Nánast allir íbúar með aðgang að sérkjörum Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 9. október 2024 10:40 Gunnar Egill Sigurðsson, forstjóri Samkaupa. Vísir/Vilhelm Forstjóri Samkaupa segir að viðbrögð íbúa í Búðardal við vildarkerfi í Krambúðinni hafi verið afar góð, þvert á fullyrðingar sveitarstjóra Dalabyggðar. Hann segir nánast alla íbúa vera aðilar að vildarkerfinu og sjötíu prósent þeirra séu reglulegir viðskiptavinir. „Þannig að fyrirsögnin í viðtalinu „Ekki næstum allir íbúar með þetta app“ er bókstaflega röng – það eru næstum allir íbúar Búðardals með appið, og mikill meirihluti þeirra notar það reglulega,“ segir Gunnar Egill Sigurðsson forstjóri Samkaupa í skriflegu svari til Vísis. Vilja aðra verslun í Dalabyggð Tilefnið eru ummæli Björn Bjarka Þorsteinsson sveitarstjóri Dalabyggðar sem sagði við Vísi á dögunum að hans helsta ósk væri sú að íbúar í Dalabyggð myndu njóta lægra vöruverðs strax en ekki einungis í gegnum sérstakt app á vegum Samkaupa sem reka Krambúðina í Búðardal. Ár er síðan sveitarstjórn skoraði á Samkaup að opna þar dagvöruverslun í stað Krambúðarinnar. Fyrr á árinu, nánar tiltekið í maí síðastliðnum, tilkynntu forsvarsmenn Samkaupa að íbúar Dalabyggðar yrðu þeir fyrstu á landinu til þess að fá að prófa nýja viðbót við Samkaupsappið. Í viðbótinni felst sá möguleiki að fá um tvöhundruð vörur í Krambúðinni í Búðardal á sérstöku lágvöruverði í formi inneignar. Þá gagnrýndi Björn Bjarki jafnframt vöruúrvalið í Krambúðinni. Hann sagði það ekki taka mið af þörfum íbúa sem reki heimili í Dalabyggð, uppsetning verslunarinnar væri enn með þeim hætti að um sé að ræða verslun fyrir ferðamenn. Fengið fjölda skilaboða „Þvert á það sem hann segir í viðtalinu við þig þá hafa viðbrögð íbúa í Búðardal við sérkjörunum sem þeim bjóðast í Krambúðinni verið afar góð. Við höfum fengið fjölda skilaboða frá ánægðum viðskiptavinum og frá því að við opnuðum fyrir þessa lausn hafa íbúar safnað sér töluverðri inneign sem þeir geta svo innleyst í næstu verslunarferð,“ skrifar Gunnar í svari sínu til Vísis. Hann segir inneignina vera krónu á móti krónu þannig að þúsund króna inneign myndi í raun þúsund króna verðlækkun á vörukörfunni í næstu innkaupum. Gunnar segir kerfið hafa stækkað hjá Samkaupum og sé nú í innleiðingu víðar á landsbyggðinni. Hann segist sannfærður um að því verði vel tekið. „Af þeim sem eru skráðir með póstnúmer í Búðardal eru nánast allir aðilar vildarkerfisins og um 70 prósent þeirra eru reglulegir viðskiptavinir – það er mikil notkun miðað við aðra staði.“ Dalabyggð Verslun Neytendur Mest lesið Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Viðskipti erlent Að umbreyta fómó í jómó um verslunarmannahelgina Atvinnulíf Fleiri fréttir „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Fékk ekki að lækka afborganir því hún komst ekki í gegnum greiðslumat Vara við eggjum í kleinuhringjum Rukkuð vegna þegar greiddra bílastæða og fá engin svör „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Svona verður hægt að horfa á enska boltann í vetur „Þær eru bara of dýrar“ Skamma og banna Play að blekkja neytendur Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Kaffi heldur áfram að hækka í verði Vilja „ósýnilegar“ stöðumælasektir burt Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Sjá meira
„Þannig að fyrirsögnin í viðtalinu „Ekki næstum allir íbúar með þetta app“ er bókstaflega röng – það eru næstum allir íbúar Búðardals með appið, og mikill meirihluti þeirra notar það reglulega,“ segir Gunnar Egill Sigurðsson forstjóri Samkaupa í skriflegu svari til Vísis. Vilja aðra verslun í Dalabyggð Tilefnið eru ummæli Björn Bjarka Þorsteinsson sveitarstjóri Dalabyggðar sem sagði við Vísi á dögunum að hans helsta ósk væri sú að íbúar í Dalabyggð myndu njóta lægra vöruverðs strax en ekki einungis í gegnum sérstakt app á vegum Samkaupa sem reka Krambúðina í Búðardal. Ár er síðan sveitarstjórn skoraði á Samkaup að opna þar dagvöruverslun í stað Krambúðarinnar. Fyrr á árinu, nánar tiltekið í maí síðastliðnum, tilkynntu forsvarsmenn Samkaupa að íbúar Dalabyggðar yrðu þeir fyrstu á landinu til þess að fá að prófa nýja viðbót við Samkaupsappið. Í viðbótinni felst sá möguleiki að fá um tvöhundruð vörur í Krambúðinni í Búðardal á sérstöku lágvöruverði í formi inneignar. Þá gagnrýndi Björn Bjarki jafnframt vöruúrvalið í Krambúðinni. Hann sagði það ekki taka mið af þörfum íbúa sem reki heimili í Dalabyggð, uppsetning verslunarinnar væri enn með þeim hætti að um sé að ræða verslun fyrir ferðamenn. Fengið fjölda skilaboða „Þvert á það sem hann segir í viðtalinu við þig þá hafa viðbrögð íbúa í Búðardal við sérkjörunum sem þeim bjóðast í Krambúðinni verið afar góð. Við höfum fengið fjölda skilaboða frá ánægðum viðskiptavinum og frá því að við opnuðum fyrir þessa lausn hafa íbúar safnað sér töluverðri inneign sem þeir geta svo innleyst í næstu verslunarferð,“ skrifar Gunnar í svari sínu til Vísis. Hann segir inneignina vera krónu á móti krónu þannig að þúsund króna inneign myndi í raun þúsund króna verðlækkun á vörukörfunni í næstu innkaupum. Gunnar segir kerfið hafa stækkað hjá Samkaupum og sé nú í innleiðingu víðar á landsbyggðinni. Hann segist sannfærður um að því verði vel tekið. „Af þeim sem eru skráðir með póstnúmer í Búðardal eru nánast allir aðilar vildarkerfisins og um 70 prósent þeirra eru reglulegir viðskiptavinir – það er mikil notkun miðað við aðra staði.“
Dalabyggð Verslun Neytendur Mest lesið Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Viðskipti erlent Að umbreyta fómó í jómó um verslunarmannahelgina Atvinnulíf Fleiri fréttir „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Fékk ekki að lækka afborganir því hún komst ekki í gegnum greiðslumat Vara við eggjum í kleinuhringjum Rukkuð vegna þegar greiddra bílastæða og fá engin svör „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Svona verður hægt að horfa á enska boltann í vetur „Þær eru bara of dýrar“ Skamma og banna Play að blekkja neytendur Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Kaffi heldur áfram að hækka í verði Vilja „ósýnilegar“ stöðumælasektir burt Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Sjá meira