Sýningin ber heitið Afbygging/Deconstruction þar sem Dýrfinna og Geoffrey sýndu nýja röð verka eftir sig sem þau hafa unnið að á árinu. Nánar má lesa um sýninguna og samstarfið í viðtalinu hér að neðan sem blaðamaður Vísis tók við Geoffrey.
Einnig var mikið fjör í nýju bakrými Ports þar sem listamaðurinn Steinn Logi „hékk í Sjoppunni“ og sýndi þar ný málverk.
Gallery Port opnaði nýverið nýtt húsnæði við Hallgerðargötu. Gestir og aðdáendur menninga og lista nutu góðs af haustblíðunni í Reykjavík þennan laugardag og eru listamennirnir í skýjunum með vel heppnaða opnun.
Hér má sjá vel valdar myndir frá opnuninni sem Elvar Þór Baxter tók fyrir Gallery Port:





































