Fékk ekki atvinnuviðtöl vegna kínverska nafnsins Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar 12. október 2024 08:02 Ósk var ekki há í loftinu þegar hún byrjaði að finna fyrir því að hún skar sig úr hópnum. Vísir/Vilhelm „Ég hef oft lent í aðstæðum þar sem fólk sem þekkir mig ekki er að hrósa mér og segja mér hvað ég tali rosalega góða íslensku. Ég veit þá ekki alveg hvernig ég á að bregðast við, ég meina ég er fædd á Íslandi þannig að hvaða annað tungumál á ég að tala?“ segir Ósk Hoi Ning Chow sem er hálf íslensk og hálf kínversk. Þrátt fyrir að vera fædd og uppalin á Íslandi hefur Ósk þurft að takast á við ýmsar hindranir fyrir það eitt að bera kínverskt eftirnafn, og þá ekki síst á vinnumarkaðnum. Kveið fyrir nestistímunum í skólanum Ósk ólst upp á Álftanesi til níu ára aldurs; hún á íslenskan föður og kínverska móður en foreldrar henni skildu áður en hún kom í heiminn. Hún á eina systur sem er átta árum eldri. „Eldri systir mín er greind með einhverfu og þroskaröskun og ég var átta ára þegar hún flutti á sambýli. Eftir það kom hún heim um helgar og í fríum og þess háttar, þannig að ég ólst ekki beinlínis upp með henni, og ég var eiginlega hálfgert einkabarn, þannig séð.“ Í grunnskólanum á Álftanesi fékk Ósk svo sannarlega að finna fyrir því að hún var öðruvísi en aðrir. Hún skar sig úr hópnum sökum uppruna síns, og sú upplifun sat í henni í mörg ár á eftir. „Mamma sendi mig í skólann með kínverskan mat og þess vegna var ég með öðruvísi nesti en hinir krakkarnir. Ég fékk að heyra að maturinn minn liti ógeðslega út og að það væri vond lykt af honum. Ég kveið alltaf rosalega mikið fyrir nestistímunum í skólanum, og þessi kvíði sat í mér í mörg ár á eftir. Ég skynjaði líka að ég féll ekki í þennan útlitsstandard sem var á Íslandi; sætu stelpurnar voru allar hávaxnar og ljóshærðar með blá augu. Ég veit reyndar að ég var ekki sú eina sem varð fyrir einelti í skólanum á þessum tíma; allir sem voru öðruvísi eða skáru sig úr hópnum á einhvern hátt voru teknir fyrir. Það spilar kanski eitthvað inn í að þetta var lítið samfélag þarna á Álftanesi.“ Tvö ár á Indlandi Þegar Ósk var níu ára flutti hún með móður sinni til Indlands og þar bjuggu mæðgurnar um tveggja ára skeið. „Mamma er semsagt tónlistarmennuð og var að vinna þarna sem tónlistarkennari í alþjóðlegum skóla, og ég gekk í þennan sama skóla. Ég á ofboðslega margar góðar minningar frá þessum tíma.“ Skiljanlega voru það töluverð viðbrigði fyrir tíu ára stúlku að flytja úr örsmáu bæjarfélagi á Íslandi í tíu milljón manna borg á suður Indlandi. Mæðgurnur ferðuðust víða um landið og horfðu upp á gífurlega fátækt og frumstæðar aðstæður. Á Indlandi fá finna bæði ríkasta og fátækasta fólkið og oftar en ekki býr það hlið við hlið. „Fátæktin í Indlandi er auðvitað engan veginn sú sama og hér. Þetta mótaði mig mikið og ég held að þetta hafi gert mig víðsýnni, og líka þakklátari fyrir að búa á Íslandi. Annað sem var svo merkilegt var að öfugt við það sem ég hafði upplifað á Íslandi þá uppfyllti ég allt í einu einhvern fegurðarstandard þarna á Indlandi. Á Indlandi er mikið um litahyggju (e. colourism) sem þýðir að því dekkri sem þú ert því meiri fordómum verður þú fyrir, jafnvel af hálfu Indverja. Indversku vinkonur mínar og indversku konurnar sem ég hitti voru alltaf að tala um hvað ljósa húðin mín væri falleg og hvað þær vildu óska þess að vera ljósar á hörund eins og ég. Mér fannst það alltaf svo skrítið og óþægilegt.” Þegar mæðgurnar sneru aftur heim til Íslands frá Indlandi byrjaði Ósk í Álfhólsskóla í Kópavogi. Þar upplifði hún ekki einelti eins og í skólanum á Álftanesi en hún var engu að síður brunnin af fyrri reynslu. „Ég var, eins og áður, með öðruvísi nesti en allir hinir og þó svo að enginn hafi sagt neitt við mig þá fannst mér ég alltaf fá eitthvað svona „lúkk“ frá hinum krökkunum, ég skynjaði það þannig. En svo breyttist þetta alveg þegar ég byrjaði í MH. Þar var svo mikill fjölbreytileiki í nemendahópnum og þar féll ég alveg inn í hópinn. Og eftir því sem leið á unglingsárin þá hætti ég skammast mín fyrir að vera hálf kínversk.“ Óteljandi umsóknir en engin svör Þegar Ósk var orðin unglingur og byrjaði að stíga sín fyrstu skref á vinnumarkaðnum rakst hún á ófáar hindranir sökum þess að hún er með kínverskt nafn. „Fyrsta starfið mitt var í bakaríi þegar ég var 14 ára; ég fékk það í gegnum vinkonu mína sem var að vinna þar. Árið 2018 fékk ég vinnu á Booztbarnum í gegnum aðra vinkonu mína. Áður en ég fékk það starf var ég búin að vera inni á Alfreð í langan tíma og var búin að sækja um öll þjónustu- og afgreiðslustörf sem ég sá auglýst, án þess að fá eitt einasta svar,“ segir Ósk og bætir við að hún geti ekki annað en dregið þá ályktun að eftirnafnið hennar, Chow, og millinafnið hennar, Hoi Ning, hafi haft þarna einhver áhrif. „Ef ferilskráin mín er skoðuð þá er alveg hægt að sjá að ég var í menntaskóla á Íslandi og tala fullkomna íslensku, enda fædd og uppalin á Íslandi. Ég efaðist um að íslensku vinkonur mínar ættu jafn erfitt og ég með að fá svör. Einu störfin sem ég fékk var vegna þess að ég þekkti einhvern sem þekkti einhvern annan. Tvær af mínum bestu vinkonum eru pólskar og þar af leiðandi með pólsk ættarnöfn. Þær hafa nákvæmleg sömu reynslu af vinnumarkaðnum og ég; hafa sótt um óteljandi störf án þess að fá nein viðbrögð. Fyrsta starfið sem ég fékk án þess að fá hjálp frá einhverjum öðrum var hjá Monki versluninni í Smáralind, þegar hún opnaði þar um sumarið árið 2019. Það kom mér rosalega á óvart að þau svöruðu umsókninni frá mér, á þessum tíma var ég hálfpartinn bara búin að sætta mig við að ég gæti ekki fengið vinnu nema í gegnum einhver sambönd. Og það má alveg geta þess að það voru ekki Íslendingar sem voru að fara yfir starfsumsóknirnar þarna hjá Monki heldur Svíar, af því að þetta er sænsk keðja. Seinna byrjaði ég að vinna í H&M sem er í eigu sama sænska fyrirtækis. Í H&M var rúmlega helmingurinn af starfsfólkinu útlendingar, það hafði kanski eitthvað með það að gera að þetta var ekki vel launað starf þrátt fyrir að vera líkamlega krefjandi, maður var á fótunum og á þönum allan daginn. Ég veit ekki hversu oft það kom fyrir að kúnnar komu í verslunina og vildu einungis tala við starfsmann sem kunni íslensku, og þá var mjög oft leitað til mín. Þegar ég nálgaðist viðkomandi kúnna var ég strax spurð: „Ertu íslensk?“ Mitt „go to“ svar var þá alltaf: „Nei, en ég tala íslensku.“ Stefnir á mastersnám Ósk kveðst hafa fundið minna fyrir útilokun og fordómum eftir að hún byrjaði í vinna í umönnunarstörfum. „Árið 2021 sótti ég um starf á sambýli í Garðabæ- og fékk það, og seinna fór ég vinna á íbúðakjarna í Norðlingaholti. Í fyrrasumar byrjaði ég síðan að vinna í Bríetartúni, á íbúðakjarna fyrir geðfatlaða og mér líður virkilega vel þar.“ Hún er útskrifuð með BS gráðu í sálfræði og dreymir um að fara í masternám í klínískri sálfræði í nánustu framtíð. „Það er rosaleg mikil samkeppni í klíníska sálfræðináminu og það eru ekki allir sem komast inn; núna í ár voru held ég í kringum tvö hundruð sem sóttu um, þar á meðal ég en ég fékk ekki inngöngu. Ég ætla að reyna einu sinni í viðbót næsta haust en annars langar mig að fara í mastersnám í afbrotafræði. Ég hef nefnilega svo mikinn áhuga á endurhæfingu (e. rehabilitation); hjálpa afbrotamönnum að komast út í samfélagið á ný, og líka að rannsaka ástæðurnar sem liggja að baki afbrotahegðun. Í framtíðinni langar mig líka mikið að vinna í kringum forvarnarstarf og endurhæfingin er auðvitað ákveðinn grunnur þegar kemur að því.“ Ósk leggur áherslu á að inngilding er af hinu góða.Vísir/Vilhelm Meirihlutinn þarf að standa með minnihlutanum Út frá fenginni reynslu er Ósk með sterkar skoðanir þegar kemur að umræðunni um inngildingu á vinnumarkaðnum og í samfélaginu- og sömuleiðis þegar kemur að aðlögun útlendinga að íslensku samfélagi. Orðið inngilding þýðir að tilheyra án aðgreiningar. Að velja fólk í störf eftir getu, starfsreynslu og menntun, en ekki uppruna þess, útliti eða kynhneigð. „Ég á marga vini sem eru innflytjendur. Flestir þeirra vilja læra íslensku og eru að reyna sitt besta. Ein vinkona mín nefndi það til dæmis við mig að hún væri oft að lenda í því að Íslendingar þóttust ekki skilja hana þegar hún reyndi að tala íslensku með sínum erlenda hreim. Þar af leiðandi hætti hún að þora að æfa sig í að tala málið. Ég hef það fyrir vana að tala alltaf við íslensku við fólk; alveg burtséð frá því hversu lélega íslensku viðkomandi sjálfur talar eða hversu vel eða illa viðkomandi skilur mig. Ég bíð alltaf eftir því að viðkomandi eigi sjálfur frumkvæðið að því að tala á ensku, það er að segja, ég ávarpa viðkomandi ekki strax á ensku.“ Hún nefnir nýlegt dæmi úr eigin lífi. „Um daginn fór ég til læknis og þegar ég kom að móttökunni sagði ég við móttökuritarann: „Góðan daginn.“ Móttökuritarinn svaraði mér á íslensku og bað um kennitöluna mína. Ég svaraði henni á íslensku og gaf henni upp kennitöluna og hún sló henni upp í kerfinu hjá sér og þá kom upp nafnið mitt: Ósk Hoi Ning Chow. Þá byrjaði hún allt í einu að tala við mig á ensku. Þetta er svo sannarlega ekki í fyrsta skiptið sem ég lendi í því að einhver sér nafnið mitt og ályktar strax að ég tali ekki íslensku.” Fögnum fjölbreytileikanum Ósk telur einnig mikilvægt að meirihlutahópar standi með minnihlutahópum. „Þegar ég upplifi einhverskonar óréttlæti eða mismunun þá er mun erfiðara, og tekur meiri orku frá mér að standa upp fyrir sjálfri mér, heldur en ég væri til dæmis að standa upp fyrir vin minn sem tilheyrir einhverjum ákveðnum minnihlutahópi, til dæmis einstaklings sem er trans eða samkynhneigður. Það er oft eins og fólk geti ekki tekið mark á öðrum, nema þei msem tilheyra sama hópi og það sjálft, eins og hvítir karlar taka bara mark á öðrum hvítum körlum. Ég get nefnt dæmi, þegar ég hitti vinahóp kærasta míns í annað skiptið og einn úr hópnum kom með athugasemdir sem var beint að annarri stelpu sem var einu sinni partur af vinahópnum. Athugasemdirnar innihéldu bæði kynþáttarfordóma og karlrembu. Þetta var dæmi um samtvinnun (e. intersectionality), sem þýðir að allar tegundir af fordómum tengjast hvort öðru. Allar litaðar konur mega þola blöndu af karlrembu og kynþáttarfordóma. Ég fékk kærastann minn til að tala við vin sinn um þetta, sem hann gerði. Ég vissi að það yrði tekið mark á kærastanum mínum, en ekki mér.“ Líkt og Ósk bendir á þá starfar fólk af erlendum uppruna ekki einungis í þjónustu- og afgreiðslustörfum, stór hluti starfar hjá ríkinu og Reykjavíkurborg, og þeim mun halda áfram að fjölga vegna aukinna þarfa þjóðarinnar á opinberri grunnþjónustu. „Fjölbreytileiki samfélagsins er að breytast- og það þarf svo sannarlega ekki að vera neikvæð þróun.“ Innflytjendamál Vinnumarkaður Mannanöfn Mest lesið Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Tíska og hönnun Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Lífið Sóli mátti bara tala í eftirhermum Lífið Daníel Takefusa og Ásdís Eva selja íbúð á eftirsóttum stað Lífið Dagur og Jónas Reynir fá ekki starfslaun Lífið Djörf á dreglinum Tíska og hönnun Heitasti útvarpsmaður landsins selur slotið Lífið Hlýlegt sjónvarpsherbergi með vínbar í Garðabæ Lífið Fitusmánuð á rauða dreglinum Lífið Aðventan með Lindu Ben: Sörur og gjafaöskjur Jól Fleiri fréttir Fitusmánuð á rauða dreglinum Daníel Takefusa og Ásdís Eva selja íbúð á eftirsóttum stað Sóli mátti bara tala í eftirhermum Heitasti útvarpsmaður landsins selur slotið Dagur og Jónas Reynir fá ekki starfslaun Gummi Kíró og Lína fagna fimm árum af ást Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Hlýlegt sjónvarpsherbergi með vínbar í Garðabæ Kvöddu með stæl Ástfangnar í tuttugu ár Gísli Pálmi er orðinn pabbi Harold með ólæknandi krabbamein Opna „hommalegustu blómabúðina í bænum“ Orð ársins vísar til rotnunar heilans Alma Möller og Inga Sæland í mesta stuðinu Manuela og Eiður ástfangin á ný Áslaug Arna fékk „elegant“ kind í afmælisgjöf Stjörnulífið: Alþingiskosningar, fyrsti í aðventu og rómantík Virði töskusafns Laufeyjar Línar yfir fimm milljónum Kristín Þóra og Teitur á grænu ljósi Bryndís og Haukur nýbökuð hjón Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Er bókstaflega skíthrædd Krakkatían: Kosningar, fiskar og göng Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Kosningakviss: El Classico þegar turnarnir tveir mættust Sigmundur taki stríðnina alla leið Bibba kannaði stemninguna á kosningamiðstöðvunum Kosningakviss: Tókust á um Eurovision og Næturvaktina „Álagið er þessi fjarvera“ Sjá meira
Kveið fyrir nestistímunum í skólanum Ósk ólst upp á Álftanesi til níu ára aldurs; hún á íslenskan föður og kínverska móður en foreldrar henni skildu áður en hún kom í heiminn. Hún á eina systur sem er átta árum eldri. „Eldri systir mín er greind með einhverfu og þroskaröskun og ég var átta ára þegar hún flutti á sambýli. Eftir það kom hún heim um helgar og í fríum og þess háttar, þannig að ég ólst ekki beinlínis upp með henni, og ég var eiginlega hálfgert einkabarn, þannig séð.“ Í grunnskólanum á Álftanesi fékk Ósk svo sannarlega að finna fyrir því að hún var öðruvísi en aðrir. Hún skar sig úr hópnum sökum uppruna síns, og sú upplifun sat í henni í mörg ár á eftir. „Mamma sendi mig í skólann með kínverskan mat og þess vegna var ég með öðruvísi nesti en hinir krakkarnir. Ég fékk að heyra að maturinn minn liti ógeðslega út og að það væri vond lykt af honum. Ég kveið alltaf rosalega mikið fyrir nestistímunum í skólanum, og þessi kvíði sat í mér í mörg ár á eftir. Ég skynjaði líka að ég féll ekki í þennan útlitsstandard sem var á Íslandi; sætu stelpurnar voru allar hávaxnar og ljóshærðar með blá augu. Ég veit reyndar að ég var ekki sú eina sem varð fyrir einelti í skólanum á þessum tíma; allir sem voru öðruvísi eða skáru sig úr hópnum á einhvern hátt voru teknir fyrir. Það spilar kanski eitthvað inn í að þetta var lítið samfélag þarna á Álftanesi.“ Tvö ár á Indlandi Þegar Ósk var níu ára flutti hún með móður sinni til Indlands og þar bjuggu mæðgurnar um tveggja ára skeið. „Mamma er semsagt tónlistarmennuð og var að vinna þarna sem tónlistarkennari í alþjóðlegum skóla, og ég gekk í þennan sama skóla. Ég á ofboðslega margar góðar minningar frá þessum tíma.“ Skiljanlega voru það töluverð viðbrigði fyrir tíu ára stúlku að flytja úr örsmáu bæjarfélagi á Íslandi í tíu milljón manna borg á suður Indlandi. Mæðgurnur ferðuðust víða um landið og horfðu upp á gífurlega fátækt og frumstæðar aðstæður. Á Indlandi fá finna bæði ríkasta og fátækasta fólkið og oftar en ekki býr það hlið við hlið. „Fátæktin í Indlandi er auðvitað engan veginn sú sama og hér. Þetta mótaði mig mikið og ég held að þetta hafi gert mig víðsýnni, og líka þakklátari fyrir að búa á Íslandi. Annað sem var svo merkilegt var að öfugt við það sem ég hafði upplifað á Íslandi þá uppfyllti ég allt í einu einhvern fegurðarstandard þarna á Indlandi. Á Indlandi er mikið um litahyggju (e. colourism) sem þýðir að því dekkri sem þú ert því meiri fordómum verður þú fyrir, jafnvel af hálfu Indverja. Indversku vinkonur mínar og indversku konurnar sem ég hitti voru alltaf að tala um hvað ljósa húðin mín væri falleg og hvað þær vildu óska þess að vera ljósar á hörund eins og ég. Mér fannst það alltaf svo skrítið og óþægilegt.” Þegar mæðgurnar sneru aftur heim til Íslands frá Indlandi byrjaði Ósk í Álfhólsskóla í Kópavogi. Þar upplifði hún ekki einelti eins og í skólanum á Álftanesi en hún var engu að síður brunnin af fyrri reynslu. „Ég var, eins og áður, með öðruvísi nesti en allir hinir og þó svo að enginn hafi sagt neitt við mig þá fannst mér ég alltaf fá eitthvað svona „lúkk“ frá hinum krökkunum, ég skynjaði það þannig. En svo breyttist þetta alveg þegar ég byrjaði í MH. Þar var svo mikill fjölbreytileiki í nemendahópnum og þar féll ég alveg inn í hópinn. Og eftir því sem leið á unglingsárin þá hætti ég skammast mín fyrir að vera hálf kínversk.“ Óteljandi umsóknir en engin svör Þegar Ósk var orðin unglingur og byrjaði að stíga sín fyrstu skref á vinnumarkaðnum rakst hún á ófáar hindranir sökum þess að hún er með kínverskt nafn. „Fyrsta starfið mitt var í bakaríi þegar ég var 14 ára; ég fékk það í gegnum vinkonu mína sem var að vinna þar. Árið 2018 fékk ég vinnu á Booztbarnum í gegnum aðra vinkonu mína. Áður en ég fékk það starf var ég búin að vera inni á Alfreð í langan tíma og var búin að sækja um öll þjónustu- og afgreiðslustörf sem ég sá auglýst, án þess að fá eitt einasta svar,“ segir Ósk og bætir við að hún geti ekki annað en dregið þá ályktun að eftirnafnið hennar, Chow, og millinafnið hennar, Hoi Ning, hafi haft þarna einhver áhrif. „Ef ferilskráin mín er skoðuð þá er alveg hægt að sjá að ég var í menntaskóla á Íslandi og tala fullkomna íslensku, enda fædd og uppalin á Íslandi. Ég efaðist um að íslensku vinkonur mínar ættu jafn erfitt og ég með að fá svör. Einu störfin sem ég fékk var vegna þess að ég þekkti einhvern sem þekkti einhvern annan. Tvær af mínum bestu vinkonum eru pólskar og þar af leiðandi með pólsk ættarnöfn. Þær hafa nákvæmleg sömu reynslu af vinnumarkaðnum og ég; hafa sótt um óteljandi störf án þess að fá nein viðbrögð. Fyrsta starfið sem ég fékk án þess að fá hjálp frá einhverjum öðrum var hjá Monki versluninni í Smáralind, þegar hún opnaði þar um sumarið árið 2019. Það kom mér rosalega á óvart að þau svöruðu umsókninni frá mér, á þessum tíma var ég hálfpartinn bara búin að sætta mig við að ég gæti ekki fengið vinnu nema í gegnum einhver sambönd. Og það má alveg geta þess að það voru ekki Íslendingar sem voru að fara yfir starfsumsóknirnar þarna hjá Monki heldur Svíar, af því að þetta er sænsk keðja. Seinna byrjaði ég að vinna í H&M sem er í eigu sama sænska fyrirtækis. Í H&M var rúmlega helmingurinn af starfsfólkinu útlendingar, það hafði kanski eitthvað með það að gera að þetta var ekki vel launað starf þrátt fyrir að vera líkamlega krefjandi, maður var á fótunum og á þönum allan daginn. Ég veit ekki hversu oft það kom fyrir að kúnnar komu í verslunina og vildu einungis tala við starfsmann sem kunni íslensku, og þá var mjög oft leitað til mín. Þegar ég nálgaðist viðkomandi kúnna var ég strax spurð: „Ertu íslensk?“ Mitt „go to“ svar var þá alltaf: „Nei, en ég tala íslensku.“ Stefnir á mastersnám Ósk kveðst hafa fundið minna fyrir útilokun og fordómum eftir að hún byrjaði í vinna í umönnunarstörfum. „Árið 2021 sótti ég um starf á sambýli í Garðabæ- og fékk það, og seinna fór ég vinna á íbúðakjarna í Norðlingaholti. Í fyrrasumar byrjaði ég síðan að vinna í Bríetartúni, á íbúðakjarna fyrir geðfatlaða og mér líður virkilega vel þar.“ Hún er útskrifuð með BS gráðu í sálfræði og dreymir um að fara í masternám í klínískri sálfræði í nánustu framtíð. „Það er rosaleg mikil samkeppni í klíníska sálfræðináminu og það eru ekki allir sem komast inn; núna í ár voru held ég í kringum tvö hundruð sem sóttu um, þar á meðal ég en ég fékk ekki inngöngu. Ég ætla að reyna einu sinni í viðbót næsta haust en annars langar mig að fara í mastersnám í afbrotafræði. Ég hef nefnilega svo mikinn áhuga á endurhæfingu (e. rehabilitation); hjálpa afbrotamönnum að komast út í samfélagið á ný, og líka að rannsaka ástæðurnar sem liggja að baki afbrotahegðun. Í framtíðinni langar mig líka mikið að vinna í kringum forvarnarstarf og endurhæfingin er auðvitað ákveðinn grunnur þegar kemur að því.“ Ósk leggur áherslu á að inngilding er af hinu góða.Vísir/Vilhelm Meirihlutinn þarf að standa með minnihlutanum Út frá fenginni reynslu er Ósk með sterkar skoðanir þegar kemur að umræðunni um inngildingu á vinnumarkaðnum og í samfélaginu- og sömuleiðis þegar kemur að aðlögun útlendinga að íslensku samfélagi. Orðið inngilding þýðir að tilheyra án aðgreiningar. Að velja fólk í störf eftir getu, starfsreynslu og menntun, en ekki uppruna þess, útliti eða kynhneigð. „Ég á marga vini sem eru innflytjendur. Flestir þeirra vilja læra íslensku og eru að reyna sitt besta. Ein vinkona mín nefndi það til dæmis við mig að hún væri oft að lenda í því að Íslendingar þóttust ekki skilja hana þegar hún reyndi að tala íslensku með sínum erlenda hreim. Þar af leiðandi hætti hún að þora að æfa sig í að tala málið. Ég hef það fyrir vana að tala alltaf við íslensku við fólk; alveg burtséð frá því hversu lélega íslensku viðkomandi sjálfur talar eða hversu vel eða illa viðkomandi skilur mig. Ég bíð alltaf eftir því að viðkomandi eigi sjálfur frumkvæðið að því að tala á ensku, það er að segja, ég ávarpa viðkomandi ekki strax á ensku.“ Hún nefnir nýlegt dæmi úr eigin lífi. „Um daginn fór ég til læknis og þegar ég kom að móttökunni sagði ég við móttökuritarann: „Góðan daginn.“ Móttökuritarinn svaraði mér á íslensku og bað um kennitöluna mína. Ég svaraði henni á íslensku og gaf henni upp kennitöluna og hún sló henni upp í kerfinu hjá sér og þá kom upp nafnið mitt: Ósk Hoi Ning Chow. Þá byrjaði hún allt í einu að tala við mig á ensku. Þetta er svo sannarlega ekki í fyrsta skiptið sem ég lendi í því að einhver sér nafnið mitt og ályktar strax að ég tali ekki íslensku.” Fögnum fjölbreytileikanum Ósk telur einnig mikilvægt að meirihlutahópar standi með minnihlutahópum. „Þegar ég upplifi einhverskonar óréttlæti eða mismunun þá er mun erfiðara, og tekur meiri orku frá mér að standa upp fyrir sjálfri mér, heldur en ég væri til dæmis að standa upp fyrir vin minn sem tilheyrir einhverjum ákveðnum minnihlutahópi, til dæmis einstaklings sem er trans eða samkynhneigður. Það er oft eins og fólk geti ekki tekið mark á öðrum, nema þei msem tilheyra sama hópi og það sjálft, eins og hvítir karlar taka bara mark á öðrum hvítum körlum. Ég get nefnt dæmi, þegar ég hitti vinahóp kærasta míns í annað skiptið og einn úr hópnum kom með athugasemdir sem var beint að annarri stelpu sem var einu sinni partur af vinahópnum. Athugasemdirnar innihéldu bæði kynþáttarfordóma og karlrembu. Þetta var dæmi um samtvinnun (e. intersectionality), sem þýðir að allar tegundir af fordómum tengjast hvort öðru. Allar litaðar konur mega þola blöndu af karlrembu og kynþáttarfordóma. Ég fékk kærastann minn til að tala við vin sinn um þetta, sem hann gerði. Ég vissi að það yrði tekið mark á kærastanum mínum, en ekki mér.“ Líkt og Ósk bendir á þá starfar fólk af erlendum uppruna ekki einungis í þjónustu- og afgreiðslustörfum, stór hluti starfar hjá ríkinu og Reykjavíkurborg, og þeim mun halda áfram að fjölga vegna aukinna þarfa þjóðarinnar á opinberri grunnþjónustu. „Fjölbreytileiki samfélagsins er að breytast- og það þarf svo sannarlega ekki að vera neikvæð þróun.“
Innflytjendamál Vinnumarkaður Mannanöfn Mest lesið Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Tíska og hönnun Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Lífið Sóli mátti bara tala í eftirhermum Lífið Daníel Takefusa og Ásdís Eva selja íbúð á eftirsóttum stað Lífið Dagur og Jónas Reynir fá ekki starfslaun Lífið Djörf á dreglinum Tíska og hönnun Heitasti útvarpsmaður landsins selur slotið Lífið Hlýlegt sjónvarpsherbergi með vínbar í Garðabæ Lífið Fitusmánuð á rauða dreglinum Lífið Aðventan með Lindu Ben: Sörur og gjafaöskjur Jól Fleiri fréttir Fitusmánuð á rauða dreglinum Daníel Takefusa og Ásdís Eva selja íbúð á eftirsóttum stað Sóli mátti bara tala í eftirhermum Heitasti útvarpsmaður landsins selur slotið Dagur og Jónas Reynir fá ekki starfslaun Gummi Kíró og Lína fagna fimm árum af ást Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Hlýlegt sjónvarpsherbergi með vínbar í Garðabæ Kvöddu með stæl Ástfangnar í tuttugu ár Gísli Pálmi er orðinn pabbi Harold með ólæknandi krabbamein Opna „hommalegustu blómabúðina í bænum“ Orð ársins vísar til rotnunar heilans Alma Möller og Inga Sæland í mesta stuðinu Manuela og Eiður ástfangin á ný Áslaug Arna fékk „elegant“ kind í afmælisgjöf Stjörnulífið: Alþingiskosningar, fyrsti í aðventu og rómantík Virði töskusafns Laufeyjar Línar yfir fimm milljónum Kristín Þóra og Teitur á grænu ljósi Bryndís og Haukur nýbökuð hjón Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Er bókstaflega skíthrædd Krakkatían: Kosningar, fiskar og göng Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Kosningakviss: El Classico þegar turnarnir tveir mættust Sigmundur taki stríðnina alla leið Bibba kannaði stemninguna á kosningamiðstöðvunum Kosningakviss: Tókust á um Eurovision og Næturvaktina „Álagið er þessi fjarvera“ Sjá meira