjarhjáleigu.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og Kristinn Guðnason í Árbæjarhjáleigu var kynnir dagsins. Hver er upp á halds liturinn hans þegar íslenska sauðkindin er annars vegar? „Mér finnst voðalega fallegt vel grátt, já, svo eru svona alls lags afbrigði af þessu, sem eru falleg eins og móflekkótt, morbíldótt, mórautt, fallega mórautt fé er mjög fallegt,” segir Kristinn alsæll með daginn. „Þetta er orðið mjög fjölbreytt og svo hefur gerðin batnað rosalega mikið á mislita fénu þannig að fólk getur alveg orðið ræktað mislit fé til slátrunar alveg til samræmis við hvítt fé,” segir Guðlaugur H. Kristmundsson, formaður Fjárræktarfélagsins Lits. Ingvar Pétur Guðbjörnsson (t.v.) tók þátt í fjárlitasýningunni með fé frá sér en hann er hér ásamt Guðlaugi H. Kristmundssyni, formanni Fjárræktarfélagsins Lits.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Það er svakalega mikill áhugi á kindinni, maður sér það best á svona dögum hvað það eru margir, sem sýna þessu áhuga,” segir Jóhanna Hlöðversdóttir, sauðfjárbóndi á bænum Hellum. En hvað er það að gefa Jóhönnu að vera sauðfjárbóndi? „Það gefur mér tengingu við náttúruna, það gefur uppbyggingu á landi og þetta að getað ræktað, sem sagt ræktað landið mitt, ræktað jörðina mína og að geta kynnt börnunum mínum fyrir náttúrunni og fyrir því hvernig það er að alast upp í kringum dýr,” segir Jóhanna. Fjöldi fólks mætti á fjárlitasýninguna, sem sýnir hvað það er mikill áhugi á íslenska sauðkindinni.Magnús Hlynur Hreiðarsson Rangárþing ytra Landbúnaður Sauðfé Mest lesið Stjörnulífið: Ólétta og ást í 23 ár Lífið Fagnaði 35 árum með stæl í Kólumbíu Lífið Er hægt að njóta kynlífs þrátt fyrir mikla áfallasögu? Lífið Fela einhverfu til að passa inn Lífið Óþægilegt erótískt ljóð Kennedy afhjúpað í framhjáhaldsdeilu Lífið Þessar jólagjafir hitta í mark Lífið samstarf Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Menning „Nýju hverfin eintómar stafsetningarvillur“ Lífið samstarf Hvorki síldarævintýri né gervigreind Lífið Skrímslaævintýri á Álftanesi varð að blómstrandi fjölskyldufyrirtæki Lífið samstarf Fleiri fréttir Fagnaði 35 árum með stæl í Kólumbíu Stjörnulífið: Ólétta og ást í 23 ár Er hægt að njóta kynlífs þrátt fyrir mikla áfallasögu? Fela einhverfu til að passa inn MTV hættir að sýna tónlistarmyndbönd allan sólarhringinn Hvorki síldarævintýri né gervigreind Krakkatían: Pizza, leikhús og þjóðfáni Vill hvetja mæður til að segja eigin sögu Óþægilegt erótískt ljóð Kennedy afhjúpað í framhjáhaldsdeilu Fréttatía vikunnar: Dreki, HúbbaBúbba og verðbólgan Júlí Heiðar og Dísa byrja með hlaðvarp Missti seinni fótinn sex árum eftir þann fyrri Töframaður fann Dimmu heila á húfi Dauða kindin óheppileg byrjun á brúðkaupi Skrautlegur dagur Guðrúnar Hafsteins og Fannars Jólaskreytingin þarf ekki að vera dýr og margt hægt að endurnýta „Lífið hefur ekkert alltaf verið auðvelt“ Norðurslóðastjörnu sagt að frumbyggjaskírteini væri „fals“ Féll niður fimmtán metra á Súlum: „Þetta er bara búið, ég átti gott líf“ Bróðurinn grunaði að Hulda væri hálfsystir þeirra Útgeislun og glæsileiki í húðvörupartýi Verkefnið kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og varð Daníel að þegja í heilt ár Óttast að Dimma hafi endað í gini tófunnar Inga Elín hannar fyrir Saga Class Kjallarinn eins og nýr hjá Ásu og Árna „Ma & pa í apríl“ Bryndís Líf og Stefán eiga von á dreng Leikur plötusnúð á Hollywood sem eltir æskuástina til Spánar Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? Sjá meira
Það er greinilega mikil stemming fyrir sauðfé og öllu í kringum sauðfjárbúskap ef marka má aðsókn gesta um síðustu helgi á opið hús á fjárlitasýningu á bænum Árbæjarhjáleigu í Rangárþingi ytra á vegum fjárræktarfélagsins Lits. Sérstakir dómarar sáu um að þukla féð og dæma það og voru að sjálfsögðu veitt verðlaun fyrir fallegustu lömbin og þau litfegurstu. „Þetta gefur lífinu gildi. Það er mikill áhugi fyrir íslensku sauðkindinni og gaman að vera í kringum skepnurnar með barnabörnum og öllu fólkinu, þetta er bara mjög gaman,” segir Magnea Bjarnadóttir sauðfjárbóndi í Ásamýri. „Þetta er alltaf jafn gaman og að halda í kindurnar og horfa á dómarana dæma,” segir Sumarliði Erlendsson frá Skarði í Landsveit. En er eitthvað töff við að vera sauðfjárbóndi? „Ég myndi segja það, það er töff, Já, mjög töff,” bætir Sumarliði við. Dómararnir og ritarinn að störfum á fjárlitasýningunni í Árbæjarhjáleigu.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og Kristinn Guðnason í Árbæjarhjáleigu var kynnir dagsins. Hver er upp á halds liturinn hans þegar íslenska sauðkindin er annars vegar? „Mér finnst voðalega fallegt vel grátt, já, svo eru svona alls lags afbrigði af þessu, sem eru falleg eins og móflekkótt, morbíldótt, mórautt, fallega mórautt fé er mjög fallegt,” segir Kristinn alsæll með daginn. „Þetta er orðið mjög fjölbreytt og svo hefur gerðin batnað rosalega mikið á mislita fénu þannig að fólk getur alveg orðið ræktað mislit fé til slátrunar alveg til samræmis við hvítt fé,” segir Guðlaugur H. Kristmundsson, formaður Fjárræktarfélagsins Lits. Ingvar Pétur Guðbjörnsson (t.v.) tók þátt í fjárlitasýningunni með fé frá sér en hann er hér ásamt Guðlaugi H. Kristmundssyni, formanni Fjárræktarfélagsins Lits.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Það er svakalega mikill áhugi á kindinni, maður sér það best á svona dögum hvað það eru margir, sem sýna þessu áhuga,” segir Jóhanna Hlöðversdóttir, sauðfjárbóndi á bænum Hellum. En hvað er það að gefa Jóhönnu að vera sauðfjárbóndi? „Það gefur mér tengingu við náttúruna, það gefur uppbyggingu á landi og þetta að getað ræktað, sem sagt ræktað landið mitt, ræktað jörðina mína og að geta kynnt börnunum mínum fyrir náttúrunni og fyrir því hvernig það er að alast upp í kringum dýr,” segir Jóhanna. Fjöldi fólks mætti á fjárlitasýninguna, sem sýnir hvað það er mikill áhugi á íslenska sauðkindinni.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Rangárþing ytra Landbúnaður Sauðfé Mest lesið Stjörnulífið: Ólétta og ást í 23 ár Lífið Fagnaði 35 árum með stæl í Kólumbíu Lífið Er hægt að njóta kynlífs þrátt fyrir mikla áfallasögu? Lífið Fela einhverfu til að passa inn Lífið Óþægilegt erótískt ljóð Kennedy afhjúpað í framhjáhaldsdeilu Lífið Þessar jólagjafir hitta í mark Lífið samstarf Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Menning „Nýju hverfin eintómar stafsetningarvillur“ Lífið samstarf Hvorki síldarævintýri né gervigreind Lífið Skrímslaævintýri á Álftanesi varð að blómstrandi fjölskyldufyrirtæki Lífið samstarf Fleiri fréttir Fagnaði 35 árum með stæl í Kólumbíu Stjörnulífið: Ólétta og ást í 23 ár Er hægt að njóta kynlífs þrátt fyrir mikla áfallasögu? Fela einhverfu til að passa inn MTV hættir að sýna tónlistarmyndbönd allan sólarhringinn Hvorki síldarævintýri né gervigreind Krakkatían: Pizza, leikhús og þjóðfáni Vill hvetja mæður til að segja eigin sögu Óþægilegt erótískt ljóð Kennedy afhjúpað í framhjáhaldsdeilu Fréttatía vikunnar: Dreki, HúbbaBúbba og verðbólgan Júlí Heiðar og Dísa byrja með hlaðvarp Missti seinni fótinn sex árum eftir þann fyrri Töframaður fann Dimmu heila á húfi Dauða kindin óheppileg byrjun á brúðkaupi Skrautlegur dagur Guðrúnar Hafsteins og Fannars Jólaskreytingin þarf ekki að vera dýr og margt hægt að endurnýta „Lífið hefur ekkert alltaf verið auðvelt“ Norðurslóðastjörnu sagt að frumbyggjaskírteini væri „fals“ Féll niður fimmtán metra á Súlum: „Þetta er bara búið, ég átti gott líf“ Bróðurinn grunaði að Hulda væri hálfsystir þeirra Útgeislun og glæsileiki í húðvörupartýi Verkefnið kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og varð Daníel að þegja í heilt ár Óttast að Dimma hafi endað í gini tófunnar Inga Elín hannar fyrir Saga Class Kjallarinn eins og nýr hjá Ásu og Árna „Ma & pa í apríl“ Bryndís Líf og Stefán eiga von á dreng Leikur plötusnúð á Hollywood sem eltir æskuástina til Spánar Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? Sjá meira