Heimir með O'Shea í að lokka Delap Sindri Sverrisson skrifar 4. október 2024 15:47 Liam Delap fagnar marki gegn Aston Villa. Getty/Julian Finney Heimir Hallgrímsson hefur eftirlátið aðstoðarmanni sínum John O‘Shea að vera í sambandi við Liam Delap, framherja Ipswich í ensku úrvalsdeildinni, í von um að geta valið hann í írska landsliðið í fótbolta. Liam Delap er 21 árs gamall Englendingur og hefur leikið fjölda leikja með yngri landsliðum Englands, nú síðast U21-landsliðinu í september. Hann er sonur innkastasérfræðingsins Rory Delap sem á sínum tíma lék ellefu leiki fyrir A-landslið Írlands, og hefði því getað valið að spila fyrir Írland í stað Englands. Írar hafa verið í sambandi við kappann. Með því að spila fyrir U21-landslið Englands í síðasta mánuði, orðinn 21 árs, lokaði Delap hins vegar á að spila fyrir annað landslið, samkvæmt reglum FIFA, en allt útlit er fyrir að reglunum verði breytt á næstunni þannig að Delap verði kleift að spila fyrir Írland. Það á nefnilega að hækka lágmarksaldur þannig að menn megi að hámarki hafa spilað þrjá landsleiki, þar af einn mótsleik, eftir 22 ára aldur (í stað 21), og samkvæmt nýju reglunum munu U-landsleikir ekki teljast með. „Hann veit að við höfum áhuga“ Heimir var spurður út í Delap og segir að dyrnar standi opnar fyrir hann. Best sé að O‘Shea sé í sambandi við hann en aðstoðarlandsliðsþjálfarinn spilaði á sínum tíma með Rory Delap í landsliðinu. „Ég veit bara hvaða hæfileika hann [Liam Delap] hefur. Á endanum er þetta alltaf ákvörðun hvers leikmanns. Hann veit að við höfum áhuga. Við töluðum um það fyrir síðasta landsliðsverkefni,“ sagði Heimir. „John [O‘Shea] er búinn að vera í sambandi við hann áður. Hann er betur tengdur leikmanninum en ég og það er engin ástæða til þess að það séu 3-4 menn í sama verkefninu,“ sagði Heimir. Heimir Hallgrímsson þjálfar landslið Írlands Enski boltinn Tengdar fréttir Njósnar ekki fyrir Heimi eftir gagnrýni á leikmenn: „Þekki manninn ekki neitt“ Írinn Glenn Whelan, fyrrverandi leikmaður Stoke og fleiri félaga, er hættur sem leikgreinandi fyrir írska karlalandsliðið í fótbolta, og því ekki í teymi landsliðsþjálfarans Heimis Hallgrímssonar. Whelan gagnrýndi leikmenn írska liðsins harðlega í síðasta mánuði en óljóst er hvort það hafði áhrif á brotthvarf hans. 4. október 2024 10:02 Heimir skildi stórt nafn eftir heima og Írar fagna Heimir Hallgrímsson gerir heilar sex breytingar á leikmannahópi Írlands fyrir komandi leiki liðsins í Þjóðadeild karla í fótbolta. Írar töpuðu báðum leikjum liðsins í síðasta landsleikjaglugga. 3. október 2024 13:34 Mest lesið Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Handbolti Vann þrátt fyrir að vera búin að gera í brækurnar Sport Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Handbolti Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Handbolti Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja Fótbolti Skúbbaði í miðju kynlífi Sport Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher Formúla 1 Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Fótbolti UEFA viðurkennir mistök í myndbandsdómgælu í Þjóðadeildinni Fótbolti Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Körfubolti Fleiri fréttir Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Kósovó áfrýjar og Svíar bíða spenntir: „Barátta gegn rasisma“ Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja UEFA viðurkennir mistök í myndbandsdómgælu í Þjóðadeildinni Systur sömdu á sama tíma Amanda lagði upp mark í Meistaradeildinni Svíar tapa á því að Rúmenum var dæmdur sigur á móti Kósóvó Messi kominn í frí fram í febrúar Fær ekki að eyða í leikmenn í janúar Katrín áfram í Kópavogi Liverpool og Newcastle berjast um Mbeumo Þjálfari Messi hættir Tók fram úr Haaland og varð markahæstur Bjarni áfram hjá KA Genoa ljáð Vieira Gekk út eftir afar vandræðalegan tuttugu sekúndna blaðamannafund Fengu ljót skilaboð eftir óléttumynd: „Fyrirmunað að skilja þessi viðbrögð“ Messi jafnaði heimsmet með frábærum hætti „Mikilvægt að sýna fólki að ég er ekki brjálæðingur“ Eldræða Lárusar Orra: Þurfum ferskan þjálfara inn með ástríðu Líbönsk landsliðskona lífshættulega slösuð eftir árás Ísraelsmanna Lélegasta landslið heims fékk flestar heimsóknir eftir sögulegan sigur Neymar getur tekið bílinn með sér upp í nýju þakíbúðina „Leikplan sem við vorum ekki alveg tilbúnir í“ Liðin sem fóru upp í A-deild og liðin í umspilinu með Íslandi „Það er hundleiðinlegt að tapa svona stórt“ Hareide: „Verður að spyrja KSÍ“ „Ætla ekki að standa hérna og tala um einhverja einstaklinga“ Umfjöllun: Wales - Ísland 4-1 | Vonin dó í seinni hálfleik og Ísland gæti fallið Sjá meira
Liam Delap er 21 árs gamall Englendingur og hefur leikið fjölda leikja með yngri landsliðum Englands, nú síðast U21-landsliðinu í september. Hann er sonur innkastasérfræðingsins Rory Delap sem á sínum tíma lék ellefu leiki fyrir A-landslið Írlands, og hefði því getað valið að spila fyrir Írland í stað Englands. Írar hafa verið í sambandi við kappann. Með því að spila fyrir U21-landslið Englands í síðasta mánuði, orðinn 21 árs, lokaði Delap hins vegar á að spila fyrir annað landslið, samkvæmt reglum FIFA, en allt útlit er fyrir að reglunum verði breytt á næstunni þannig að Delap verði kleift að spila fyrir Írland. Það á nefnilega að hækka lágmarksaldur þannig að menn megi að hámarki hafa spilað þrjá landsleiki, þar af einn mótsleik, eftir 22 ára aldur (í stað 21), og samkvæmt nýju reglunum munu U-landsleikir ekki teljast með. „Hann veit að við höfum áhuga“ Heimir var spurður út í Delap og segir að dyrnar standi opnar fyrir hann. Best sé að O‘Shea sé í sambandi við hann en aðstoðarlandsliðsþjálfarinn spilaði á sínum tíma með Rory Delap í landsliðinu. „Ég veit bara hvaða hæfileika hann [Liam Delap] hefur. Á endanum er þetta alltaf ákvörðun hvers leikmanns. Hann veit að við höfum áhuga. Við töluðum um það fyrir síðasta landsliðsverkefni,“ sagði Heimir. „John [O‘Shea] er búinn að vera í sambandi við hann áður. Hann er betur tengdur leikmanninum en ég og það er engin ástæða til þess að það séu 3-4 menn í sama verkefninu,“ sagði Heimir.
Heimir Hallgrímsson þjálfar landslið Írlands Enski boltinn Tengdar fréttir Njósnar ekki fyrir Heimi eftir gagnrýni á leikmenn: „Þekki manninn ekki neitt“ Írinn Glenn Whelan, fyrrverandi leikmaður Stoke og fleiri félaga, er hættur sem leikgreinandi fyrir írska karlalandsliðið í fótbolta, og því ekki í teymi landsliðsþjálfarans Heimis Hallgrímssonar. Whelan gagnrýndi leikmenn írska liðsins harðlega í síðasta mánuði en óljóst er hvort það hafði áhrif á brotthvarf hans. 4. október 2024 10:02 Heimir skildi stórt nafn eftir heima og Írar fagna Heimir Hallgrímsson gerir heilar sex breytingar á leikmannahópi Írlands fyrir komandi leiki liðsins í Þjóðadeild karla í fótbolta. Írar töpuðu báðum leikjum liðsins í síðasta landsleikjaglugga. 3. október 2024 13:34 Mest lesið Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Handbolti Vann þrátt fyrir að vera búin að gera í brækurnar Sport Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Handbolti Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Handbolti Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja Fótbolti Skúbbaði í miðju kynlífi Sport Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher Formúla 1 Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Fótbolti UEFA viðurkennir mistök í myndbandsdómgælu í Þjóðadeildinni Fótbolti Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Körfubolti Fleiri fréttir Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Kósovó áfrýjar og Svíar bíða spenntir: „Barátta gegn rasisma“ Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja UEFA viðurkennir mistök í myndbandsdómgælu í Þjóðadeildinni Systur sömdu á sama tíma Amanda lagði upp mark í Meistaradeildinni Svíar tapa á því að Rúmenum var dæmdur sigur á móti Kósóvó Messi kominn í frí fram í febrúar Fær ekki að eyða í leikmenn í janúar Katrín áfram í Kópavogi Liverpool og Newcastle berjast um Mbeumo Þjálfari Messi hættir Tók fram úr Haaland og varð markahæstur Bjarni áfram hjá KA Genoa ljáð Vieira Gekk út eftir afar vandræðalegan tuttugu sekúndna blaðamannafund Fengu ljót skilaboð eftir óléttumynd: „Fyrirmunað að skilja þessi viðbrögð“ Messi jafnaði heimsmet með frábærum hætti „Mikilvægt að sýna fólki að ég er ekki brjálæðingur“ Eldræða Lárusar Orra: Þurfum ferskan þjálfara inn með ástríðu Líbönsk landsliðskona lífshættulega slösuð eftir árás Ísraelsmanna Lélegasta landslið heims fékk flestar heimsóknir eftir sögulegan sigur Neymar getur tekið bílinn með sér upp í nýju þakíbúðina „Leikplan sem við vorum ekki alveg tilbúnir í“ Liðin sem fóru upp í A-deild og liðin í umspilinu með Íslandi „Það er hundleiðinlegt að tapa svona stórt“ Hareide: „Verður að spyrja KSÍ“ „Ætla ekki að standa hérna og tala um einhverja einstaklinga“ Umfjöllun: Wales - Ísland 4-1 | Vonin dó í seinni hálfleik og Ísland gæti fallið Sjá meira
Njósnar ekki fyrir Heimi eftir gagnrýni á leikmenn: „Þekki manninn ekki neitt“ Írinn Glenn Whelan, fyrrverandi leikmaður Stoke og fleiri félaga, er hættur sem leikgreinandi fyrir írska karlalandsliðið í fótbolta, og því ekki í teymi landsliðsþjálfarans Heimis Hallgrímssonar. Whelan gagnrýndi leikmenn írska liðsins harðlega í síðasta mánuði en óljóst er hvort það hafði áhrif á brotthvarf hans. 4. október 2024 10:02
Heimir skildi stórt nafn eftir heima og Írar fagna Heimir Hallgrímsson gerir heilar sex breytingar á leikmannahópi Írlands fyrir komandi leiki liðsins í Þjóðadeild karla í fótbolta. Írar töpuðu báðum leikjum liðsins í síðasta landsleikjaglugga. 3. október 2024 13:34