„Það verður allt dýrvitlaust“ Valur Páll Eiríksson skrifar 3. október 2024 13:02 Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, fagnaði dátt eftir leik Víkings við Val á dögunum og vonast eftir svipaðri tilfinningu í leikslok í Kýpur. vísir / pawel „Ég held að menn séu vel stemmdir, það hlýtur að vera. Við erum búnir að bíða lengi eftir þessum degi sem félag, ég sjálfur og leikmenn,“ segir Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, um verkefni dagsins. Víkingur mætir Omonoia í fyrsta leik liðsins í Sambandsdeild Evrópu. Ferðalagið dróst aðeins á langinn hjá Víkingum sem komu seint og síðir til kýpversku höfuðborgarinnar Omonoia. „Þetta var tiltölulega einfalt flug til Manchester en svo komu einhverjar tafir, lengra flug til Kýpur og svo rútuferð. Við vorum komnir í rúmið eitthvað um klukkan tvö um nóttina. En þetta er bara hluti af þessum Evróputúrum,“ segir Arnar við íþróttadeild. Það hafi þó ekki stórvægileg áhrif á leikmenn. „Nei, ég held að besta lyf sem við eigum gegn þreytu er adrenalínið sem kemur á leikdegi og jafnvel fyrr. Ég held að það sé ekki til í okkar orðabók, einhver þreyta, bara spenna,“ bætir hann við. Sterkur andstæðingur Omonia er sögufrægt lið sem hefur orðið kýpverskur meistari 21 sinni og bikarmeistari 16 sinnum. Þrjú lið frá Kýpur eru í deildarkeppni Sambandsdeildarinnar sem segir sitt um styrkleika deildarkeppninnar þar í landi. Nálgun Víkinga er því aðeins frábrugðin fyrir svo stóran leik. Stevan Jovetic, sem lék á sínum tíma fyrir Manchester City, er leikmaður Omonoia.Vísir/Getty „Það eru miklu fleiri smáatriði, við höfum haft fleiri fundi en gengur og gerist heima. Það eru náttúrulega tveir fótboltar í Kýpur. Landsliðsboltinn er ekkert sérstakur en félagsliðaboltinn er góður,“ „Omonoia er með leikmenn frá einhverjum 17 löndum, gæðaleikmenn, dýra leikmenn með há laun. Við þurfum að bera virðingu fyrir því að við erum á erfiðum útivelli, það verður allt dýrvitlaust á vellinum og þeir með kolbrjálaða stuðningsmenn,“ segir Arnar. Víkingar þurfi að læra af grátlegum töpum við erfiðar aðstæður gegn Malmö í Svíþjóð og Lech Poznan í Póllandi sumarið 2022. „Þetta verður kannski dálítið eins og úti í Poznan eða Malmö, svoleiðis leikur. Við höfum ekki spilað svoleiðis útileik í sumar og þurfum aðeins að leita í reynslubankann og sjá hvernig við tækluðum það,“ segir Arnar. Tilgangslaust að breyta of mikið til Spennan sé mikil en mikilvægt sé að stilla spennustigið rétt. Arnar hitaði upp með því að horfa á Meistaradeild Evrópu í gær þar sem gekk á ýmsu. Nú sé komið að Víkings eigin Meistaradeild. „Maður var að horfa á þessa Meistaradeildarveislu í gær og þetta nýja deildarfyrirkomulag sem er mjög spennandi. Sambandsdeildin er ekki Meistaradeildin en það má segja að þetta sé okkar Meistaradeild,“ Menn þurfa að njóta líka, segir Arnar.vísir/Diego „Ég held það sé mikilvægt fyrir mig og strákana þegar maður er kominn þangað, að njóta þess líka. Það er mikilvægt að spila þinn leik, tilgangslaust að fara í þessa leiki og spila einhvern allt annan leik,“ segir Arnar sem leggur áherslu á það að Víkingar nálgist verkefnið af ákveðinni ró og stilli sig rétt á meðan leik stendur. „Auðvitað þurfum við að gera suma hluti í lengri tíma en við höfum gert á Íslandi, að verjast í lágblokk og þess háttar. Við þurfum að vera streetwise og það er akkúrat það sem þessi stóru lið hafa, að vera meira streetwise heldur en andstæðingurinn,“ „Við vonandi getum aðeins lært á meðan leiknum stendur, en ekki eftir leik sem við töpum 4-0, heldur læra á augnablikin í leiknum, hvenær á að gera hvað.“ Leikur Víkings og Omonia hefst klukkan 16:45 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 5. Víkingur Reykjavík Sambandsdeild Evrópu Íslenski boltinn Fótbolti Mest lesið Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Handbolti Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Handbolti Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Fótbolti Vann þrátt fyrir að vera búin að gera í brækurnar Sport Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Handbolti Taugakerfi Sóleyjar í verkfall eftir HM og fékk hún yfir 39 stiga hita Sport „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Körfubolti Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher Formúla 1 Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja Fótbolti Skúbbaði í miðju kynlífi Sport Fleiri fréttir Danir vilja halda úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Kósovó áfrýjar og Svíar bíða spenntir: „Barátta gegn rasisma“ Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja UEFA viðurkennir mistök í myndbandsdómgælu í Þjóðadeildinni Systur sömdu á sama tíma Amanda lagði upp mark í Meistaradeildinni Svíar tapa á því að Rúmenum var dæmdur sigur á móti Kósóvó Messi kominn í frí fram í febrúar Fær ekki að eyða í leikmenn í janúar Katrín áfram í Kópavogi Liverpool og Newcastle berjast um Mbeumo Þjálfari Messi hættir Tók fram úr Haaland og varð markahæstur Bjarni áfram hjá KA Genoa ljáð Vieira Gekk út eftir afar vandræðalegan tuttugu sekúndna blaðamannafund Fengu ljót skilaboð eftir óléttumynd: „Fyrirmunað að skilja þessi viðbrögð“ Messi jafnaði heimsmet með frábærum hætti „Mikilvægt að sýna fólki að ég er ekki brjálæðingur“ Eldræða Lárusar Orra: Þurfum ferskan þjálfara inn með ástríðu Líbönsk landsliðskona lífshættulega slösuð eftir árás Ísraelsmanna Lélegasta landslið heims fékk flestar heimsóknir eftir sögulegan sigur Neymar getur tekið bílinn með sér upp í nýju þakíbúðina „Leikplan sem við vorum ekki alveg tilbúnir í“ Sjá meira
Ferðalagið dróst aðeins á langinn hjá Víkingum sem komu seint og síðir til kýpversku höfuðborgarinnar Omonoia. „Þetta var tiltölulega einfalt flug til Manchester en svo komu einhverjar tafir, lengra flug til Kýpur og svo rútuferð. Við vorum komnir í rúmið eitthvað um klukkan tvö um nóttina. En þetta er bara hluti af þessum Evróputúrum,“ segir Arnar við íþróttadeild. Það hafi þó ekki stórvægileg áhrif á leikmenn. „Nei, ég held að besta lyf sem við eigum gegn þreytu er adrenalínið sem kemur á leikdegi og jafnvel fyrr. Ég held að það sé ekki til í okkar orðabók, einhver þreyta, bara spenna,“ bætir hann við. Sterkur andstæðingur Omonia er sögufrægt lið sem hefur orðið kýpverskur meistari 21 sinni og bikarmeistari 16 sinnum. Þrjú lið frá Kýpur eru í deildarkeppni Sambandsdeildarinnar sem segir sitt um styrkleika deildarkeppninnar þar í landi. Nálgun Víkinga er því aðeins frábrugðin fyrir svo stóran leik. Stevan Jovetic, sem lék á sínum tíma fyrir Manchester City, er leikmaður Omonoia.Vísir/Getty „Það eru miklu fleiri smáatriði, við höfum haft fleiri fundi en gengur og gerist heima. Það eru náttúrulega tveir fótboltar í Kýpur. Landsliðsboltinn er ekkert sérstakur en félagsliðaboltinn er góður,“ „Omonoia er með leikmenn frá einhverjum 17 löndum, gæðaleikmenn, dýra leikmenn með há laun. Við þurfum að bera virðingu fyrir því að við erum á erfiðum útivelli, það verður allt dýrvitlaust á vellinum og þeir með kolbrjálaða stuðningsmenn,“ segir Arnar. Víkingar þurfi að læra af grátlegum töpum við erfiðar aðstæður gegn Malmö í Svíþjóð og Lech Poznan í Póllandi sumarið 2022. „Þetta verður kannski dálítið eins og úti í Poznan eða Malmö, svoleiðis leikur. Við höfum ekki spilað svoleiðis útileik í sumar og þurfum aðeins að leita í reynslubankann og sjá hvernig við tækluðum það,“ segir Arnar. Tilgangslaust að breyta of mikið til Spennan sé mikil en mikilvægt sé að stilla spennustigið rétt. Arnar hitaði upp með því að horfa á Meistaradeild Evrópu í gær þar sem gekk á ýmsu. Nú sé komið að Víkings eigin Meistaradeild. „Maður var að horfa á þessa Meistaradeildarveislu í gær og þetta nýja deildarfyrirkomulag sem er mjög spennandi. Sambandsdeildin er ekki Meistaradeildin en það má segja að þetta sé okkar Meistaradeild,“ Menn þurfa að njóta líka, segir Arnar.vísir/Diego „Ég held það sé mikilvægt fyrir mig og strákana þegar maður er kominn þangað, að njóta þess líka. Það er mikilvægt að spila þinn leik, tilgangslaust að fara í þessa leiki og spila einhvern allt annan leik,“ segir Arnar sem leggur áherslu á það að Víkingar nálgist verkefnið af ákveðinni ró og stilli sig rétt á meðan leik stendur. „Auðvitað þurfum við að gera suma hluti í lengri tíma en við höfum gert á Íslandi, að verjast í lágblokk og þess háttar. Við þurfum að vera streetwise og það er akkúrat það sem þessi stóru lið hafa, að vera meira streetwise heldur en andstæðingurinn,“ „Við vonandi getum aðeins lært á meðan leiknum stendur, en ekki eftir leik sem við töpum 4-0, heldur læra á augnablikin í leiknum, hvenær á að gera hvað.“ Leikur Víkings og Omonia hefst klukkan 16:45 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 5.
Víkingur Reykjavík Sambandsdeild Evrópu Íslenski boltinn Fótbolti Mest lesið Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Handbolti Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Handbolti Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Fótbolti Vann þrátt fyrir að vera búin að gera í brækurnar Sport Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Handbolti Taugakerfi Sóleyjar í verkfall eftir HM og fékk hún yfir 39 stiga hita Sport „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Körfubolti Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher Formúla 1 Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja Fótbolti Skúbbaði í miðju kynlífi Sport Fleiri fréttir Danir vilja halda úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Kósovó áfrýjar og Svíar bíða spenntir: „Barátta gegn rasisma“ Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja UEFA viðurkennir mistök í myndbandsdómgælu í Þjóðadeildinni Systur sömdu á sama tíma Amanda lagði upp mark í Meistaradeildinni Svíar tapa á því að Rúmenum var dæmdur sigur á móti Kósóvó Messi kominn í frí fram í febrúar Fær ekki að eyða í leikmenn í janúar Katrín áfram í Kópavogi Liverpool og Newcastle berjast um Mbeumo Þjálfari Messi hættir Tók fram úr Haaland og varð markahæstur Bjarni áfram hjá KA Genoa ljáð Vieira Gekk út eftir afar vandræðalegan tuttugu sekúndna blaðamannafund Fengu ljót skilaboð eftir óléttumynd: „Fyrirmunað að skilja þessi viðbrögð“ Messi jafnaði heimsmet með frábærum hætti „Mikilvægt að sýna fólki að ég er ekki brjálæðingur“ Eldræða Lárusar Orra: Þurfum ferskan þjálfara inn með ástríðu Líbönsk landsliðskona lífshættulega slösuð eftir árás Ísraelsmanna Lélegasta landslið heims fékk flestar heimsóknir eftir sögulegan sigur Neymar getur tekið bílinn með sér upp í nýju þakíbúðina „Leikplan sem við vorum ekki alveg tilbúnir í“ Sjá meira