Ekki í belti og undir áhrifum þegar hann lést Árni Sæberg skrifar 7. október 2024 10:30 Bifreiðin var illa farin en lítil aflögun varð í farþegarýminu. RNSA Ökumaður sem lést þegar sendibifreið hafnaði utan Reykjanesbrautar við Innri-Njarðvík í nóvember árið 2023 var ekki í belti og varð að hluta undir bifreiðinni. Hann var undir áhrifum fíkniefna þegar hann lést. Þetta kemur fram í skýrslu Rannsóknarnefndar samgönguslysa, sem birt var í dag. Þar segir að að morgni 2. nóvember 2023 hafi Renault Kangoo sendibifreið verið ekið um Reykjanesbraut til vesturs á hægri akrein í átt til Reykjanesbæjar. Þegar bifreiðinni hefði verið ekið tæpan kílómetra framhjá eystri miðlægu gatnamótunum við Innri-Njarðvík í Reykjanesbæ hafi henni, að sögn vitnis, verið sveigt hratt yfir á vinstri akrein, áfram út fyrir veginn og inn á miðdeili með v-laga lægð á milli akbrautanna. Þar hafi bifreiðinni verið ekið á víravegrið á miðdeilinum með þeim afleiðingum að bifreiðin valt um eina og hálfa veltu. Víravegriðið hafi komið í veg fyrir að bifreiðin færi yfir á gagnstæða akrein sem, að sögn annars vitnis, hafi hindrað að henni væri ekið á bifreið sem var ekið úr gagnstæðri átt. Ökumaður, sem hafi verið einn í bifreiðinni, hafi látist í slysinu. Lítið út á bifreiðina að setja Í skýrslunni segir að bifreiðin hafi verið Renault Kangoo sendibifreið. Nýskráning hafi verið í maí 2015. Hún hafi verið með gilda skoðun þegar slysið átti sér stað og síðast verið tekin til aðalskoðunar 31. maí 2023 án athugasemda. Eigin þyngd bifreiðarinnar hafi verið 1328 kg. Bifreiðin hafi verið útbúin negldum vetrarhjólbörðum. Dýpt í mynstri hjólbarða hafi verið sex til átta millimetrar. Bifreiðin hafi verið tekin til bíltæknirannsóknar. Niðurstaða bíltæknirannsóknar hafi verið að ekkert benti til skyndibilunar í bifreiðinni sem geti hafa valdið slysi. Í niðurstöðum hafi komið fram að ekki hafi verið ummerki á öryggisbelti né beltalykkju sem geti gefið til kynna að belti hafi verið í notkun þegar slysið varð. Einnig hafi komið fram að slag hafi verið í spindilkúlu hægra megin að framan og að léleg gúmmífóðring í hjólspyrnu vinstra megin að framan gætu hafa haft áhrif á aksturseiginleika bifreiðarinnar. Ekki hafi orðið mikil aflögun í farþegarými þrátt fyrir að bifreiðin hafi verið mikið skemmd eftir slysið. Beltisnotkun og fíkniefnum um að kenna Í skýrslunni segir ekki hafi verið hægt að lesa hraða úr tölvu bifreiðarinnar sökum aldurs hennar. Leyfður hámarkshraði á vettvangi hafi verið níutíu kílómetrar á klukkustund. Að sögn vitnis að slysinu, sem hafi kveðist hafa ekið á um hundrað kílómetra hraða á eftir bifreiðinni, hafi bil á milli bifreiðanna sennilega minnkað áður en slysið varð. Þá segir í niðurstöðukafla skýrslunnar að orsakir slyssins hafi verið að ökumaðurinn hafi ekki verið hæfur til að stjórna ökutæki vegna áhrifa fíkniefnis og að hann hafi ekki verið spenntur í öryggisbelti. Ekki er tekið fram hvaða fíkniefni mældist í blóði ökumannsins. Samgönguslys Reykjanesbær Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Loka lauginni vegna veðurs Innlent Fleiri fréttir Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Sjá meira
Þetta kemur fram í skýrslu Rannsóknarnefndar samgönguslysa, sem birt var í dag. Þar segir að að morgni 2. nóvember 2023 hafi Renault Kangoo sendibifreið verið ekið um Reykjanesbraut til vesturs á hægri akrein í átt til Reykjanesbæjar. Þegar bifreiðinni hefði verið ekið tæpan kílómetra framhjá eystri miðlægu gatnamótunum við Innri-Njarðvík í Reykjanesbæ hafi henni, að sögn vitnis, verið sveigt hratt yfir á vinstri akrein, áfram út fyrir veginn og inn á miðdeili með v-laga lægð á milli akbrautanna. Þar hafi bifreiðinni verið ekið á víravegrið á miðdeilinum með þeim afleiðingum að bifreiðin valt um eina og hálfa veltu. Víravegriðið hafi komið í veg fyrir að bifreiðin færi yfir á gagnstæða akrein sem, að sögn annars vitnis, hafi hindrað að henni væri ekið á bifreið sem var ekið úr gagnstæðri átt. Ökumaður, sem hafi verið einn í bifreiðinni, hafi látist í slysinu. Lítið út á bifreiðina að setja Í skýrslunni segir að bifreiðin hafi verið Renault Kangoo sendibifreið. Nýskráning hafi verið í maí 2015. Hún hafi verið með gilda skoðun þegar slysið átti sér stað og síðast verið tekin til aðalskoðunar 31. maí 2023 án athugasemda. Eigin þyngd bifreiðarinnar hafi verið 1328 kg. Bifreiðin hafi verið útbúin negldum vetrarhjólbörðum. Dýpt í mynstri hjólbarða hafi verið sex til átta millimetrar. Bifreiðin hafi verið tekin til bíltæknirannsóknar. Niðurstaða bíltæknirannsóknar hafi verið að ekkert benti til skyndibilunar í bifreiðinni sem geti hafa valdið slysi. Í niðurstöðum hafi komið fram að ekki hafi verið ummerki á öryggisbelti né beltalykkju sem geti gefið til kynna að belti hafi verið í notkun þegar slysið varð. Einnig hafi komið fram að slag hafi verið í spindilkúlu hægra megin að framan og að léleg gúmmífóðring í hjólspyrnu vinstra megin að framan gætu hafa haft áhrif á aksturseiginleika bifreiðarinnar. Ekki hafi orðið mikil aflögun í farþegarými þrátt fyrir að bifreiðin hafi verið mikið skemmd eftir slysið. Beltisnotkun og fíkniefnum um að kenna Í skýrslunni segir ekki hafi verið hægt að lesa hraða úr tölvu bifreiðarinnar sökum aldurs hennar. Leyfður hámarkshraði á vettvangi hafi verið níutíu kílómetrar á klukkustund. Að sögn vitnis að slysinu, sem hafi kveðist hafa ekið á um hundrað kílómetra hraða á eftir bifreiðinni, hafi bil á milli bifreiðanna sennilega minnkað áður en slysið varð. Þá segir í niðurstöðukafla skýrslunnar að orsakir slyssins hafi verið að ökumaðurinn hafi ekki verið hæfur til að stjórna ökutæki vegna áhrifa fíkniefnis og að hann hafi ekki verið spenntur í öryggisbelti. Ekki er tekið fram hvaða fíkniefni mældist í blóði ökumannsins.
Samgönguslys Reykjanesbær Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Loka lauginni vegna veðurs Innlent Fleiri fréttir Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Sjá meira