Ljúfsár hinsta heimsókn í Blóðbankann Kristín Ólafsdóttir skrifar 2. október 2024 11:13 Aðalsteinn Sigfússon gaf í morgun blóðflögur í hinsta sinn. Sonur hans Sigfús, sem gaf blóðflögur í morgun föður sínum til samlætis, sést í bakgrunni. Systkin hans Hákon og Guðrún létu einnig til sín taka. Vísir/Sigurjón Maður sem gaf blóð í síðasta sinn með viðhöfn í morgun segir blendnar tilfinningar fylgja hinstu blóðgjöfinni, sem jafnframt er númer 250 á ferlinum. Formaður Blóðgjafafélagsins hefur áhyggjur af ítrekuðum neyðarköllum frá Blóðbankanum og hvetur fólk að skrá sig til leiks, sérstaklega konur. Aðalsteinn Sigfússon hefur verið ötull blóðgjafi í fimmtíu ár. Hann varð nýverið sjötugur, og þrátt fyrir að vera afar heilsuhraustur, þarf hann nú að láta af blóðgjöf vegna aldurs. Það voru því tímamót í Blóðbankanum í morgun, þegar Aðalsteinn mætti ásamt börnum sínum til að gefa blóð í hinsta sinn. „Hún er svona blendin þessi tilfinning. 250 skipti, er ekki komið nóg? Jú, ég held það megi alveg segja það og ég er bara glaður að hafa haft tækifæri til að gera þetta, haft heilbrigði til þess og getað lagt mitt að liði, fyrir fólk, fyrir heilbrigðiskerfið,“ sagði Aðalsteinn þar sem hann sat í rólegheitum að gefa blóðflögur í morgun. Hann bindur vonir við að börnin hans, Hákon, Sigfús og Guðrún, taki við keflinu og hvetur jafnframt alla til að skrá sig sem blóðgjafa, hafi þeir tök á. Ítrekuð neyðarköll áhyggjuefni Undir þetta tekur Davíð Stefán Guðmundsson formaður Blóðgjafafélags Íslands. Þrjú þúsund nýja blóðgjafa þurfi á ári, markmið sem erfiðlega gengur að uppfylla. „Því miður erum við að sjá endurtekin neyðarköll frá blóðbankanun, þar sem óskað er eftir nýjum blóðbönkum og blóðgjöfum. Og það er áhyggjuefni fyrir íslenskt heilbrigðiskerfi í heild sinni,“ segir Davíð. Davíð ráðleggur nýjum blóðgjöfum að vera úthvíldir áður en þeir mæta í gjöf, borða morgunmat og drekka nóg af vatni. „Fólk hefur komið fimm sinnum og þá yfirleitt er þetta orðið að rútínu og við viljum endilega fá sem mest af ungu fólki, og sérstaklega konur. Það hallar á konur í hópi blóðgjafa,“ segir Davíð Stefán Guðmundsson formaður Blóðgjafafélagsins. Sýnt verður frá tímamótum morgunsins í Blóðbankanum og nánar rætt við Aðalstein og börnin hans þrjú í fréttum Stöðvar 2 í kvöld. Heilbrigðismál Blóðgjöf Mest lesið Næringarfræðingur segir próteinbita dulbúið sælgæti Innlent Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Innlent Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Eldur í ruslabíl í Bríetartúni Innlent Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Innlent Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Erlent Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Innlent Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Innlent Fleiri fréttir Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Handtekinn í Dölunum Eldur í ruslabíl í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Sjá meira
Aðalsteinn Sigfússon hefur verið ötull blóðgjafi í fimmtíu ár. Hann varð nýverið sjötugur, og þrátt fyrir að vera afar heilsuhraustur, þarf hann nú að láta af blóðgjöf vegna aldurs. Það voru því tímamót í Blóðbankanum í morgun, þegar Aðalsteinn mætti ásamt börnum sínum til að gefa blóð í hinsta sinn. „Hún er svona blendin þessi tilfinning. 250 skipti, er ekki komið nóg? Jú, ég held það megi alveg segja það og ég er bara glaður að hafa haft tækifæri til að gera þetta, haft heilbrigði til þess og getað lagt mitt að liði, fyrir fólk, fyrir heilbrigðiskerfið,“ sagði Aðalsteinn þar sem hann sat í rólegheitum að gefa blóðflögur í morgun. Hann bindur vonir við að börnin hans, Hákon, Sigfús og Guðrún, taki við keflinu og hvetur jafnframt alla til að skrá sig sem blóðgjafa, hafi þeir tök á. Ítrekuð neyðarköll áhyggjuefni Undir þetta tekur Davíð Stefán Guðmundsson formaður Blóðgjafafélags Íslands. Þrjú þúsund nýja blóðgjafa þurfi á ári, markmið sem erfiðlega gengur að uppfylla. „Því miður erum við að sjá endurtekin neyðarköll frá blóðbankanun, þar sem óskað er eftir nýjum blóðbönkum og blóðgjöfum. Og það er áhyggjuefni fyrir íslenskt heilbrigðiskerfi í heild sinni,“ segir Davíð. Davíð ráðleggur nýjum blóðgjöfum að vera úthvíldir áður en þeir mæta í gjöf, borða morgunmat og drekka nóg af vatni. „Fólk hefur komið fimm sinnum og þá yfirleitt er þetta orðið að rútínu og við viljum endilega fá sem mest af ungu fólki, og sérstaklega konur. Það hallar á konur í hópi blóðgjafa,“ segir Davíð Stefán Guðmundsson formaður Blóðgjafafélagsins. Sýnt verður frá tímamótum morgunsins í Blóðbankanum og nánar rætt við Aðalstein og börnin hans þrjú í fréttum Stöðvar 2 í kvöld.
Heilbrigðismál Blóðgjöf Mest lesið Næringarfræðingur segir próteinbita dulbúið sælgæti Innlent Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Innlent Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Eldur í ruslabíl í Bríetartúni Innlent Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Innlent Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Erlent Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Innlent Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Innlent Fleiri fréttir Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Handtekinn í Dölunum Eldur í ruslabíl í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Sjá meira