Fagna löngu tímabærri breytingu Vésteinn Örn Pétursson skrifar 5. október 2024 19:06 Bjarndís Helga Tómasdóttir, formaður Samtakanna '78. Vísir/Steingrímur Dúi Formaður Samtakanna '78 fagnar mjög reglugerðarbreytingu sem mun gera samkynhneigðum körlum kleift að gefa blóð. Hún segir breytinguna löngu tímabæra en nú þegar hún sé gengin í gegn sé farsælla að horfa fram á veginn fremur en að dvelja við fortíðina. Í gær var greint frá því að samkynhneigðir karlar mættu gefa blóð hér á landi frá og með júlí á næsta ári, í kjölfar reglugerðarbreytingar heilbrigðisráðherra, sem kveður á um að allir blóðgjafar verði skimaðir fyrir lifrabólgu B og C, og HIV. Heilbrigðisráðherra sagði breytinguna mikið gleðiefni. Undir það tekur formaður Samtakanna '78. „Enda hafa Samtökin barist fyrir því árum saman að fá þessum reglum breytt. Þessum reglum, sem eru augljós mismunun á grundvelli kynhneigðar. Á sama tíma þá er kannski tilfinningin sú að auðvitað hefði þetta átt að vera löngu komið, en loksins,“ segir Bjarndís Helga Tómasdóttir, formaður Samtakanna '78. Ástæða þess að samkynhneigðir karlar hafa ekki mátt gefa blóð hér á landi er sú að þeir eru sagðir líklegri til að vera smitaðir af alnæmisveirunni HIV. Bjarndís fagnar því að allir blóðgjafar verði skimaðir. „Og við erum bara glöð að búa í samfélagi sem er stöðugt að færast í rétta átt, til jafnræðis í samfélaginu.“ Fyrir breytinguna var Ísland eitt fjögurra Evrópuríkja sem enn lagði bann við blóðgjöfum samkynhneigðra karla, ásamt Tyrklandi, Kósovó og Króatíu. Flest Evrópuríki hafa síðustu ár leyft blóðgjafirnar eða sett skilyrði um að karlmenn megi ekki gefa blóð hafi þeir haft samfarir við annan karlmann innan ákveðins tíma. „Auðvitað er þetta löngu tímabær breyting, við vitum það. En stundum taka þessir hlutir bara tíma og nú erum við komin á þennan stað. Þá viljum við mjög gjarnan horfa fram á veginn, frekar en að horfa til fortíðar,“ sagði Bjarndís Helga Tómasdóttir. Heilbrigðismál Blóðgjöf Hinsegin Mest lesið Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni Innlent Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Erlent Fallhlífin flæktist í stélið Erlent Konan sem ekið var á er látin Innlent „Stóra-Hraun mun rísa“ Innlent Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Erlent Fleiri fréttir Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Mál Brákarborgar hefur kostað borgina yfir þrjá milljarða „Stóra-Hraun mun rísa“ Varaborgarfulltrúinn vill þriðja sæti Sundmenning Íslands á lista UNESCO Helmingur ríkisstofnana hafi stytt opnunartíma Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Útvarp Sólheimar er vinsæl útvarpsstöð Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Breiðholtsbrautin opin á ný Áfram gert ráð fyrir gosi þrátt fyrir litla skjálftavirkni Reyndu að kveikja eld í bílastæðahúsi Ekkert Eurovision og hreindýr sem heldur að það sé hundur Til skoðunar hvort ljósin hafi verið græn Ósáttur með ákvörðunina: „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið“ Maðurinn handtekinn aftur í tengslum við mannslátið Milduðu dóm konu sem braut á drengjum og einn vildi ekki refsa Ísland meðal ríkja sem vilja endurskoða túlkun Mannréttindasáttmálans Ísland verður ekki með í Eurovision Selfoss dreginn til hafnar á Hjaltlandseyjum Reiknar með fljótri og góðri ákvörðun fyrir Ísland Sjá meira
Í gær var greint frá því að samkynhneigðir karlar mættu gefa blóð hér á landi frá og með júlí á næsta ári, í kjölfar reglugerðarbreytingar heilbrigðisráðherra, sem kveður á um að allir blóðgjafar verði skimaðir fyrir lifrabólgu B og C, og HIV. Heilbrigðisráðherra sagði breytinguna mikið gleðiefni. Undir það tekur formaður Samtakanna '78. „Enda hafa Samtökin barist fyrir því árum saman að fá þessum reglum breytt. Þessum reglum, sem eru augljós mismunun á grundvelli kynhneigðar. Á sama tíma þá er kannski tilfinningin sú að auðvitað hefði þetta átt að vera löngu komið, en loksins,“ segir Bjarndís Helga Tómasdóttir, formaður Samtakanna '78. Ástæða þess að samkynhneigðir karlar hafa ekki mátt gefa blóð hér á landi er sú að þeir eru sagðir líklegri til að vera smitaðir af alnæmisveirunni HIV. Bjarndís fagnar því að allir blóðgjafar verði skimaðir. „Og við erum bara glöð að búa í samfélagi sem er stöðugt að færast í rétta átt, til jafnræðis í samfélaginu.“ Fyrir breytinguna var Ísland eitt fjögurra Evrópuríkja sem enn lagði bann við blóðgjöfum samkynhneigðra karla, ásamt Tyrklandi, Kósovó og Króatíu. Flest Evrópuríki hafa síðustu ár leyft blóðgjafirnar eða sett skilyrði um að karlmenn megi ekki gefa blóð hafi þeir haft samfarir við annan karlmann innan ákveðins tíma. „Auðvitað er þetta löngu tímabær breyting, við vitum það. En stundum taka þessir hlutir bara tíma og nú erum við komin á þennan stað. Þá viljum við mjög gjarnan horfa fram á veginn, frekar en að horfa til fortíðar,“ sagði Bjarndís Helga Tómasdóttir.
Heilbrigðismál Blóðgjöf Hinsegin Mest lesið Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni Innlent Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Erlent Fallhlífin flæktist í stélið Erlent Konan sem ekið var á er látin Innlent „Stóra-Hraun mun rísa“ Innlent Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Erlent Fleiri fréttir Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Mál Brákarborgar hefur kostað borgina yfir þrjá milljarða „Stóra-Hraun mun rísa“ Varaborgarfulltrúinn vill þriðja sæti Sundmenning Íslands á lista UNESCO Helmingur ríkisstofnana hafi stytt opnunartíma Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Útvarp Sólheimar er vinsæl útvarpsstöð Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Breiðholtsbrautin opin á ný Áfram gert ráð fyrir gosi þrátt fyrir litla skjálftavirkni Reyndu að kveikja eld í bílastæðahúsi Ekkert Eurovision og hreindýr sem heldur að það sé hundur Til skoðunar hvort ljósin hafi verið græn Ósáttur með ákvörðunina: „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið“ Maðurinn handtekinn aftur í tengslum við mannslátið Milduðu dóm konu sem braut á drengjum og einn vildi ekki refsa Ísland meðal ríkja sem vilja endurskoða túlkun Mannréttindasáttmálans Ísland verður ekki með í Eurovision Selfoss dreginn til hafnar á Hjaltlandseyjum Reiknar með fljótri og góðri ákvörðun fyrir Ísland Sjá meira