Skrúfaði titrarann í sundur til að forða nágrönnum frá ónæði Svava Marín Óskarsdóttir skrifar 4. október 2024 13:12 Kristrún birti kómíska færslu um atvikið í Facebook-hópnum Fyndna frænka í gær. „Ég var búin að vera með hann í sambandi í tvo sólarhringa og ákvað að prófa að hlaða hann með hleðslutæki af boom-boxi, þá fór allt í gang. Það reyndist hins vegar ekki góð hugmynd því strax fóru hlutirnir úr böndunum,“ segir Kristrún Úlfarsdóttir um örlagarík endalok partýstjóra heimilisins í samtali við Vísi. Partýstjórinn er stærðarinnar titrari sem var kominn til ára sinna. Kristrún birti kómíska færslu um atvikið í Facebook-hópnum Fyndna frænka í gær. Frásögnin hefur vægast sagt vakið mikla lukku en um 700 manns hafa líkað við færsluna enda þykir Kristrún með eindæmum orðheppin í hnyttinni frásögn. Titrarann keypti Kristrún á vefversluninni Amazon fyrir um þremur árum. Hún segir tækið hafa verið notað reglulega. „R.I.P elsku besti partýstjórinn minn. Mér þykir það rosalega leitt að hafa drepið þig eftir ára langa flugelda og skemmtun fyrir mig og alla nærstadda. En þegar ég hugsa til baka er þetta kannski alveg bara mér að kenna, þú vildir ekki hlaða þig!!! Ég beið spennt í tvo sólahringa en ekkert gerðist og þá fékk ég kvíðast,“ segir í færslunni. Líkt og fyrr segir greip Kristrún til sinna ráða og sótti annað hleðslutæki. Við það ofnhitnaði tækið og bræddi sér. „Ég öskraði í geðshræringu á eiginmanninn um að koma og bjarga þér. Hann hljóp af stað og náði í skrúfjárn og handklæði því þú titraðir svo svakalega að það var ekki hægt að leggja þig neins staðar niður elsku vinur minn,“ skrifar Kristrún. „Hann náði að skrúfa þig í sundur en það hélt áfram að rjúka úr þér og hann varð því miður að klippa á vírana þína til þess að þagga niður í þér. Ekki vinsælt að henda þér í ruslið í þeim gírnum sem þú varst í, akkúrat sá gír sem ég elskaði allra mest.“ Færsluna má sjá í heild sinni hér að neðan: R.I.P elsku besti partýstjórinn minn. Mér þykir það rosalega leitt að hafa drepið þig eftir ára langa flugelda og skemmtun fyrir mig og alla nærstadda. En þegar ég hugsa til baka er þetta kannski alveg bara mér að kenna, þú vildir ekki hlaða þig!!! Ég beið spennt í tvo sólahringa en ekkert gerðist og þá fékk ég kvíðast. Ég fann annað hleðslutæki sem þér greininlega líkaði ekki við. Það er ekki endilega mér að kenna að það bræddi úr þér og mér fannst það ekki fallega gert að fara af stað eftir tveggja sólahringa verkfall, neitaðir að slökkva á þér og brunalyktin sem kom úr afturendanum á þér var svakaleg, tala nú ekki um reykinn!! Ég öskraði í geðshræringu á eiginmanninn um að koma og bjarga þér. Hann hljóp af stað og náði í skrúfjárn og handklæði því þú titraðir svo svakalega að það var ekki hægt að leggja þig neins staðar niður elsku vinur minn. Hann náði að skrúfa þig í sundur en það hélt áfram að rjúka úr þér og hann varð því miður að klippa á vírana þína til þess að þagga niður í þér. Ekki vinsælt að henda þér í ruslið í þeim gírnum sem þú varst í, akkúrat sá gír sem ég elskaði allra mest. Mér finnst heldur ekki sniðugt að gera þetta þegar ég var að kalla á fjölskylduna í mat, en sem betur fer urðu börnin ekki vitni að þessum gjörningi þínum. Takk fyrir öll partýin vinur minn, ég mun sakna þín. Kynlíf Málefni fjölbýlishúsa Ástin og lífið Mest lesið Valdi fallegasta karlmanninn Lífið „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Lífið Ástin blómstrar hjá Ara Edwald og Ingibjörgu Lífið Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Lífið Algjör óvissa með Söngvakeppnina Lífið „Veit að pabbi væri stoltur af mér“ Lífið „Ekkert of gott að vera of grannur“ Lífið Ólafur og Hildur selja í Vesturbænum Lífið Íslenskur Taskmaster kemur í vor Bíó og sjónvarp Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Lífið Fleiri fréttir Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Elskar að bera klúta Valdi fallegasta karlmanninn Algjör óvissa með Söngvakeppnina Ólafur og Hildur selja í Vesturbænum „Ekkert of gott að vera of grannur“ Góð fjölskyldustund öll föstudagskvöld Nýsjálenskur James Bond-leikstjóri látinn Fundaði með rabbína til að biðjast afsökunar á gyðingaandúðinni „Þegar ég var átján ára gömul fæ ég aðra ábendingu“ „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Ástin blómstrar hjá Ara Edwald og Ingibjörgu „Veit að pabbi væri stoltur af mér“ Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Love Island bomba keppir í Eurovision „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Öskraði „pegga“ og salurinn grét úr hlátri „Ég vil verða eins og þú þegar ég verð stór“ Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Nablinn ræðir um naflann fræga: Enginn gröftur en stundum skvört Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Klettaskóli og Langholtsskóli áfram í úrslit Skrekk Hálft ár af hári Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Sköpunarkrafturinn var allsráðandi í Höfuðstöðinni Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Hélt að allir væru ættleiddir Rjóminn gleymdist en guð var að fylgjast með Sjá meira
Kristrún birti kómíska færslu um atvikið í Facebook-hópnum Fyndna frænka í gær. Frásögnin hefur vægast sagt vakið mikla lukku en um 700 manns hafa líkað við færsluna enda þykir Kristrún með eindæmum orðheppin í hnyttinni frásögn. Titrarann keypti Kristrún á vefversluninni Amazon fyrir um þremur árum. Hún segir tækið hafa verið notað reglulega. „R.I.P elsku besti partýstjórinn minn. Mér þykir það rosalega leitt að hafa drepið þig eftir ára langa flugelda og skemmtun fyrir mig og alla nærstadda. En þegar ég hugsa til baka er þetta kannski alveg bara mér að kenna, þú vildir ekki hlaða þig!!! Ég beið spennt í tvo sólahringa en ekkert gerðist og þá fékk ég kvíðast,“ segir í færslunni. Líkt og fyrr segir greip Kristrún til sinna ráða og sótti annað hleðslutæki. Við það ofnhitnaði tækið og bræddi sér. „Ég öskraði í geðshræringu á eiginmanninn um að koma og bjarga þér. Hann hljóp af stað og náði í skrúfjárn og handklæði því þú titraðir svo svakalega að það var ekki hægt að leggja þig neins staðar niður elsku vinur minn,“ skrifar Kristrún. „Hann náði að skrúfa þig í sundur en það hélt áfram að rjúka úr þér og hann varð því miður að klippa á vírana þína til þess að þagga niður í þér. Ekki vinsælt að henda þér í ruslið í þeim gírnum sem þú varst í, akkúrat sá gír sem ég elskaði allra mest.“ Færsluna má sjá í heild sinni hér að neðan: R.I.P elsku besti partýstjórinn minn. Mér þykir það rosalega leitt að hafa drepið þig eftir ára langa flugelda og skemmtun fyrir mig og alla nærstadda. En þegar ég hugsa til baka er þetta kannski alveg bara mér að kenna, þú vildir ekki hlaða þig!!! Ég beið spennt í tvo sólahringa en ekkert gerðist og þá fékk ég kvíðast. Ég fann annað hleðslutæki sem þér greininlega líkaði ekki við. Það er ekki endilega mér að kenna að það bræddi úr þér og mér fannst það ekki fallega gert að fara af stað eftir tveggja sólahringa verkfall, neitaðir að slökkva á þér og brunalyktin sem kom úr afturendanum á þér var svakaleg, tala nú ekki um reykinn!! Ég öskraði í geðshræringu á eiginmanninn um að koma og bjarga þér. Hann hljóp af stað og náði í skrúfjárn og handklæði því þú titraðir svo svakalega að það var ekki hægt að leggja þig neins staðar niður elsku vinur minn. Hann náði að skrúfa þig í sundur en það hélt áfram að rjúka úr þér og hann varð því miður að klippa á vírana þína til þess að þagga niður í þér. Ekki vinsælt að henda þér í ruslið í þeim gírnum sem þú varst í, akkúrat sá gír sem ég elskaði allra mest. Mér finnst heldur ekki sniðugt að gera þetta þegar ég var að kalla á fjölskylduna í mat, en sem betur fer urðu börnin ekki vitni að þessum gjörningi þínum. Takk fyrir öll partýin vinur minn, ég mun sakna þín.
Færsluna má sjá í heild sinni hér að neðan: R.I.P elsku besti partýstjórinn minn. Mér þykir það rosalega leitt að hafa drepið þig eftir ára langa flugelda og skemmtun fyrir mig og alla nærstadda. En þegar ég hugsa til baka er þetta kannski alveg bara mér að kenna, þú vildir ekki hlaða þig!!! Ég beið spennt í tvo sólahringa en ekkert gerðist og þá fékk ég kvíðast. Ég fann annað hleðslutæki sem þér greininlega líkaði ekki við. Það er ekki endilega mér að kenna að það bræddi úr þér og mér fannst það ekki fallega gert að fara af stað eftir tveggja sólahringa verkfall, neitaðir að slökkva á þér og brunalyktin sem kom úr afturendanum á þér var svakaleg, tala nú ekki um reykinn!! Ég öskraði í geðshræringu á eiginmanninn um að koma og bjarga þér. Hann hljóp af stað og náði í skrúfjárn og handklæði því þú titraðir svo svakalega að það var ekki hægt að leggja þig neins staðar niður elsku vinur minn. Hann náði að skrúfa þig í sundur en það hélt áfram að rjúka úr þér og hann varð því miður að klippa á vírana þína til þess að þagga niður í þér. Ekki vinsælt að henda þér í ruslið í þeim gírnum sem þú varst í, akkúrat sá gír sem ég elskaði allra mest. Mér finnst heldur ekki sniðugt að gera þetta þegar ég var að kalla á fjölskylduna í mat, en sem betur fer urðu börnin ekki vitni að þessum gjörningi þínum. Takk fyrir öll partýin vinur minn, ég mun sakna þín.
Kynlíf Málefni fjölbýlishúsa Ástin og lífið Mest lesið Valdi fallegasta karlmanninn Lífið „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Lífið Ástin blómstrar hjá Ara Edwald og Ingibjörgu Lífið Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Lífið Algjör óvissa með Söngvakeppnina Lífið „Veit að pabbi væri stoltur af mér“ Lífið „Ekkert of gott að vera of grannur“ Lífið Ólafur og Hildur selja í Vesturbænum Lífið Íslenskur Taskmaster kemur í vor Bíó og sjónvarp Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Lífið Fleiri fréttir Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Elskar að bera klúta Valdi fallegasta karlmanninn Algjör óvissa með Söngvakeppnina Ólafur og Hildur selja í Vesturbænum „Ekkert of gott að vera of grannur“ Góð fjölskyldustund öll föstudagskvöld Nýsjálenskur James Bond-leikstjóri látinn Fundaði með rabbína til að biðjast afsökunar á gyðingaandúðinni „Þegar ég var átján ára gömul fæ ég aðra ábendingu“ „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Ástin blómstrar hjá Ara Edwald og Ingibjörgu „Veit að pabbi væri stoltur af mér“ Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Love Island bomba keppir í Eurovision „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Öskraði „pegga“ og salurinn grét úr hlátri „Ég vil verða eins og þú þegar ég verð stór“ Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Nablinn ræðir um naflann fræga: Enginn gröftur en stundum skvört Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Klettaskóli og Langholtsskóli áfram í úrslit Skrekk Hálft ár af hári Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Sköpunarkrafturinn var allsráðandi í Höfuðstöðinni Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Hélt að allir væru ættleiddir Rjóminn gleymdist en guð var að fylgjast með Sjá meira