Enn pláss fyrir Aron sem fer í segulómun Sindri Sverrisson skrifar 2. október 2024 13:13 Aron Einar Gunnarsson lék í gær sinn fyrsta leik fyrir katarska liðið Al Gharafa, í Meistaradeild Asíu. VÍSIR/VILHELM Åge Hareide segir ekki útilokað að hann bæti Aroni Einari Gunnarssyni við í landsliðshóp sinn sem 24. manni fyrir leikina við Wales og Tyrkland á Laugardalsvelli 11. og 14. október. Hann bindur vonir við að Gylfi Þór Sigurðsson verði klár í slaginn. Hareide tilkynnti 23 manna hóp í dag en þar er Aron Einar ekki á lista. Hann gæti þó mögulega komið inn, en sömuleiðis er möguleiki á að kallað verði í Júlíus Magnússon, miðjumann Fredrikstad í Noregi. Aron Einar lék í gærkvöld sinn fyrsta leik fyrir sitt nýja félag í Katar, Al Gharafa, í Meistaradeild Asíu. Aron var í byrjunarliðinu og lék rúmlega sjötíu mínútur, í 4-2 sigri á Al Ain frá Sameinuðu arabísku furstadæmunum. Hareide neitaði því aðspurður, að Aron hefði farið meiddur af velli, en sagði hann þurfa að fara í skoðun áður en hægt væri að velja hann. „Ég ræddi við Aron fyrr í þessari viku. Hann varð bara þreyttur í aftari lærvöðva og fór af velli. Við sögðum honum að fara í segulómun og ef eitthvað er að kemur hann ekki. Við getum tekið inn 24 en getum ekki tekið inn menn sem eiga í einhverjum vandræðum í aðdraganda leikjanna,“ sagði Hareide. Aron á að baki 103 A-landsleiki. Þar af eru tveir undir stjórn Åge Hareide, í fyrrahaust, þegar Aron hafði ekkert verið að spila með þáverandi félagsliði sínu Al Arabi. Aron var hins vegar farinn að spila fyrir uppeldisfélag sitt Þór á Akureyri, í Lengjudeildinni í sumar, þegar Hareide valdi síðasta landsliðshóp, fyrir fyrstu leikina í Þjóðadeildinni. Norðmaðurinn sagði þá að ekki kæmi til greina að velja Aron í landsliðshópinn á meðan að hann væri leikmaður Þórs í næstefstu deild á Íslandi. Síðan þá hefur hann haldið utan og til liðs við Al Gharafa. Gylfi og Sverrir með en Arnór úr leik Arnór Sigurðsson er ekki í landsliðshópnum núna eftir að hafa verið að glíma við veikindi frá því í landsleikjunum í september. Sverrir Ingi Ingason er hins vegar til taks í vörninni að nýju eftir að hafa misst af sigrinum gegn Svartfellingum og tapinu geg Tyrkjum. Hareide segir ekki mikla óvissu um stöðuna á Gylfa Þór Sigurðssyni, sem missti af leik Vals við Víking í byrjun vikunnar vegna bakmeiðsla. „Ég ræddi við Gylfa fyrir tveimur dögum. Hann var kominn á ferðina aftur þá. Hann hefur áður glímt við þetta bakvesen í sumar. Við sjáum til hvernig hann verður um helgina og hvort hann geti spilað, en annað er ekki að frétta af honum.“ Þjóðadeild karla í fótbolta Landslið karla í fótbolta Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum Fótbolti Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Fótbolti Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Enski boltinn Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn „Fáránleg staða sem er komin upp“ Enski boltinn Lehmann færir sig um set á Ítalíu Fótbolti „Einhver vildi losna við mig“ Fótbolti Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Handbolti Fleiri fréttir Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne Fyrirmenni fótboltans á Norðurlöndum mæta til Íslands í vikunni Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum „Er að koma inn í hlutverk sem ég veit að ég er góð í“ „Einhver vildi losna við mig“ Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Lehmann færir sig um set á Ítalíu Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG „Þetta var bara út um allt“ Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni „Þetta var eflaust frábær leikur fyrir áhorfendur“ Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi KR fær þýskan varnarmann Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Sjá meira
Hareide tilkynnti 23 manna hóp í dag en þar er Aron Einar ekki á lista. Hann gæti þó mögulega komið inn, en sömuleiðis er möguleiki á að kallað verði í Júlíus Magnússon, miðjumann Fredrikstad í Noregi. Aron Einar lék í gærkvöld sinn fyrsta leik fyrir sitt nýja félag í Katar, Al Gharafa, í Meistaradeild Asíu. Aron var í byrjunarliðinu og lék rúmlega sjötíu mínútur, í 4-2 sigri á Al Ain frá Sameinuðu arabísku furstadæmunum. Hareide neitaði því aðspurður, að Aron hefði farið meiddur af velli, en sagði hann þurfa að fara í skoðun áður en hægt væri að velja hann. „Ég ræddi við Aron fyrr í þessari viku. Hann varð bara þreyttur í aftari lærvöðva og fór af velli. Við sögðum honum að fara í segulómun og ef eitthvað er að kemur hann ekki. Við getum tekið inn 24 en getum ekki tekið inn menn sem eiga í einhverjum vandræðum í aðdraganda leikjanna,“ sagði Hareide. Aron á að baki 103 A-landsleiki. Þar af eru tveir undir stjórn Åge Hareide, í fyrrahaust, þegar Aron hafði ekkert verið að spila með þáverandi félagsliði sínu Al Arabi. Aron var hins vegar farinn að spila fyrir uppeldisfélag sitt Þór á Akureyri, í Lengjudeildinni í sumar, þegar Hareide valdi síðasta landsliðshóp, fyrir fyrstu leikina í Þjóðadeildinni. Norðmaðurinn sagði þá að ekki kæmi til greina að velja Aron í landsliðshópinn á meðan að hann væri leikmaður Þórs í næstefstu deild á Íslandi. Síðan þá hefur hann haldið utan og til liðs við Al Gharafa. Gylfi og Sverrir með en Arnór úr leik Arnór Sigurðsson er ekki í landsliðshópnum núna eftir að hafa verið að glíma við veikindi frá því í landsleikjunum í september. Sverrir Ingi Ingason er hins vegar til taks í vörninni að nýju eftir að hafa misst af sigrinum gegn Svartfellingum og tapinu geg Tyrkjum. Hareide segir ekki mikla óvissu um stöðuna á Gylfa Þór Sigurðssyni, sem missti af leik Vals við Víking í byrjun vikunnar vegna bakmeiðsla. „Ég ræddi við Gylfa fyrir tveimur dögum. Hann var kominn á ferðina aftur þá. Hann hefur áður glímt við þetta bakvesen í sumar. Við sjáum til hvernig hann verður um helgina og hvort hann geti spilað, en annað er ekki að frétta af honum.“
Þjóðadeild karla í fótbolta Landslið karla í fótbolta Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum Fótbolti Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Fótbolti Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Enski boltinn Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn „Fáránleg staða sem er komin upp“ Enski boltinn Lehmann færir sig um set á Ítalíu Fótbolti „Einhver vildi losna við mig“ Fótbolti Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Handbolti Fleiri fréttir Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne Fyrirmenni fótboltans á Norðurlöndum mæta til Íslands í vikunni Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum „Er að koma inn í hlutverk sem ég veit að ég er góð í“ „Einhver vildi losna við mig“ Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Lehmann færir sig um set á Ítalíu Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG „Þetta var bara út um allt“ Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni „Þetta var eflaust frábær leikur fyrir áhorfendur“ Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi KR fær þýskan varnarmann Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Sjá meira